Þjóðviljinn - 07.03.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 07.03.1981, Blaðsíða 15
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 7. — 8. mars, 1981. Helgin 7. — 8. mars, 1981. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 Rætt við Jóhönnu Kristjánsdóttur skólastjóra feröir i fyrirtæki og stofnanir, þau gera svo verkefni um það sem þau hafa kynnst. Slikar feröir eru farnar hálfsmánaöarlega og eiga aö hjálpa krökkunum að skilja hvaö fram fer á vinnustööunum og i stofnunum, sem þau þurfa að leita til seinna meir t.d. Trygg- ingastofnuninni. — öskjuhlíöarskólinn er skóli fyrir þroskaheft börn, en hvernig er skilgreint hver er þroska- heftar, hvar eru mörkin dregin? Hér eru deildir fyrir andlega þroskaheft börn og börn sem eru fjölfötluð, þ.e. andlega og likam- lega fötluð. Þaö eru geröar ákveönar kröfur til greindar barnann^ og áöur en þau koma i skólann er kannaö hvernig þau standa aö vigi. Þaö þarf að sækja um skólavist og samþykki for- eldra þarf aö liggja fyrir til þess aö þau komist i skólann. baö varö sú breyting á eftir aö Höföaskólinn var lagöur niöur og öskjuhliöarskólinn stofnaöur aö skóli fjölfatlaöra barna kom inn I myndina ásamt Reykjadalsskóla. Börnin sem voru i Reykjadals- skólanum skiptust milli okkar og sérdeildarinnar i Hliöarskól- anum. Börnin eru afskaplega misjöfn aö greind og getu, en öll eiga þau þaö sameiginlegt aö eiga viö námserfiöleika aö etja, orsak- irnar eru ekki endilega þær sömu. Börn sem eru fjölfötluð á ein- hvern hátt þurfa mismunandi kreppir. Sérkennsla er dýr og viö fáum ekki þaö sem við teljum okkur þurfa. Hver er þroskaheftur? — Hvaða stefna telur þú æski- legast aö tekin veröi upp i kennslu þroskaheftra á næstu árum? Þaö hefur veriö mikiö rætt um aö blanda þroskaheftum inn i venjulega skóla (intergrering) og aölaga þá venjulegu lifi. Ég tel aö hugmyndafræðilega sé sú stefna rétt, aö þaö er ýmislegt aö athuga áþeirri leiö. 1 Bandarikjunum og Sviþjóö er komin hvað mest reynsla á blöndum og útkoman sýnir ekki óyggjandi að blöndun sé hin eina rétta leið. í fram- kvæmdinni koma agnúarnir i ljós og ég held að viö ættum aö biöa aðeins og sjá hvernig blöndunin þróast. Umræðan um þaö aö blanda þroskaheftum börnum innan um önnur börn þarf aö ná inn i almennu skólana, þeir þurfa aö vera viöbúnir að taka viö þeim. Þaö þarf að tryggja aö sú kennsla sem þar verður veitt veröi við hæfi þroskaheftra barna, að þau þroskist til- finningalega, félagslega og sem persónur. Gagnvart þroska- heftum börnum er þaö ekki bara námiö sem skiptir máli, heldur allt annaö lika, viömótiö sem þau mæta, þau þurfa aö þroska jákvæða sjálfsmynd sina frekaren aörir, til þess aö geta tekist á viö lifiö. Þaö er munur á börnum sem eru andlega þroskaheft og þeim sem eru likamlega fötluö. Þaö sjá allir og skilja aö barn sem er likamlega fatlaö þarf á aöstoö aö halda, en þaö er erfiðara fyrir þá sem eru andlega þroskaheftir, ef ekkertsér á þeim i útliti. Það þarf aö gæta þess vel aö þroskaheftir veröi ekki undir þegar kemur út i almenna skóla. Annars er þessi flokkun, sem beitt hefur veriö á þroskaheftum oft á tiðum hæpin. Ég las nýlega grein i amerisku blaöi, þar sem talaö var um börn sem eru þroskaheft 6 tima á dag! Þau geta svarað öllum kröfum nema þeim sem skólinn gerir. Eins er það með marga sem eru skilgreindir