Þjóðviljinn - 07.03.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.03.1981, Blaðsíða 7
Föstudagur 6. mars,> 1981. Þ’JÖÖVILJInN ;'SíÐA 7 Rætt við Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, um opinbera heimsókn hennar til Danmerkur „Þetta var feikilega mikil og góð reynsla og ákaflega gaman að þvi leyti — fyrst og siðast — að velviljinn, hlýjan og sóminn sem Islandi var sýndur, var svo stórbrotinn að ég hafði það á til- finningunni að ekkert væri nægilega gott handa landiokkar.” Þetta voru orð forseta Islands, Vig- disar Finnbogadóttur, er blaðamaður Þjóðviljans sótti hana heim að Bessastöðum á fimmtudag til þess að inna hana svolitið eftir tiðindum úr Dana- veldi og heimsókn hennar þangað. ,,Ég held aft viöhöfum stofnaö til ævivináttu”, Margrét drottning og Vigdis forseti i Konunglegu postulinsverksmiftjunni i Kaupmanna- höfn. Drottningin ber hálsmenið sem hún fékk aft gjöf frá forsetan- um og einnig forláta islenskt belti sem hún fékk eitt sinn aft gjöf frá bónda sinum. (Ljósm.: E. Engmann) Komift til veislu I Kristjánsborgarhöll. Margrét Danadrottning og Vigdls Finnbogadóttir forseti lslands (Ljósm.: E. Engmann) íslandi var mikill sómi sýndur — Nú þekkir þú Kaupmanna- höfn frá fyrri tift. Hvernig leist þér á hana frá þessum nýja sjónarhóli? — Auðvitað voru Danmörk og Kaupmannahöfn likar sjálfum sér en ég hef aldrei fyrr horft á borgina út um gluggann i hefðarvagni. Aldrei hef ég held- ur upplifað það fyrr að menn stæðu i röðum meðfram götum og veifuðu sérstaklega til full- trúa lslands, en fyrirrennarar minir hafa að sjálfsögðu orðið fyrir sömu reynslu. Ég hefði viljað að þeir hefðu séð það Is- lendingarnir i Kaupmannahöfn fyrr á öldum. Ég var alltaf að hugsa til þessara manna sem urðu oft fyrir skakkaföllum og ámæli fyrir að koma frá smá- þjóft sem talin var eitthvað kot- ungsleg i háttum. Ef þeir lentu i kasti við yfirvöld eða aðra landsmenn og gætu ekki sem skyldi haldið á sinum málum hurfu þeir stundum næturlangt. Er menn fóru að huga að þeim fundustþeir kannskii sikjunum. Þjóðernisvitundin var svo gifur- lega sterk að þeir þoldu illa ef á þá var hallað. Ég hef lesið mér töluvert til um lif Islendinga fyrr á tið i Kaupmannahöfn og það er lika gaman að fylgjast með þvi þegar þeir gera vel á Regensen. Þá kemur i ljós að undirbún- ingsnámið frá Hólum og Skál- holti eða Bessastöðum siðar dugði þeim vel. Þeir fá prae i latinu og grisku en þó að þeir hafi fengið prae i flestum grein- um skin alltaf i gegnum skrif þeirra óendanlegt fjárhagsbasl. — Hvernig féll þér svo vift Margréti Danadrottningu og hennar fólk? — Hún var ákaflega elskuleg við mig og sýndi glöggt að hún er bæði skynsöm og feikilega viðlesin. Þar var ekki komið að tómum kofunum — nær hvar sem borið var niður. Okkur þótti gott að hittast og ég held að við höfum stofnað til ævivináttu. Þá vil ég taka fram að Ingiriður drottning er einhver ljúfasta manneskja sem ég hef hitt og fann ég hjá henni mikla hlýju til tslands. Prinsinn er lika ákaf- lega geðþekkur og skemmti- legur maður og talar mjög vel dönsku þannig að ég þurfti ör- sjaldan að bregða fyrir mig frönsku nema