Þjóðviljinn - 07.03.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.03.1981, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Kjör danskra náms- manna og íslenskra Lánamál íslenskra námsmanna eru enn á ný í brennidepli, þar eð ríkis- stjórnin hefur látið gera nýtt lagafrumvarp um lánaaðstoð. Það er því ekki úr vegi að gera lítils háttar samanburð á kjörum íslenskra námsmanna og námsmanna í nágranna- löndunum, og hér ætla ég að bera kjör okkar íslenskra námsmanna í Danmörku saman við kjör þeirra dönsku náms- manna, sem við sitjum á skólabekk með. Ráðstöfunartekjur Islenska lánakerfið er með þeim ólikindum, að lifeyrir okkar er bundinn, — við höfum svo að segja enga möguieika á að auka hann með launavinnu. Skv. tölum Lánasjóðs islenskra námsmanna frá sl. hausti er framfærslukostn- aður einstaklings áætlaður 39.600 d.kr. á ári. Hins vegar lánar sjóðurinn einungis 90% af sn. um- framfjárþörf, þannig að ef við vinnum okkur inn þriggja mán- aða framíærslu, eöa 9,9 þús. króna, fáum við 29.700 krónur i lán og höfum Iifeyri að upphæð 36.600 d.kr. Danskir námsmenn fá hins vegar bæði styrk og námslán. Hafi námsmaður náð 23 ára aldri eru þessar upphæðir óháðar tekj- um foreldra, og nemur styrkurinn 13.900 kr. og lánið 14.900 eða sam- tals 28.800. Helsti munurinn á ráðstöfunartekjum danskra og islenskra námsmanna er i þvi fólginn að þeir dönsku hafa mun meiri möguleika á að drýgja lif- eyri sinn með launavinnu. Þeir geta unnið sér inn 22.800 með launavinnu, þurfa að visu að greiða nokkurn skatt, þannig að nettó lifeyrir þeirra með þeirri tekjuöflun nemur 43.000 krónum. Ilæmið litur þvi þannig út, aö islenski námsmaðurinn hefur 3050 d.kr. að lifa fyrir á mánuði, en sá danski getur haft 3583 eða 17.5% meira. Lifeyrir islenskra námsmanna er svo knappur að afar erfitt er að láta hann nægja. Eftir margra ára nám hef ég aðeins kynnst ein- um námsmanni sem hefur tekist það. Hún býr i kollektifi og heldur þannig húsaleigu og matarreikn- ing i lágmarki. Hún reykir ekki (hér kostar pakkinn 16 krónur), hjólar ailra sinna ferða, saumar flest föt sin sjálf og drekkur að meðaltali einn bjór á viku. A sjö ára námsferli hefur henni rétt tekist að láta enda ná saman — býr að visu fritt hjá foreldrum i leyfum — og má þá nærri geta, hvernig fjárhagur þeirra er sem hafa lifnaðarhætti likari þvi sem gerist og gengur. Flestir islenskir námsmenn hér i Danmörku hafa annaðhvort fyrirvinnu eða njóta aðstoðar foreldra, og aðrir velta á undan sér vaxandi lausaskuldum. Flestir hafa reynslu af þvi að lifai á brauði og baunum siðasta mán- uðinn áður en námslánin koma. Ekki sparar rikið á þvi að njörva lifeyri námsmanna við fasta upphæð, þar eð engin vinnu- hvatning er i núverandi kerfi. Hefðum við möguleika á að auka lifeyri okkar iitiö eitt með launa- tekjum t.d. þannig að einungis helmingur þeirra væri dreginn frá láninu, færi það bil minnkandi sem lánasjóður þarf að brúa. Þennan möguleika höfðum við þar til fyrir 2—3 árum, og afnámi hans verður ekki lýst með öðrum orðum en: heimska. Endurgreiðslur Ekki ætla ég þó að hef ja danska lánakerfið til skýjanna, þvi þar er margt gagnrýnisvert. T.d. hækkar lánið ekki ef námsmaður- inn á barn, eins og i islenska lána- kerfinu. Það versta við danska kerfið er þó fyrirkomulag endur- greiðslna. Rúmlega helmingur námsaðstoðarinnar er beinn styrkur en tæpur helmingur bankalán, með vöxtum sem eru ivið hærri en verðbólgan. Endur- greiðslur fara fram á 12 árum og með jöfnum afborgunum, sem hefjast strax og námi er lokið. Þar með leggst endurgreiðslu- byrðin með stærstum þunga á fólk, þegar það hefur rétt lokið námi, hefur lægst laun eða er jafnvel atvinnulaust, og vantar ýmsa nauðsynjahluti eftir að hafa lifað á lágmarkslifeyri á náms- tima. Algengt er að nýútskrifaðir kandidatar fári reikning upp á 2—3000 króna á mánuði, og eru ekki aðrir borgunarmenn en þeir sem fara beint inn i háa stöðu (með ca. 7—10 þús. nettó á mán- uði). Hinir