Þjóðviljinn - 06.02.1981, Qupperneq 5
Föstudagur 6. febrúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5
Markiis B. Þorgeirsson tekur við styrknum f samgönguráðuneytinu
I gær. — Ljósm.: — eik.
Markús fékk styrk
Til þess að kynna björgunarnetið
A fjárlögum þessa árs er
sjóslysanefnd falið að ráðstafa
kr. 2 miljónum gkr. til félaga og
einstaklinea er vinna aö slvsa-
varnarmálum. 1 jær var Markúsi
B. Þorgeirssyni afhentur þessi
styrkur i samgönguráðuneytinu
til kynningar á þvi björgunarneti
sem við hann er kennt og hann
hefur fundið upp. Markús hefur
nú ekki undan með framleiðsluna
á netinu, enda hefur það vakið
verulega athygli meðal annars I
Vestmannaeyjum, þar sem hann
kynnti það á sjómannadaginn.
MarkUs hyggst nota styrkinn til
þess að ferðast um landið á kom-
andi sumri og kynna netið I sam-
ráði við deildir Slysavarna -
félagsins, sjómannafélög og
hafnaryfirvöld.
Markús bað Þjóðviljann i gær
Heimili aldraðra
á vegum saf naða?
Gísli Sigurb jörnsson
forstjóri elliheimilanna
Grund og Áss hefur afhent
séra Ólafi Skúlasyni
dómprófasti í Reykjavík
100 þúsund kr. til
varðveislu og síðar
afhendingar þeim kirkju-
söfnuði í Reykjavík sem
fystur kemur sér upp
heimili fyrir aldraða innan
sóknarmarkanna fyrir
1983.
Gisli hafði nýlega boð inni að
Grund fyrir presta og oddvita
Reykjavikursafnaðanna, þar sem
hann ræddi um aðstæður aldraðra
og benti á, að sjaldan hefði þörfin
veriðmeirifyrir markvisst starf i
þeirra þátu.
I þakkarræðu sagði Ólafur
Skúlason dómprófastur ma., að
sú upphæð sem Gisli hefði afhent
sér yrði einskonar rásmerki fyrir
forystumenn safnaðanna og auk-
in hvatning til að sinna þessum
málum af enn meiri dugnaði og
áræði en áður.
Símamenn
Mótmæla
bráðabirgða-
lögunum
Félagsráð Félags isl.
simamanna mótmælti á fundi sin-
um 28. jan. sl. harðlega þeim
ákvæðum i bráðabirgðalögum
rikisstjórnarinnar, sem fela i sér
7% kjaraskerðingu 1. mars nk. og
riftun kjarasamninga BSRB frá
sl. hausti.
Segir i ályktun félagsráðsins,
að þeir samningar hafi af stjórn-
völdum verið túlkaðir sem
hógværir láglaunasamningar til
eftirbreytni fyrir aðra, en allir
samningargerðir siðar hafiíalið i
sér meiri kjarabætur.Með bráða-
birgðalögunum verði opinberir
starfsmenn fyrir meiri skerðingu
kjara en bæturnar námu.
Varar félagsráð að lokum viö
endurteknum aðgerðum til rift-
ingar kjarasamningum og telur
að slikt hljóti að leiða til
ófarnaðar.
sérstaklega að geta þess að vegna
nauðsynlegrar skipulagningar
tekur hann þegar á móti pöntun-
um um kynningu á netinu i sima
91-51465.
Björgunarnet Markúsar B.
Þorgeirssonar hefur vakið
óskipta athygli. Þing Alþýðusam-
bandsins samþykkti til að mynda
áskorun til Alþingis um að
samþykkja þingsályktunartillögu
Helga Seljans um sérfræðilega
úttekt á björgunarnetinu og að á
grundvelli hennar yrði tekin af-
staða til hvort ákvæði skuli sett i
reglugerð um skyldu til að hafa
björgunarnet um borð i skipum,
svo að þau séu tiltæk á hafnar-
svæðum. Sjóslysanefnd hefur
einnig tekið i sama streng, auk
þess sem Slysavarnafélagið,
Siglingamálastofnun og fleiri
aðilar hafa sýnt málinu áhuga og
velvilja. _ ekh
Bæjarráð Kópavogs lýsir undrun vegna uppsagna fóstra
Auglýslr stöðurnar
eftlr frest til 10. feb.
