Þjóðviljinn - 04.04.1981, Qupperneq 5
Helgin 4.— 5. april 1981. ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 5
öllum þéttbýlissveitarfélögum og
þeim stjórnum ber aö kanna þaö
hvort þörf sé fyrir verkamanna-
bústaði og leiguibúðir i sveitar-
félaginu. Ef þörfin reynist vera
1 fyrir hendi, þá ber þeim að knýja
á sveitarstjórn og siðan á
húsnæðismálastjórn um að
byggja og bæta úr þörfinni. Efna-
hagur þjóðarinnar er ótvirætt
orðinn það traustur að engin þörf
er á þvi að skilja litinn hluta
þjóðarinnar eftir i nærri von-
lausri aðstöðu i húsnæðismálum.
Astæða er til að minna á það af-
rek sem þjóðin hefur þegar unnið
I húsnæðismálum með þvi að
byggja 70% af öllum Ibúðum i
landinu á siðustu 30 árum. Við
lausn þess vanda sem nú biður
úrlausnar i húsnæðismálum eiga
við orð forsætisráðherra sem
hann viöhafði á gamlársdag:
„Vilji er allt sem þarf”.
Lánakjör Byggingar-
sjóðs verkamanna
Húsnæðismálastjórn er heimilt
að lána allt að 90% af byggingar-
kostnaði verkamannabústaða.
Lánin eru veitt til 42ja ára með
0,5% vöxtum. Af þvi láni eiga
sveitarfélögin að leggja fram 10%
og 10% af byggingarkostnaði
greiðirsvo kaupandi Ibúðarinnar.
Lánin eru að fullu verðtryggð og
óttast þvi margirað afborganir af
lánunum verði þungur baggi á
ibúunum. Vissulega verður
greiðslubyrðin nokkur, en ekki
meiri en hófleg húsaleiga.
Lausleg áætlun bendir til þess
að afborganir af þriggja her-
bergja ibúð nemi sem svarar 20%
af launum rikisstarfsmanns i 10.
launaflokki c® ætti að haldast i
þvi hlutfalli á meðan við búum við
óskerta kaupvisitölu.
Til sveitarfélaga sem byggja
leiguibúðir lánar húsnæðismála-
stjórn allt að 80% af byggingar-
kostnaði til 15 ára.
Kaupskylda á
verkamannabústöðum
Ótviræð kaupskylda sveitar-
félaganna er nú á öllum Ibúðum i
verkamannabústöðum I 30 ár frá
byggingu þeirra og siðan hafa
sveitarfélögin forkaupsrétt ef þau
óska. Þegar sveitarfélögin endur-
selja Ibúðimar er húsnæðismála-
stjórn heimilt að lána nýjum
kaupanda eins og um nýja ibúð
væri að ræða. Fyrst um sinn
verður veitt lán úr Byggingasjóði
verkamanna allt að 80% af verði
ibúðarinnar.
Ýtarleg ákvæði eru i lögum og
reglugerðum sem tryggja rétt
ibúanna og jafnframt að Ibúðir i
verkamannabústöðum haldi
áfram að gegna þvi hlutverki að
leysa vanda þeirra sem við
erfiðar aðstæðurbúa.
Gagnrýni á lögin
Nokkur gagnrýni hefur komið
fram á lögin og framkvæmd
þeirra á þeim tima sem liðinn er
siðan þau tóku gildi. Að sjálf-
sögðu hefði margt mátt betur
fara við setningu þessara
umfangsmiklu laga, einkum hefði
mátt auðvelda framkvæmd
þeirra með vandaðri undirbún-
ingi. í flestum atriðum horfir þó
vel um framkvæmd þeirra og I
heild eru þau mikið framfara-
spor.
Gagnrýnin hefur einkum beinst
að þvl að ekki sé með lögunum
séð fyrir fjármögnun sjóðanna
með viðunandi hætti. Það er rétt
að lögin tryggja ekki fjáröflun til
sjóðanna með sérstakri skatt-
heimtu og verður það þvl hlut-
verk stjórnvalda á hverjum tima
að tryggja fjármagn til húsnæðis-
mála með skattheimtu eða lán-
tökum, eftir þvi hvernig fjár-
málin standa i þjóðfélaginu. Þó
að fjárhagur byggingasjóðanna
standi með viðunandi hætti á
þessu ári þá verður það stöðugt
áhyggjuefni þeirra sem sjóðunum
stjórna og annarra sem láta sig
ibúðabyggingar nokkurs varða.
Um gagnrýni eins og þá sem
Landssamband iðnaðarmanna
hefur dreift til fjöimiðia og raus
þeirra í fimmtudagsblaði Þjóð-
viljans hæfir ekki að ræða I
sunnudagsgrein, en kemur til
álita að ræöa síðar, vegna þeirra
samtaka sem lagt hafa nafn sitt
við þá samantekt.
ólafur Jónsson.
Síðasta sýning
á Ótemjunni
t kvöld er siðasta sýning á hin-
um sigilda ærslaleik Willianis
Shakespeares Ótemjunni, sem
Leikfélag Reykjavikur hefur sýnt
við afbragðs viðtökur frá þvi
skönnnu eftir áramót.
