Þjóðviljinn - 06.02.1981, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.02.1981, Blaðsíða 1
Konum hafnað vegna kynferöis? MuÐVIUINN Föstudagur 6. febr. 1981 —30. tbl. 46. árg. Nei, alveg af og frá — segja ráðherrarnir Sáttafundur hjá far- mönnum í gær var haldinn fyrsti sáttafundurinn milli undirmanna á far- Hér er annars vegar um aö ræða prófessorsstöðu i ónæmis- fræðum við læknadeild HI sem Ingvar Gislason menntamálaráð- herra skipaði Helga Valdimars- son i og hins vegar lyfsöluleyfi á Dalvik sem Svavar Gestsson heil- brigðisráðherra veitti Óla Þ. Ragnarssyni. t læknadeild var kosið milli um- sækjenda eins og venja er og fékk Helga ögmundsdóttir sem er doktor að mennt einu atkvæði fleira (22:23) en Helgi Valdi- marsson og tveggja manna nefnd lyfsala- og lyfjafræðingafélagsins setti Freyju F. Kristensen nr. 1 en Óla Þ. Ragnarsson nr. 2. Sjá viðtöl við ráðherra á siðu 3. Sjá síöu 3 — Aftur á móti er staðreynd að þeir hafa verið áhugalitlir um að hækka verðið, mun áhugaminni en við Islendingar, sagði Bjarni. Hann sagði, að eftir þvi sem hann vissi best væri nokkurn veginn búið að ganga frá bráðabirgða- tölum um skreiðarverðið i Nigeriu fyrir þetta ár, og þar er það stjórn landsins sem mestu ræður um. En eins og Þjóðviljinn skýrði frá i gær hefur stjórn Nigeriu sett hámarksverð á skreið sem flutt er inn til lands- ins. Bjarni Magnússon sagði, að Nigeriumenn gætu fengið skreið frá ýmsum öðrum löndum og ,,Ég visa þessum ásökunum um mismunun vegna kynferðis algerlega á bug. Það er hrein endileysa að ég hafi tekið Óla Þ. Ragnarsson fram yfir Freyju Frisbæk Kristensen vegna kyn- ferðis hans. Menn ættu að þekkja min viðhorf i þeim efnum betur en slikar fullyrðingar bera vott um af áralöngum skrifum og baráttu fyrir jafnrétti kynjanna.” Þetta sagði Svavar Gestsson heil- brigðisráðherra i gær og Ingvar Gislason menntamálaráðherra sagði: „Það er alveg fráleitt að ég hafi hafnað Helgu Ögmunds- dóttur vegna kynferðis. Það er siður en svo.” Stjórn Kvenréttindafélags Islands hefur beint þvi til Jafn- réttisráðs að það taki mál ofan- greindra kvenna til meðferðar en þær voru báðar taldar hæfar til að gegna þeim stöðum sem þær sóttu um og mælt með þeim af þar til settum umsagnaraðilum. Norðmenn og skreiðarmarkaðurinn í Nígeríu: Kannski ekki undirboð en þeir eru áhugalitlir um verðhœkkanir, segir Bjarni Magnússon hjá ísl. umboðssölunni — Eg þori ekkert að full- yrða um hvort Norðmenn hafa verið með einhverja tilburði i þá átt að undir- bjóða okkur, en mér þykir það samt ósennilegt. Og ég hygg að Nígeríumennirnir hafi verið með aðra en Norðmenn í huga þegar þeir sögðust geta fengið ódýrari skreið en á Islandi, sagði Bjarni Magnússon hjá íslensku umboðssöl- unni, aðspurður hvort hann héldi að Norðmenn væru að undirbjóða skreið á Nrgeriumarkaði. nefndi i þvi tilfelli Argentinu, en bætti við, að sú skreið væri ekki nærri eins góð og islenska og norska skreiðin. Hann sagðist búast við, að það væri þessi lakari skreið sem Nigeriumennirnir hefðu haft i huga.er þeir töluðu um ódýrari skreið en hér á landi, frekar en að hún fengist i Noregi. —S.dór skipum og viðsemjenda þeirra, eftir að farmenn felldu drög að nýjum samningi i siðasta mánuði. Að sögn Guðlaugs Þorvalds- sonar rikissáttasemjara var fundurinn i gær fremur stuttur en ákveðið að samninganefndirnar hittust aftur i dag, föstudag. —S.dór ! Álþýðubandalagið: • j Miðstjórnar-1 i funduiinn j ! hefist í kvöld IMiðstjórn Alþýðubanda- | lagsins kemur saman til I . fundar i kvöld, föstudaginn 6. • | febrúar kl. 20.30 i fundarsal * ISóknar að Freyjugötu 27. I A dagskrá fundarins er I flokksstarfið, framkvæmda- I áætlun i orkumálum, stjórn-i • Imálaviðhorfið og þingmál. I Fundinum verður fram j haldið á laugardag sam- 1 § kvæmt nánari ákvörðun ■ n miöstjórnar. ! Flugleiöir h.f hafa fengið 2/3 hluta ríkisábyrgðarlánsins: Fá ekki meira fyrr en fyrir liggur að öllum skilyrðum sem ríkisstjórnin setti verði fullnœgt, segir Ragnar Arnalds fjármálaráðherra Eins og skýrt var frá í Þjóöviljanum í gær fer því fjarri, að Flugleiðir h.f. hafi fullnægt öllum þeim skilyrðum, sem ríkis- stjórnin setti fyrir ábyrgð þeirri, er hún tók varðandi lán til fyrirtækisins í haust. — Flugleiðir h.f. hafa fengið um 2/3 hluta þessa láns og fá ekki meira fyrr en fyrir liggur að fullnægt sé þeim skilyrðuim er sett voru, sagði Ragnar Arnalds fjármálaráðherra í samtali við Þjóðviljann i gær. Eitt af aðalskilyrðunum, fyrir rikisábyrgðinni var, að félagið héldi aðalfund i febrúar 1981 til þess að rikið kæmi fulltrúa sinum i stjórn fyrirtækisins, eins og samþykkt var. Nú er ljóst að af þessum fundi verður ekki i febrúar, og sagði Ragnar Arnalds, að sér þætti þetta alveg fráleitt þar sem þetta hefði verið eitt af aðalskilyrðunum. Þar að auki fæ ég ekki séð að neitt hafi verið þvi til fyrirstöðu að halda fundinn á þeim tima sem lofaö var, sagði Ragnar. önnur skilyrði, sem Flugleiðir h.f. hafa ekki fullnægt, eru að selja hlutabréf sin i Arnarflugi og að flytja viðgerðarþjónustu við flugvélarnar tii lslands. —S.dór Beðið eftir nýju fiskverði Meðan yfirnefnd verðlagsráðs sjávarútvegsins þráttar um nýtt fiskverð, sem hún átti raunar að vera komin með fyrir l. janúar sl., biða sjómenn I óvissu um kaupiö sitt, sem eins og allir vita ræðst mest af fiskverðinu. Samt eru bátar byrjaöir að róa og sjómenn vinna án þess að hafa hugmynd um hvað þeir hafa i kaup. A meðan er þráttað um hvort fara eigi þessa leiðina eða hina við að ákveða fiskverð. A að hækka útflutningsgjald á skreiö og saltfiski, en Iækka það á freðfiski? - Það er athugandi, segir sjávarútvegsráðherra. A að fella gengið tii aö bjarga frystingunni? — Kemur ekki til mála, segir ráðherra. Svona velta menn vöngum, en á meðan biða sjómenn eftir að fá að vita hvað þeir hafa i kaup. Ljósm. —gel— Ragnar Arnalds

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.