sem þroskaheftir; þeir hverfa af öllum skrám þegar þeir koma út i lifið; þar gengur þeim vel. Þetta er spurningin um þaö hvaöa kröfur skólinn gerir og hvort þær eru raunhæfar. t Bret- landi er rætt um það aö hætta að flokka nemendur, sem þurfa á sérkennslu aö halda, eftir tegund fötlunar. Min skoðun er sú aö sér- skóli eigi rétt á sér eins og er. — 1 lokin, Jóhanna, þetta hús sem þiö eruö i, er þaö miöað viö þarfir þroskaheftra eöa finniö þiö fyrir göllum á húsnæöinu? Húsiö er ekki hannaö fyrir t.d. hreyfihömluð börn. Það er byggt að mestu eftir sömu teikningu og Fellaskólinn. Hér vantar m.a. lyftu, en það er ekki viö arkitekt- ana aö sakast i þeim efnum. Þegar annar áfangi skólans veröur byggöur sem vonandi veröur bráölega, veröur tekiö miö af þörfum nemendanna. Annars veröur væntanlega nokkur breyt- ing á þegar viö fáum nágranna hér i kringum okkur, þegar hverfið sem búiö er aö skipu- leggja fer aö risa. Þaö hefur verið haft fullt samráö viö okkur og viö segjum ekki annað en allt gott um þaö aö sem eölilegast umhverfi verðikringum skólann. Það hefur aldrei reynt á samskipti barn- anna hér viö nágranna og það veröur spennandi aö sjá hvernig til tekst. —ká Texti: ká Myndir: Ella Magnús sat i tima hjá Asthiidi þegar ljósmyndarinn birtist meö tól sin og tæki. Tónmenntatimi. Þarna er næstum þvi komin heil ásiáttarhljómsveit. Asgeir Kristjánsson var lika á kafi í bollubakstri en stúlkan viö hliöina á honurn var i starfskynningu. Sigurjón og Sigtryggur i tima hjá Sigriöi. Dansibali á Bolludaginn hjá yngri krökkunum I öskjuhliöarskóla. Sumir voru enn meö súkkulaöi á vör- unum, en aðrir nutu aðstoöar kennara við að komast út á dansgóifið. kennslu og þaö þarf að sinna þeim mismunandi mikiö. t hópnum eru allt frá einu upp i tiu börn, en samkvæmt reglugerðinni eiga að vera mest þrjú börn i hóp ef þau eru fjölfötluð. Sum þurfa hrein- lega manninn meö sér. Raunsæjar kröfur Kennari sem kennir þroska- heftum börnum þarf að temja sér aðrar reglur en gerist i al- mennum skólum. Hann þarf að finna ákveðið jafnvægi. Það veröur að gera kröfur til barn- anna, en þær mega hvorki vera of litlar né of miklar. Þau þurfa að glima viö verkefni sem þau ráða við, en sem gera um leið kröfur til þeirra. Kröfurnar þurfa um fram allt að vera raunsæjar. Eins og ég sagði, eru krakkarnir afskaplega misjöfn, þaö verður að greina hvert þeirra og byggja upp kennsluáætlun fyrir hvert barn. Siöan veröur að endurskoöa hana jafnt og þétt, eftir þvi sem áfram miðar. 1 almennu skólunum er krafan sú að nemendur aölagist skólanum, en i sérskólum gildir aö skólinn aölagist nemendum. — Þaö eru gerðar mikiar kröfur til kennarans af orðum þínum aö dæma, en hvernig gengur aö fá sérmenntaöa kennara til starfa? Af þeim 40 kennurum sem kenna viö skólann eru 16 sér- menntaöir. Til þess aö fá fullgild réttindi sem sérkennari þarf tveggja ára framhaldsnám aö kennaraprófi loknu; annað áriö er hægt aö taka hér heima, en til þess aö ljúka námi þarf aö fara erlendis. Gallinn er bara sá aö kennarar fá ákaflega litla fyrir- greiöslu til aö ljúka náminu, en það munar engu i launum aö hafa tekiö fyrra áriö hér heima. Sérkennarar hækka um einn launaflokk ef þeir ljúka 2ja ára námi. Þaö er þvi ekki beint hvetj- andi aö afla sér sérmenntunar, þrátt fyrir mikla þörf. Þeir sem fara I framhaldsnám gera