Þjóðviljinn - 03.04.1981, Page 2
2 StÐA — ÞJÓDVILJINN Föstudagur 3. april, 1981
/
V
KÆRLEIKSHEIMILIÐ
vidtalid
Billy er búinn að brjóta rifbein í rúminu
Þau fara höndum um Gull og silfur: Erling Jóhannesson, Siguröur
G. Steinþórsson, Steinþór Sæmundsson, Magnús Steinþórsson, Ein-
ar G. Þórhallsson, Karen Jóhannesdóttir, Sólborg Siguröardóttir,
Guöbjörg Antonsdóttir.
Gull og silfur 10 ára
1 dag á skartgripaverslunin
Gull & Silfur hf. 10 ára afmæli.
Fyrirtækið hóf starfsemi sina á
Laugavegi 35 og starfar þar
enn. Verkstæöi og verslun var i
upphafi á sama stað, en verk-
stæðiö er nú til húsa á Lauga-
vegi 33a. Auk þess hefur fyrir-
lækið rekiö heildverslun síöan
1973 og flutt inn vörur, sem til-
heyra gull- og silfursmiöi, hefur
m.a. umboð fyrir Svissneska
gullbankann hérlendis.
Gull & Silfur hefur lagt mikla
áherslu á sölu demanta og
starfsmenn þess aflað sér sér-
þekkingar á þvi sviði. Og ekki
skyldi gleymt hinum fjölbreyti-
legu trúlofunarhringjum, sem
fyrirtækið sendir hvert á land
sem er. Einn þáttur starfsem-
innar og mjög vinsæll er sér-
smiði skartgripa eftir hug-
myndum viöskiptavinanna.
t tilefni af afmælinu gefur
fyrirtækiö 10% afslátt til við-
skiptavina sinna. I gangi verður
og afmælishappdrætti, sem við-
skiptavinir geta tekið þátt i.
Verður dregiö i þvi á hádegi
laugardaginn 4. april. Vinn-
ingurinn er 14 karata hvita-
gullshringur með perlu og
demöntum að verömæti 4.000
nýkr. — mhg
Þessi börn
Gunna, 5 ára, fékk að fara
með afa og ömmu á fint veit-
ingahús, þar sem þjónar gengu
um beina. Eftir að hafa horft
stórum augum og þagað lengi
hvislar hún að afa:
— Eru veitingahús fyrir lata?
Málshátturinn
dag er frá Kína:
Ég er alveg hissa á þessum
mönnum sem eru hræddir um
afkomu steinullarverksmiöja.
Fellur ekki ullariönaður undir
landbúnaö?
Rætt við Öra
Bjamason um leikrit
hans sem nú verður
sýnt í
Vestmannaeyjum
Langaði
að endur-
gjalda á
einhvem
hátt
aðstoðina
— Mig langaöi aö endurgjalda
á einhvern hátt þá aðstoö sem
ég fékk, sagöi Örn Bjarnason
aöspurður um efnisval leikrita
sinna, en Leikfélag Vestmanna-
eyja er nú aö setja á sviö lcikrit
hans Fyrsta öngstræti til hægri,
sem fjallar um lif tveggja ungra
drykkjukvenna. Útvarpiö flutti
á sínum tima Biöstöð 13, verk
um ungan mann i svipuöum
sporum.
Fyrsta Ongstræti til hægri var
frumflutt af Leikfélagi Akur-
eyrar og fékk óvenju góðar mót-
tökur þar i bæ, var sýnt 21 sinni
og uppselt á 16 fyrstu sýning-
arnar. Það var siöan sýnt á
Noröur-og Austurlandi og mas. i
Sviþjóð, á norrænu móti leik-
hópa i örebro. Hvað réði viðtök-
unum?
- Það má hamingjan. vita, seg-
ir Orn. En ég er nú að norðan og
þekktur fyrir sitthvað á Akur-
eyri, þannig að liklega hefur
mönnum þar þótt forvitnilegt
hvað þessi manngrýla væri að
gutla.
Þetta leikrit Arnar sem nú á
aö sýna i Eyjum f jallar um tvær
örn Bjarnason: stóö i striöinu
sjálfur.
stelpur sem stiga dansinn,
drekka, dópa og leika sér i
strætinu, eru hvergi fastar i
vinnu né eiga fastan punkt i lif-
inu. Onnur er siöan leidd gegn-
um meðferð, þaðan fylgjum viö
henni heim til sin og sjáum
hvernig hún tekur á málumáefl
ir, en ýmis vandkvæði fylgja þvi
að risa uppúrslikum lifnaði. Hin
fer hinsvegar aðra leið, er sett i
fangelsi, tekur ekki fortölum og
heldur sama striki.
Orn segist hafa valið ungar
stelpur sem aðalpersónur
annarsvegar vegna þess hve lit-
ið hefur verið skrifað af til-
finningalegum átakahlutverk-
um fyrir ungar leikkonur og
hinsvegar og ekki siður vegna
þess, að i þessum brennivins-
málum sé ævinlega einblint á
karlmanninn. Konur fari þó
ekki siður illa útúr ofdrykkju.
— Þér virðist þetta efni mjög
hugleikið.
