Þjóðviljinn - 04.04.1981, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Hélgin 4,— 5. april 1981.
ritstjornargrein
úr aimanakínu
9 miljarða
skattalækkun
O Á fimmtudaginn var lagt fram á Alþingi stjórnar-
frumvarp um breytingar á skattalögum. Samkvæmt
ákvæðum þess verða almennir tekjuskattar til ríkisins
lækkaðir um 9 miljarða gamalla króna (90 miljónir
nýkróna) frá því sem orðið hefði, ef þessir skattar
breyttust milli ára í hlutfalli við tekjur
O Auk þessara almennu skattalækkana gerir frum-
varpið ráð fyrir nokkurri tekjuskattslækkun vegna
niðurfellingar 59. greinar skattalaga um reiknuð laun at-
vinnurekenda, en á móti því tekjutapi ríkissjóðs er hins
vegar reiknað með tekjuaukningu hjá ríkissjóði vegna
ákvæðis í frumvarpinu um breytingará f yrningareglum
skattalaga.
O Þegar efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar voru
ákveðnar um síðustu áramót var þvf lýst yfir að fólki
með meðaltekjur og lægri yrði tryggð skattalækkun sem
svaraði ekki minna en 1,5% í kaupi.
UOWIUINN
Málgagn sósfalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjódfrelsis
(Jtgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann.
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
Olafsson.
Auglýsingastjóri: Þorgeir Ölafsson.
Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guðjón Friðriksson.
Afgreiðslustjóri: Valþór Hlöðversson
Blaöamenn: Álfheiður Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir,
Kristin Ástgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs-
son.
Iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson.
Þingfréttaritari: Þorsteinn MagnUsson.
Ctlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Sævar Guðbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir.
Skrifstofa: GuðrUn Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Siguröardóttir.
Simavarsla: ölöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir.
Bflstjóri: SigrUn Bárðardóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns-
dóttir.
Ctkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumóia 6,
Heykjavik, simi 8 13 33.
Prentun: Blaðaprent hf..
O Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar áttu síðan
viðræður við f jármálaráðherra um þetta mál, og tókst
fullt samkomulag um tilhögun þeirrar sérstöku skatta-
lækkunar. Hvað varðar þá skattalækkun munar lang-
mest um niðurfellingu sjúkratryggingagjalds á öllum
tekjum síðasta árs innan við 6.750.000,- g.kr. — En auk
þess kemur þarna til hækkun persónuafsláttar í 761.000,-
g.kr. og nokkur hækkun þeirrar tekjuupphæðar, sem
lendir í lægsta skattþrepi.
O Vegna þess lágtekjufólks sem enga tekjuskatta
greiðir er i frumvarpinu að finna ákvæði um að nýta
megi persónuafslátt til greiðslu á eignarskatti, og er
þetta nýmæli ætlað til að bæta hag þess lágtekjufólks
sem býr í skuldlitlu eigin húsnæði. Athugun sýnir, að 75%
þeirra, sem njóta mundu þessa ákvæðis eru elli- og
örorkulífeyrisþegar.
O Eitt merkasta ákvæði frumvarpsins varðar hags-
muni þeirra sem búa í leiguhúsnæði. Hingað til hefur
húsaleiga ekki verið frádráttarbær til skatts, en vaxta-
frádráttur vegna íbúðakaupa eða bygginga hins vegar
verið verulegur hjá mörgum þeirra sem búa í eigin hús-
næði. Hér hef ur þvi verið um mismunun að ræða. I nýja
skattaf rumvarpinu er nú lagt til að helmingur greiddrar
húsaleigu verði frádráttarbær til skatts, og komi það
ákvæði til framkvæmda við álagningu á árinu 1982 og
varðar þá húsaleigugreiðslur á yfirstandandi ári.
O í frumvarpinu eru ákvæði um sérstakar ívilnanir í
þágu einstæðra foreldra. Sem kunnugt er var lágmarks-
frádráttur einhleypinga og einstæðra foreldra 550.000,-
g.kr. á síðasta ári, enda þótt 10% af tekjum þeirra árið
áður næmi lægri upphaeð. Nú er þessi lágmarksfrá-
dráttur, sem ekki er háður hlutfalli af tekjum, hækkaður
samkvæmt frumvarpinu í nær 800.000,- g.kr. hjá
einhleypingum, en um 75% þar til viðbótar hjá ein-
stæðum foreldrum og verður hjá þeim um 1.400.000,-
g.kr. Taliðer að þessi sérstaka 75% hækkun á lágmarks-
frádrætti hjá einstæðum foreldrum kosti ríkissjóð um
600 miljónir g.kr. á þessu ári, og í frumvarpinu er nú
kveðið á um að upphæðir þessa lágmarksf rádráttar ein-
hleypinga og einstæðra foreldra skuli hér eftir hækka í
samræmi við skattvísitölu og er það nýmæli.