þá rétt til að rifja upp að við höfum bæði gengið i sama skóla, Sorbonne i Paris. Ég færði Margréti drottningu islenskan skartgrip með igreyptum fjögurra blaða smára. Ég gerði það með vilja þvi að fjögurra blaða smári er allsstaðar talinn heillatákn. Hún bar þennan skartgrip og einnig gamalt islenskt peysufatabelti með sylgju og sprota i heim- sóknum okkar i Kaupmanna- höfn, t.d. i Ráðhúsið. Beltið hafði Hinrik prins fundið á forn- sölu, keypt dýru verði og fært konusinni i jólagjöf. Þetta sýnir hlýhug þeirra til Islands. — Nú vakti heimsókn þin mikla athygli I Danmörku. Varftstu persónulega vör vift hug almennings tii þin og Is- lands meftan á henni stóft? — Það er eins og eftir kjör mitt i fyrra, ég hef sérstaklega orftift vör vift hann eftir á. Mér eru farin að berast bréf, tugum og hundruðum saman, frá dönskum almenningi. Þar er mér þakkað með fallegum orð- um fyrir aft hafa komiö. Flest þessara bréfa eru ákaflega ljóð- ræn i orðalagi, heimsókninni er lýst eins og ljós birta hafi borist inn i febrúarmánuð. Það yljar íslendingi um hjartarætur. Mér býður i grun að þetta sé ekki sist að þakka ræðunni i Kristjánsborgarhöll sem sjón- varpað var beint. Danir eru óvanir þvi að erlendir þjóðhöfð- ingjar tali á þennan veg — segi sögur. Það var hugdetta min að finna sögu sem lýsti höfðings- skap sem einhvern tima hefði átt sér stað i Danmörku og endursegja hana, og þá var auð- vitað skemmtilegast að fara sem lengst aftur i fortiðina, aftur i Auðunnar þátt vest- firska. Engu er likara en að danska þjóðin hafi öll verið að hlusta þviaðeftir á voru allir að tala um þetta — og það var dauöahljóð i höllinni meðan sagan var sögð. — Þú hefur þarna farift að gamalli hefft tslendinga aft segja sögu. — Já, þvi miður er ég ekki skáld,-annars hefði ég flutt drápu að fornum sið! — Hvafta lærdóma hefurftu svo dregift af ferftinni I heild? — Mér finnst ég hafa uppgötv- að i þessari ferð hjá Ðönum að þeim finnist við hafa eitthvað til málanna að leggja i sameigin- legum menningarbúskap Norðurlanda. Við erum svo skapandi. Islenska listsýningin. sem sett var upp á Frederiks- bergi, er t.d. einstaklega falleg og fjölbreytt. Maður getur ekki annað en glaðst yfir þvi innra með sér að Dönum skuli finnast að við höfum svo mikið til mál- anna að leggja — hafa andlegan styrk orðsins, handar og hugar, ef svomættisegja.Svoerum við Islendingar auðvitað brokk- gengir eins og allir aðrir, eins og hver önnur fjölskylda sem getur pexað innbyrðis likt og Margrét drottning sagði svo skemmti- lega um Norðurlandaþjóðirnar i heild i ræðu sinni i Kristjáns- borgarhöll. — Þú álitur sem sagt aft heim- sókn af þessu tagi sé til gagns fyrir tsland. — Já, tvimælalaust. Hún opn- ar augu margra fyrir þvi hver við erum, jaðarþjóð sem til- heyrir samt Norðurlöndum. Margir uppgötvuðu lika aft við eigum ýmislegt til útflutnings. Afurðafundurinn á laugardag — eins og ég kalla hann — var eins og hver önnur jólahátið með hangikjöti og harðfiski þar sem allir voru kátir i hjarta — og skinni þvi að þarna var islensku skinni gert hátt undir höfði. —GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.