komast i greiðsluþrot, rikið yfirtekur skuldina og eyðir siðan ærnum kröftum i að endur- heimta hana þegar fjárhagur fólks fer að vænkast, Að þessu leyti er islenska endurgreiðslukerfið skynsam- legra, þar eð það tekur tillit til tekna kandidatanna og gefur okk- ur þrjú ár til að koma fjárhagnum á réttan kjöl eftir námslok. Endurgreiðsla flestra okkar mun nema um 3000 á ári miðað við nú- verandi verðlag. Sé dæmið hins vegar gert upp i heild sinni og tekið tillit til þess að endurgreiðslutími okkar er 20 ár, að greiðslur okkar fara vaxandi með verðbólgu og hækkandi tekj- um, kemur sú óvænta útkoma, að i heild endurgreiðum við hlut- fallslega meira af námsaðstoð okkar en danskir námsmenn. Skv. opinberum útreikningum munum við endurgreiða að með- altali um 60% af raungildi þess sem við höfum fengið að láni. Danskir námsmenn fá hins vegar meirihluta námsaðstoðar- innar sem styrk, og vextir af lán- unum losa rétt verðbólguna, þannig að þeir endurgreiða um 50% af raungildi námsaðstoðar sinnar. Auk þess fá þeir allar Framhald á 26. síöu. ’ Einar Karl Haraldsson skrifar Norræn leið gegn stríðshættunni Ritstjórnargrein Utanrikis-og öryggismál hafa verið mjög til umræðu á þingi Norðurlandaráðs i Kaupmanna- höfn, og er það mjög að vonum eins og heimsástandið er. Komið hefur fram stuðningur við það i ráðinu að öryggismál verði að föstum dagskrárlið á þingum ráðsins, en ekki er siður athyglisverð sú tillaga sósial- ista á þingi Norðurlandaráðs, að forsætisnefnd þess efni til sér- stakrar norrænnar þingmanna- ráðstefnu um öryggismál, þar sem einkum verði fjallað um framkomnar hugmyndir um að Norðurlönd verði kjarnorku- vopnalaust svæði. Hugmyndin um að Norður- löndin gefi sameiginlega yfir- lýsingu um að þau séu friðlýst fyrir kjarnorkuvopnum á sér talsverða sögu og er tii i ýmsum myndum. Þær helstu eru kennd- ar við Kekkonen-áætlunina, ölvu Myrdal, Jens Evensen og Norska verkamannaflokkinn. Sú skoöun liggur að baki þeim tillögum sem lengst ganga aö upphleðsla atómvopna sem á sér stað i Evrópu á sjó og i landi þjóni eingöngu hagsmunum risaveldanna og sé ekki öryggisstefna heldur óöryggis- stefna, sem auki lfkurnar á kjarnorkustriði i Evrópu, er aðallega yröi háð utan lands- svæða stórveldanna. Ræöa Svavars Svavar Gestsson félagsmála- ráðherra fjallaði nokkuð um þessi mál i ræðu sinni á þingi Norðurlandaráðs i vikunni. Fer sá kafli hér á eftir: „Þegar norræn samvinna fær að þróast á eðlilegan hátt á nor- rænum forsendum og án annar- legra áhrifa er árangurinn vis. Þetta hefur komið I ljós á öllum sviðum norrænnar samvinnu. Það er viðurkennt, að á þessum vettvangi eigi hinar norrænu þjóðir að ræða og finna lausnir á vandamálum, sem þær snerta. En sú skoðun hefur verið rikj- andi um langa hrið, aö sam- Svavar Gestsson: Ráöstefna norrænna þingmanna um kjarn- orkuvopnalaust svæði á Norður- löndum væri þýðingarmikið skref á jákvæðri leið, á leið nor- ræns samstarfs. vinnan skuli ekki ná lengra. Til að mynda hafa þjóðirnar farið mismunandi leiðir i varnar- og öryggismálum, og þessvegna verið álitiö, að málefni sem snerta umheiminn séu ekki á verkefnasviði Norðurlandaráðs. Ég er ekki sammála þessum sjónarmiöum, og ég harma það að Norðurlöndin skuli ekki hafa fundið norræna leið til samstöðu i utanrikismálum. A siðustu árum hefur þó þeirri skoðun vaxiö fiskur um hrygg aö Norðurlöndunum beri að styðja hvert annað einnig á þessu sviði i málum er snerta þau sameiginlega. t þessu sam- bandi vil ég minnast á þær hug- myndir, sem fram hafa komið, um að Norðurlandaráð hvetji stjórnir landanna til þess að kanna möguleika á þvi að lýsa Norðurlönd kjarnorkuvopna- laust svæði, og að Norðaustur-- Atlantshafið og Eystrasalt verði friðlýst. Friölýsing N-Atlantshafs Þingheimi er örugglega i fersku minni sú harða barátta sem við íslendingar háðum fyr- irstækkun lögsögu okkar i 12, 50 og 200 sjómilur. Tilgangurinn með stækkuninni var að vernda fiskistofnana. Ákvörðun