Þjóðviljinn - 07.03.1981, Blaðsíða 19
Helgin 7. — 8. mars, 1981. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 19
Sven Wernström, höfundur þeirrar umdeildu bókar „Félagi Jesús”,
slær á létta strengi i vinnuhléi.
Nýlegur unglingaskóli i kúbanskri sveit.
nokkra hamra, vinkil, brotið
hallamál og nokkrar snúrur en
ekki annað verkfæra. Mestallt
timbur i uppsláttinn urðum við að
sækja i næstu byggingu — var
þar á meðal mörg ljót spýtan klof-
in og snúin, en allt var notað og
klambrað saman með löskum og
furðulegt nokk þá hékk þetta
uppi. Gunnar fararstjóri braut
rásir fyrir raflagnir i veggina
með meitli og hamri sem minnti
dálitið á öxina hans Gisla Súrs-
sonar og gekk þráfaldlega af
skaftinu. Steypan var keyrð i bör-
um og hellt i mótin úr fötum. Var
mesta furða hvað verkinu miðaði
með þessum vondu verkfærum.
Þarna þurfti raunar ekki að spara
vinnuaflið en eftir þessa reynslu
skilst betur hvilikt afrek Kúbanir
hafa unnið i byggingariðnaði þar
sem þeir hafa byggt yfir þjóðina
svoað segja með höndunum. Þeir
eru þó viða farnir að nýta sér
krana og margs konar tækni við
stórbyggingar en tæknibúnaður
er dýr og kostar gjaldeyri sem
Kúbanir eiga ekki of mikið af. Ný
ibúðarhús eru vönduð að frágangi
með rafmagni, vatns-og skólp-
lögnum. Ekki þarf að einangra
hús.
Fyrir byltinguna var talið að
um 90% landsmanna byggju við
ófullnægjandi húsakost en for-
réttindastéttirnar bjuggu i lúxus-
villum. Talið er að vantað hafi
allt að 700.000 ibúðir og jókst þörf-
in ár hvert. Allraversta húsnæð-
inu hefur verið útrýmt en sjötta
áratuginn tókst þó ekki að byggja
miklu meira en svaraði fólks-
fjölguninni. Eftir 1970 hefur verið
lögð enn meiri áhersla á ibúða-
byggingar og gengið frá
50—60.000 ibúðum á ári. Þó
vantar enn ibúðarhúsnæði.
Timburhús með einföldum báru-
járnsþökum eða pálmaþökum eru
mjög algeng. Raunar er ekki unnt
að bera saman húsakynni á ís-
landi og Kúbu þvi veðurfar er svo
ólikt. Við sváfum alltaf i skálum
með veggjum úr einföldum borð-
um og tréspeldi i gluggum og
varð aldrei kalt. Húsaleiga er
miðuð við laun ibúanna og er frá 6
til 10% (hámark) af launum.
Wernström
hinn hræðilegi
Þriðju vikuna unnum við mest
við að binda saman steypujárns-
mottur. Tók nú sólin að skina I
ákafa en þangað til hafði oftast
veriðskýjað eða dumbungsveður.
Gerðist ákaflega heitt um miðjan
daginn svo maður varð hálf-
slæptur. En Kúbanirnir hlógu
bara og spurðu hvort okkur þætti
ekki þetta fallegir vetrardagar.
Skammt frá okkur var önnur
finnska brigaöan að steypa þak-
plötur og hellur. Skoraði norsk-is-
lenska brigaðan á Finnana i reip-
tog. Finnar voru að visu liöfleiri
en við toguðum bara þeim mun
fastar og unnum frækinn sigur og
þóttum nú miklu heldur menn en
áður.
Búðirnar, sem við dvöldum i,
eru kenndar við Julio Antonio
Mella. Hann var einn af stofnend-
um kúbanska kommúnista-
flokksins (árið 1925) en var
myrtur stuttu siðar ungur að
aldri. Andrúmsloftið i búðunum
var létt og samskipti ólikra
þjóðahópa óþvinguðog vinsamleg
i fyllst máta. I hópnum voru nær
eingöngu vinstri sinnar af nánast
öllum hugsanlegum tegundum.
