Þjóðviljinn - 07.03.1981, Blaðsíða 28
DIÚÐVIUINN
Iielgin 7. — 8. mars, 1981.
naln*
Óhætt er að fullyrfta að sú
frétt sem mesta athygli vakti
i vikunni sem leið, hafi verið
krafa rannsóknarlögreglu-
stjóra um að tveir blaða-
menn Dagblaðsins, Atli
Steinarsson og ómar Valdi-
marsson, gæfu upp nöfn
heimildarmanns fyrir frétt
sem blaðið birti varðandi svo
nefnt Kötlufellsmál. Atli
Steinarsson er því nafn vik-
unnar að þessu sinni og hann
var fyrst spurður að þvi
hvort krafa rannsóknarlög-
reglustjóra og cftirmáli
þeirrar kröfu hefði komið
honum á óvart?
— Já, sannarlega kom
þessi krafa hans mér á
óvart. Ég hef unnið sem
blaðamaður i 31 ár og aldrei
orðið fyrir sliku áður.
Upphaf málsins var það að
ég fékk upphringingu, þar
sem mér var tjáð að konan
heiði játað brot sitt fyrir
safnaðarforstjóranum. Sá
sem hringdi i mig sagði ekki
til nafns. Ég hafði þá sam-
band við ómar Valdimars-
son fréttastjóra og sagði
honum tiðindin og hann fékk
þau siðan staðfest og við
sömdum fréttina siðan
saman.
Ef Hæstiréttur fellir dóm
ykkur í óhag, muuuð þið
frekar fara i fangelsi en að
nefna heimildarmenn?
— Það kemur aldrei til
greina að nefna heimildar-
mann, slikt er ekki til
umræðu hvað þá meira.
Áttu von á þvi að Hæsti-
réttur staðfesti úrskurð
sakadóms?
— Auðvitað get ég engu
spáð þar um, en ég yrði
ekkert hissa þótt hæstiréttur
hnekkti þeim úrskurði.og ég
vil i þvi sambandi benda á
viturlegustu ummælin, sem
ég hef heyrt varðandi þetta
mál, en þau mælti Stefán
Jónsson alþingismaður og
fyrrum fréttamaður. Hann
sagði að i þessu máli væri
Hæstiréttur kominn með
tærnar að þeim þröskuldi,
sem hann mætti ekki stiga
yfir. Það vita raunar allir
sem við blaðamennsku hafa
fengisthvaða afleiðingar það
hefði fyrir frjálsa frétta-
mennsku ef Hæstiréttur
staðfesti úrskurð sakadóms;
ég vil ekki einu sinni hugsa
þá hugsun til enda. sagði Atli
að lokum. —S.dór
Aðalslmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná I blaðamenn og aðra starfsmenn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu
81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná i af- 81333 81348
greiðslu blaðsins i sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81663
Jón Finnsson eftir að hann kom til Rcykjavikur i gær. Innfellda myndin er af Gisla Jóhannessyni skip-
stjóra (Ljósm.: — eik)
Jón Finnsson RE tók niðri í Garðskagaflös:
ekkl í nfshættu
Vorum
sagði Gísli Jóhannesson skipstjóri
— Ég held að við höfum ekki
verið i neinni lifshættu. Það sem
gerðist var að skrúfuhringurinn
tók niðriog beyglaðist og skrúfan
stoppaði, en okkur tókst að koma
okkur á flot aftur á hliðarskrúf-
unni og vorum á floti þegar drátt-
artaugin frá BergþóriKE var fest
hjá okku^ en það var Bergþór KE
sem fyrst reyndi að draga okkur,
sagði Gisli Jóhannesson skip-
stjóri á Jóni Finnssyni er Þjóð-
viljinn ræddi við hann i gær.
Það var i fyrrakvöld sem þetta
óhapp henti Jón Finnsson RE i
Garðskagaflösinni. Sagði Gisli að
veður hefði verið vont á þessum
slóðum þegar óhappið vildi til.
Bergþór KE sem fyrst reyndi að
draga Jón Finnsson er aðeins 50
lesta tréskip en Jón Finnsson um
400 lesta nótaskip. Poilafestingin
á Bergþóri gaf sig fljótlega en þó
hafði Bergþóri tekist að draga
Jón nokkuð út. Boði KE var þarna
nærstaddur og kom taug yfir i Jón
Finnsson og dró hann til Reykja-
vikur.
Þegar skipin komu til Reykja-
vikur var veðrið svo vont að ekki
var farandi inná höfn með skip i
togi og biðu skipin þvi birtingar
og komust þau inn fyrir hádegi i
morgun.
Gisli sagði að sennilega færi
Jón Finnsson i slipp i dag til við-
gerðar á skrúfuhringnum.—s.dór
fSjálfstæöisflokkurinn í borgarstjórn: 1
j Tefur lóðaúthlutun j
um hálfan mánuð
A borgarráðsfundi i gær voru
í samþykktir úthlutunarskilmál-
■ ar fyrir rdmlega 500 nýjum lóð-
Ium sem auglýsa átti i næstu
viku. Fulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins Davið Oddsson og Al-
■ bert Guðmundsson sáu sér leik
L_
á borði að tef ja málið og safna i
þann áróðurssarp sinn að lóða-
skortur sé i borginni og engu út-
hlutað. Gerðu þeir ágreining um
málið, sem þýðir að það verður
ekki afgreitt fyrr en eftir að
næsti borgarstjórnarfundur
verður haldinn eftir hálfan
mánuð. Ekki tókst þeim Albert
og Davið þó að vera sammála !
fremur en vanter, annar sat hjá
og bókaði langhund en hinn
greiddi atkvæði á móti.