— Mér var það. Ég stóð i
þessu striði sjálfur, það er
ekkert leyndarmál, og mér
fannst ýmsir aðilar eiga inni hjá
mér framlag, kannski sérstak-
lega það fólk sem rétti mér
hjálparhönd á sinum tima. Svo
hefur vakað með mér vonin um
að geta etv. á einn eða annan
hátt opnað augu krakka fyrir
þvi, að það eru tvær hliðar á
þessu máli. Þaö er fyrst voða
gaman og spennandi að drekka;
sú tilfinning varir ekki nema
skamman tima, siðan koma upp
allskonar sálarkreppur sem
aukast og magnast og fyrr en
varir er vandamálið orðið nær
óviöráðanlegt fyrir marga.
— En getur einhver lært af
reynslu annarra?
— Þaö er sjálfsagt fátitt, enda
er þetta ekki hugsað alveg
þannig. En unglingar eru
áhrifagjarnir og það er haldið
aö þeim þessari brennivinshug-
ljómun hvert sem litið er og
varla boðið upp á aðra afþrey-
ingu. Ég reyni að lýsa hinni
hliöinni.
— A öngstræti sérstakt erindi
til Vestmannaeyinga?
— Ekkert fremur en annarra.
Þetta er vissulega mikill út-
gerðarbær og mikiö unnið, — og
mikið drukkið þegar fólk á fri,
enda litið um annaö tómstunda-
gaman. Það er greinilega mikill
áhugi hjá leikhópnum að vinna
þetta verkefni vel og koma boð-
skapnum til skila. Hópurinn er
ekki stór, en býsna sterkur, að
þvi er mér virðist.
Sigurgeir Scheving setur leik-
inn á svið og er vafalaust heppi-
legur i það verk, leikmyndin er
sú sama og Sigurjón Jóhanns-
son gerði fyrir Akureyringa,
sömuleiðis sér Ingvar Björns-
son um ljósin. Magnús Magnús-
son er yfirsmiður leikmyndar.
Mariur tvær, þ.e. Mariu i stræt-
inu og Mariu 7 árum yngri leika
systurnar Harpa og Guðrún
Kolbeinsdætur og hina stúlkuna,
önnu leikur Edda Aðalsteins-
dóttir. Sigurður Scheving leikur
Rónann og höfuðkempa Vest-
mannaeyjaleikfélagsins, Unnur
Guðjónsdóttir, leikur staðar-
konu. Foreldra Mariu leika þau
Halldór öskarsson og Jóhanna
Jónsdóttir. Það er stefnt á
frumsýninguna um páska og ég
verö að viðurkenna að ég hlakka
sjálfur mikið til að sjá verkið i
útgáfu þessa hóps. -vh
Mongóli
gerðist
geimfari
A mánudaginn lenti I Sovét-
ríkjunum geimfariö Sojus 39.
Hann haföi fariö i um þaö bil
hálfsmán. leiöangur tU geim-
stöövartvistirnisins Saljút-6 og
Sojus T-4, þar sem fyrir voru
tveir sovéskir geimfarar og
gekk feröin vel. Það sérstæöa
við þetta ferðalag var einkum
það, aö um borö i Sojus-39 vai
mongólskur geimfari, sem heit-
ir Zjúgderdemidjin Gúrragtsja
Sovésk blöð leggja þungar
áherslur á að Gúrragtsja sé af
þjóö sem fyrir nokkrum áratug-
um lifði við miðaldaskipulag, en
i Mongóliu var fram á þriöja
áratug aldarinnar lamaveldi
skylt þvi sem stóð nokkru leng-
ur i Tibet.
Sjálfur er Gúrragtsja fæddur i
hirðingjatjaldi og komst á hest-
bak um svipað leyti og hann
Dzannibekof og Gúrragtsja frá
geimfara.
læröi að ganga. Hann iauk við
herflugskóla i Sovétrikjunum og
hefur starfað sem verkfræðing-
ur við mingólska flugsveit. Þrjú
ár eru siðan hann hóf geimfara-
þjálfun. Hann flaug með Sojus-
39 undir stjórn Vladimirs
Dzjannibekofs, sem hefur oftar
en einu sinni tekiö þátt i geim-
flugi.
Til marks um það hve mikil
tiðindi þetta geimflug var
Mongólum má nefna, að for-
Mongóliu viö þjálfun I æfingastöö
sætisráðherra landsins, her-
málaráðherra og forseti Vis-
indaakademiu Mongóliu fylgdu
landa slnum til geimskips i
Bækonúr i Kazakstan. Gúrr-
agtsja er annar Asiubúinn I
geimnum: hinn fyrsti var Viet-
nami.
Þeir Gúrragtsja og Dzjanni-
bekof hafa þegar fengið Lenin-
oröuna fyrir geimflugið, en það
er hefð orðin i Sovétrikjunum.
— áb.
Eigirðutvö brauð,
seldu þá annað
og kauptu blóm.
Hugsa sér þegar ég t
verð verkfræöingur!
Þá hanna ég stóra brú!
Nei, ekki nóg
með það!
Ég verð frægur!
AHir panta hjá
mér vegi,
r-----------:—r-1
verksmiðjur, undirgong