Þjóðviljinn - 19.03.1981, Qupperneq 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 19. mars 1981.
Minning:
Bírna Bjarnadóttir
Dáin 25. febrúar 1980
Fœdd 4. ágúst 1956 —
Þótt maður geri sér grein fyrir
þvi að dauðinn sé eðlilegur og að
við deyjum öll einhvern timann,
þá eru menn þó aUtaf jafn ráð-
þrota þegar fregnin berst. Menn
hrópa upp: „Af hverju hún?”,
,,Af hverju svona ungt fólk?”,
,,Af hverju börn?”, og þar fram
eftir götunum. Siðan koma hugg-
unarsetningar og viðeigandi ritn-
ingargreinar og visur, „Deyr fé,
deyja frændur”, o.s.frv.. Háva-
mál hafa að geyma mikinn sann-
leika. Mér er ofarlega i huga
visan um vináttuna, en hún hljóð-
ar svo:
Veizt, ef vin átt
þanns vel trúir,
far at finna oft:
hri'si vex
ok hávu grasi
vegr, es vætki treðr.
Mönnum hættir til að ofhlaða
sig vinnu og gleyma að njóta þess
að vera til, lita inn til vina sinna
og gefa þeim og sjálfum sér tima,
gleyma að taka þátt i gleði og
sorg annarra. A Islandi er vinnu-
þrælkun mjög mikil og algengt að
menn hafi eina aðalatvinnu og
svo sem eina til tvær aukaatvinn-
ur, og svo koma funda- og félags-
störf. Veðráttan býður upp á
langvarandi inniveru og almenn-
ingur hefur vart tima og margur
ekki efni á að njóta útilifs og af-
slöppunar i einhverri mynd. Við
Bima tilheyrum hinni svokölluðu
hippakynslóð og gengum i gegn-
um samnefnt timabil, hippatima-
bilið, sem var andsvar gegn
vinnuþrælkun og lifsgæðakapp-
hlaupi eldri kynslöðarinnar. Við
höfðum andiíð á lifsgæðakapp-
hlaupinu og vildum eyða lifi
okkar á annan hátt en að strita
fyrir alls kyns gerviþörfum. Við
vildum eitthvað annað. Til þess
að reyna að komast betur að þvi
hvort ekki væri eitthvað annað
lifsform tii þá kynntum við okkur
hvers kyns stefnur og isma þar
sem við leituðum að hljómgrunni
fyrir skoðunum okkar. Við rædd-
um oftlega um framtiðaráform
og veltum fyrir okkur lifinu og til-
verunni. Við vorum sammála um
að reyna að lifa i nútiðinni og að
njóta augnabliksins sem er að
liða umfram allt.
Bima lét pólitiskar skoðanir
manna ekki hafa áhrif á kunn-
ingsskap. HUn þekkti fólk úr öll-
um stéttum og flokkum og um-
gekkst alla með sömu virðingu,
en dró þó ekki dul á skoðanir sin-
ar og lífsviðhorf. Um ti'ma vann
Birna á Landsbókasafni Islands
og var þar hvers manns hugljúfi.
Birna setti stundum saman
visur og gat verið fljót að botna
er það kom i hennar hlut. Eftir
stúdentspróf gerðist Birna kenn-
ari viðbarna- og unglingaskólann
að Laugalandi i Holtum. Undi hún
hag si'num vel i sveitinni og tók
þar þátt i' félagslifinu af fullum
krafti. Eitt sumarið var hún
kaupakona þar og hún kom lika
mörgum á óvart er hún réðist i
þaðaðvera ráðskona i göngunum
með hópi bænda og um þessa ferð
orti hún vísnabálk, sem ein-
kenndist af skopskyni hennar og
hugarflugi.
