Þjóðviljinn - 03.02.1981, Qupperneq 3
Þriðjudagur 3. febrúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Nýjung
hjá kaup
félögum
t dag taka kaupfélögin upp nýtt
fyrirkomulag með afsláttar- og
tilboðsvörur. Standa rökstuddar
vonir til að það muni leiða til
verulegrar og varanlegrar lækk-
unar vöruverðs i matvörubúðum
þeirra. Hefur starfsemi þessari
veriðgefiðnafnið: GRUNNVARA
A GRUNNVERÐI.
Við spurðum örn Ingólfsson hjá
Kaupfélagi Hafnfirðinga að þvi i
hverju þetta nýja fyrirkomulag
væri fólgið og á hverju
kaupfélagsmenn byggðu þær von-
ir sinar, að geta lækkað vöruverð-
ið.
— Það er kannski rétt að benda
fyrst á það, sagði örn, — að áður
vorum við með vörur á svonefndu
tilboðsverði. A þeim vörutegund-
um voru hinsvegar nokkuð ör
skipti, sem leiddu af sér, að magn
hverrar vörutegundar, yfir lengri
tima, var minna. Með þvi að taka
ákveðnar vörutegundir út úr og
halda sig við þær, opnuðust
möguleikar á hagkvæmari inn-
kaupum vegna þess, að meira var
keypt i einu og einnig náðust betri
samningar við skipa- og trygg-
ingafélögin. Að þessu höfum við
verið að vinna siðan i okt.-nóv. i
fyrra og árangurinn orðið
umtalsverður. Svo við tökum eina
vörutegund sem dæmi þá höfum
viö veriö með strásykur i 2ja kg.
pakkningum á kr. 21,20. Nú er
verðið kr. 16,95.
— Hverjar eru þessar „grunn-
vörutegundir”?
— Þær eru sykur, 6x2 kg og 10
kg., hveiti, 5x5 og 10x2,5 kg.,
hafragrjón, grænmeti, epli,
appelsinur, rauðkál, tekex, kex,
saltkex, eldhúsrúllur, wc-pappir
ljósaperur, þvottalögur, þvotta-
-vam
-verf)
efni og smjörliki. Ef I ljós kemur,
aö við höfum að einhverju leyti
ekki valið réttar vörutegundir, þá
verður vörulistinn endurskoð-
aður.
Við gerum okkur vonir um það,
sagði örn Ingólfsson, — að þetta
muni leiða til umtalsverðrar
lækkunar á matarreikningi
þeirra, sem við kaupfélags-
búðirnar skipta, félagsmanna
sem annarra.
— mhg
Taka fóstrur samningamálin i eigin hendur?
Kjararáðstefna um
næstu helgi
Hafa sagt upp í stærstu bæjunum
Um næstu helgi halda fóstrur
kjaramálaráðstefnu þar sem
m.a. verðurrætt um þá stöðu sem
upp er komin eftir að fóstrur i
öllum fjölmennustu byggðar-
lögum landsins hafa sagt upp
störfum. Sagði Kristin Kvaran
formaður Fóstrufélags íslands i
gær að á ráðstefnunni yrði einnig
rætt um samræmingu á kjörum
og launakröfum fóstra og
reifaðar hugmyndir um að
Fóstrufélagið taki sjálft við gerð
sérkjarasamninga, sem nú eru i
höndum starfsmannafélaga við-
komandi sveitarfélaga.
Kjör og kröfur fóstra i stærstu
bæjarfélögunum eru mjög mis-
munandi. Sem dæmi má nefna að
fóstrur á Akureyri hafa siðustu
árin byrjað i 11. launaflokki
meðan fóstrur i Reykjavik
byrjuðu i þeim 10. Sérkjarasamn-
Manntalið gekk vel
Mjög fáir neituðu að svara
Manntalinu árið 1981 er að
mestu lokið og gekk vel að sögn
Klemensar Tryggvasonar Hag-
stofustjóra. Enn er eftir að ná til
hluta Reykvfkinga sem ekki voru
heima þegar teljarar börðu upp á,
en siðar I vikunni verður haft
samband við það fólk.
Klemens sagði að samkvæmt
þeim upplýsingum, sem honum
hefðu borist.hefði allt gengið vel,
einkum úti á landi, þar sem taln-
ing hófst á laugardag. Það hefði
komið i ljós að sums staðar þyrfti
að bæta úr gloppum og þaö yrði
gert. Mestu skiptir að fá upplýs-
ingar um það hvar fólk var niður-
komið og skráð á sjálfan mann-
talsdaginn 31. janúar.
