Þjóðviljinn - 07.03.1981, Blaðsíða 18
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 7. — 8. mars, 1981.
Ferðasaga Jóns Torfasonar bónda á Torfalœk
Hér á eftir fylgir lausleg
frásögn af ferð tíl Kúbu í
desember siðastliðnum á
vegum Vináttufélags is-
lands og Kúbu. Ekki er um
nákvæma greinargerð að
ræða og mörgu sleppt,en þó
reynt að læða með fróð-
leiksmolum um kúbanska
þjóðfélagið. Ekki fer hjá
þvuað fyrir augu íslenskra
sveitamanna beri margar
furöur í svo f jarlægu landi
því margt er frábrugðið:
veðrátta, atvinnulif,
vinnubrögð og siðir,
stjórnarfar og menning.
Reynsla og athuganir
fárra einstaklinga á aðeins
mánuði leiða ekki af sér
endanlegan sannleik.
Einnig er þess að gæta að
undirritaður varð stórhrif-
inn af mörgu sem hann
kynntist í ferðinni og kann
því ef til vill að skorta eitt-
hvað á fyllstu hlutiægni.
Þó má fullyrða að á Kúbu
eru að gerast merkir at-
burðir og að lífskjör fólks
og aðstæður allar hafa
stórbatnað eftir bylting-
una. Ég minni á orð Sig-
urðar Hjartarsonar i bók
og voru einlægt aö gefa okkur
eitthvaö aö boröa. Einnig afhentu
þeir hverjum farþega handklæöi,
sápu og tannbursta — ólikt þægi-
legra tæki en tannstöngulsflis-
arnarhjá Loftleiðum. Viö lentum
i Havana um tvöleytið á laugar-
dag miðað við staðartima eftir
36—7 tima ferð en timamunur á
Islandi og Kúbu er fimm klukku-
stundir. Þarna tóku á móti okkur
glaðbeittir Kúbanir og óku okkur
á dvalarstaðinn „Campamento
Internacional Julio Antonio
Mella” um klukkustundarakstur
frá Havana. Skammt frá búð-
unum er litið sveitaþorp Gua-
yaba, nefnt svo eftir ávaxtateg-
und sem mikið er ræktuð þar i
grenndinni.
Að þessu sinni var hópnum
skipt i sjö undirdeildir eða bri-
göður, voru tvær skipaðar Finn-
um, tvær Svium, tvær Dönum og
loks mynduðu Norðmenn og ís-
lendingar eina brigöðu saman og
var sú fámennust. Með hverri
brigöðu unnu fjórir til fimm Kú-
banir, yfirleitt námsfólk eða
kennarar og töluðu flestir ensku.
Kúbanirnir „okkar” voru Olga,
sem var foringi brigöðunnar,
kennari að mennt og býr i
Havana, Enrique, Jesús, hann
var að búa sig undir störf i utan-
rikisþjónustunni, og Frank einn
aðaltúlkur brigaðanna. Hann er
sérkennilegur um margt, hefur
m.a. undarlegt göngulag enda
sagði hann einhverju sinni að
„fæturnir pössuðu ekki við bol-
Greinarhöfundur tekur hér hraustlega I hönd kúbanskrar verkakonu
SJÖ Á KÚBU
Byggingarstillinn á Kúbu minnir óneitanlega á Spán
hans Þættir úr sögu Róm-
önsku Ameríku (bls. 210):
„Byltingin á Kúbu er ekki
lengur einhver óþekkt
stærð, eitthvert ævintýri
sem á í tvisýnni baráttu
fyrir líf i sínu, heldur
viðurkennd staðreynd sem
ekki verður lengur hunsuð.
Stefna stjórnvalda á Kúbu
er nú markviss og skýr,
erfiðleikar frumherjanna
eru nú að baki. Þáttaskil
hafa orðiö i sögu Róm-
önsku Ameriku".
Brigadistar
allra landa
Meðal ferðalanganna, sem fet-
uðu sig stúrnir og geispandi út i
Keflavikurrútuna við Loftleiða-
hótelið föstudagsmorguninn 28.
