Þjóðviljinn - 07.03.1981, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 07.03.1981, Blaðsíða 20
ió Sfdk' - WdMmfiM tfelgirf mars’. 'i^í. Hvers vegna skyldi ég ekki nýta viötæka bókmennta- þekkingu mina i þágu leikhiis- gagnrýni, eins og margir hafa farið fram á við mig? Ekki svo að skilja, að Sverrir Hólmars- son standi sigmjög illa. Hann er besti strákur, sem ég hossaði á hnjám mér, þegar hann var yngri. En mér virðist að hann hafi gleymt að minnast á nokk- ur atriði f gagnrýni sinni á leik- ritinu „SÖLUMAÐUR DEYR”. Höfundurinn Arthur Miller fæddist 1915 i hiisi nokkru i hjarta New-York,á miðhæðinni nánar tiltekiö. Faðir hans, sem var kaupmaður fæddist i litlu þorpi i Massachussets á 213,5 km fjarlægð frá höfuðstaðnum. Þvi miður hefur höfundi þess- arar greinar ekki tekist að hafa upp á hvað móðirin gerði. HUn hefur sennilega ekki gert neitt. Við vitum aðeins, að hUn eignaðist son sinn, Arthur, eftir um það bil niu mánaöa með- göngu, sem var þreytandi en vandræðalaus. Arthur Miller tók landspróf 1930 og stUdents- próf þremur árum síðar meö hæstu einkunnum bekkjarins nema i eðlisfræði. Mér sýnist Sverrir Hólmarsson hafa farið nokkuð fljótt yfir sögu hvað við- kemur þessar mikilvægu upp- lýsingar. Það væri hægt að fjalla i löngu máli um verk AM en ég kýs heldur að spjalla strax um umrædda sýningu. Leikritið „Sölumaður deyr” hefur verið sýnt i fjölmörgum löndum, i" þjóðleikhUsum, borgarleikhUsum, einkaleik- hUsum en einnig i amatörleik- hUsum og jafnvel i mennta- skólum (t.d. i Vadsö i norður Noregi 1976). Þetta þriggja þátta leikrit gerist annað hvort i New Orle- ans eða i New-York en mig minnir, aö það hafi frekar verið iNew York. Það er skrýtið en ég sé i sýningarskránni, að leik- ritið er i tveimur þáttum og ég taldi þrjá Þið segið kannski, að það sé mitt vandamál en ekki ykkar. En það er helvlti hart að skrifa gagnrýni um leikrit, og muna ekki einu sinni hvað það er i mörgum þáttum. Kannski að leikararnir hafi bætt viö einum þætti á þessari sýningu, en það kæmi mér á óvart. Og i öllu falli ætla ég af hæversku að kenna eftirtektarleysi minu um. Mér virtist fyrsti þátturinn vera frábær og einnig annar þáttur. En það er oft erfitt að komast i gegn um annan þátt á leik- sýningum. 1 hléinu reyndi ég að hlusta á það sem fólk sagði til þess að mynda mér skoðanir En enginn talaði um stykkið. Ég fór þess vegna á barinn og fékk mér þre- faldan gin i' kókakóla. Þótt ég sé á móti þvf að blanda saman mismunandi tjáningarformi i ldkhUsinu þá þoli ég hins vegar ágætlega áfengisbland. Var það vitlaust að fá sér lika einn lauf- léttan áður en ég fór aö heiman i leikhUsið? Ég viðurkenni, að ég hálfdottaði eftir hlé. Og ég sem þoli ekkiað sofa i leikhUsi. Ég er alltaf svo hræddur um, að ein- hver taki eftir þvi. 1 bió er það allt i lagi, maður er I myrkrinu Dr. Gottskálk Gottskálksson en i leikhUsi er kveikt á ljós- kösturum á óheppilegustu timum. Ég missti samt ekki af hópsenunum. Þær voru alveg gasalega glæsilegar. Til allrar óhamingju gleymdi ég gler- augunum minum. Það var nU meiri óheppnin. Ég veit, að ég sé ekkert án gleraugnanna. En það kemursamt ekki i veg fyrir það, að ég gleymi þeim I þriðja hvert skipti, sem ég fer Ut. Satt að segja þá botna ég ekki I heiti leikritsins. Af hverju er verið aö drepa alla spennu með þvi að gefa til kynna hvað verður um sölumanninn I leik- ritinu? Mér finnst lika ósmekklegt að koma þvi inn hjá fólki, að sölu- mann haldi fram hjá einmitt nUna þegar Verslunarfélag ‘ Reykjavikur er með myndar- lega kynningarherferð. Af tillitssemi við VR hefði i þýðing- unni