Klemens sagði aö það hefðu
margir kvartað yfir spurningun-
um á eyðublöðunum, en þegar á
reyndi væru mjög fáir sem neit-
uðu að svara.
Mikill kostnaður hefur verið
lagður i' manntaliö. A fjárhags-
áætlun Reykjavikurborgar voru
75 milj. gkr. ætlaðar til
skráningarinnar og þvi er mikil-
vægt að vel takist til.
— ká.
íngarnir sem Starfsmannafélag
Reykjavikur geröi i byrjun þessa
árs tryggja fóstrum byrjun i 11.
launaflokki meðan fóstrum á
Akureyri er boðinn 12. og 13.
launaflokkur og fóstrum i Kópa-
vogi sá 12. Kröfur fóstra i Reykja-
vik og Kópavogi eru að fá
byrjunarlaunskv. 13. launaflokki,
færast i 14. eftir tvö ár og i 15.
eftir 4 ár. Fóstrur á Akureyri
krefjast þess aftur á móti að taka
byrjunarlaun i 14. launaflokki.
Á ráðstefnunni sem haldin
verður i húsnæði BSRB 7.,8. og 9.
febrúar verður þessi munur
ræddur með það fyrir augum að
móta samræmda stefnu. Sagði
Arna Jónsdóttir annar tveggja
ráðstefnustjóra að fyrirlesarar
bæði utan og innan BSRB myndu
á ráðstefnunni ræöa starfsemi
stéttarfélaga og fagfélaga eins og
Fóstrufélagsins sem á enga aðild
að gerð kjarasamninga.
Eins og skýrt var frá i Þjóð-
viljanum fyrir helgi hafa fóstrur i
Reykjavik, Kópavogi, Hafnar-
firði, Seltjarnarnesi, Garðabæ og
Akureyri nú lausa samninga.
Fóstrur á Akureyri frestuðu upp-
sögnum, sem koma áttu til íram-
kvæmda 1. febrúar s.l.,um
óákveðinn tima. Fóstrur i Kópa-
vogi fjölluðu á fundi sinum i gær
um tilboð bæjarins um 12. launa-
flokk en þær geta hætt störfum
eftir 4 vikur. Fóstrur i öörum
bæjarfélögum sögðu upp frá 1.
febrúar og koma uppsagnirnar til
framkvæmda eftir 3 mánuði ef
bæjarfélögin notfæra sér ekki
þann rétt sinn að framlegja frest-
inum um þrjá mánuði til við-
bótar.
Borgarráð Reykjavikur sam-
þykkti I siöustu viku breytta
Kristin Kvaran, formaður
Fóstrufélags tslands. Ljósm. —
gel—.
vinnutilhögun fóstra utan kjara-
samninga og fá þær nú tvo tima á
viku i undirbúningsstörí. Eru
fóstrur að sögn örnu Jónsdóttur
ánægðar með þá niðurstöðu mála
sem þó hefur engin áhrif á upp-
sagnir þeirra sem byggjast á
óánægju með launaflokkana.
Til glöggvunar á þessu dæmi og
kröfum fóstra er hér launatafla
BSRB um þá flokka sem um
ræðir. Fremst eru byrjunarlaun,
næst eftir tvö ár og þriðji flokkur
miðast við 5 ára starf eða 32ja ára
aldur:
11. 4.679 5.050 5.240
12. 4.865 5.240 5.432
13. 5.050 5.432 5.623
14. 5.240 5.623 5.814
15. 5.432 5.814 6.006
—AI
Síðustu fréttir:
Seint i gærkvöldi fregnaði Þjóð-
viljinn eftir áreiðanlegum heim-
ildum að fóstrur hafi ákveðið að
una ekki nýgerðum sérkjara-
samningi.
Allt útlit er þvi fyrir að þær
gangi út af vinnustöðum hinn 20.
febrúar nk., veröi ekki orðið við
kröfum þeirra. 35
UTSO LUMARKAÐUR
Skúlaaötu 30, (hús J. Þorláksson & Norðmann)
Verð kr. 99.-
Mikið úrval af
Buxum - peysum — úlpum — jökkum
skyrtum — bolum — o fl. o.fl.
Stórkostleg verðlækkun
Póstsendum
Vinnufatabúðin
Verð kr. 99
Laugavegi 76,simi 15425
Hverfisgötu 26/ simi 28550