Þjóðviljinn - 06.02.1981, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 06.02.1981, Qupperneq 15
/ Föstudagur 6. febrúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Hringiö i sima 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eöa skrifið Þjóðviljanum frá lesendum Illur aöbúnaður er viöa pottur brotinn. Ég hef ég er i núna, en hef ekki heyrt fariö á nokkra fundi i Sókn, sem orö um þetta þar. Þar sem suöuvinna fer fram er góö loftræsting nauösyn. Hneyksli á Nesinu? He Igi Magnússon hringdi: — Ég var aö lesa i Þjóöviljan- um frásögn af aöbúnaöinum á verkstæöi Jósafats Hinriks- sonar i Súöavoginum, og mig langar til aö segja ykkur sögu af minum samskiptum viö þennan atvinnurekanda. Ég vann hjá honum fyrir 3—4 árum, þegar hann var meö verkstæði i Skúiatúni. Þar var aðbúnaöurinn engu betri en fram kemur i lýsingu Þjóövilj- ans: allt i rusli og drasli. Þarna voru þungir kranar með sog- blöökum og kom fyrir hvað eftir annað að þeir hrundu. Maður var látinn standa þarna á óstöðugum plönkum, og ég varð aldrei var við það, þennan tima sem ég vann þarna, sem var nú að visu ekki lengi, að neinn kæmi til aö lita eftir með þessu. Einu sinni varð ég fyrir þvi aö klemmast milli tveggja járnbita svo fingurinn fór i sundur fremst. Þá sagði Jósafat mér aö setjast smásund og jafna mig, og halda svo áfram með vinn- una. Þaö var ekki einu sinni til plástur á staðnum, heldur fékk ég limband til að setja á fingur- inn. Þetta endaöi náttúrlega með þvi að ég fór á slysadeildina og þurfti að sauma mörg spor i fingurinn. Mér var sagt þar að hefði ég komið klukkustund seinna hefði farið verr. Og aldrei fékk ég neinar bætur, þótt ég væri frá vinnu útaf þessu i marga daga. Mér finnst alveg bráðnauð- synlegt að kynna fólki betur nýju löggjöfina um eftirlit með vinnustöðum og aðbúnaði; það Ég hef "fylgst nokkuð með blaðaskrifum um verslunar- mál á Seltjarnarnesi og hafa þau vakið furðu mina. Ungir og efnilegir verslunar- menn tóku við versluninni á Melabrautfyrir nokkrum árum. Þjónusta þeirra hefur verið frá- bær og vöruúrval gott, það er meira en hægt er að segja um fyrri eigendur. En nú skilst mér að eigi aö hrekja þessa duglegu menn af Nesinu. Verslunarmiðstöö á að risa og þeir hafa sótt um aöstöðuna. En ungu mennirnir voru sviknir, vegna þess að Vörumarkaður- inn á að fá aðstöðuna. Þá skilst mér að þeir hafi ætlað að koma upp verslun i húsnæði ísbjarn- arins, en bæjarstjórn neitaði þeim um leyfi. Eins fór fyrir bakara nokkrum sem hafði ver- ið lofað um aðstöðu. Hann var svikinn en Vörumarkaöurinn fékk leyfið. Eigandi þess fyrir- tækis mun lika vera bróðir eins bæjarstjórnarmannsins. Nú spyr ég: er þetta ekki hneyksli? Sjálfstæðismenn sem stjórna Nesinu kenna sig við frjálsræði og einstaklings- hyggju. En nú vinna þeir að þvi að koma upp einokunaraðstöðu fyrir Vörumarkaðinn á Sel- tjarnarnesi. Þaö er von min að fólk á Seltjarnarnesi sjái hvað þarna er á ferðinni og kjósi ekki oftar spillta eiginhagsmuna- seggi til að sjá um mál sin. 5145—1856 