Þjóðviljinn - 06.02.1981, Side 11
Föstudagur 6. febrúar 1981 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 11
iþróttir @
íþróttir
HUmtjén: Ingélfur Hhmmm.
íþróttir g)
Bayern Mtknchen-leikmafturinn Dieter Höeness fær hér spark f andlitiö frá kappsfullum mótherja.
Höeness lá óvigur eftir og einungis aukaspyrna var dæmd.
Hvað er til ráða?
Ruddaskapurinn í þýsku knattspyrnunni er stórt vandamál
Á hverju ári þurfa 60
þúsund leikmenn að
hverfa af velli í vestur-
þýsku knattspyrnunni
vegna ruddalegs leiks
mótherjanna. Þessi ógn-
vekjandi staðreynd hefur
vakið nokkurt umtal í
Vestur-Þýskalandi, eink-
um vegna stöðu þolend-
anna og eins hins hve
slæm áhrif það hefur á
sjónvarpsáhorfendur að
verða sífellt vitni að
ódrengilegum og misk-
unnarlausum leik.
Arlega fella aganefndir
vestur-þýska Knattspyrnusam-
bandsins um 150 þúsund dóma
yfir knattspyrnumönnum, sem
hafa gerst brotlegir. Það hefur
sýnt sig að dómar aganefnd-
anna hafa litið að segja; þeir
draga ekki úr hinum ruddalega J
leik. Atvinnuknattspyrnumenn- _
irnir eru einatt sektaöir um dá- I
góðar fúlgur, en það hefur ■
einnig litil áhrif. Baráttan i |
þeim frumskógi er svo óvægin ■
að öll meðul eru notuð.
Ekki er gott að segja til hvaða ]
ráða knattspyrnuyfirvöld i •
Vestur-Þýskalandi gripa, en I
vandamálið er til staðar og á þvi "
verður að taka.
-IngH .
— -J
Sviss með forystu
Svisslendingar hafa forystuna i 2. Austurriki............. 976
keppni þjóðanna sem senda kepp- 3. Bandarikin............ 844
endur til Heimsbikarkeppninnar 4. Italia................ 583
á skiðum. Þar er keppt um svo- 5. Vestur-Þýskal......... 452
kallaðan landsliðabikar eða 6. Frakkland............. 413
„Nations Cup”. 7. Liechtenstein......... 345
Staöan eftir 47 keppnir i karla- 8. Sviþjóð................ 288
og kvennaflokkum er þessi: 9. Kanada ............... 278
1. Sviss.................1196 10. Sovétrikin............. 223
Baráttan á botni 1.
deildar í algleymingi
Tveir siðustu leikirnir i 1. deild
handboltans á þessu keppnis-
timabili verða háðir um heigina.
Þessir leikir munu væntanlega
skera úr um það hvaða lið fylgir
Fylki niður i 2. deild.
A morgun, laugardag, leika
Haukar og Fram kl. 14 i íþrótta-
húsinu i Hafnarfirði. A sunnu-
dagskvöldið kl. 20 mætast siðan
KR og Fylkir.
Framararnir verða að sigra i
leiknum til þess að eiga mögu-
leika á að sleppa við fallið, en
Haukum dugar jafnteflið. Þetta
er þó meö þeim fyrirvara, að KR
sigri Fylki, en það getur oröiö
Vesturbæjarliðinu þrautin
þyngri. Fari svo að Fram sigri
Hauka og KR Fylki þurfa liðin 3
aö heyja aukakeppni og það er
skoöun margra að svo fari...
— IngH
NM-unglinga
hér á landi
Norðurlandameistaramót ungl-
inga I fimleikum verður haldið
hér á landi vorið 1982. Þetta var
samþykkt á þingi Norræna Fim-
leikasambandsins sem haldið var
fyrir skömmu.
I framhjáhlaupi má geta þess,
að Unglingameistaramót FSl
verður haldið um helgina i
Kennaraháskólanum. Keppnin
hefst i fyrramálið með undanrás-
um og á sunnudaginn verður úr-
slitakeppnin kl. 13. A milli 40 og 50
þátttakendur verða á mótinu og
keppa þeir i 4 aldursflokkum.
Siggi Sveins hafði ástæðu til þess
að vera hress i gærkvöidi. Hann
settinýttog glæsilegt markamet i
1. deildarkeppninni, skoraði 135
mörk.
staóan
Staðan i 1. deiid handboltans er
nú þannig:
Vikingur ... 14 13 1 0 293:238 27
Þróttur ....14 10 0 4 317:283 20
Valur....... 14 7 1 6 325:284 15
FH......... 14 5 2 7 302:310 12
Haukar .... 13 5 1 7 258:274 11
Fram........ 13 4 1 8 280:302 9
KR ........ 13 4 1 8 269:294 9
Fylkir...... 13 2 1 10 252:311 5
Haukar
og ÍBV
berjast
Næstkomandi sunnudag leika i
2. deild körfuboltans iið Hauka og
IBV i íþróttahúsi Hafnarfjarðar.
Leikur liðanna mun væntanlega
skera úr um það hvort liðið flyst
upp i 1. deild.