Elsti þátttakandinn var yfir
sjötugt en þeir yngstu undir
tvitugu. Allmargt var af kven-
fólki en karlmennirnir þó ivið
fleiri. Mestir frægðarmenn (að
minnsta kosti hér á landi) hafa
liklega verið Finn Gustafsen frá
Noregi — leiðtogi Sosialisk
venstreparti — og Sviinn Sven
Wernström höfundur bókarinnar
Félagi Jesús. Það er ekki likt þvi
eins hræðilegur maður og Mogg-
inn hélt fram um árið, hann ýmist
föndraði við pipuna sina eða
gutlaði sænsk þjóðlög á gitar sér
og öðrum til ánægju.
Aö vagga sér
í hengirúmi
Við sváfum i stórum svefnskál-
um, þar var heldur þröngt, en við
héldum okkur yfirleitt utandyra.
I skjóli milli tveggja skála var
aðalútiverustaðurinn. Gólfið eða
planið er steypt og svið fyrir
öðrum endanum og þarna fóru
samkomur yfirleitt fram. Við
hinn endann er bar, þar var
veittur djús og is og bjór til sölu.
Þarna sat maður gjarna i þægi-
legum ruggustól i hádegishléinu
og lét sólina verma sig. t öðru
húsasundi mátti liggja og vagga
sér i hengirúmi og horfa upp i
trjákrónurnar eða þá stirndan
himininn er kvöldaði. 1 búðunum
er pósthús, banki, sjúkraskýli,
þvottahús, rakarastofa, körfu-
boltavöllur og blakvöllur svo
nokkuð sé nefnt. Stöðugt er unnið
við endurbætur og nýbyggingar.
Var Björn i þvi nokkra daga enda
hæfastur okkar íslendinga til þess
þvi hann er verðandi smiður. Þá
er þarna litil verslun og fengust
þar nauðsynjar eins og póstkort
og romm. Um tima fengust engar
eldspýtur og reykingafólk orðið
illa haldið. Þær komu þó um siðir
og hafði Magnús á orði, þegar
hann hafði birgt sig upp, að hann
filaði sig eins og milljóneri. Baka
til við búðirnar er uppsteypt
tjörn, þar var litill krókódill og
haföi ekki annan félagsskap en
tvær skjaldbökur sem hann vann
ekki á. Gengu ýmsar sögur
annarlegar um krókódil þennan
m.a. sú að smiðirnir á staðnum
notuðu hann fyrir sög. Aldrei sást
krókódfll þessi næra sig og var
það hald manna að hann væri
fóðraður á þeim brigadista sem
siðastur yrði til að yfirgefa búð-
irnar. Kann ég engar sönnur á
þessari sögn. Eyjan Kúba þykir
nokkuð likjast krókódil að lögun
og er stundum kennd við þá
skepnu.
Heyrðist iðulega
bölvað á mörgum
tungumálum
Mataræði var ágætt og stórt
skammtað, jafnan hrisgrjón og
baunir eða baunasúpa einhvers
konar. Fiskur var sjaldan en oft-
ast kjöt af kjúklingum, svinum
eða nautgripum. Þá voru
kartöflur eða rótarávextir ýmis
konar — sumir fádæma vondir á
bragðið. 1 eftirmat voru ávextir
en bjór eða öl drukkið með. Allra-
siðast var svo kaffileki i fingur-
bjargarbollum og tók varla að
tef ja sig á þvi að drekka þá slettu.
Nokkuð bar á magakveisu með
tilheyrandi niðurgangi þó ekki
alvarlegri. Hins vegar böguðu
moskitóflugurnar marga og hyllt-
ust einkum til að bita fólk að
næturlagi þegar erfiðast var um
varnir. Við sváfum alltaf undir
flugnanetum en þeir, sem láðist
að breiða nógu vel yfir sig eða
bröltu mikið i svefni, voru oft illa
leiknir að morgni. Bitin eru mein-
laus en hvimleið þvi það klæjar
mikið i þau fyrsta sólarhringinn.