Leikurinn sem er fullur af
spaugilegum uppátækjum, ást og
misskilningi, lýsir viðureign
þeirra Katrinar og Petrúsiós, og
hvernig hann beygir kvenskassið
til hlýðni og undirgefni svo að
friður megi rikja i sambúð kynj-
anna.
Alls koma fram i sýningunni 15
leikarar og hljómlistarmenn.
Aðalhlutverkin eru i höndum
þeirra Lilju Guðrúnar Þorvalds-
dóttur og Þorsteins Gunnars-
sonar. Leikstjóri er Þórhildur
Þorleifsdóttir og tónlistina samdi
Eggert Þorleifsson og flytur hann
hana á sýningum ásamt leikur-
Kvennasýning að
Kjarvalsstöðum
Málningin og teikningin er
samheiti kvennasýningarinnar
sem hefst i dag (laugardag) að
Kjarvalsstöðum. Þar sýna 47
myndlistarkonur frá öllum Norð-
urlöndunum um 200 verk, þar á
meðal eru 6 konur frá Islandi.
Sýningin verður opin til 26.
april, en að undanförnu hefur hún
verið á ferð um Norðurlöndin við
góðar undirtektir og fer héðan til
siðasta áfangastaðar sem er i
Arósum. Kjarvalsstaðir eru opnir
alla virka daga frá kl. 16—22 og
um helgar frá 14—22.
—ká
Magnús Tómasson á
Akureyri
Um s.l. helgi var opnuð sýning
á verkum Magnúsar Tómassonar
i Rauðahúsinu á Akureyri.
Nefnist sýningin sýnihljóð eða
„visual poetry” og hefur hluti
hennar verið sýndur viða um lönd
undir þvi heiti en nokkrar mynd-
anna hafa ekki verið sýndar áður.
Sýningu Magnúsar i Rauða hús-
inu lýkur n.k. sunnudagskvöld.
Magnús Tómasson.
Umræða
um flúor
Manncldisfélag Islands heldur
alnicnnan félagsfund um flúor
n.k. mánudagskvöld. Allhvöss
umræða hefur sprottíð upp hér-
Icndis sem erlendis um flúorgjaf-
ir, og eru menn ekki á eitt sáttir
um gagnsemi þeirra.
Flutt verða fjögur stutt fram-
söguerindi. Sverrir Einarsson
tannlæknir ræðir um flúor til
tannverndunar, Guðjón Magnús-
son aðstoðarlandlæknir ræðir um
afstöðu og reynslu einstakra
þjóða i flúormálum, og Þorsteinn
Þorsteinsson lifefnafræðingur og
Hrafn Tulinius prófessor fjalla
um skaðlegar verkanir flúors. Að
erindunum loknum verða al-
mennar umræður. Fundurinn er
öllum opinn, og hefst kl. 20.30 i
stofu 201, Arnagarði, mánudaginn
6. april.
Borgarspítalinn
M M
W Lausar stödur
Hjúkrunarfræðingar
Hjúkrunarfræðinga vantar strax til starfa
á lyflækningadeild spitalans.
Hjúkrunarfræðingar óskast til sumaraf-
leysinga á allar deildir.
Sjúkraliðar
Sjúkraliða vantar strax til starfa á hjúkr-
unar- og endurhæfingadeildir spitalans og
einnig til sumarafleysinga.
Ritarar
Staða ritara á gjörgæsludeild er laus til
umsóknar.
Nánari upplýsingar eru gefnar á skrif-
stofu hjúkrunarforstjóra simi 81200 (201)
(207).
Reykjavik, 3. april 1981.
Borgarspitalinn.
Bókavörður
Bókavörð vantar að Héraðsbókasafni
Austur-Húnavatnssýslu Blönduósi, frá 1.
sept. n.k.
Umsóknum um starfið sé skilað til undir-
ritaðs fyrir 1. júni n.k.
F.h. safnsstjórnar
Blönduósi, 25. mars 1981.
Grimur Gislason.
(vinnusimi 95-4200 — heima 95-4245).
Blikkiðjan
Asgaröi 7, Garðabæ
onnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blíkksmíöi.
Gerum föst verötilboð
SÍMI53468
Auglýsinga- og áskriftarsími
81333 iobviuinn
Tólf manna matarstell úr postulini
Tólf manna kaffistell úr postulini
Þriggja stykkja barnasett, myndskreytt
Stök bollapör
Sjö stykkja pottasett úr stáli
Sjö stykkja pottasett, myndskreytt
verð kr. 800,-
verð kr. 370.-
verð kr. 39.-
verð kr. 18.-
verð kr. 750.-
verð kr. 685.-
J
Athugið að framvegis verða beinir simar í verslunina:
Búsáhöld — Gjafavara . 19004
Fatnaður — Skór ... 12723
Raftæki — Ferðavörur — Leikföng. 16441
Verslunarstjóri.... 26414
DOMUS