• Hér verður ekki gerð grein fyrir öllum þeim
ákvæðum skattaf rumvarpsins sem máli skipta, en aug-
Ijóst er að með f lutníngi þess hef ur ríkisstjórnin f yllilega
staðið við það loforð, sem verkalýðshreyfingunni var
gefið um áramót og varðaði skattamálin.
• Hér skal að lokum vakin athygli á ákvæði í frum-
varpinu um niðurfellingu þeirrar lagagreinar er veitti
heimild til að áætla laun á atvinnurekendur, en þessi
lagaákvæði bitnuðu á siðasta ári mjög harkalega á f jöl-
mörgum einyrkjum, ekki síst bændum. Auðvitað á það
ekki að geta átt sér stað, að lagðir séu skattar á tekjur^
sem bæði skattstjóri og viðkomandi framteljandi eru *
sammála um að aldrei haf i orðið til, eins og Ragnar Arn-
alds f jármálaráðherra benti á í viðtali sem birtist hér í
blaðinu um síðustu helgi. Þess vegna ver nú lagt til að
þessi lagagrein falli niður. Af þeim um 3000 einstakling-
um sem í reynd guldu hennar á síðasta ári voru nær 2000
bændur.
Klöpp og Klapparvör I Skuggahverfi (nú bensinstöðin KIöpp viö Skúlagötu).
Ömefnin í Reykjavík
„Eigum við að skreppa niður
á Klambratún?” spurði ég
dóttur mina s.l. sunnudag i
hlákunni miklu sem þá var. Hún
var til i það og þegar við komum
niður á túnið tók hún á sprett
eins og litið lamb og ég horfði á
eftirhenni. Svo datt hún beint á
magann og varð öll rennandi
blaut og fór að háskæla. Hún er
bara tveggja ára.
Dóttir min, sem verður rúm-
lega tvitug um næstu aldamót,
venst við að segja Klambratún
eins og Reykvikingar hafa gert
siðan býlið Klambrar var reist
þarna i mýrinni. Það er að visu
horfið fyrir mörgum árum og i
staðinn kominn vel skipulagður
skrúðgarður. Opinber tilskipun
var gefin út að Klambratún
skyldi heita Miklatún og nafnið
Klambratún þurrkað út. Svei-
attan. Klambratún skal það
samt heita. Og ávallt skal ég
nefna túnið svo við börnin min.
Eg er nefnilega ihaldssamur á
örnefni og vil láta bæi heita
Glóru, Rass og Látalæti en ekki
skira þá upp Fagrahvamm,
Birkilund eða eitthvað annað
álika fordildarlegt.
ömefnum i Reykjavik er
ðsköp litill sómi sýndur af yfir-
völdum og yfirleitt flestu þvi
sem varðar sögu og þróun
borgarinnar. Að visu er nú stór-
aukinn skilningur og áhugi á
gömlum húsum en hver lætur
sigskipta minjar t.d. um forna
sjósókn frá Reykjavik eða
búskap á borgarlandinu. Hvaö
ert.d. orðið eftir af öllum gömlu
le n d i n ga r v ö r u n u m og
uppsátursstöðunum?. Það er
búið að kaffæra þetta allt meira
eða minna með þykku lagi af
mold og grjóti.
Or Vesturbænum var mikiö
útræði öldum saman, sennilega
allt frá dögum Ingólfs Arnar-
sonar. Gömlu formennirnir og
hásetarnir, sem margir hverjir
þóttu æriö garpslegir, settu svip
sinn á Vesturbæinn allt f ram til
aldamóta og elstu menn geta
talið upp einar 10 lendingarvarir
og uppsátursstaði á Vestur-
bæjarsvæðinu. Þeir voru Grófin
(sbr. götunafnið), Steinhúsvör
(i geil milli tveggja klappabelta
fyrir neðan núverandi Norður-
stlg), Hliðarhúsvör (frá vestur-
hluta Hamarshússins að Ægis-
götu) Bakkavör (frá örfiris-
eyjargranda að austurjaðri
Bakkastigs), Garöhúsvör
(niðurundan Garðhúsabænum.
nú Bakkastig 9), Ánanaustsvör
Litla-Selsvör (i fjörunni við
enda Vesturgötu), Miðsels- og
Oddgei rsbæjarvör (nokkru
sunnar en Litla-Selsvörin),
Stóra-Selsvör (við endann á
Hringbraut) og Grandabót (i
krikanum milli Bráðræðisholts
og Eiðsgranda).
