Þjóðviljinn - 06.02.1981, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. febrúar 1981
Skákþing Reykjavíkur:
Jón stefnir hrað-
byri á sigur
Jón L. Árnason hefur nú náO
öruggri forystu á Skákþingi
Reykjavikur. t 9. umferð mótsins
sem tefld var á miövikudaginn
vann hann Þóri ólafsson á meöan
greinarhöfundur tapaöi fyrir
Braga Haildórssyni. Þau
umskipti hafa orðið til þess aö
Elvar Guömundsson er nú kom-
inn i 2. sætiö eftir aö hafa lagt
Björgvin Víglundsson aö velli.
Staöan eftir 9 umferöir er
þessi:
1. Jón L. Arnason 6 1/2 v. + 1
frestuö skák.
2. Elvar Guömundsson 6 v. + 1
frestuð skák.
3. -4. Helgi Óiafsson og Bragi
Halidórsson 5 v. +1 frestuð
skák hvor.
5. Dan Hansson 5 v.
6. -7. Sævar Bjarnason og Karl
Þorsteins 4 1/2 v.
8.-9. Björgvin Vigiundsson og
Þórir Ólafsson 3 1/2 v.
10.-11. Bendikt Jónasson og Hilm-
ar Karlsson 2 1/2 v. + 1
biöskák hvor.
12. Asgeir Þ. Arnason 2 1/2 v.
Næsta umferö mótsins verður
tefld á sunnudaginn, og eigast þá
við Þórir og Bragi, Helgi og
Björgvin, Elvar og Dan, Asgeir
og Sævar, Karl og Hilmar og
Benedikt og Jón L.
Ekki alls fyrir löngu komu út
hin nýju alþjóðlegu Eloskákstig.
Þar kennir að venju margra
grasa. Það sem vekur hvað mesta
athygli er, að skærasta stjarna
Sovétmanna um þessar mundir,
Harry Kasparov, er kominn i 6.
sæti og skýtur aftur fyrir sig
mörgum heimsþekktum skák-
mönnum. Heimsmeistarinn
Karpov er að venju efstur, en
engu að siður hefur hann hrapað
tilfinnanlega á stigum, hefur tap-
að heilum 35 stigum frá þvi
siðast. Karpov vann mörg skák-
mót á siðasta ári, en slök frammi-
staða i nokkrum sveitakeppnum
og i mótinu i Buenos Aires gerir
þessa lækkun að verkum.
Mikhael Tal er þo sá skák-
maöur sem mest hefur lækkaö.
Hann gerði sér litið fyrir og tap-
aði 150 stigum. Geri aðrir betur.
Samkvæmt listanum eru 30
bestuskákmenn heims þessir:
1. Karpov 2690
2.- 3. Kortsnoj og
Portisch 2650
4.- 5. Spasski og
Hiibner 2635
6. Kasparov 2625
7,- 9. Timman, Polugajevskí og
Beljavski 2620
10.-11. Mecking og
Gellar 2615
12.-13. Larsen og
Anderson 2610
14. Ljubojevic 2605
15. Balashov 2600
16.-17. Romanishinog
Sosonko 2595
18.-19. Gulkoog Miles 2590
20.-21. Ribliog Petrosjan 2585
22.-26. Hort, Kupreitchik, Nunn,
Jusupovog Alburt 2575
27. Vaganian 2565
28. Sax 2560
29.-30. Talog Seirawan 2555
Karpov er skráður nr. 1, en þess
má geta að þeir skákmenn sem
ekkert tefla i 3 ár eöa meira detta
af listanum, en stigin eru geymd
ef þeim skyldi detta i hug að tefla
aftur. Stigin rýrna þó samkvæmt
kerfinu um 5 stig miðað við hvert
ár. Þó að Bobby Fischer hafi ekki
hreyft peð svo vitaö sé i meira en
8 ár er hann i raun langstigahæsti
skákmaður heims með 2745
Élo-stig. Hann hefur tapað 40
stigum á fjarverunni. Þvi má
bæta við að á timabili var hann
kominn yfir 2800 stig en tapaði
slatta af stigum við það að sigra
Spasski með 5 vinninga mun I
einviginu 1972.
Úr sýningu AL á Pæld’IÖI.
AL og Utangarðsmenn:
Tvöfalt prógramm
N.k. sunnudag kl. 20 býöur
Alþýöuleikhúsiö upp á ..tvöfalt
prógramm” i Háfnarbiói — hiö
umdeilda u n gli n ga I e ikr i t
„Pæld’iöi” ásamt Utangarös-
mönnum meö Bubba Morthens I
broddi fylkingar.
