Þjóðviljinn - 19.03.1981, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 19.03.1981, Qupperneq 15
Fimmtudagur 19. mars 1981. 'ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Hringið i sima 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum Meðan þeir sitja á kránum þarna I Þýskalandi, dembum viö okkur á kaf i menninguna, eöa hvaö? Bjórleysi eftir menningu! Þeir sem skrifa um menn- ingarmál á Islandi eru yfirleitt annaðhvort skeifing svartsýnir eða skelfing bjartsýnir. Annaöhvort er allt á leið til andskotans eða allt i himnalagi og mættu aðrir vera fegnir. Sjálfur sveiflast ég svona á milli, frómt frá sagt. Ég hefi þó að undanförnu hall- ast að bjartsýninni. Ég sé það og heyri, að það eru hvergi jafn- margar leiksýningar- og á Is- landi og meira að segja óþarfi að miða við fólksfjölda. Þriðja hvert mannsbarn i landinu hlýt- ur að hafa farið meö hlutverk á sviði, eða að minnsta kosti verið hvislari. Afgangurinn skiptir sér svo á milli blandaðra kóra, kvennakóra, karlakóra, kirkju- kóra, barnakóra og svo koma lika allar lúðrasveitirnar. Sé nokkuð eftir af fólki óráðstöf- uðu, má eins gera ráð fyrir þvi aðþað sé að mála húsiðhans afa með oliulitum eða þá útsýnið út um gluggann. Með öðrum orðum : Við erum virkasta menningarþjóð i heimi! Og hananú! Til þess eru ýmsar orsakir. Ég held að sú helsta sé að við eigum engar krár og erfitt um aðgang að vinföngum og svo er brennivi'nið dýrt og bjór ófáan- legur. Erlendis þar sem ég þekki til sitja menn á krám öllum stund- um, þar hafa þeir sina skemmtun, munnlegar bók- menntir (klámsögur) og söng- list og hafa ekki ti'ma til meira. tslendingar eiga ekki kost á þessu, svo er Halldóri á Kirkju- bóli og öðrum röskum bind- indismönnum fyrir að þakka. Þeir eru brennivinslausir nema rétt um helgar. Þeim leiðist sú staða og demba sér þvi á kaf i menninguna. Ég bið menn að taka nóti's af þessu. Bindindismaöur. Hvar eru bið- skýlin? Það er siður en svo að ástæöu- lausu að ég bið lesendasiöuna fyrir þessa skammarsendingu til forráðamanna Landleiöa h/f. Fyrirtæki þetta hefur með að gera almenningssamgöngur milli Hafnarfjarðar og Reykja- vikur. Um þá þjónustu hefur margt verið ritað á undanförn- um árum, enda var hún oft fyrir neðan allar hellur þótt batnandi hafi farið síðustu misserin. Hins vegar er enn mikill ljóöur á, þar sem eru biöskýli og önnur að- staða fyrir farþega meðan beðið er eftir vögnunum. A endastöð vagnanna i Lækjargötu í Reykjavik er ekk- ert biðskýli. A biðstöð við Sól- eyjargötu er ekkrert biðskýli. Við Miklatorg er ónýtt biðskýli. Við Fossvogskirkjugarð er ekk- ert biðskýli. A öllum viðkomu- stööum vagnanna i Kópavogi eru engin biðskýli. A Arnarnesi er ekkert biðskýli fyrir þá sem eru að fara til Hafnarfjarðar. í Garðabæ og i Hafnarfirði eru biðskýlismál i stakasta lagi þótt enn vanti skýli á nokkrum stöð- um. Það er lágmarksþjónusta og ætti reyndar að vera skilyrði fyrir veitingu sérleyfa á þessari áætlunarleið, að sérleyfishafi komi upp biðskýlum sem skýli langþreyttum og biðlundar- gjörnum farþegum fyrir regni, roki og ekki sist norðannæð- ingnum sem sjálfsagt hefur meira en hálfdrepið margan manninn sem hefur mátt húka við ljósastaura eða á berangri eftir áætlunarbifreiðum Land- leiða. Einn sem er ekki alveg frosinn i hel, ennþá... Hv; van ð:ar? Þarna sýnir fisksalinn okkur heldur en ekki myndarlegan fisk. En á neðri