Þjóðviljinn - 06.02.1981, Blaðsíða 16
DJOÐVIUINN
Föstudagur 6. febrúar 1981
Abalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum slmum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663
81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt að ná i afgreiðslu blaðsins i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348
Listahátíð
IReykjavík
Samþykkt var i borgarstjórn i
gærkvöld að tilnefna Guðrúnu
Helgadóttur sem fulltrúa Reykja-
vikur i stjórn Listahátiðar.
Davið Oddsson hafði á fundi
borgarráðs lagst gegn þeirri til-
högun en fylgdi þvi ekki eftir
þegar málið kom til kasta borgar-
stjórnar.
Vöruskiptajöfnuður
1980
Var óhag-
stæður
um 34,2
miljarða
Samkvæmt t i 1 -
kynningu sem Hagstofa
íslands sendi frá sér i
gær varð vöruskipta-
jöfnuður okkar íslend-
inga i viðskiptum við
önnur ríki óhagstæður
um 34,2 miljarða gam-
alla króna á árinu 1980.
Árið 1979 varð vöru-
Sennilega hefur aldrei verið önnur eins gróska i leikhúslffi Reykvikinga
eins og þessi misserin. Myndin er tekin rétt fyrir sýningu á leikriti
Aristofanesar Plútus i hinu nýstofnaða Breiðholtsleikhúsi, sem sýnir I
Fellaskóla. A myndinni sjást f.v. Eyvindur Erlendsson, Kristin
Bjarnadóttir og Kristin S. Kristjánsdóttir. (Ljósm.: gel)
Áætlun um endurbyggingu Torfunnar:
Guðrún Helgadóttir
Borgarstjórn samþykkir
Viðræður
við fóstrur
Á fundi borgarstjórnar i gær-
kvöldi spunnust nokkrar um-
ræður um uppsagnir fóstra á dag-
vistunarheimilum Reykjavikur-
borgar. Að tillögu Guðrúnar
Helgadóttur var samþykkt að
borgarstjórn feli launamáladeild
borgarinnar að hefja þegar i stað
viðræður við Starfsmannafélag
Reykjavikurborgar um kjör
fóstra i tilefni uppsagna þeirra og
þeirra vandamála er skapast ef
þær hætta störfum. Margar
fóstrur voru á áheyrnarpöllum og
fögnuðu þær úrslitum málsins.
Borgarstjórn:
skiptajöfnuðurinn óhag-
stæður um 13,7 miljarða
kr.
Á árinu 1980 voru alls fluttar inn
vörur fyrir rúmlega 480 miljarða
króna, þar af nam innílutningur á
skipum og flugvélum rúmlega 23
miljörðum, innflutningur á
vegum Landsvirkjunar og
Kröfluvirkjunar rúmlega 4 milj-
örðum og innflutningur til
Islenska álfélagsins og íslenska
járnblendifélagsins nær 43 milj-
örðum.
Á árinu 1980 voru fluttar út
vörur fyrir alls 446 miijaröa
króna, þar af nam útílutningur á
álmelmi rúmlega 54 miljörðum,
og útflutningur á kisiljárni 8 milj-
örðum.
Þess skal getið að i desember
var vöruskiptajöfnuðurinn hag-
stæður um nær fjóra og hálfan
miljarð.
Við samanburð við utanrikis-
verslunartölur 1979 veröur aö
hafa i huga, að meðalgengi er-
lends gjaldeyris árið 1980 er talið
vera 37.8% hærra en það var á
árinu 1979.
Viðræður
og
um framtíöarskipan mála
Stjórn Torfusamtakanna hefur
lagt linurnar varðandi frekari
uppbyggingu húsanna á Berhöfts-
torfu og farið þess á leit við
menntam áIaráðuneytið og
Reykjavikurborg að sett verði á
laggirnar sameiginleg nefnd
þessara aðila til að ræða fram-
tiðarskipan mála á Torfunni.
Samtökin vinna nú að áætiun um
endurbygginguna og kynntu
blaðamönnum fyrstu skrefin á
fundi i gær. i bigerð er að skipa
framkvæmdanefnd til að sjá um
uppbygginguna með þátttöku
rikis og borgar.
við
ríkið
Reykjavíkurborg
í borgarstjórn i gærkvöld var
erindi samtakanna um viðræður
til umræðu og var samþykkt að
taka þátt í þeim með 8 atkvæðum
meirihlutans gegn 4 atkvæðum
Sjálfstæðisflokksins. Afstaða
Sjálfstæðisflokksins byggist á þvi
að þeir telja ekki rétt að borgin
eigi neina aðild að uppbyggingu
Torfunnar og er þess skemmst að
minnast að þeir lögðu til að 10
miljón gamalla króna framlag til
Torfusamtakanna yrði strikað út
af fjárhagsáætlun borgarinnar.