nóvember 1980, voru sjö Islend-
ingar að hefja ferð sina til Kúbu
með Norrænu Brigöðunni. Sjö-
menningarnir eru Erla Ingólfs-
dóttir keldhverfsk að uppruna,
'Guðrún Þóröardóttir úr Hvera-
gerði, Björn Sigurösson Snæfell-
ingur, Magnús Benediktsson
Siglufirði, Gunnar Skarphéðins-
son og Sigurjón Helgason liklega
bara Reykvikingar og Jón Torfa-
son Húnvetningur. Einhver
itautaði: „Margra milna ferð
byrjar á einu skrefi”. 1 fyrstu lotu
var flogið til Kaupmannahafnar
og gerður þar nokkur stans. Gafst
þar tóm til að heimsækja ýmsa
kunna staði úr islensku bók-
menntasögunni, m.a. Hvit,
krána, þar sem gamli kallinn lék
á pianóiö, og Skarfinn. Undir
miðnætti mættum viö svo aftur á
Kastrupvelli og sameinuðumst
þar brigadistum frá Noregi og
Danmörku. Flaug nú allt þetta
fólk tii Berlinar og þaðan meö
Austur-Þýska flugfélaginu Inter-
flug gegnum Gander á Nýfundna-
landi til Havana á Kúbu. Eru
Þjóðverjar rausnarmenn miklir
inn”. Allt þetta sómafólk var fúst
að fræða okkur um landiö og gera
okkur dvölina sem ánægjuleg-
asta.
Það kom spánskt
fyrir sjónir
Sunnudaginn 30. nóvember
bættust Finnar og Sviar i hópinn
en þeir flugu gegnum Madrid á
Spáni. Þótti nú rétt að skola
ferðarykið af fólkinu á baðströnd
skammtfrá. Ströndin var nokkuð
grýtt og tipluðu flestir hoknir og
bognir á hnjánum til faðmlaga
við Ránardætur. Björn hafði
meðferðis sundgleraugu og and-
rör til að kanna með undirdjúpin
en það gekk böslulega vegjia
öldugangs. Kúbanirnir treystu.
sér ekki i sjóinn,þeim þótti veðrið'
of kalt enda var sólarlitið, svolitill
andvari og ekki nema 20 stiga
hiti — hefði þótt ágætis hey-
skaparveður norðanlands.
Fannst okkur löndum undarlegt
að telja slika bliðu illviðri. Það
kom okkur lika spánskt fyrir
sjónir að byrja dansleik klukkan
tvö að degi til eins og þarna var
gert en Kúbanir eru dansmenn
miklir og mússikalskir. Þeir slá
taktinn með spýtum, dósum og
hverju sem til fellur eða klappa
bara saman lófunum. Er erfitt
annað en að smitast af lifs- og
leikgleði þeirra. En á stundum
fannst okkur þeir háværir um of,
einkanlega hljómsveitarmenn, og
fyrir kom aö ég efaðist um hvort
þeir viti hvað þögn er.
Að fá að klifra
í trjám
Mánudaginn 1. desember hófst
svo vinnan. Við vorum vakin
klukkan 6 með hressilegum
hvatningarsöng og ekið á vinnu-
stað i afgömlum rútum að aflokn-
um einföldum morgunverði.
Unnið var i tveim lotum. frá
7—11.30 og frá 14—17.30. Einu
sinni i hvorri lotu voru smápásur
og þá framreiddir ávaxtadrykkir
úr margs konar aldinum og til
meðlætis kex, samlokur og stund-
um gómsætar kökur. Það er hægt
að hrósa Kúbönum fyrir margt
annað meira en kökugerð þvi þeir
bruðla með sykurinn og gera þær
alltof sætar. Kökurnar þeirra
minna töluvert á málflutning
kratanna — eru kligjukenndar.
Við byrjuðum á að klippa til
ávaxtatré, sem nefnast guayaba,
og unnu tveir og tveir saman. Eru
trén þeirrar náttúru að þar sem
ein grein er klippt vaxa tvær i
staðinn. Gefur svona klipping
margfaldan uppskeruauka að
sögn. Sum trén voru ekki nema
stórir runnar og þar var leikurinn
auðveldur en önnur voru allstór.
Sigurjón og Guðrún unnu saman
og beittu afli til að sveigja trén til
jarðar meðan þau klipptu en við
hin máttarminni urðum að feta
okkur upp stiga eða prila i grein-
um. Rættust þar bernsku-
draumar sumra frá skóglausu
landi — að fá að klifra i trjám.
Virðast hvorki
sauðkindur né
kratar þrífast þar
Burðarásinn i efnahagslifi
Kúbu er sykurræktin. Nam fram-
leiðslan árið 1979 tæpum átta
milljónum tonna. Verðlag á sykri
hefur farið lækkandi og Kúbanir
þvi eflt aðrar atvinnugreinar eins
og námagröft, fiskveiðar og
léttan iðnað. Sykurreyrinn er fjöl-
ær jurt og er uppskerutiminn frá
desember fram i april. Reyrinn
er höggvinn með stórum
hnif — machetes — og er það erf-
itt verk. Það þarf að hafa snör
handtök við að koma reyrnum til
sykurverksmiðjanna, þegar hann
hefur verið höggvinn, þvi sykur-
innihaldið i stönglinum minnkar
eftir þvi sem frá liður. Reynt er
að vélvæða uppskeruvinnuna og
er nú um helmingur sykurreyrs-
ins höggvinn með vélum en véla-
Fyrri hluti
búnaðurinn er talsvert flókinn.