Birna eignaðist dóttur, Tinnu
Laufeyju, sem nú er 6 ára. Það er
oft áhyggjuefni einstæðra mæðra
að geta ekki eytt eins miklum
tima með börnum sinum og þær
vildu. Bima gaf Tinnu þó mikinn
tima og varði honum á skemmti-
legan hátt. Birna var i 5. bekk
M.R. er hún eignaðist Tinnu. Það
er ljóst að 24 klst. á sólarhring
verða að nýtast vel þegar skipta á
þeimniður á barn, nám, ættingja
og vini. Birna var þeim hæfileik-
um gædd að gefa öllum tima. Hún
heimsótti vini og ættingja ásamt
Tinnu, en hana hafði hún með sér
eins oftog kostur var á. Hún lagði
sig fram við að gefa og hjálpa
þeim sem voru hjálparþurfi. 1
sumar var ég um ti'ma i peninga-
kröggum, þá vildi Birna ólm lána
mér. Ég hefði getað fengið lán hjá
betur stæðum mönnum en Birna
mátti ekki heyra það nefnt — bað
mig að taka ekki af sér ánægjuna
aðgetahjálpað. Þannigvar Birna
við alla vini sina. Hún lánaði og
gaf bamafötin öllum sem gátu
notað þau.
Bimu er svo sannarlega saknað
viða. Það er kaldhæðnislegt að
fólk, sem er fullt af lifskrafti, ást
og vilja til að berjast fyrir munni
og maga i þessum annars
grimma heimi, skuli deyja i
blóma lífsins meðan margur
biður óþreyjufullur eftir að losna
frá sjúkdómum og elli. Menn
mættu hugsa meira um lifið og
tilveruna og muna eftir að lifa,
ekki bara að vera til, þvi enginn
veit sina ævina fyrr en öll er.
Ég er ekki þess megnug að
skrifa nein huggunarorð til for-
eldra Bimu, dóttur hennar og
systra. Ég get aðeins sagt, að mér
liður tómlega og fyrir mér er and-
lát Birnu óraunverulegt þar sem
ég kvaddi hana hressa i bragði
fyrir rúmum hálfum mánuði. Ég
get þvi imyndað mér að sorg
þeirra sé þungbær. Sorg minni fá
engin orð lýst. Blessuð veri minn-
ing minnar kæru vinkonu.
Kaliforniu, 6. mars 1981.
Guðbjörg Guðmundsdóttir.
Ný útgáfa
á ljóðum
Snorra
Fyrir skömmu tók Snorri
Hjartarson við bókmennta-
verðlaunum Norðurlanda-
ráös fyrir ljóðabók sina
Hauströkkrið yfir mér sem
komúthjá Máliog menningu
áriö 1979. 1 tilefni af þessu
hefur Mál og menningnú
gefið út heildarsafn ljóða
Snorra fram að ljóöabókinni
Hauströkkrið yfir mér undir
heitinu Kvæði 1940-1966. Þar
er að finna öll ljóö Snorra
Hjartarsonar frá þeim tima,
þ.e. Kvæði, 1944, A
Gnitaheiði, 1952 og Lauf og
stjörnur, 1966.
Jón Reykdal hefur
myndskreytt bókina og
teiknað kápu, og er bókin öil
hin vandaöasta og fðanleg
bæði I skinnbandi og venju-
legu rexinbandi. Kvæði 1940-
1966 er 203 bls, setning,
prentun og bókband unnið i
Odda.
Æft fyrir HM-einvígið
Það styttist óðum i einvigið um
heimsmeistaratitilinn og þeir
kapparnir Kortsnoj og Karpov
leggja hart að sér þessa dagana
til að vera sem best undirbúnir
þegar til átakanna kemur.
Aðstoðarmenn þeirra skipta
tugum og þeir liggja daginn út og
daginn inn yfir helstu byrjunar-
kerfum andstæðingsins. Þegar
Karpov og Kortsnoj mættust i
Baguoio fyrir þremur árum var
ekkert til sparað svo undirbún-
ingur Karpovs yrði sem bestur.
Sú saga hefur verið sögð að einn
mesti sérfræðingur Sovétmanna i
franskri vörn, Rafael Vaganian
hafi verið i göngutúr i heimaborg
sinni einhversstaðar i Armeniu
þegar svartur kadillákur hafi
staðnæmst fyrir framan hann og
þrir skuggalegir KGB-menn
hafi stokkið út og beðið Vaganian
að koma með sér. Má nærri geta
að þetta athæfi hafi skotið
Vaganian skelk i bringu en mála-
lyktir urðu þó aðrar en venja er.