Vegas fær ekki
starfsleyfi:
Búlunni
lokað
Loksins hefur verið tekin
ákvörðun um að leiktækjasalur-
inn Vegas við Laugaveg 92 fái
ekki leyfitil rekstrar og byggir sú
niðurstaða borgarráðs á itarleg-
um greinargerðum frá barna-
verndarnefnd, útideild, og
rannsóknarlögreglu, svo og á
kvörtunum foreldra og skóla-
stjórnum barna sem staðinn hafa
sótt og ibúum i nærliggjandi hús-
um. Kemur fram i þessum gögn-
um að ærin ástæða er til að herða
eftirlit með starfsemi leiktækja-
sala almennt en Vegas hefur haft
verst orð á sér af þeim öllum. Þá
hefur verið bent á að í hjóla-
skautasal við Sfðumúla, sem
sami eigandi á sé sama sagan að
endurtaka sig.
f fyrra gerði borgarstjórn, að
frumkvæði öddu Báru Sigfúsdótt-
ur þá breytingu á lögreglusam-
þykkt að eigendur leiktækjasala
voru skyldaðir til að sækja um
rekstrarleyfi til borgaryfirvalda.
Vegas var opnaður i mars 1979 og
hefur ekki linnt kvörtunum vegna
hans siðan. Um áramótin rann
rekstrarleyfið út og hefur beiðni
eigandans um framlengingu ver-
iðtilathugunar siðan. Samkvæmt
ákvörðun borgarráðs sem stað-
fest var i borgarstjórn s.l.
fimmtudag verður Vegas ekki
opnaður aftur.
t fyrrnefndum gögnum kemur
fram að áberandi ungir krakkar
sóttu Vegas, allt niður i 10—11 ára
en flestir voru á aldrinum 13—15
ára. ölvuðum unglingum var
oftast leyft áréitnislaust að dvelja
á staðnum og oft var enginn full-
orðinn þar við eftirlit, heldur var
starfsfólkið á sama aldri og gest-
irnir: 13—15 ára. Vart hefur orðið
við að áfengiskaup væru skipu-
lögð á staðnum og tóku eldri
krakkar þá að sér kaup fyrir þau
yngri gegn greiðslu. Eins munu
þjófaflokkar unglinga hafa átt
þar samastað, skipulagt þjófa-
leiðangra og selt þýfið þar. Þá
leikur grunur á að dreifing fikni-
efna hafa átt sér samastað á Veg-
as. Eftir lokun var staðurinn not-
aður fyrir partý og fengu þá sum-
ir gestirnir, einkum stúlkur, að
dvelja þar áfram. —AI
Tveir mælingamenn frá Orkustofnun og Landsvirkjun
Veðurtepptir við Svartá
— Ég haföi samband við
þá síðast i morgun, og þá
höfðu þeir ekki undan
neinu að kvarta nema hvað
þeir hafa litið komist til
verka alla vikuna, vegna
óveðurs", sagði H.alldór
Eyjólfsson starfsmaður
við Sigölduvirkjun í sam-
tali við Þjóðviljann í gær,
aðspurður um mælinga-
menn tvo þá Eberg Ellef-
sen og Hannes Haraldsson
sem hafa verið veður-
tepptir við ármót Svartár
og Þjórsár f rá því á mánu-
daginn.
Þeir Eberg og Hannes hafa
haldið til i snjóbil sem þeir ferð-
ast á, en liklegt er að þeir hafi nú
náð i skála vatnamælingamanna
við Svartá. Aö sögn Halldórs hafa
mælingamennirnir nesti til viku-
dvalar og riflega það eftir þvi
sem ráðskonan i Sigöldu hefur
upplýst. „Ef veðrið heldur svona
áfram, þá komum við vistum til
þeirra með einhverju móti, köst-
um þeim jafnvel niður úr flug-
vél”, sagði Halldór.
Stórhrið hefur verið alla vikuna
á hálendinu við virkjunarsvæði
Þjórsár og lofar veðurspáin eng-
um betrumbætur. Það er þvi
ljóst að mælingarmennirnir
munu dvelja við Svartá eitthvað
fram i næstu viku þar sem þeir
eiga enn ólokið flestum sinum at-
hugunum.
Starfsmenn við Sigöldu og
Hrauneyjarfoss sem áttu að
halda heim siðdegis i gær i
helgarfri, komast hvergi þvi
áætlunarbilar sem flytja eiga
fólkið sitja fastir i snjó á Hvols-
velli. Það eyða þvi sjálfsagt fleiri
helginni á fjöllum en mælingar-
menn Orkustofnunnar sem
Landsvirkjunar sem setið hafa
fastir við Svartá frá þvi á mánu-
dag. — lg.