Þjóðviljinn - 07.03.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 07.03.1981, Blaðsíða 11
Helgin 7. — 8. mar», 1881. WÓÐVILJINN — SIÐA 11 T æknif ræðingur óskast til starfa sem fyrst hjá Gatnamála- stjóranum í Reykjavik, Skúlatúni 2. Umsóknir sendist þangað fyrir 20. mars n.k. með upplýsingum um fyrri störf. Launakjör samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Reykjavikurborgar. Selfyssingar afneita Stalín Gjöf lóns Sigurðssonar Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar hefur til ráð- stöfunar á árinu 1981 um 130 þús. kr.. Samkvæmt reglum skal verja fénu til „verðlauna fyrir vel samin visindaleg rit, og annars kostar til þess að styrkja útgáfur merki- legra heimildarrita”. Heimilt er og að „verja fé til viður- kenningará viðfangsefnum og störfum höfunda, sem hafa visindarit i smiðum”. 011 skulu þessi rit „lúta að sögu Islands, bókmenntum þess, lögum, stjórn og framförum”. Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar auglýsir hér með eftir umsóknum um fjárveitingar úr sjóðnum. Skulu þær stilaðar til verðlaunanefndarinnar, sem senda for- sætisráðuneytinu, Stjórnarráðshúsi, 101 Reykjavik, fyrir 1. mai 1981. Umsóknum skulu fylgja rit, ritgerðir eða greinargerðir um rit i smiðum. Reykjavik i marsmánuði 1981. Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar. Magnús Már Lárusson Óskar Halldórsson Þór Vilhjálmsson Föstudaginn 27. febrúar sl. frumsýndu Selfyssingar leikrit Vésteins LUðvikssonar, Stalin er ekki hér i Selfossbfói. Leikstj. er Asdis Skúladóttir sem i fyrra setti upp Týndu teskeiðina á Sauðár- króki og fór með hana á hátið áhugaleikfélaga i Finnlandi sl. haust. Skemmst er frá þvi að segja að Stalin er ekki hér var frábærlega vel tekið, áhorfendur lifðu sig inn i það sem fram fór á sviðinu og brugðust vel við þvi, hlógu, klöppuðu og hrópuðu þegar þeir gdtu ekki stillt sig lengur. A Selfossi hefur starfað leik- félag óslitið siðan 1958 og þar hefur verið ráðist i mörg stórvirki frá fyrstultið.Meðal Islenskra leik- rita má nefna Galdra-Loft og Fjalla-Eyvind eftir Jóhann Sigur- jónsson, Pilt og stúlku eftir Emil Thoroddsen, Skálholt eftir Guðmund Kamban, Atómstöð Halldórs Laxness og Hart i bak eftir Jökul Jakobsson. Félags- skapurinn kringum þessa starf- semi er gróinn og menn vita vef' hvað þeir vilja. 1 fyrra réðust félagsmenn meira að segja i að kaupa sér húsnæði til æfinga. En það vekur athygli að þrir af sex leikendum i Stalin er ekki hér eru þar að leika i fyrsta skipti opin- berlega. Að óreyndu mætti ætla að fáir hefðu tima og orku aflögu fyrir leiklistarstarfsemi á ekki fjölmennari stað og þess vegna væri sama fólkið á sviðinu ár eftir ár, en liklega er reyndin sú að vinnan við þetta sé svo erfið að það verði að skipta reglulega um fólk til að það drepi sig ekki á henni. Eins og menn minnast hér á höfuðborgarsvæðinu fjallar leik- rit Vésteins um heimilis- harðstjóra af venjulegri gerð, járnsmiðinn Þórð sem trúir á jafnaðarstefnu i pólitik en iðkar ójöfnuð á heimili „sinu”. Fram- vindu verksins stjórnar elsta barn Þórðar, dóttirin Hulda sem kemur heim frá Danmörku snemma I leikritinu og flettir. smám saman ofan af heimilis- ólukkunni undir fallegu yfirborði þessa húss þar sem tvær og bráðum þrjár kynslóðir búa saman. Leikritið er afskaplega vel skrifað, lipur og fyndinn texti sem tekur áhorfendur föstum tökum frá upphafi, en sá galli finnst mér helstur á verkinu, án þess að hér sé ástæða til að rekja það nákvæmlega, að of mikið gerist utansviðs eins og i griskum harmleik. Einkum kann ég ekki við að fá ekki að vera viðstödd heimkomu Huldu en hitta hana fyrst viku seinna. Það er einkenni á sýningu Þjóö- leikhussins á þessu leikriti, ef ég man rétt, að Hulda átti þar alla samúð aðstandenda og varð aðal- persóna leiksins. Steinunn Jóhannesdóttir lék hana af sinni visu smekkvísi, ofurlitið óham- ingjusama, leitandi og upp- reisnargjarna. Þórður varð hins vegar hálfgerður fýlupoki I höndum Rúriks Haraldssonar og skorti fjölbreytni. Þessar áherslur breyttust i sýningunni á Selfossi og ber sjálfsagt margt til þess. Þyngst vegur að likindum samUð leikst jóra með Þórði, sem verðurmiklu skiljanlegri við það, það er að segja ást barna hans á honum þrátt fyrir allt. Haiín er hlýr maður og vill vera ósköp góður þótt samfélag hans hafi mótað hann i