myndina vantar fimm atriði sem eru á þeirri efri. Geturðu fundið þau? Spaug „Mamma", spurði María litla, „ef ég gifti mig, verður þá maðurinn minn eins og pabbi?" „Já, elskan". „Og ef ég gifti mig ekki, verð ég þá gömul pipar- júnka eins og Agnes frænka?" „Já, elskan". „Mamma, heimurinn leikur okkur kvenfólkið harðneskjulega, finnst þér það ekki?" Benni litli: „Mamma, ég sá áðan mann sem býr til hesta!" Mamma: „Ertu viss um það?" Benni: „Já. Hann var alveg að verða búinn með hestinn þegar ég sá hann. Hann var að einmitt að negla á hann annan aft- urfótinn." Barnahornid Merkisatburöur fyrir systkinin lika: Ný manneskja fæöist i heiminn. Alltaf sama furðuverkið — t siöasta barnatima héöan aö noröan fjöiluöum viö um mömmur, svo mér fannst vel viöeigandi aö i þessum tima væri fjallað um börn, sagöi Heiödis Noröfjörö á Akureyri er Þjóöviljinn talaöi viö hana i gær um Litla barnatimann kl. 17.20. Það er alltaf jafn undur- samlegt er ný manneskja fæð- ist i heiminn og timinn snýst aöallega um það. Ruth Reg- inalds syngur lagiö Furðuverk eftir Jóhann G. Jóhannsson og lesiö er úr bókinni Veröldin er alltaf ný eftir Jóhönnu Alfheiði Steingrlmsdóttur, þar sem Útvarp WlW kl. 17.20 segir frá þvi er Gaukur litli fæðist. Þá er flutt þula eftir skáldkonuna Erlu. Aö lokum mun 10 ára stúlka, Eygló Daníelsdóttir frá Merkigili i Eyjafirði, lesa upp úr bókinni Krakkarnir i Krummavik eftir Magneu frá Kleifum, frásögnina af þvi er þeir Halli, Kalli og Palli eign- ast litla systur. —vh Einsöngur í útvarpssal Meðal annars tónlistarefnis i kvöld er einsöngur Sigriðar Ellu Magnúsdóttur; undir- leikari er Jónas Ingimundar- son pianóleikari. Sigriður og Jónas flytja einvörðungu Islenskar vögguvisur, — svo- litið óvenjuleg efnisskrá. Þau Sigriöur og Jónas héldu Fyrsta leikritið eftir verkfall Fimmtudaginn 19. mars kl. 20.30 verður flutt leikritið „Matreiðslumeistarinn” eftir MarcelPagnol i þýðingu Torf- eyjar Steinsdóttur. Leikstjóri er Helgi Skúlason og með helstu hlutverkin fara Þorsteinn ö. Stephensen, Pétur Einarsson, Guðrún Þ. Stephensen, Helga Bachmann og 'Valur Gislason. Leikurinn var áður fluttur árið 1970 og er rösklega eins og hálfs klukkutima langur. Cigalon, frægur matreiðslu- meistari, rekur nokkuð sérstætt veitingahús i þorpi einu, ásamt Sidonie systur sinni. Hann hefur sinar ákveðnu skoðanir, sem vilja koma illa heim og saman við óskir gestanna. En þegar þvottakonan Toffi tilkynnir honum að hún ætli að opna veitingastofu i næsta nágrenni, fara málin að taka nýja stefnu. Marcel Pagnol er fæddur i Aubagne i Suður-Frakklandi • Útvarp kl. 20.05 nokkra tónleika i Reykjavik i vetur og fengu ágæta dóma. ■Einsöngur i útvarpssal hefst i kvöld kl. 20.05. Þorsteinn ö. Stephensen fer meö eitt aöalhlutverkanna i kvöld. •Útvarp kl. 20.30 árið 1895. Hann var tungmála- kennari i Marseille og Paris um árabil, en sneri sér siðan að leik- og kvikmyndastarf- semi. Hann fór að skrifa leik- rit á þriðja áratugnum og varð heimsfrægur fyrir verk sitt „Topaze” 1928. Það leikrit var sýnt i Þjóðleikhúsinu 1952-53 við miklar vinsæddir. Still Pagnols er léttur og leikandi og gamansamur i betra lagi, og þar er „Matreiðslumeistar- inn” engin undantekning. Pagnol lést áriö 1974. Útvarpið hefur áður flutt „Topaze” 1954, „Konu bakarans” 1957 og 1980 og „Marius” og „César” 1971.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.