Þjóðviljinn - 07.03.1981, Blaðsíða 4
4 SÍÐÁ'—'ÞJÖÐVILJINN ' Helgih 7.-8. mars, 1981.
KJARTAN ÓLAFSSON
STJÓRNMÁL Á SUNNUDEGI i?; skrifar
Hvað var sagt um áramót?
— Hvað hefur verið gert?
Engin verkföll
— 76 samningar
SÆasta hálfa áriö eða svo hefur
annríki veriö mikiö hjá mörgum
þeim sem vinna að gerö kjara-
samninga launafólks.
En nú í vikunni greindi Guö-
laugur Þorvaldsson rikissátta-
semjari frá þvi aö búið væri aö
ljúka gerö allra þeirra kjara-
samninga, sem embætti hans
hefur haft til umfjöllunar. Sam-
tais höfðu 76 samningamál verið
til úrlausnar hjá embætti rikis-
sáttasemjara á árinu 1980 og það
sem af er þessu ári. — Nú hefur
friðsamleg lausn fundist á þeim
öllum.
Það er ástæöa tii aö fagna þeim
málalyktum, enda þótt menn séu
aö sjálfsögöu misjafnlega
ánægðir með sinn hlut og mikið
vanti á aö öllu réttlæti hafi verið
fullnægt.
Ekki eru ýkja mörg ár liöin
siöan meiriháttar verkföll voru
tið á landi hér, og ísland i hópi
þeirra ríkja þar sem hvaö fiestir
vinnudagar töpuöust vegna verk-
falla, væri tekiö mið af fjölda
verkfærra manna.
Nú virðist breyting á orðin i
þessum efnum, hversu langæ sem
hún reynist, og siöustu 2—3 árin
munu þeir vinnudagar örfáir,
sem tapast hafa vegna verkfalla.
Flestum mun þetta fagnaðar-
efni og auðvitað hefur verkfalls-
vopnið ætið verið neyðarúrræði,
sem verkaiýðshreyfingin beitir
þvi aöeins að öll sund reynist
lokuð. Fullyröingar um að lág-
launafólk fari út I fórnfrekar
verkfallsaðgeröir I þvi skyni helst
að svala sér á pólitiskum and-
stæðingum hafa ætið verið og eru
þjóðlygi.
Það getur hins vegar stundum
verið erfitt matsatriði, hvort
beiting hins dýrmæta verkfalls-
vopns sé likleg til að leiða til
meiri árangurs, heldur en samn-
ingar án verkfalla. Hvað sem
öðru lfður, þá hefur það i nær
öllum tilvikum verið mat samn-
ingamanna verklýðssamtakanna
nú, að friðsamlegir samningar
færðu aö þessu sinni ekki lakari
árangur en náðst hefði með verk-
föllum. A þetta mat hefur fólkið i
verkalýðsfélögunum fallist. Þess
vegna engin verkföll þessi árin.
En þött verkfallsvopnið sé
geymt, þá er þaö ekki gleymt, —
og verkalýðshreyfingin verður að
verareiðubúintil að draga þaðúr
sliðrum hvenær sem aðstæður i
kjaramálum láglaunafólks gera
beitingu þess aö óhjákvæmilegri
nauðsyn. Þar má spurningin um
þessa eða hina rikisstjórn aldreii
ráða matinu ein sér heldur skýr
yfirsýn yfir alla vigstöðu verka-
lýösstéttarinnar.
Við skulum hins vegar vona, að
landsstjórnin beri gæfu til að
stýra málum með þeim hætti á
næstu árum, að verkafólk og
samtök þess geti unað viö þau
úrslit i kjaramálum sem fáanleg
eru án meiriháttar verkfalla.
Orð og efndir
Nú er liðið nokkuð á þriöja
mánuð siðan rikisstjórnin kynnti
áramótaáætlun sina um ýmsa
þætti efnahagsmála. — Fróölegt
er að virða fyrir sér hvernig til'
hefur tekist á þessum tima.
Eins og menn muna voru það
þrjú meginmarkmiö, sem lögð
var áhersla á i boðskap rikis-
stjórnarinnar á gamlársdag.
f fyrsta lagi að efla atvinnulifið
og tryggja öllum landsmönnum
næga atvinnu.
I öðru lagi að draga svo úr
hraða verðbólgunnar, að hún
lækki i um 40% á árinu 1981.
