Þjóðviljinn - 07.03.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.03.1981, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJöÐVltjINN Helgin 7. — 8. mars, 1981. Þótt vangavelturum sjónvarp séu sjálfsagt eitthvert algeng- asta umræðuefni landsmanna: — þar hafa þeir sameiginlegan vettvang — er furöu litið um sjónvarpsgagnrýni I landinu. Blaðamenn við eitt blaðið eru settir á þegnskylduvakt yfir einu og einu kvöldi og eru ber- sýnilega ekki meira en svo ánægðir, svo er á öðru blaði hringt i áhorfendur sem segja að myndin I gær hafi verið skemmtileg eöa ósköp ljót og Svarthausarnir reka öðru hvoru upp rokur út af þvi að sýnt er leikrit frá Norðurlöndum — blátt áfram af þvi að þeir geta ekki með nokkru móti skilið neitt annað, en þaö sem ameriskt er eða enskt. Og siðan ekki söguna meir. Fyrst þegar isienskt sjónvarp varð til var meðal annars gefið út sérstakt blað sem byggt var á sjónvarps- gagnrýni og engin griö gefin. Kannski hafa allir gefist upp við aö hafa metnaö uppi fyrir hönd þessa fjölmiöils og sett hann á bás með roki, rigningu, loðnu- göngum og öðrum litt stjórnan- legum náttúrufyrirbærum? Söngvahremming. Kannski er þaö mjög algengt að menn vorkenni sjónvarpinu peningaleysiö og vist eru blánk- heitin staðreynd sem þarf að hafa með i vangaveltum um dagskrár. En þau geta vissu- lega ekki strikað út gremju yfir Stéttastríö i Vændisborg Þaö var að heyra á lesenda- dálkum blaða, að margir hefðu horft með blendnum huga á irsku þættina sem gerðir voru eftir þekktri skáldsögu James Plunketts, Vændisborg. Kannski vilja menn hafa Irland i þægilegu hálfrökkri krárinnar, þar sem bjór og viski streyma fram timburmannalaust og allir syngja við raust og eru frændur okkar tslendinga og eru glaðir: It’s sure garantee that some hour we’ll be free.... En ekki horfa á fólkiö i slömmum Dyfl- inar, það fólk sem fátækast hefur verið I þessari álfu á öld- inni, og meira að segja fólk sem hefur lærtað syngja Nallann og Rausaö um sjónvarp þvi, i hvaö rýrir fjármunir eru settir. Nú hefur um hrið staðið yfir söngvakeppni i sjónvarp- inu, henni lýkur i kvöld og það er ekki vonum fyrr. Þar er komið enn eitt dæmi um það, að menn ætla að gera ,,eins og hinir” og rjúka i það án þess aö gera sér grein fyrir þvi að þeir muni ekki uppskera annað en undanrennu af ömurleika. Ég dvei hjá þér, og þú ert hjá mé- he-her, sem betur fe-he-er, annars upp á sker, ástina okkar be-her.. og kannski finna menn unnvörpum hjá sér réttlætingu á þvi að drekkja menningar- legri hryggö sinni á botni stórrar flösku. Framhaldsþættir Framhaldsþættir eru afskap- lega fyrirferðarmiklir i sjón- varpsdagskrá og liklega meira umtalsefni en flest annað. Bandarisku Landnemarnir voru ógnarlega langir og þróuöust einkennilega. Þeir fóru af stað með þó nokkurri sveiflu og jafn- vel nokkurri sjálfsgagnrýni, sem var virðingarverð, þvi að Sagan er, eins og menn vita, heilög kýr þjóörikisins og við- kvæmt með hana aö fara. En eftir þvi sem lengra leið magnaðist I samantekt þessari sú sérstaka tegund banda- riskrar væmni, sem nær há- marki i þáttum sem börnum munu ætlaðir á sunnudögum og eru svo tárvotir að engu er likt. Undir lokin voru þættirnir orönir einskonar kennsiudæmi i þvi hve grátt kvikmynda- maskinan getur leikið jafnvel heldur góð mál — eins og náttúruvernd og nýja og betri afstöðu til Indjána, sem svo lengi hafa legiö óbættir hjá garði, að það sýnist tveim stundum of seint að reyna að rétta þá við. Lofsvert var þaö framtak að sýna italska syrpu um Konu og þó ekki sist um magnaöa skit- mennsku og sjálfumgleöi karl- rembunnar i eiginmanni hennar: i þessum bálki hlaut þaö fyrirbæri holdtekningu sem seint liður úr minni og er, vel á minnst, furöu algengur granni, þótt á öðrum breiddargráöum sé og á öðrum tima. eignast sinn Jim Barkin, sem skipuleggur harða stéttabaráttu úr sinum Frelsissal. Og meira aö segja kirkjan, sem svo margir halda að sé óeigingjarn bjargvættur Irlands, hún fékk heldur betur á baukinn með séra O’Connor, sem er ánauía ugur þræll sinnar siðviliu (Kirkjan fær svo auðvitað að sætt hinum hatrömmustu til- hlaupum til ritskoðunar og banns. Margir kannast við Salt jarðar, leikna mynd um verkfall n á m u v e r k a m a n n a af mexikönskum ættum, sem gerð var i Bandarikjunum 1953 undir stöðugri áreitni lögreglu, Ku Klux Klan og annarra Svart- hausa. Enginn þeirra sem kom sýna á sér aðrar hliöar I öðrum klerkum, þó nú væri — annars væri þetta ekki irsk mynd). Ritskoðun og bann. Vændisborg minnti á það rétt