Þá er stunduð mikil tóbaks-
rækt. Tóbaksplönturnar eru við-
kvæmar fyrir skorkvikindum og
flugum, er tjaldað yfir tóbaks-
akrana meðstriga sem hleypir þó
sólarljósinu i gegn. Sáum við viða
slikar tjaldbúðir sem teygðust
yfir marga hektara. Kúbanir
rækta einnig margs konar ávexti
svo sem banana, ananas, appel-
sinur, mandarinur og fjölmargar
aðrar tegundir sem undirritaður
(skammstafað undir) kann engin
skil á. Þeir flytja töluvert út af
þessu en sumt er notað i sultur,
hlaup og djamm. Eru þá ávext-
irnir tindir þegar þeir eru til i
djammið. Af kvikfé ber mest á
kúm — jafnt mjólkurkúm sem
holdagripum — og hænsnum —
bæði til eggja-og kjúklingafram-
leiðslu.
I öllum sveitaþorpum má sjá
fimm til tiu hænur og eina eða
tvær geitur i húsagörðum og jafn-
vel inni i stórborgum hafa menn
fiðurfénað og stunda garðrækt.
Hestar virtust nokkuð notaðir til
reiðar i suðurhéraðinu (Oriente)
og tvisvar eða þrisvar sáum við
þar uxa fyrir plóg. Nokkuð bar á
geitum en kindur naga ekki góð-
grös á Kúbu — virðast hvorki
sauðkindur né kratar þrifast þar.
Okkur Erlu — kindamanneskj-
unum i hópnum — til gleði og
upplyftingar sást þó einu sinni
dilkær að kroppa i vegarkanti, og
lýkur þar með að segja frá hús-
dýrum á Kúbu.
Vélvæðing fer stórum
vaxandi samkvæmt hagtöl-
um, svo og áburðarframleiðsla
og notkun, og dreifing lyfja gegn
illgresi. Ctihús eru einföld, gólf
og þak en engir veggir. Sums-
staðar blandast saman ný tækni
og gömul, t.d. sáum við einu sinni
fjós með nýlegum mjaltabás og
mjaltavélum en verið var að
keyra fóðri i gripina i hestakerru.
Okkur löndum
var heldur tregt
um mál
Unnið var fram að hádegi á
laugardögum að kúbönskum sið
en eftir hádegi voru fundir með
hverri brigöðu fyrir sig þar sem
gefiö var yfirlit yfir afköstin vik-
una áður og vinnutilhögun rædd.
Þá gátu allir komið fram með
umkvartanir og ábendingar. Eru
slikir vinnufundir haldnir i öllum
fyrirtækjum og vinnuhópum á
Kúbu. Er það til fyrirmyndar og
getur visast verið gagnlegt. Hins
vegar er mér til efs að islenskir
og norskir Kúbuvinir hafi nægan
þroska til að nýta svona fundi
sem skyldúþvi okkur löndum var
heldur tregt um mál og sátum
jafnan (hálf) dottandi og þögðum
en Norðmennirnir kýttu um smá-
muni og aukaatriði.
Verkfærafátækt
Eftir fjóra daga i trjáklipping-
unni skiptum við um verk og fór-
um að byggja hús. Brigöðurnar
eru að byggja ibúðarblokkir
handa fólki sem vinnur i vefn-
aðarverksmiðju skammt frá. Nú
þegar hefur verið flutt inn i átta
eða niu blokkir en þrjár eru i
smiðum. Blokkirnar eru hlaðnar
úr múrsteinum en skil milli hæða
steypt og þar hafðar öflugar
járnalagnir. Hver blokk er fjög-
urra hæða og 32 ibúðir i hverri.
tbúðirnar eru kringum 100 fer-
metrar aö stærð — eldhús, stofa,
bað, tvö til þrjú herbérgi og vitan-
lega svalir. Fólk heldur sig mikið
úti við, enda er ekki amalegt að
dotta i notalegum ruggustól úti á
svölum i kvöldbliðunni og horfa
yfir bleika akra en slegin tún.
Með okkur unnu kúbanskir
iðnaðarmenn og voru átakanlega
fátækir að verkfærum. Við Magn-
ús, Björn og undirritaður unnum
við að slá upp og átti smiðurinn,
sem stjórnaði verkinu — vikings-
verkmaður, t.d. eina sög vonda og
aðra gjörsamlega ónothæfa,