I þriðja lagi að tryggja kaup-
mátt launafólks. Litum nú á
nokkur atriði, sem að þessum
markmiðum áttu að stuðla og
hvernig málin standa:
Fast gengi
Boðað var að gengi krónunnar
yrði sett fast um nokkurra
mánaöa skeiö i þvi skyni að
hamla gegn verðbólgu. — Við
þetta hefur verið staðið aö fullu
og er meðalgengi krónunnar
gagnvart erlendum myntum nú
hið sama og var um áramót, enda
þótt nokkur breyting hafi orðið á
gengisskráningu einstakra gjald-
miðla, sumra til hækkunar ann-
arra til lækkunar. Að þessu sinni
tókst að ákveöa fiskverð fram til
1. júni n.k. án þess að sú ákvöröun
eitt höfuðmarkmið efnahags-
stefnu rikisstjórnarinnar.
Fyrir liggur, að með bráða-
birgðalögunum sem sett voru um
áramót voru verðbætur á laun nú
þann 1. mars skornar niður um 7
vísitölustig. En samkvæmt boð-
skap rikisstjórnarinnar á fólk
með miðlungstekjur og lægri hins
vegar að fá fullar bætur fyrir, —
þanníg að kaupmáttur ráð-
stöfunartekna verði yfir árið sem
heildsa sami og orðið hefði sam-
kvæmt kjarasamningum en án
allra efnahagsráöstafana.
Við þetta verður að standa, og
það er lfka meiningin.
Þriðjungi minni
verðbólga
Það var mat allra sem til
þekktu, að án viðnámsaðgerða
hefði verðbólgan farið i 70—80% á
Alþýöusambandsmenn á fundi meö Svavari Gestssyni, félagsmáiaráö-
herra
leiddi til gengisfalls á islensku
krónunni, sem oft hefur borið við
á undanförnum árum.
Hert verðstöðvun
Boöuö var hert veröstöövun til
1. mai.
— Á þeim vigstöðvum hefur
árangur oröið verulegur, enda
þótt of snemmt sé að dæma
hversu varanlegur sá árangur
verður. Hvað sem öðru liður ætti
hann aö gefa viðspyrnu fyrir
framhaldið.
A árunum 1979 og 1980 hækkaði
framfærslukostnaður um nálægt
60% hvort ár um sig frá upphafi
til loka árs, þó heldur minna sið-
ara árið.
Rikisstjórnin boðar sem mark-
mið að draga úr verðbólgunni um
fullan þriðjung strax á þessu ári
og koma henni niður i 40% nú á
árinu 1981. Enn liggur ekki fyrir
hverjar verðhækkanir hafa oröið
siðan hin herta verðstöðvun gekk
i gildi, nema fyrsta mánuðinn,
janúar. í þeim mánuði hækkaði
verðlag langtum minna en næstu
mánuöi á undan, eða aðeins um
1,62%, sem þýðir miðað við sama
verðbolguhraða 21,3% hækkun
yfir árið. Auðvitað verður ekki
hægt að halda uppi svo strangri
verðstöðvun árið út. Hitt segir
meira, að spá Hagstofunnar um
verðlagsþróun fyrstu 4 mánuði
ársins gerir ráð fyrir verðbólgu-
hraöa á því tímabili i heild sem
samsvarar 35% verðbólgu á ári.
— Standist þetta ætti að vera góð
von tilþess að halda verðbólgunni
innan við 50% mörkin yfir áriö og
jafnvel að nálgast 40%-in, sem
rikisstjórnin hefur sett sér aö"'
markmiði.
Trygging kaupmáttar
En hér kemur fyrir litið að
þrýsta verðbólgunni niður, nema
um leið sé hægt að tryggja kaup-
mátt umsaminna launa, sem er
árinu 1981, og þannig hækkað enn
verulega frá siðasta ári I stað
þess að þokast niður fyrir 50%,
svo sem nú má reikna með. Þetta
atriði eitt — minni verðbólga sem
þessu nemur — samsvarar að
dómi Þjóðhagsstofnunar um 2%
kauphækkun fyrir verkafólk,
vegna þess að veröbæturnar á
launin eru aðeins greiddar á
þriggja mánaða fresti, og fólk
verður þvi að biða vikum og
mánuðum saman eftir þvi, aö fá
hækkanir á vöru og þjónustu
bættar I kaupi. Sú bið verður þvi'
dýrari þeim mun meiri sem verð-
bólgan er.