þvi hann var góðfúslega „beðinn”
að komatil rannsóknará franskri
vörn i labaratórii aðstoöarmanna
Karpovs. Þess má geta að
Kortsnoj beitti frönsku vöminni
aðeins tvisvar og mátti þakka
fyrirað sleppa með skiptan hlut i
bæði skiptin.
Eftir að einviginu við HObner
lauk hefur Kortsnoj hvergi teflt
svo vitað sé og er ekki vitað hvort
þátttaka á skákmótum verið liður
i undirbúningi hans fyrir einvigið
viðKarpov. Karpov á hinn bóginn
tefldi nýlega á sterku móti i
Linares á Spáni og mun væntan-
lega taka þátt i minningarmóti
um Aljékin einhverntimann á
komandi vori. A Spáni hreppti
hann að venju efsta sætið en það
þótti ekki sæta svo litlum
tiðindum að Bandarikjamaðurinn
Larry Christiansen deildi með
honum toppsætinu og skaut aftur
fyrir sig köppum á borð við
Spasskí, Larsen, Portisch og
Ljubojevic. Karpov tefldi af
Franska sendiráðið
tilkynnir:
Þeir námsmenn, sem hyggja á nám við
franska háskóla, i öllum öðrum greinum
en frönsku fyrir utlendinga, skólaárið
1981—1982, skulu hið allra fyrsta sækja
umsóknareyðubloð i Franska sendiráðið
Túngötu 22, þar sem þeir jafnframt fá
allar upplýsingar þar að lútandi.
Frönskupróf það, sem allir námsmenn, er
hyggja á nám við franska háskóla, verða
að gangast undir, styrkþegar jafnt sem
aðrir, verður haldið á végum Franska
sendiráðsins miðvikudaginn 25. mars kl.
18.00 i Háskóla íslands. Prófið verður
haldið í hátiðasal á 2. hæð, undir umsjá
franska sendikennarans J. Guichards.
miklu öryggi og tapaði ekki skák.
Hann lenti þó I erfiðleikum gegn
Christiansen og Bellon,en að ööru
leyti sýndi hann taflmennsku
samboðna heimsmeistara i skák.
Hann vann t.a.m. Portisch i sér-
lega vel tefldri skák og mun það
vera í fimmta sinn sem hann
leggur Portisch að velli frá þvi að
hann vann titilinn. Skákin fer hér
á eftir:
skák
Umajón' Halgi Ólafsson
Hvitt: Lajos Portisch (Ungv,-
land)
Svart: Anatoly Karpov (Sovétr.)
Enskur leikur
1. c4-e5
2. Rc3-Kf6 , 3. g3-d5
(Ég minnist þess ekki að hafa
séð Karpov tefla þannig áður.
Kannski er hann að rugla
Kortsnoj og hans menn i riminu
fyrir komandi einvigi.)
4. cxd5-Rxd5
5. Bg2-Rb6
6. Rf3-Rc6
7. d3-Be7
8. a3-Be(>
9. b4-a6
10. Bb2-Dd7
(„Hvað er nú þetta”. Svo spyr
Larsen i aths. sinum við skákina.
„Ætlar maðurinn virkilega að
langhróka? Hefur heimsmeistar-
inn ekki hina minnstu viröingu
fyrir Drekanum?” Larsen veit
vart i hvora löppina hann á að
stiga i afstöðu sinni til þessarar
taflmennsku Karpovs. En það er
dálitið merkilegt að Portisch veit
þaö ekki heldur — i taflmennsku
sinni.)
11. Re4-f6 12. Dc2
(„E.t.v. var 12. Hcl eða 12. 0-0
betra,” segir Larsen.)
12. .. Bh3 14. Kxg2-g5
13. 0-0 Bxg2 15. d4?