Pæld’iöi hefur nú verið sýnt
yfir 40 sinnum i hartnær öll-
um skólum á höfuðborgarsvæðinu
og byggðarlögunum i kring og
hafa nú um 10.000 manns, aöal-
lega unglingar, séð sýninguna. A
næstunni eru svo fyrirhugaðar
leikferðir i fjarlægari byggðar-
lög, sú fyrsta á Austfiröi vikuna
9,-13. febrúar.
Vegna anna við sýningar i skól-
um út um borg og bi hefur þvi
miður ekki verið hægt að sýna
verkið svo neinu nemur á al-
mennum markaði. En nú eru
fyrirhugaöar örfáar sýningar i
Hafnarbiói á næstu vikum.
Það hefur mikið verið rætt og
ritað um þetta innlegg Alþýðu-
leikhússins i málefni unglinga
landsins og þá aðallega frá hendi
hinna fullorðnu. En unglingarnir
hafa svo sannarlega kunnað að
meta þessa umfjöllun um hluti,
sem allir lenda i einhverntima —
nefnilega aö verða ástfanginn i
fyrsta sinn. Utangarðsmenn hafa
og ekki síður veriö umdeildir
þrátt fyrir vinsældir sinar og rétt
er að taka fram að „Pæld’iði” og
Utangarösmenn verða með sam-
eiginlegt prógramm aðeins i
þetta eina sinn.
,Úr þessu öllu saman hefur oröiöhin fjörlegasta og ánægjulegasta sýning
Leikfélag Reykjavikur sýnir
Ótemjuna
eftir William Shakespeare
Þýöing: Helgi Háifdanarson
Forleikur: Böövar Guömundsson
Leikstjórn: Þórhildur Þorleifs-
dóttir
Búningar: Una Collins
Tóniist: Eggert Þorleifsson
Ótemjan eða Snegla tamin eða
The Taming of the Shrew er eitt
af æskuverkum Shakespeares og
ber þess reyndar merki að vera
samið áður en höfundur hafði náð
fullum þroska sem skáld.
Ótemjan er ærslaleikur meiri en
gengur og gerist hjá skáldjöfrin-
um og textinn er ekki eins rismik-
ill og viðast hvar annars staðar.
En allt um það er Ótemjan
haganlega gert sviðsverk, eins og
raunar vinsældir þess i timans
rás hafa sannaö óumdeilanlega.
Verkið fjallar að parti um sam-
skipti kynjanna sem mönnum
verður tiðrætt um þessa dagana.
Þaö segir frá Katrinu sneglu sem
alræmd er orðin fyrir óhemju-
skap sinn og frekju og yngri
systur hennar Bjönku, sem er ljúf
og blið eins og ungri stúlku ber að
vera. Bjanka fellur sem sagt inn i
munstrið en Katrin hefur gert
uppreisn gegn þvi. Það kemur
raunar berlega i ljós að meðal
ástæðna fyrir uppreisn Katrinar
er afbrýðissemi gagnvart
Bjönku, sem er augljóslega eftir-
læti föðurins, en um leið er hún i
andstöðu gegn rikjandi hefðum og
venjum. Enginn þorir þvi að
kvænast henni (en þangaö til þaö
gerist fær Bjanka ekki að giftast)
þar til aðvifandi kemur ofurhugi
nokkur og galgopi sem er nægi-
lega djarfur til að biðja um hönd
hennar, giftast henni, brjota vilja
hennar á bak aftur og vinna ástir
hennar.
Meðan þessu fer fram eru hinar
persónurnar i leiknum i flóknum
loddaraleik og dulargervisdundi
aö keppa um hina eftirsóttu
Bjönku. Þó fer það svo að þegar
upp er staöið er það Petrúsió sem
hefurhreppt hnossið. Það er ljóst
að i verkinu má finna dregin
skörp skii milli Katrinar og
Petrúsió annars vegar og annara
persóna hins vegar, milli þeirra
Allt
á
fullu
sem þora að vera þeir sjálfir og
fara ótróðnar slóðir og hinna sem
einatt feta farinn veg ánetjaðir
venjum og siöum og fela sig
gjarnan i alls kyns dulargervum.
Þessi skilningur skin mjög
sterklega út úr uppsetningu Þór-
hildar Þorleifsdóttur, og hann
markast skýrast i þeim mun sem
er á leikstil Þorsteins Gunnars-
sonar og Lilju Guörunar Þor-
valdsdóttur annars vegar (i hlut-
verkum Katrinar og Petrúsiós)
og hinna leikaranna. Þorsteinn og
Gilja Guðrún leika hreint og beint
og af miklum krafti og einlægni.