eina feröina enn, aö það er ótrú- lega fátltt að kvikmyndir séu gerðar um jafn ónotaleg tiðindi og ókurteisleg og stéttabaráttu. Og þær örfáu myndir sem hafa verið gerðar um þau efni hafa viö sögu þeirrar myndar fékk að vinna viö kvikmyndir framar i Bandarikjunum og mexikanska leikkonan Rosaura Revueltas, sem sýndi þaö hugrekki aö leika i myndinni hefur heldur ekki fengið hlutverk i heima- landi sinu siöan. Meira en ára- tugur leið áður en yfirleitt var hægt að sýna myndina i Banda> rikjunum og i Mexikó var hún sýnd fyrir fullu húsi I sjö daga eftir að forseti landsins hafði *sunnudags pistill Eftir Árna Bergmann verið flæktur i málið með list og vél — siðan hvarf verkfalls- myndin af tjaldinu og hefur ekki sést þar i landi slðan. Sveiflur stórar. Nú eru Bretar aö viðra á sunnudagskvöldum sinn undar- lega söknuö eftir mektardögum aðals, „húsbænda og hjúa”, sem þeir þó bjarga einatt fyrir horn með þvi að grlpa til háös- ins — og eiga þar aö auki þennan lika sæg af leikurum góðum til aö smiða úr mikil persónusöfn. Um síðustu helgi urðu tvö dæmi af þvi hve langt sjón- varpið getur sveiflast milli and- stæðra póla. A laugardagskvöld var mynd af þeirri skelfilegu tegund sem Hollywood kallaði einu sinni „bráöfjörug söngva- og gamanmynd i eðlilegum lit- um”, æ þaö er einhver væminn þvættingur um glaða og rika Amerikana sem kaupa sér ást og hjúskap sinn i evrópskan aðal með olíudollurum og slögurum af disætri gerð. En svo kom ágætur þáttur breskur á mánudagskvöldið, hann var um atómsprengjurnar, bæði þá sem féll á Hiroshima og þær sem spretta eins og gorkúlur i hraövaxandi eldflaugaskógi og gætu „yfirdrepið” okkur tiu sinnum eða þrjátiu sinnum, maður man það aldrei. Firrur kveðnar niður. Svo merkilegt sem það nú er: vigbúnaöarsérfræðingur frá CIA og Paul Warnke, sem samdi um SALT fyrir banda- riska forseta, þeir töluöu ekki bara skynsamlega, þeir hljómuöu eins og sænskir og hollenskir kratar eða Allaballar I þessum málum. Liklega vegna þess, að við erum svo vön þvi, að kjarnorkumálin séu afgreidd af einhverjum generál, sem telur upp skriðdreka Rússa, setur upp skelfingarsvip, og bætir því viö að Island sé „ósökkvandi flugvélamóöur- skip” (sem er satt, en þá gleym- ist aö geta þess að það er aö sönnu ekki hægt að sökkva „skipinu” en hægur vandi að drepa áhöfnina). Nei Warnke og CIA-maöur- inn: þeir hröktu mjög rækilega tiskuhugmyndir um aö hægt sé að heyja meö árangri eitthvaö sem kallað er „takmarkað kjarnorkustriö”, og eins og Alva Myrdal og fleira ágætt fólk, fannst þeim að með þeim hugs- unarhætti væri verið að „lækka þröskuldinn”, gera kjarnorku- strið „meltanlegri” I vitundinni og þar með liklegri. Og fárán- leikinn kom eins og óvart fram þegar sýndir voru strákar tveir i bandarisku eldflaugabyrgi sem voru að æfa sig i að drepa hundrað miljón manns — svo áttu þeir að taka viö gagnárás og viti menn: þeir spenntu sætisbeltin! Til hvers almannavarnir. Það var eftirminnilegur partur þessa þáttar hve átakan- lega það kom i ljós, að almanna- varnir verða afar veik von i kjarnorkustriði, hvort sem mönnum llkar betur eða verr. Þvi kom það dálitið kynduglega út, þegar kvöldi siöar var rætt um almannavarnir á Islandi. Þaö sýnist að sönnu eðlilegt að tala um allt i senn — kjarnorku- striö, eldgos, ofsarok og jarö- skjálfta, þvi allt heyrir þetta undir sömu stofnun. En einmitt i framhaldi af þvi sem fyrr haföi komið fram I bresku myndinni sýnist það vafasamt að vera að leggja höfuöáherslur á hlið- stæður við viðbrögðum við kjarnorkusprengingum og svo við gamalkunnum islenskum náttúruhamförum. Eins og allt væri af sömu óumflýjanleikans rót, og þó mikil von i mann- björg. Hvað sem menn annars telja sig þurfa aö undirbúa mörg byrgi og mikið af matvælum vegna kjarnorkuhættu, þá er eins gott að menn hafi hugann fast við það, að það er gifur- legur eðlismunur á þeim háska og jafnvel þeim sem næstur kemur. en þaö er eldgos i byggð. Og það er satt best að segja varasamt að það borgi sig aö halda mjög að fólki „björg- unartækni” i kjarnorkustriði. Að minnsta kosti hljóma ekki sérlega gæfulega fregnir af slik- um björgunariönaöi i Banda- rikjunum, þar sem efnameira fólk hefur fjárfest i þykkum byrgjuni, dósamat, niðursoðnu vatni — aö ógleymdum byssun- um sem það ætlar að nota til að skjóta niður örvæntingarfulla og hungraöa menn við dyr sinna stálvörðu nægtabúra um þaö bii sem bomban hefur leyst mann- legt félag upp i frumeiningar sinar. — áb.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.