Haukarnir sigruöu i fyrri leik
liðanna og eru taplausir. IBV
hefur einungis tapað fyrir Hauk-
um og meö sigri á sunnudaginn
getur liöiö tryggt sér aukaleik um
sigurinn i 2. deildinni...
Sigurður settí
markamet
Leiks Þróttar og Vals I gær-
kvöld verður vart getið i ann-
álum nema ef vera skyldi vegna
þess að Sigurður Þróttari Sveins-
son skoraði i honum 16 mörk og
setti þar með nýtt markamet i 1.
deildarkeppninni, 135 mörk.
Eldra metið, 125 mörk, var i eigu
Harðar Sigmarssonar, Haukum.
— Þróttur sigraði i leiknum i
gærkvöld með 28 mörkum gegn
25.
Það vakti mikla kátinu
áhorfenda þegar leikurinn hófst,
að Þróttur lék maður-á-mann
vöm. Auðvitað upphófst hinn
mesti hamagangur og leikmenn
jafnt sem áhorfendur vissu vart
hvort liðið var i sókn og hvort i
vörn. Valur náöi forystunni i
byrjun, 5-3 og 6-5, en Þróttur
komst yfir, 9-6 og 12-11. Valur
hafði eitt mark yfir i hálfleik, 14-
13.
A 2.min.seinni hálfleiks skoraði
Sigurður sitt 7. mark i leiknum og
þar með var markametiö orðið
hans. Jafnræöi var meö liðunum
lengi vel, 15-15, 18-19. Þá skoraöi
Þróttur 4 mörk i röð, 22-20 og
lagði grunn aðsigrinum, 25-21 og
loks 28-25.
Þróttararnir höfðu virkilega
gaman af öllum fiflaganginum i
gærkvöld og allur leikur þeirra
byggðist á þvi að Sigurður
skoraði sem mest, m.a. hékk
hann framvið miðju allan seinni
hálfleikinn. Þeir skoruðu mörg
falleg mörk og allir eiga heiður
skilið fyrir frábæra frammistöðu
á íslandsmótinu.
Valur lék þennan leik með
hagnandi hendi, likt og flesta sina
leiki i vetur. Allan léttleika
vantar i herbúðum Hliðarenda-
liðsins, leikmenn eru alltaf að
streða. E.t.v. er þarna skýringin
á rysjóttu gengi.
Markahæstir voru: Þróttur:
Siguröur 16/3. Valur: Brynjar 8/2
og Þorbjörn Guðmundsson 5.
Úrslitaleíkur hjá
blakmönnum
Það verður sannköliuð úrslita-
leiksstemmning hjá blakmönnum
nk. sunnudag þegar efstu liðin i 1.
deild karla, Þróttur og 1S, mætast
i llagaskólanum. Með sigri
Þróttar verður tslandsmeistara-
titillinn þeirra, en sigri 1S þurfa
liöin annan leik til þess að knýja
fram úrslit.
Viðureignin hefst kl. 14.45. Á
undan, um kl. 13, leika sömu lið i
kvennaflokki og á eftir, um kl. 16,
leika Fram og Vikingur i kvenna-
flokki.
Létt hjá Stúdentum
Körfuknattleikslið tS vann auö-
veldan og öruggan sigur gegn
Armanni i úrvalsdeildinni i gær-
kvöld. Lokatöiur urðu 87:67 fyrir
Stúdentana.
IS tók strax forystuna i leiknum
og var 13 stigum yfir i hálfleik,
41:28. Munurinn jókst hröðum
skrefum i seinni hálfleiknum og
varð mestur 33 stig, 77:44. IS
sigraði siðan 87:67.
Stighæstir i liði Stúdenta voru:
Coleman 24, Bjarni Gunnar 18,
Gisli 16 og Arni 10.
Fyrir Armann skoruðu mest:
Kristján 16, Atli 13, Valdimar 13
og Hörður 10.
Leikurinn þótti fremur bragð-
daufur, einkum vegna mikilla
yfirburða IS-liðsins, sem hefði
getað unnið mun stærri sigur.
S/IngH
Tryggir UMFN sér
titilinn í kvöld?
Einn leikur verður i úrvais-
deild körfuboltans i kvöid.
UMFN og tR leika i iþrótta-
húsinu i Njarðvik og hefst
slagurinn kl. 20.
Með sigri er sigur UMFN i
tslandsmótinu endanlega
tryggður. Vist er að IR-ing-
arnir ætla ekki að láta sinn
hlut baráttulaust og má þvi
búast viö hörku-rimmu.
Dýrt að reka
íþróttafélag
Fjárhagsáætlun fyrir Ung-
mennafélagið Aftureldingu i Mos-
fellssveit fyrir árið 1981 er áætluð
58 miljónir gamalla króna. Inni
þeirri tölu eru 26 miljónir sem
koma frá hreppsfélaginu, en 32
miljónanna sem eftir eru verða
forystumenn félagsins að afla.
Þetta eru ótrúlega stórar tölur
fyrir lítið iþróttafélag.
i
Guðsteinn Ingimarsson og félagar hans i UMFN geta I kvöld
tryggt sér endanlega sigur I úrvalsdeildinni!