þaö af hreinni hugsjón. Engin fyrirgreiösla — Vantar sérkennara I öllum greinum? Já, þaö er sama hvert litið er skorturinn er tilfinnanlegur. — Þú sagöir áöan aö hingað kæmu nemendur allt aö 14—15 ára. Hvernig stendur á þvi? Samkvæmt lögum eiga allir rétt á almennri skólagöngu og þessir krakkar sem koma hingaö þetta gamlir eru búnir aö vera i almennum skóla, en ráöa ekki viö námiö lengur. Þetta er aö vissu leyti erfitt fyrir okkur. Þau hafa fengiö aö finna fyrir þvi aö þau væru undirmáls og þaö er erfitt aö þurfa aö byrja aö byggja þau upp og breyta sjálfsmynd þeirra. Þaö er mikill kostur hér i skól- anum aö allir starfsmenn þekkja þau vandamál sem hver og einn á við að striöa og hjálpast aö viö aö leysa þau. — Nú hefur all-mikiö veriö um þaö rætt á undanförnum árum aö tónlist, myndlist og likamleg tjáning geti hjálpað viö kennsiu þroskaheftra; hvernig er þeim málum háttað hér? Við styöjumst við þá námsskrá grunnskóla sem gildir i öllum skólum og þar á blaöi er bæöi tón- mennt og myndmennt. Við höfum þvi miður ekki sérmenntaöan tónlistarkennara, en okkur dreymir um aö koma upp eins konar tónlistarskóla innan skólans svo að þau börn sem eru músikölsk fái notið þeirra hæfi- leika sinna. Það er lika kennd myndmennt og auk þess höfum viö hér sérmenntaðan kennara sem kennir þaö sem kallaö hefur verið Art terapy (þroskandi list- sköpun) nokkra tima i viku. Samstarf foreldra og kennara — Það gefur auga leiö aö þroskaheft börn þurfa mikia örvun og umhyggju, bæöi i skól- anum og heima hjá sér, en hvern- ig er háttaö samstarfi milli for- eídra og skóians? Foreldrafélag öskjuhliöar- skólans er oröiö 10 ára gamalt. Það var stofnaö áriö 1971 i tengslum viö Höföaskólann. Félagið hefur staöið aö fjáröflun af ýmsu tagi, séö um sumardvöl barnanna og fleira. Staðið að kynningafundum annað hvert ár, veitt námsstyrki o.fl. Ég held að foreldrarnir fylgist eins vel meö starfi skólans og hægt er aö búast viö af þeim. Kennarar hafa viö- talstima i hverri viku og viö höldum foreldradaga. Þá er kennsla felld niður. Við höfum einnig boöiö foreldrum upp á aö koma hingað og kynnast skóla- starfinu; þeir fara þá inn i ein- hvern bekk, ekkert endilega þar sem þeirra barn er, og taka þátt i kennslunni. — Hvaöan eru börnin sem hér eru, hvernig fer meö börn utan af landi? öskjuhliöarskólinn er rikisskóli og hann á aö sinna öllu landinu. Það kemur töluvert af börnum utan af landi og við auglýsum eftir heimilum sem vilja taka þau i fóstur. Þaö er greitt meö hverju barni og yfirleitt gengur all-vel aö koma þeim fyrir og dæmiö gengur alltaf upp aö lokum. — Hvaöa erfiðleika rekiö þiö ykkur helst á sem vinniö viö skói- ann; nýtur hann skilnings eöa er þetta mikiil barningur? Viðhorfin hafa breyst til batnaöar, sem betur fer. Þaö kemur I minn hlut aö sýna fram á fjárþörf skólans og þaö er auö- vitað á þvi sviöi sem skðrinn Heimsókn í Öskjuhlíðarskólann Ragnar, Rúnar, Siggi, Guöjón og Þorsteinn máttu varla vera aö þvi aö lita upp frá verkefninu I heilsufræði. „Hér miðast kennslan við getu nemandans” Viö Reykjanesbrautina stendur öskjuhlíöarskól- inn. Fossvogskirkjugarö- urinn er hinum megin við veginn/ bygging Veður- stofunnar gnæfir uppi á hæöinni fyrir ofan, og Vatnsberinn/ styttan hans Asmundar Sveinssonar horfir lúin og dapurleg fram á veginn. Þaö verður þó ekki lengi sem