Hinir eru allir i óeðlilegum stell-
ingum. Bjanka sifellt i penum
uppstillingum með þvingað
englabros (Lilja Þórisdóttir
skilaði týpunni prýðilega), Ragn-
heiður Steindórsdóttir i hlutverki
vonbiðils hennar Lúsentsió er
sifellt i dramatiskum elskhuga-
stellingum, o.s.frv. Þannig eru
allir að ofleika eða draga upp
skripamyndir, nema þau tvö, og
undirstrikar þetta hversu þau
skera sig frá hinum og að þau eru
i raun réttri jafningjar.
Sú umgerð sem nýr forleikur og
sviðsmynd Steindórs Sigurðs-
sonar gefa sýningunni veita
gnægð tækifæra til hinna fjöl-
breytilegustu bragða og uppá-
koma, og þessi tækifæri nýtir
Þórhiídur afar vel. Forleikurinn
gerist á fundi leikara 'þar sem
þeir ræða til hvers þeir séu eigin-
lega að leika þetta verk, og
maður sér þá klæðast leikbúning-
um sfnum, og sumar kvennanna
meðal annars bregða sér i karl-
gerfi. Þetta undirstrikar það að
hér er leikur á ferð og gefur ýkj-
um, stilfærslu og óraunsæi lausan
tauminn. Leikmynd Steinþórs er
mjög andnatúralisk, þar ægir
saman hinum kynlegustu hlutum,
m.a. þremur kirkjuturnum úr
Reykjavik og stöðumæli, en hún
er fyrst og fremst haganlega gerð
til að leika i, virkur sjónrænn
rammi fyrir hreyfingar og upp-
stillingar og stilbrenglun hennar
ýtir undir stillegt frelsi sýningar-
innar. Hér koma einnig til aö-
stoðar hugmyndarikir og snjallir
búningar Unu Collins.
Úr þessu öllu saman hefur orðið
hin fjörlegasta og ánægjulegasta
sýning. Leikhópurinn gengur
fram af miklu öryggi og leikgleði
og allir kraftar eru vel saman
stilltir. Það er verulega góð
heildarmynd á sýningunni sem.
ekki spillist af bráðskemmtilegri
tónlist Eggerts Þorleifssonar sem
fyllir út i skiptingar af mikilli
hugkvæmni, og svo auðvitað
texta Helga Hálfdanarsonar, sem
er þess konar sælgæti að hægt er
að kjamsa á lengi án þess að
verða bumbult.
Saga Shakespeares á islensku
leiksviði hefur verið nokkuð
skrykkjótt, sýningar misjafnar
og aðsókn yfirleitt fremur dræm.
Hins vegar held ég að islenskt
leikhús geti ekki, fremur en önnur
leikhús á vesturlöndum, verið án
þessa makalausa höfundar. Við
skulum vona að þessi sýning
verði lyftistöng undir frekari átök
við verk hans.
Sverrir Hólmarsson
Sambandsfrystihúsin:
Minni frysting
— mciri skreið
Samkvæmt upplýsingum
Sigurðar Markússonar,
framkvstj. Sjávarafurðadeildar
SIS flutti deildin út sjávarafurðir
fyrir 49.450 milj. kr. (gamalla) á
sl. ári, cif-verð. Er aukningin i
krónutölu frá árinu áður 43%.
Eftir afurðaflokkum greinist
veltan þannig að 72% má rekja tii
frystra afurða, 22% til skreiðar,
4% til fiskimjöls og lýsis og 2% til
ýmissa annarra afurða.
Útflutningur frystra afurða
nam 31.300 lestum, 4.600 lestum
minni en árið áður og stafar af
samdrætti i fyrstingu. Heildar-
framleiösla frystra sjávarafurða
hjá Sambandsfrystihúsunum
nam 32.900 lestum, 3.500 lestum-
minna en árið áður. Frysting
karfaafurða jókst nokkuö og
grálúðufrysting jókst verulega.
Frysting annarra tegunda
minnkaði.
Mikil aukning varð á saltfisk-
framleiðslu svo og skreiðar, enda
fjórfaldaðist skreiðarútflutningur
á vegum deildarinnar, varö 4.200
iestir- á móti 1.100 lestum árið
áður.
Ekki urðu neinar teljandi
sveiflur i hlutdeild einstakra
markaða i heildarútflutningi á
frystum botnfiskafurðum.
Bandarikin voru að venju I fyrsta
sæti með 76% af magninu, (77%
árið 1979), i öðru sæti voru
Sovétrikin með 14%, (12%) og i
þriðja Bretland með 8%, (10%).
— mhg