Það var helst til liknar að láta
bera sótthreinsandi áburð á
stungusárin i sjúkraskýlinu en
hjúkrunarkonurnar voru engil-
friðar og handtakamjúkar. Feng-
um við íslendingar mjög að
kenna á þessum ófögnuði. Hrein-
lætisaðstaða var ágæt og að lokn-
um vinnudegi þyrptust allir i
sturtubað. Vatnið var að sönnu i
kaldara lagi og heyrðist iðulega
bölvað á mörgum þjóðtungum i
sturtuklefunum.
Tróðu upp
hljómsveitir og
dansflokkar
A kvöldin var stundum farið i
stuttar heimsóknir til Havana eða
nærliggjandi bæja en venjulegast
voru haldnir fyrirlestrar frá
klukkan 20 til 22 eða þar um bil.
Voru fyrirlestrar þessir um ýmsa
þætti i kúbönsku þjóðlifi — sumir
góðir en aðrir litils virði. Var á
stundum ekki laust við að fólki
rynni i brjóst eða blundaði undir
ræðuhöldunum. A eftir voru svo
veitingar á barnum og upphófust
þá fjörugar samræður og hljóm-
listarmenn i hópnum þöndu tól
sin. Klukkan 23 var ætlast til þess
að fólk gengi til hvilu. Var þá leik-
inn lagstúfur sem Finninn Veikko
Kirkkola —-mikill kunningi okkar
tslendinga — kallaði vögguvisu
við 120 desibela hljómstyrk. Er
fullvist að ef einhver var sofnaður
á þeim tima þá hrökk hann upp
með andfælum við þann djöfuls-
ins gauragang. Margir freistuð-
ust til að vaka eitthvað lengur
frameftir, ekki bagaði kuldinn og
timinn leið fljótt við umræður um
vandamál sósialismans á
Norðurlöndunum og Kúbu. Um
helgar tróðu upp hljómsveitir og
dansflokkar. Eitt kvöldið var
norræn kvöldvaka þar sem hver
þjóð sá um hálftimadagskrá. Við
fluttum norsk-islenskt efni,
sungum m.a. Riðum, riðum og ts-
land úr NATO. Æfingar voru i al-
gjöru lágmarki og frammistaðan
liklega góð miðað við það. Eitt
atriðið hjá Finnum var hris-
grjónakappát fararstjóranna.
Þar sigraði Gunnar fararstjóra
Dana glæsilega. Varð þeim
danska svo mikið um að hann hélt
heim daginn eftir.
Til dýrðar
Kommúnista-
flokknum
Miðvikudaginn 17. desember
hófst annað þing kúbanska
kommúnistaflokksins. Fiedel
flutti mikla ræðu oggaf yfirlityfir
þróun siðustu ára. Við marghátt-
aða erfiðleika er að striða, lækk-
andi sykurverð, og ýmsar pestir
herja á landbúnaðinn en þó hafa
orðið miklar framfarir á flestum
sviðum atvinnulifsins svo og
samfélagshjálpar. Fiedel talaði i
sjö klukkustundir samfleytt, en
munu hafa talað i átta tima á
fyrsta flokksþinginu 1975. Er von-
andi að honum sé ekki farið að
fara aftur. Við áttum að eiga fri
þennan dag en til að minnast
þingsins var ákveðið að vinna við
ávaxtatinslu. Magnaðist fólki
hugsjónaglóð uppi i trjánum enda
fagurt yfir að lita. Hét hver á
annan að duga sem best og þegar
yfir lauk höfðum við tint rúmlega
fjögur tonn af mandarinum til
dýrðar kommúnistaflokknum.
Siðasta vinnudaginn skoðuðum
við þorpiö sem brigöðurnar eru
að byggja, litum inn i ibúðirnar
og ræddum við heimamenn. Siðan
var stutt kveðjuathöfn og kvödd-
um við þar kúbönsku iðnverka-
mennina með kærleikum miklum
og söknuði. Um kvöldið mun svo
hafa verið mikilfengleg kveðju-
veisla i búðunum og siðdegis dag-
inn eftir tókum við að tygjast til
ferðar til Santiago.
Ingólfur
; Sveinsson:
Skarphéöinn
frostblátt kvöld
við skarðan mána
svartur osvifinn
með kreppta hönd
á exi
hnúar hvítna
hatrið svellur i blóði
og hann mundar til
höggs
að morgni kom hefndin
i fótskriðu dauðans
(1981)
I