um friðlýsingu væri rökrétt fram- hald af þeim árangri, sem þjóð- irnar við norðanvert Atlantshaf hafa náð i útfærslu lögsögu sinn- ar. Verndun lifbeltisins i sjónum er á hinn bóginn ekki einvörð- ungu i þágu fiskveiðiþjóðanna sjálfra — slik vernunarstefna er i þágu alls mannkyns, þar sem enn eru fyrir hendi verulegir möguleikar á að auka hlutdeild sjávarafurða i eggjahvitufram- leiðslu heimsins. Það er skoðun min og flokks mins, Alþýðu- bandalagsins á Islandi, að frið- lýsing Norður-Atlantshafsins væri þýöingarmikill skerfur Norðurlanda til þess að draga úr spennu i heiminum, og tryggja heimsfriðinn. Kjarnorkuvopna- laust svæði önnur hugmynd sem ég vil fjalla um hér snýst um kjarn- orkuvopnalaust svæði á Norður- löndum. Henni hefur verið hreyft i Norðurlandaráði nokkr- um sinnum og einnig á þessu þingi. Forsendur hinna viðtæku krafna um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum eru margar. Hér er um að ræða sameiginleg málefni sem snert- ir Norðurlandabúa alla, og af þeirri ástæðu er ég þeirrar skoðunar að tillaga Lars Wern- ers um norræna þingmannaráð- stefnu um þessi mál, sé skyn- samleg og gagnleg. Nauðsyn þess að ræða öryggismálin er almennt viðurkennd hér, og ég fæ ekki séð að neitt mæli þvi i mót, að slikar viðræður fari formlega fram á vegum Norðurlandaráðs. ísland yröi með t þessum efnum er ekki hægt að aðskilja Norðurlöndin. t skandinaviskum blöðum hef ég séð yfirlýsingar um að Islend- ingar hlytu að verða utan við kjarnorkuvopnalaust svæði vegna þess að á tslandi væri bandarisk herstöð. Ég vil leyfa mér hér að mótmæla slikum sjónarmiðum kröftuglega. ts- lendingar taka ákvarðanir i utanrikismálum sjálfir og án tillits til þess hvort i landinu er bandarisk herstöð eða ekki. Bandarikjamenn gera það ekki fyrirokkur, og stæði tsland utan sameiginlegrar yfirlýsingar um kjarnorkuvopnalaust svæöi, myndi það leiða til aukons þrýstings á íslendinga. Tiltrú Norður- landaráðs Það er mikill misskilningur að hlutir sem þessir skuli ekki vera ræddir i norrænu sam- hengi, þvi að öðrum kosti grafa menn undan tiltrú fólks á Norðurlandaráði og möguleik- um þess til sjálfstæðra athafna. Kalda striðið markaði sin spor i störf Norðurlandaráðs á sinum tima, en ráðið verður að hafa til að bera þá viðsýni og þann sveigjanleika sem dugar til þess að brjóta af sér brynju kalda striðsins. A þann hátt myndi ráðið best vinna i þágu nor- rænna þjóðhagsmuna og hefða. Norrænt samstarf sem fyrirmynd t upphafi þessarar ræðu ræddi ég um samvinnu Norðurlanda i menninga- félags- og heil- brigðismálum. Ég hélt þvi fram að á þessum sviðum hefði náðst mikill árangur, fyrst og fremst vegna þess að við höfum ekki þolað nein afskipti frá annarleg- um eða utanaðkomandi áhrifa- völdum. A þessum umræddu sviðum eru Norðurlönd fyrir- mynd heimsins alls. Hvarvetna er sú skoðun höfð uppi að Norðurlöndinséui forystu iþess- um efnum. A þann veg gæti einnig farið ef við sameinuð- umst um friðlýsingu Norður-At- lantshafsins og yfirlýsingu um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum. Með slikri samstöðu myndu Norðurlöndin enn einu sinni lýsa öðrum þjóðum fram á veginn með fordæmi sinu, ekki sist þeim smáþjóðum sem eiga i vök að verjast fyrir ágangi risaveld- anna, sem best kemur i ljós i Afghanistan og E1 Salvador, og hún myndi einnig verða merkt framlag i þvi að stemma stigu við vaxandi hættu á heimsstriði. Hugmyndin um kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd er friðar- hugmynd sem allir ættu að sam- einast um. Ráðstefna norrænna þingmanna um þetta mál væri þýðingarmikið skref á jákvæðri leið, á leið norræns samstarfs”, sagði Svavar Gestsson að lokum i ræöu sinni. Frumkvæði norrænna sósial- ista á þingi Norðurlandaráðs hefur vakið verðskuldaða at- hygli og verður vonandi til þess að umræður hefjast um norræna leið til þess að hamla gegn vax- andi striöshættu. —ekh N

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.