Hagstæðasta
verðbótakerfið
í öðru lagi hefur verið ákveðið,
að frá 1. júni 1981 og til 1. mars
1982, þá verði verðbætur á laun
greiddar að fullu samkvæmt
hækkun framfærsluvisitölu, án
nokkurrar skerðingar. Þarna er
um að ræða mun hagstæðara
verðbótakerfi fyrir launafólk en
áður hefur verið i boði. Þannig
hefðu laun verið um 16% hærri
um siðustu áramót en þau voru i
reynd, ef verðbætur hefðu næstu
18 mánuði á undan verið greiddar
samkvæmt þessu nýja kerfi i stað
þess kerfis sem hér hefur gilt
undanfarin tvö ár. — Og af þess-
ari 16% skerðingu sem fyrir lá um
siðustu áramót, voru aðeins rúm
6% til komin vegna versnandi
viðskiptakjara.
Vafalaust mun þessi mikla
breyting á verðbótagreiðslum á
launin færa launafólki siðar á
þessu ári umtalsverðan ávinning.
Enginn veitnú nákvæmlega hvað
sá ávinningur verður mikill, —
þaö fer m.a. eftir þróun við-
skiptakjara og ýmissi verðlags-
þróun.
Skattalækkun
Siðan er það sú lækkun skatta á
miðlungstekjum og lægri, sem
lýst var yfir I áramótaboðskap
rikisstjórnarinnar og þá sam-
svarandi hækkun ráöstöfunar-
tekna heimilanna. Þessi skatta-
ladikun átti að samsvara 1,5%
hækkun launa.
1 sambandi við skattalækkun-
ina hefur rikisstjórnin haft fullt
samráð við forystumenn Alþýðu-
sambandsins, en meðal þeirra
fulltrúa Alþýðusambandsins sem
áttu viðræður við fjármálaráð-
herra um þessi efni voru
Asmundur Stefánsson, forseti
A.S.Í., Björn Þórhallsson, vara-
forseti A.S.I. og Jón Helgason,
formaöur Einingar á Akureyri.
Akveðið var að fella með öllu
niður sjúkratryggingagjald af
öllum tekjum siðasta árs innan
viö 6.750.000,- gamlar krónur. Þá
hefur einnig i öllum höfuðatriðum
verið gengið frá hækkun persónu-
afsláttar og breytingum á skatt-
stigum, — allt með fullu sam-
komulagi við þá fulltrúa verka-
lýðshreyfingarinnar, sem af
Alþýðusambandsins hálfu tóku
þátt i mótun ákvarðana um þessi
efni.
Sem dæmi um mat forystu-
manna verkalýðshreyfingarinnar
á niðurstöðum, hvað skattamálin
varðar, skal hér vitnað til um-
mæla Björns Þórhallssonar,
‘varaforseta A.S.Í. i blaðaviðtali
þann 26. febrúar s.l., en hann
segir þar:
„Ef þetta kemur til fram-
kvæmda eins og okkur var kynnt
þetta mál, þá sé ég ekki betur en
að staðið sé við það ákvæði i efna-
hagsáætlun rikisstjórnarinnar
um áramótin að skattar verði
lækkaðir um sem svarar 1,5% i
kaupmætti lægri — og meðal-
launa”.
Vegna málflutnings sumra
stjórnarandstæðinga er rétt að
taka fram að hér er að sjálfsögðu
miðað við lækkun skatta frá þvi
sem orðið hefði með sams konar
skattlagningu og i fyrra á sömu
rauntekjur.
Viðleitni til
launajöfnunar
Þau þrjú atriði, sem hér hafa
verið nefnd — minni verðbólga,
hagstæðara verðbótakerfi og
lækkun skatta fara væntanlega
langt með að duga til að tryggja
það markmið rikisstjórnarinnar
að kaupmáttur meðaltekna og
lægri rýrni ekki yfir árið i heild,
frá þvf sem verið hefði án að-
gerða, — þrátt fyrir 7-stiga skerð-
inguna þann 1. mars.
Vanti þar eitthvað upp á má
finna ráð til að bæta úr þvi.
En hér skal skýrt tekið fram, að
rikisstjórnin hefur i launamálum
aðeins sett sér það markmið á
þessu ári að verja kaupmátt
meðaltekna og lægri.