Flestar þessara vara eru
löngu horfnar. en siðast var ein
sú merkasta og elsta, Stóra -
Selsvör, fyllt með mold og grjóti
fyrir aðeins fáum árum.
Sömu sögu er að segja um
varirnar i Austurbænum. Búið
er að eyðileggja þær allar. Þar
voru Naustin, Sölvhólsvör,
Klapparvör, Móakotsvör,
Byggðarendavör og Frosta-
staðavör.
Gömlu götunöfnin i Reykjavlk
fela mörg i sér langa og mikla
Guðjón
Friðriksson
skrifar
sögu. Seljavegur i Vestur-
bænum ert.d. kennd við Selin en
af þeim bæjum var róið frá Sels-
vörum. Reyndar eru sumir af
Seijabæjunum uppistandandi,en
þeir munu hafa verið fimm.
Elstur er Sel sem siðar var
kallað Stóra-Sel og á uppruna
sinn langt aftur I öldum og var
m.a.s. prestssetur uVn Hrið. Þar
er nú steinbær frá 'siðustu öld
sem kúrir bak við húsin við
Holtsgötu 41 eða þar um bi. Miö-
sel er merkilegur gamall bær
sem stóð við Seljaveg 19 en var
rifinn fyrir örfáum árum.
Litla-Sel, Jórunnarsel og ívars-
sel standa enn.
( Fæstir velta fyrir sér hvað
liggur á'bak við götunöfn. Af
hverju heitir t.d. Bræðra-
borgarstlgur svo? Hann dregur
nafn sitt af fyrsta steinhúsinu '
sem reist var þar vestur frá og
var kallað Bræðraborg vegna
þess aö það reistu bræðurnir
Bjarni og Sigurður frá Hæðar-
enda I Grímsnesi. Þetta hús
stendur ennþá og er nr. 14 viö
Bræðraborgarstig, næst fyrir
norðan Bókaforlagið Iðunni,
ákaflega traustlegt hús með
þykkum veggjum. Og af hverju
heitir Vitastigur svo? Hann er
kenndur við i nnsigl ingarvita
sem eitt sinn var i Skuggahverf-
inu beint andspænis Bjarna-
borg. Til eru ljósmyndir af vita
þessum.
Borgin er reyndar öll morandi
af örnefnum. Sjálfur er ég alinn
upp við Barónsstig beint á móti
Vörðuskóla sem svo heitir nú,
Þegar við krakkarnir ætluðum
að fara að leika okkur fórum vð
ýmist „upp i Holt” eða „niður á
Flöt”. Hið fyrrnefnda táknaði
að fara upp i Skólavörðuholtið
en hið siðarnefnda á svæðið þar
sem nú stendur Heilsuverndar-
stöð, Domus Medica og fleiri
mannvirki.
Og meðal annarra orða.
Hvernig stendur á hinu dular-
fulla nafni Barónsstígs? Þannig
stendur á þvi að franskur barón
gerðist bóndi uppi á Islandi og
var jafnan nefndur hér Barón-
inn á Hvitárvöllum. Hann lét
árið 1899 reisa afarstórt fjós
skammt frá sjónum fyrir neðan
Rauðarárland.Var það nefnt
Barónsfjósið og stendur
reyndar enn; þar eru nú húsa-
kynni Rafmagnsveitu Reykja-
vikur (á horni Barónsstigs og
Hverfisgötu). Árið 1903 var
ákveðin gata þarna upp úr og
hún kennd við baróninn af þvi að
fjós hans stóð þar við.
Frakkar koma reyndar meira
við sögu i borginni þvi að einn
stigur er við þá kenndur,
Frakkastigur. Það stafar af þvi
að Frakkar reistu spitala fyrir
sjómenn sina við sjóinn innar-
lega i Skuggahverfi. Hann
stendur enn meðst við Frakka-
stig og hýsir nú Tónmenntaskól-
ann.
Þannig mættilengi telja. Þaö
væru mikil helgispjöll að fara að
breyta gömlum götunöfnum, en
hlúa mætti betur aö öðrum
sögulegum minjum i bænum.
Ég vil að lokum taka undir þau
sjónarmiö Hrafns Gunnlaugs-
sonar að flytja beri gömlu húsin
i Arbæ aftur niður i miðbæ þar
sem þau eiga heima og þar sem
þau koma að mun betri notum
heldur en nú er. Ef Dillonshús
stæði t.d. enn á horni Suöurgötu
og TUngötu væri þaö vinsælasta
og mestsótta kaffihús bæjarins.
Uppbygging borgarinnar
verður að haldast i hendur við
alúö til þess sem fyrir er;
annars veröur hún óskapnaður.