Bæjarráð Kópavogs
hefur lýst undrun sinni
vegna þess að fóstrur
sem starfa þar i bæ skuli
ekki hafa dregið upp-
sagnir sinar til baka.
Gefur bæjarráðið þeim
frest til 10. febrúar ella
verða stöður þeirra aug-
lýstar lausar til um-
sóknar, en þær hyggjast
leggja niður störf 20.
Fóstur hafa að undanförnu
staðið f harðri kjarabaráttu og
standa fast við þá kröfu að verða
hækkaðar upp i 13. launaflokk og
fá að auki launaflokkahækkanir
eftir tvö ár og fjögur ár i starfi,
auk undirbúningstima sem þegar
hefur verið samið um.
1 samþykkt bæjarráðs Kópa-
vogs er tiundað að fóstrur hafi
fengið meiri hækkun en aðrir
launþegar og segir þar að staðið
hafi verið við gefin fyrirheit af
hálfu bæjarins.
Hjá Kópavogsbæ starfa 3(Þ40
fóstrur á fimm dagheimilum auk
leikskóla og skóladagheimila.
Fóstrur hafa staðið þétt saman
um kröfur sfnar jafnt i Reykja-
vik, Akureyri sem i Kópavogi og
þvi hlýtur sú spurning að vakna
hvar Kópavogsbær ætlar að finna
fóstrur til starfa, fyrst þær sem
fyrir eru sætta sig ekki við þau
kjör sem boðið er upp á. — ká
Trillukarlar
stofna félag
Hinn 18. janúar sl. var stofnað i
Reykjavik Félag smábáta-
eigénda og er stærð bátanna mið-
uð við 12 tonn eða minna. Hér er
um að ræða hina svonefndu trillu-
karla en ekki skemmtibáta-
eigendur og telja trillukarlarnir
sig enga samleið eiga með listi-
bátaeigendum, sem vonlegt er.
Nú hefur þetta nýja félag Doðað
Margir frægir í
La Bohéme
Fjöldi kunnra söngvara tekur
þátt i sýningu Þjóðleikhússins á
La Bohéme nú i vetur. Ólöf
Kolbrún Harðardóttir mun
syngja hlutverk Mimiar, Ingveld-
ur Hjaltested hlutverk Musettu,
Garðar Cortes Ruldolfos og
Halldór Vilhelmsson Marcello.
John Speight syngur Schaunard,
og Eiður Gunnarsson kemur frá
Achen til að syngja hlutverk
Collines. Og i hlutverkum Alcin-
dorosogBenoitsverða þær gömlu
kempur Guðmundur Jónsson og
Kristinn Hallsson.
Þá hefur Sieglinde Kahman
verið boðið að syngja sem gestur
hlutverk Mimiar i vor og sömu-
leiðis mun Kristján Jóhannsson
syngja Ruldolfo og verður það
frumraun hans á islensku
leiksviði. Elin Sigurvinsdóttir
mun einnig syngja hlutverk
Musettu á nokkrum sýningum og
fleiri söngvarar verða með i sýn-
ingunni þegar liður á vorið.