Þannig munu hin gömlu skerð-
ingarákvæði í sambandi við verð-
bætur á laun virka áfram hjá
þeim sem fyrir sina dagvinnu fá
hærra kaup en tvöföld lágmarks-
laun verkamanna, og þeir sem
hafa tekjur fyrir ofan meðallag
munu engra skattalækkana njóta.
— Þetta er að sjálfsögðu i sam-
ræmi við þá launajöfnunarstefnu,
sem Alþýðubandalagið hefur
lengi barist fyrir, og rikisstjórnin
hefur reyntað koma fram i kjara-
samningum á siðasta ári, — en
kjaradómur reynt að brjóta
niður.
En litum á örfá atriði i viðbót úr
áramótaboðskap rikisstjórnar-
innar og skoðum hvernig horfir
um þau.
Verðtryggt sparifé
Boðað var, að nú skyldi fólki
gefinn kostur á að leggja sparifé
sitt inn á fullverðtryggða banka-
reikninga gegn aðeins 6 mánaða
bindingu fjárins. — Við þetta
hefur nú verið staðið. Eitt hið
versta sem fylgt hefur verðbólg-
unni á undanförnum árum er það
hvernig sparifé almennings hefur
brunnið upp i eldi verðbólgunnar
og orðið bókstaflega að engu á
skömmum tima. Fjáraflamenn
hafa hins vegar kunnað að koma
sinum fjármunum fyrir i eignum
sem halda gildi sinu i verðbóigu-
bálinu. Og hvers kyns verðbólgu-
brask hefur blómstrað af þessum
ástæðum. Opnun 6 mánaða verð-
tryggðra innlánsreikninga var
þarft skref i verðbólgubaráttunni.
Boðuð var almenn vaxtalækkun
frá 1. mars. — Hún varð að visu
ekki stór i sniðum, en þó voru
vextir lækkaðir, t.d. lækkuðu út-
lánsvextir af vaxtaaukalánum
bankanna um 2,4%. — En auð-
vitað var þvi aðeins hægt að verð-
tryggja sparifé með þeim hætti
sem gert hefur verið og lækka út-
lánsvexti á sama tfma, að afkoma
lánastofnana var almennt mjög
góð á siðasta ári, en þá nutu þær
hagstæðs vaxtamismunar.
Til þess að hægt verði að halda
áfram á þeirri braut, sem nú
hefur verið mörkuð i vaxta-
málum verður m.a. að þoka verð-
bólgunni niður.
Lausaskuldir
i föst Ián
Boðað var, að húsbyggjendum
sem ættu i erfiðleikum vegna
lausa^kulda yrði gefinn kostur á,
að fá lausaskuldum breytt i lengri
lán, og þannig greitt að nokkru úr
þeirra bráðasta vanda.
Aö þessu máli hefur verið unnið
og má vænta úrslita næstu daga.
Af hálfu rikisstjórnarinnar var
skipuð sérstök nefnd til að vinna
að tillögugerð i þessum efnum. Sú
nefnd hefur nú skilaö af sér til
rikisstjórnarinnar og orðið sam-»
mála um flest atriði.
1 tillögunum er gert ráð fyrir að
þeir sem byggt hafa eða keypt
ibúðarhúsnæði á siðustu 3—4
árum, og skulda af þeim sökum
yfir tvær miljónir gamallakróna i
skammtfmalánum hjá lánastofn-
unum, geti átt þess kost að fá
þessum skammtimalánum breytt
i lengri lán til 6—10 ára með álika
kjörum og nú fylgja lánum Hús-
næðisstofnunar rikisins.
Samráð við verka-
lýðssamtökin
Hér mætti sitthvað fleira þylja
um orð og efndir i sambandi við
áramótaboðskap rikisstjörnar-
innar, og að sjálfsögðu er ýmis-
legt enn ekki komið til fram-
kvæmda.
Siðast en ekki sist skal þó hér
aðeins minnt á tölulið fimm, en
þar segir:
„Viðræður verði hafnar við
samtök launafólks og aðra hags-
munaaðila atvinnulifsins um
framkvæmd samræmdrar stefnu
i kjaramáluin, atvinnumálum og
efnahagsmálum til næstu tveggja
ára.”
A öllu veltur fyrir rikisstjórn-
ina, hvernig til tekst um þetta
mikilvæga atriði. Hér þarf að
koma skriði á málin strax, og
marka vfðtæka stefnu til loka
kjörtímabilsins i náinni samvinnu
við verkalýðssamtökin.