sinni mynd sem hann getur ekki hnikað af eigin rammleik. Þórður var frumraun Arna Valdimarssonar á sviöi, en það var engin leið að koma auga á það. Hann lék af festu og öryggi og náði vel fram þeim óliku hliðum á Þórði sem texti Vésteins býður upp á og sem eru mégin- styrkur verksins. Annað sem veldur ef til vill breyttum áherslum er að Katrin Inga Karlsdóttir náði ekki að gera persónú Huldu eins marg- ræða og Steinunni tókst i fyrstu uppsetningu verksins. Húlda Katrinar varð þannig að maður á honum að hún skuli reka hár- greiðslustofu. Hins vegar kemur fram annars staðar i textanum að Svandis er skörp stelpa sem hefur gaman að reikningi og bókhaldi og langar tilað lifa og læra. í sýn- ingu Selfyssinga var lögð meiri áhersla á þessa siðari hlið hennar en i sýningu Þjóðleikhússins. Björk Mýrdal, sem lék Svandisi, lék sifellt á móti orðum Þórðar um dóttur sina, og það fór vel á þvi þóttef til vill væri best að fara milliveg. Björk er annar nýliði sýningarinnar á sviði og réði vel við hlutverk sitt. í sýningu Þjóðleikhússins varð fleiri áhorfendum en mér það undrunarefni að systurnar skyldu báðar falla fyrir Stjána Sigurðar Skúlasonar, sem var látinn vera einstaklega álappalegur. Ketill Högnason var mun meira aðlað- andi i þessu hlutverki þótt hann væri áfram grunnfærinn og barnalegur eilifðarstúdent.Fyrst og fremst dró Ketill skemmtilega fram þá þætti i Stjána sem móðurlegar konur eru veikar fyrir, hrekkleysi hans og óstjórn- lega matarlyst. Hann er i einu og öllu andstæða Þórðar, og það er auðvitað þess vegna sem dæturnar fyrst og svo seinni konan falla fyrirStjána, en það er jafnaugljóst að það er jafnlitið púkkandi upp á Stjána og Þórð — þó sennilega minna. Samspilið milli Stjána og Mundu konu Þórðar sem Heiðdis Gunnars- dóttir lék var mjög sannfærandi. Kómiskt relif yrði Kalli kall- aður ef hann væri persóna I leik- riti eftir Shakespeare. Yngsti sonurinn og sá fyrsti af börnunum sem fer að heiman alsjáandi er afar skemmtilega gerður af höfundar hálfu og þvi þakklátt hlutverk, en Arni Pétursson stóðst vel þessa frumraun sina. Sviðsmynd Hildigunnar Daviðsdóttur reyndi að gefa sem trúlegasta hugmynd um stofu á islensku lágstéttarheimili á kaldastriðsárunum: sófi, vegg- teppi fyrir ofan og útskorin hilla, klunnalegur hægindastóll. Allt ómissandi, enginn munaður, ekkert óþarft, enda rennur allt umframfé til flokksins og blaðs- ins. Það, er einkenndi sýningu Selfyss inga á Stalin er ekki hér umfram þau fátæklegu orð sem hér hafa fallið um einstaka menn var hraði og öryggi. Allir vissu hvað þeir voru ” að gera og hvers Þórður — Arni Valdemarsson. vegna þeir voru að þvi. öryggið spratt af skilningi en ekki utan- bókarlærdómi. Hraðinn gerði það að verkum að það var aldrei dauð stund alla sýninguna og hún fékk sterkan heildarbrag. Þetta held ég að sé fyrst og fremst verk leik- stjóra sem hefur unnið greindar- lega að uppsetningunni. Einn þeirra leikara sem þarna lék I fyrsta sinn sagði eftir frum- sýninguna að hann myndi horfa allt öðruvisi á leikrit héðan I frá, freistaðist til að trúa orðum Stjána um að hún væri bara beisk kona komin heim úr útlegð til að hefna sin á kærastanum sem sveik hana. Best náði Katrin sér á strik þegar Hulda á að vera sár og bitur. Svandis systir Huldu rændi hana Stjána forðum, býr nú með honum i herbergi upp á lofti og á von á barni. í textanum kemur fram það álit Þórðar á henni að hún sé tildurrófa og það fer greinilega stjórnlaust i taugarnar Kalli — Arni Pétursson. Leikstjórinn Asdfs Skúladóttir. Hulda — Kristin Inga Karlsdóttir. og jafnvel sjónvarpið, nú þegar hann vissi að það er ekki nóg að segja bara já. heldur verður maður fyrst að flytja sigum þvert gólf og segja já! Það er mikið uppeldisstarf undir lif i nútima- samfélagi unniö i áhugamanna- félögum um land allt og ég hvet borgarbúa til aö fjölmenna i Hafnarbió mánudaginn 9. mars þegar Selfyssingar sækja okkur heim. Silja Aðalsteinsdóttir. Snorri Hjartarson Bókmenntaverölaun Norðurlandaráðs 1981 Nýtt kvæöasafn hefur verið gefiö út í tilefni verðlaunaveitingarinnar: KVÆÐI 1940-1966 Verölaunabókin HAUSTRÖKKRIÐ YFIR MÉR, er enn fáanleg og skáldiö hefur nú áritað 100 eintök þeirrar bókar í skinnband og dagsett þau 3. mars 1981. Mál ImI og menning iriKrriAC sriross

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.