Það er franski hljómsveitar-
stjórinn Jean-Pierre Jacquillat
sem stýrir uppfærslunni I þessari
vinsælu óperu og er þaö I fyrsta
sinn að hann stjórnar óperuflutn-
ingi hér á landi, en hann hefur er-
lendis,m.a. I Paris.fengist mikiö
við óperustjórn. Leikstjóri verður
Sveinn Einarsson og honum til
aðstoðar Þuriður Pálsdóttir en
um leikmynd sér Steinþór
Sigurðsson, en hann hefur ekki
unnið aö leikmynd fyrir
Þjóðleikhúsið siðan i Hafið bláa
hafið 1973. La Bohéme verður
flutt á frummálinu og frumsýn-
ingin er fyrirhuguð 3. april.
til fundar i Lindarbæ nk. laugar-
dag 7. janúar kl. 16.00. Fundar-
efnið verður sú léiega aðstaða
sem þessir aðilar eiga við að búa i
Reykjavikurhöfn. A fundinn mun
koma Gunnar B. Guðmundsson
hafnarstjóri i Reykjavik og ræða
þessi hafnarmál og hvað á döfinni
er i þeim málum.
Skyldu þau fá pláss á skóladagheimili þegar fram í sækir?
Almennur fundur hjá FEF á laugardag:
Skóladagheimili
skipulag og starf
Fyrsti umrœðufundurinn af fjórum
Félag einstæðra foreldra
heldur almennan félagsfund um
skóiadagheimili, starf þeirra og
skipulag á laugardaginn kemur.
Hefst fundurinn kl. 14 að Hótel
Heklu við Rauðarárstig.
Svavar Sigmundsson,formaður
FEF, sagði i samtali við Þjóövilj-
ann i gær að þessi fundur væri
liður i sérstakri fundaröð sem
ákveðið hefur verið að gangast
fyrir á næstunni. A hinum fund-
unum þremur verður fjallað um
talgalla barna, sem hafa verið
mikið til umræðu á undanförnum
misserum, fjarvistir foreldra frá
vinnu vegna, veikinda barna og
afstöðu atvinnurekenda til þess
máls og loks er ætlunin að fá full-
trúa stjórnmálaflokkanna til að
skýra hvað liggur að baki fjöl-
skyldupólitik hvers flokks.
A fundinum á laugardag mun
Gerður Steinþórsdóttir, formaður
félagsmálaráðs Reykjavikur-
borgar hafa framsögu um skipu-
lag dagvistarmála i borginni og
ungur drengur, Hrafn Jökulsson,
segir frá reynslu sinni af skóla-
dagheimili. Þá mun Bergur
F elixson, framkvæmdastjóri
dagvistarheimila mæta á fundinn
og sagði Svavar að það væri von
sin að foreldrar og starfsfólk á
skóladagheimilum létu sig ekki
vanta á laugardag. I ráði var að
fá fóstru til að ræða um innra
starf á dagvistarstofnum en af
þvi verður ekki, enda halda fóstur
þessa sömu helgi kjaramálaráð-
stefnu sina.
Svavar Sigmundsson sagði að
lokum að nú væri verið að leggja
siðustu hönd á hús félagsins við
Seljanes og hefur verið ráðinn
forstöðumaður til þess. I húsinu
munu einstæðir foreldrar i hús-
næðiseklu fá inni hálft ár i senn
þar til þeir hafa komist i annað
húsnæði. — Ai
er nýtt í
Lifeyrissjóður verslunarmanna vill vekja eftirtekt á
nýjum lögum um starfskjör launafólks og skyldu-
tryggingu lifeyrisréttinda frá 9. júni 1980. Þar segir
m.a.: öllum launamönnum og þeim, sem stunda at-
vinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi,er rétt og skylt
að eiga aðild að lifeyrissjóði viðkomandi starfsstéttar
eða starfshóps.
Af þessu tilefni vill sjóðurinn biðja þá aðila sem vinna
verslunar- eða skrifstofustörf eða skyld störf á sviði
viðskipta og þjónustu og eru utan við lifeyrissjóði að
athuga stöðu sina i lifeyrisréttindamálum.
Mun s jóðurinn veita allar nánari upplýsingar um þessi
mál. Vinsamlegast hafið samband við Stefán H.
Stefánsson i sima 84033.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna
Grensásvegi 13, sími 84033.