Sú tillaga var felld og samtökin fá
þennan styrk i ár.
t menntamálaráðuneyti hefur
verið vel tekið i erindi samtak-
anna en i bréfi þeirra er m.a. ósk
um að samningurinn við rikið
verði endurskoðaður. Þar er sem
kunnugt er tekið fram að á leigu-
timanum muni rikið ekki leggja
fé til endurbyggingar húsanna og
i samræmi við það er ekki eyrir
ætlaður á íjárlögum til þeirra
hluta.
—AI/ÞJ
Hefur þjónustu Flug-
leiða h.f. hrakað?
Tel það ekki vera, segir Sveinn Sœmundsson blaðafulltrúi
Miklar sögur ganga af þvi að
allri þjónustu Flugleiða h.f. hafi
hrakað mjög mikið siðustu mán-
uöina. Er þar bæði átt við innan-
og utanlandsflug. Fólk, sem haft
hefur samband við Þjóðviljann út
af þessu máli, segir það áberandi,
hvað allri þjónustu vegna innan-
landsflugsins hefur hrakað. Sagð-
ar eru sögur um að fólk hafi þurft
að hanga marga klukkutlma i
óvissu i hinum lélegu flugskýlum
úti um land vegna þess að ferðir
hafi fyrirvaralaust verið felldar
niður, bilanir orðið á vélum
o.s.frv.. Þá eru sögur um seink-
anir og niðurfellingu ferða fyrir-
varalaust i utanlandsfluginu
margar.
Við inntum Svein Sæmundsson
blaðafulltrúa Flugleiða h.f. eftir
þvi hvort þjónustunni hefði hrak-
að. Hann sagðist álita, að svo
væri ekki. Hann benti þó á, að
hugsanlega hefði einhver
minnkun orðið á þjónustu, vegna
fækkunar starfsfólks, en sagðist
ekki trúa, að þar væri um neitt
umtalsvert að ræða.
Varðandi niðurfellingu á ferð-
um, bæði innan lands og utan,
sagði Sveinn, að við bilanir gæti
enginn ráðið, og einnig sagði
hann, að Flugleiðir h.f. 'settu
mjög strangar öryggiskröfur, og
þvi kæmi fyrir að ferðum seinkaði
eða þær féllu niður, vegna hins
umhleypingasama veðurs hér á
landi. Stundum lokuðust vélar
inni á flugvöllum úti á landi
vegna veðurs og kæmi það þá nið-
ur á þeim stöðum sem fljúga
verður dagflug til.
Að lokum sagði Sveinn, að hann
gæti fullvissað fólk um að starfs-
fólk Flugleiða h.f. væri allt af
vilja gert til að halda uppi eins
góöri þjónustu og frekast væri
unnt, en veðurguðirnir tækju
stundum af þvi völdin.
—S.dór
Kaupir dýrari orku
Talsverðar umræður urðu i
borgarstjórn i gærkvöld um
orkukaup Rafmagnsveitu
Reykjavikur frá Landsvirkjun.
Vegna orkuskorts undanfarinna
vikna lá fyrir að skammta þyrfti
raforku til almenningsveitna ef
ekki fyndust önnur úrræði.
Landsvirkjun gerði samkomulag
við tslenska járnblendifélagið um
rekstrarstöðvun i 2—3 mánuði og
gat af þeim sökum boðið Raf-
magnsveitu Reykjavikur um
helming þeirrar orku sem annars
færi i að kynda ofna járnblendis-
ins. Ljóst var að þessi orka yrði
dýrari en almenn gjaldskrá segði
fyrir um og næmi munurinn 1,17
miljón nýkr. á mánuði. Ef Raf-
magnsveita Reykjavikur hafnaði
þessu boði kæmi til orkuskömmt-
unar og að mati rafmagnsstjóra
yrði tapið af þeim sökum mun
meira en umframkostnaðurinn
við raforkukaupin. Samþykkt var
þvi að taka fyrrgreindu boðið
Landsvirkjunar með 14 sam-
hljóða atkvæðum, Albert
Guðmundsson sat hjá.