(Hvitur missir fótanna. Hann
hafði ekki séð 18. leik svarts.)
15. ..g4
16. Rh4-exd4 ”• RÍ5-0-0-0
(Auðvitað ekki 17. — Dxf5 18.
Rd6+ og drottningin fellur.)
18. Hfdl
(Þessa stöðu hafði Portisch i
huga þegar hann lék 15. d4.)
18. ..Rc4!
(Stórfelldur leikur sem hótar
19. — Dxf5 20. Rd6-Rxd6 og
riddarinn valdar drottninguna.
Portisch á i vök að verjast.)
19. Rxe7+-Dxe7 21. Dxb2-h5
20. Rc5-Rxb2
(Svartur hefur peði meira en
hann þarf engu að siöur að gæta
sin, þvi hvitur hefur ýmsa mögu-
leika gegn svarta kónginum.)
22. Hacl-Hd5
(Hemlar hvita b-peðiö.)
23. Dc2-Dd6 24. Rd3-h4!
(Karpov er hvergi smeykur.
Hann afræður nú að fórna skipta-
mun til þess að auka pressuna á
kóngsstööu hvits. Hinni kunnu
varfærni og ráðdeildarsemi
heimsmeistarans er viðbrugðið.)
25. Rf4-f5
26. Rxd5-Dxd5+ 27. f3
(En ekki 27. Kgl h3 28. f3 f4!
o.s.frv.)
27. .. Kb8!
(Einkennandi fyrir Karpov.
Hann fer sér að engu óðslega
þrátt fyrir að hafa fórnað skipta-
mun. Stöðuyfirburðirnir hlaupa
ekki á brott.)
28. Dd3-De6
29. fxg4-fxg4 31. hxg3-Dd5+
30. Hfl-hxg3 32. e4-De6
(Og nú hefur myndast frelsingi
á d — iinúnni. Portisch var i
miklu timahraki og hættur stöð-
unar reyndust honum um
megn.)
33. Hcel-Dd6
34. Hhl-Hd8 35. Dc4?
(Hvftur var i úlfakreppu en
ekki bætir þessi leikur úr skák.
Nú er brautin rudd fyrir d —
peðið.)
35. ..d3
36. Dc5-D2 37. Hdl
(Það var of seint i rassinn
gripið. Portisch varð þess nú á-
skynja að 37. Dxd6 er svaraö með
37. — dxel (R) +!
37. .. Dd.3
Hvftur gafst upp.
Skákkeppni
stofnana
Sfðastliðið mánudagskvöld lauk
skákkeppni stofnana. Eins og viö
var búist stóð keppnin um efsta
sætið svo til eingöngu á miili
Búnaðarbankans, sigurvegarans
frá siðustu keppni, og útvegs-
bankans. Ctvegsbankinn hafði
forystuna fyrir siðasta keppnis-
kvöldið en óvænt tap fyrir Þýsk -
islenska verslunarfélaginu gerði
útslagið á sigurmöguleika
sveitarinnar. Röð efstu sveita
varð þessi:
1. Búnaðarbankinn 21 v. (Jóhann
Hjartarson, Bragi Kristjánsson,
Hilmar Karlsson, Leifur
Jósteinsson og Stefán Þ.
Guðmundsson).
2. Útvegsbankinn 19 v. (Björn
Þorsteinsson, Ingi R. Jóhanns-
son, Gunnar Gunnarsson,
Jóhannes Jónsson og Bragi
Björnsson.)
3. Þýsk-islenska verslunarfélagið
18 1/2 v. Jónar Þorvarðarsson,
Guðmundur G. Þórarinsson,
Jóhann Þórir Jónsson og
Guðmundur Þórðarson.)
4-5 Ríkisspitalar A - sv. og Fjöl-
braut i Breiðholti 161/2 v. Þjóö-
viljinn hafnaöi f 10.—13. sæti meö
14 1/2 v.
Pípulagnir
Nýlagnir, breyting-
ar, hitaveituténg-
ingar.
Simi 3Ó929 (milli kl.
12 og 1 og eftir kl. 7 á
kvöldin).