einstaka hús blasa við á þessu svæði/ brátt mun þar risa ibúðahverfi. Erindiokkará þessar slóðir er þó ekki að velta vöngum yfir skipu- lagi borgarinnar/ heldur að heimsækja öskjuhlíðar- skólann og f ræðast um það starf sem þar fer fram. Það er ár fatlaðra og ekki veitir af að vekja athygli á málefnum þeirra sem á einhvern hátt mega sín minna. öskjuhliðarskólinn var stofn- aöur áriö 1975 sem arftaki Höföa- skólans. Þar fer fram kennsla þroskaheftra barna og unglinga, en auk skólans sjálfs er rekin sér- deild í Kjarvalshúsi á Seltjarnar- nesi þar sem athugun og greining á þroskaheftum börnum fer fram. Einnig rekur skólinn Fjölskyldu- heimili i Garöabæ. Aö morgni bolludags sest blaöamaður niöur meö skóla- stjóranum Jóhönnu Kristjáns- dóttur og hún svarar fúslega þeim spurningum sem til hennar er oeint, meöan ljósmyndarinn fer á Flakk i leit aö myndefni. Alveg á mörkunum — Hvaö eru margir nemendur I skólanum Jóhanna? Hér eru 140 nemendur. Skólinn er tviskiptur, eldri krakkarnir Markmiðið er eins og annarra skóla að koma nemendum til nokkurs þroska. Hlutverk skólans er annars vegar að gera börnin hæf til að stunda nám i almennum skólum og hins vegar að koma þeim áleiðis út i lifið. Bóknám er undirstaða kennslunnar i almennu deildunum, þar eru kenndar þessar venjulegu náms- greinar einsog lestur, skrift, reikningur, samfélagsfræöi og fleira, greinar sem stuöla aö al- mennri þekkingu, auk verklegra greina eins og heimilisfræða, handavinnu, iþrótta, vélritunar o.fl. — Hvaö eru krakkarnir gamlir þegar þeir koma hingaö? Þau eru á misjöfnum aldri, allt frá 6—7 ára upp i 14—15 ára. A fyrstu þremur árunum verðum viö aö byggja upp undirstöðu til þess aö hægt sé aö byrja á al- mennri kennslu. öll börnin eiga þaö sameiginlegt að þau eru fötluð á einhvern hátt, andlega eöa likamlega, sum hvort tveggja og þau þurfa á sérkennslu aö halda. Auk almennrar kennslu erum viö meö starfsdeildir fyrir krakka sem eru 16 ára; nú i vetur er fimmta áriö sem þær starfa. Út í atvinnulífið — Hvaö fer fram i starfs- deildum? Þar er haldiö áfram með bók- legt og verklegt nám, en mark- miöið er aö hjálpa krökkunum aö fá vinnu og kenna þeim ýmislegt hagnýtt sem viö kemur atvinnu, réttindum og skyldum. Þaö eru kennarar sem sjá um aö leita að vinnu handa þeim og þaö hefur gengiö vel. Milli 70 og 80 nem- endur hafa fengið atvinnu. Sum vinna hálfan daginn og eru hálfan daginn I skólanum, vinnan er þá miðuö viö getu þeirra og áhuga- sviö. Viö höfum enga aðstööu hér til verkmenntunar, hún veröur aö fara fram á vinnustaönum. Viö höfum tekiö upp þá reglu aö láta 15 ára krakka fara i kynningar- Hjördis Kristjánsdóttir var i matreiösl.utima og bakaöi bollur I tilefni dagsins. eru fyrir hádegi og hin yngri eftir hádegi. — Eruð þiö ánægö meö aöstöö- una hér, eöa eruö þiö búin aö sprengja af ykkur húsnæöiö eins og fieiri skólar? Aðstaðan er heldur léleg og alveg á mörkunum aö hægt sé aö sinna þvi starfi sem þarf að inna af höndum. Þaö er til dæmis engin aöstaöa fyrir kennara innan veggja skólans, það vantar aðstööur fyrir iþróttakennslu og sjúkraþjálfun svo eitthvað sé nefnt. Það má segja að hér sé kennt i hverju skoti, meira að segja gangarnir hafa veriö teknir undír kennslu. — Hvert er markmiö sérskóla eins og öskjuhliöarskólans?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.