Barna- hornið Skrýtlur Oddur litli fékk mynda- bók í jólagjöf. Hann sat lengi og skoðaði mynd- irnar. Einkum varð hon- um starsýnt á mynd af dreng og nauti. Nautið var að elta drenginn. Loks lagði Oddur bókina frá sér. Hann átti að fara að sofa. En undir eins og hann vaknaði morguninn eftir, bað hann um bókina og fór enn að skoða sömu myndina. „Mamma, mamma", kallaði hann glaðlega. „Þaðergott, nautið hefur ekki náð drengnum enn þá". Nonni: Mamma, sagðir þú ekki að ég yrði veikur, ef ég borðaði sætindi úr krukkunni á búrhillunni? Mamma: Jú, það sagði ég, drengur minn. Nonni: En taktu nú eftir, mamma. Ég verð ekkert lasinn af því. Hér eru tvær myndir, sem eru alveg eins — eða hvað? Við nánari athugun kemur i ljós, að á neðri myndina vantar 5 atriði, sem eru á þeirri efri. Getur þú fundið þau? Vinnuvernd Útvarp ? kl. 22.40 Vinnuvernd er hugtak sem heyrist nú æ oftar. A undan- förnuni árum hafa menn verið að gera sér betur grein fyrir mikilvægi þess að fólki liði sæmilega á sinum vinnustað, þar sem það eyðir stórum hluta ævinnar. Gylli Páll Hersir og Snjólaug Gunnlaugsdóttir ætla að fjalla um ýmislegt er lýtur að vinnuvernd i tveimur útvarpsþáttum á næstunni, og verður sá fyrri fluttur i kvöld. Þá taka þau fyrir vinnuálag, hávaða og streitu. Þau Gylfi og Sigurlaug hafa bæði verið við nám i Danmörku i nokkur ár og má búast við að þau fræði okkur um ástand þessara mála meðal Dana. — ih Djassinn dunar • Útvarp kl. 23.05 Þeir sem fara að sofa hérna- megin við miðnætti i kvöld eiga þess kost að sofna með ljúfa djasstóna i eyrunum. Djassþátturinn er i umsjá Gerard Chinotti og kynnir er Jórunn Tómasdóttir. —ih Gerard Chinotti. Um atvinnuleysi bílaiðnad og fleira Sjónvarp ry ki. 21.20 Bogi Agústsson og Guðjón Einarsson sjá um Fréttaspegil I kvöld og fjalla m.a. um bna- iðnaðinn I heiminum og þá erfiðleika sem að honum steðja. Stuttlega verður skýrt frá gangi mála i Póllandi og M orAnr.trlnndi. Af innlendum vettvangi taka þeir félagar fyrir at- vinnuleysi á Islandi, en stjórnarandstaðan heldur þvi fram að það færist i vöxt, og mun Svavar Gestsson félags- málaráðherra rökræöa málið’ við fulltrúa stjórnarandstöð- unnar. Loks verður fjallaö um málefni heyrnarskertra og fylgst með undirbúningi og daglegu starfi þeirra sem flytja fréttir á táknmáli i sjón- varpinu. —ih Tígur og dreki Sjónvarp kl. 22.30 Föstudagsmynd sjónvarsins er að þessu sinni bandarisk sjónvarpsmynd frá árinu 1971 og hcitir á frummálinu Kung Fu. 1 islenskri þýðingu Guðna Kolbeinssonar hefur hún hlot- ið nafnið Merki tigursins og drekans. Leikstjóri er Jerry Thorpe, rúmlega fimmtugur leikstjóri, sem einkum hefur fengist við gerð sjónvarspmynda. Aðal- hlutverkið leikur David Carradine, og má búast við góðum leik frá h'onum. Myndin gerist i Bandarikjun- um, nánar tiltekið i „villta vestrinu”, þar sem verið er að leggja járnbraut. Einn verka- mannanna er Caine, sem er eftirlýstur maður i Kina. —ih David Carradine I „Kung Fu”.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.