vel mátt breyta sölu- manninum i Urkynjaöan verka- lýðsforingja eða gamlan stalin- ista sem virðast hafa fallið i góðan jarðveg meðal islenskra leikhUsgesta. Af leikendunum er allt gott að segja. Gunnar Eyjólfsson er frábær. Hákon Waage lika. Af ldk Lilju er ekkert að segja nema hvað hann var frábær. Neiafsakið hUn leikur i „ötemj- unni”. Ég rugla oft saman nöfnum leikaranna þegar ég sé tvö leikrit i vikunni. Edda Þórarinsdöttir sem segir ekki nema nokkrar setningar segir þær mjög vel. Kannski væri hægt aö finna að þvi við höfund- inn, að hafa ekki gert meira Ur þessu hlutverki til þess þess aö gefa Eddu tækifæri til þess að sýna hæfileika si'na En þetta er nU bara smáatriði, sem dregur ekkert Ur gildi leikritsins. Leik- munimir voru ágætir og komu aldrei i’ veg fyrir að leikararnir gætu hreyft sig eölilega. Hvisl- arinn Auður Guðmundsdóttir þurfti til allrar hamingju ekki að grfpa fram i, en ég er alveg handviss um, að hUn hefði gert þaö frábærlega, ef til þess hefði komið. Æi, ég gleymi aö fjalla um leikstjórnina. Of seint. Það er leitt, mér fannst hUn nefni- lega ágæt. Það rifjast upp fyrir mér nUna, þaö voru ekki nema tveir þættir. Ég skil ekki, hvernig ég fór að þvi að telja þrjá. Jæja, sleppum þvi. Þýðing JónasarKristjánssonar heyrðist mér frábær, en þaö er kannski ekkert að marka vegna þess, að ég er hálfheyrnarlaus. (Ég var að fletta þvi' upp i leikskránni*. Leikritið gerist I New York, en maður veröur nU stundum rugl- aður I þessum Utlendu nöfnum). Mig langar aðeins til áð geta þess I lokin, að ég sá ekki eftir þessum 52 kr, sem ég borgaöi fyrir sætið mitt og heldur ekki eftir þvi sem ég þurfti að punga Ut fyrir selskabsdömu mina. Ég vona, að þessar allt of fáu linur, sem láta ekki mikið yfir sér hafi samt hjálpað ykkur til að skilja boðskap leikritsins og að meta listrænt gildi leiksins. Tveir íslenskir frummælendur á norrænu lögfræðiþingi SJÓNVARPS EFTIRLITS-OG ÖRYQGISKERFI FYRIR FISKISKIP OQ FISKVINNSLUSTÖÐVAR 14 gerðir sjónvarpsvéla fyrlr mismunandi aðstæður SP1820 SP1920 þarf 10 lux lýsingu. Vinnur vel við venju- lega lýsingu. Hvert kerfi hannað eftir aðstæðum. þarf aðeins 0,5 lux. Vinnurvel við litla og misjafna lýsingu. VM9CX 9” skjár Einnig til15” og19” skjáir Upphituð öryggishús fyrir allar gerðir myndavéla. ^adíóstofan h£ Þórsgötu 14. Sími 14131 og 11314. XXIX. norræna lögfræðinga- þingið verður haldið i Stokkhólmi 19.—21. ágUst n.k. A þinginu verða til umræðu mörg veiga- mikil lögfræðileg viðfangsefni og má m.a. nefna: Tjáningarfrelsi og þagnar- skylda opinberra starfsmanna. Fjármál hjóna og fólks i óvigöri sambUÖ. Réttindi sjUklinga. Lög- fræðileg vandamál er varða vinnustaði. Almannaréttindi, vernd þeirra og takmarkanir. Réttarvitund og refsiverðleiki. Réttarstaða Utlendinga. Ágrein- ingsefni, sem eigi varöa mikil- væga hagsmuni og hvernig þau verði leyst með sem skilvirkustu móti. Lagaábyrgð stjórnarmeö- lima I félögum. Andmæli almenn- ings og lögfræðileg vandamál, er þeim tengjast. Ennfremur efnið frelsi, réttaröryggi og virk stjórn- un þjóðfélags og lögfræöileg vandamál, er af þvi spretta. Meðal frummælenda eru tveir Islenskir lögfræöingar, GuðrUn Erlendsdóttir dósent og Hall- grimur Dalberg, ráöuneytis- stjóri. Björn Helgason hæstaréttar- ritari veitir nánari upplýsingar, og skulu þátttökutilkynningar rit- aðar á eyöublöð, sem fást hjá honum, fyrir 31. mars, að þvi er segir í frétt frá stjórn Islands- deildar norrænu lögfræðinga- þinganna, en formaður hennár er dr. Armann Snævarr hæsta- réttardómari.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.