Þjóðviljinn - 04.04.1981, Síða 12

Þjóðviljinn - 04.04.1981, Síða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN' Helgin 4.-5. april 1981. tónbálkur La Boheme eftir Puccini Það eru akkúrat þrjátiu ár siðan fyrsta óperan var sýnd i Þjóðleikhúsinu: Eigoletto með Guðmundi Jónssyni og Stefáni fslandi i stærstu rullunum. Það þótti á sinum tima mikill við- burður og stórsigur á tón- og leiklistarsviðinu. Nú hefur Þjóðleikhúsið tekið til sýninga La Boheme eftir Puccini, en hún var raunar á fjölum Þjóðleikhússins fyrir uþb. tuttugu og fimm árum, á vegum Tónlistarfélagsins og Félags islenskra einsöngvara. Leikstjóri að þessu sinni er Sveinn Einarsson, aðstoöarleik- Toscanini stjórnandi frumsýn- ingunni, 1896. stjóri Þuriður Pálsdóttir, hljómsveitarstjóri sá góði Jacquillat, en leiktjöld hefur Steinþór Sigurðsson framið. 1 helstu rullunum eru Garðar Cortes og Ólöf Harðardóttir, sem syngja Rodolfo og Mimi (Kristján Jóhannsson og Sieglinde Kahman taka við af þeim einhverntima seinna) en þarna verða fleiri frægir og góðir: Eiður Gunnarsson, Ing- veldur Hjaltested, Guðmundur Jónsson, John Speight og Krist- inn Hallsson. Þegar þetta er skrifað er frumsýningin ekki hafin, svo ekkert er hægt að segja frá henni. En kannski lætur maður eitthvað frá sér heyra um næstu helgi. La Boheme er áreiðanlega ein allra vinsælasta ópera sem samin hefur verið. Sumar aðrar óperur Puccinis eru raunar lika i þeim flokki, einsog tildæmis Madame Butterfly og Tosca og sannarlega ekki að ástæðu- lausu. Sem sviðsverk eru þessar óperur meistaralega samdar allar saman og áhrifamiklar á tára- og hláturtaugar i meira Puccini á Bohemeárunum lagi. En það er auðvitað sjálf tónlistin, óþrjótandi laglinu- auður Puccinis og glæsileg tök á að skrifa fyrir mannsraddir og hljóðfæri, sem riður baggamun- inn. Að þessu leyti, og einnig hvaðsnertir glöggt formskyn og næsta sinfónisk vinnubrögð, mætti kalla Puccini arftaka meistara Verdis. Sá hafði raunar mikið dálæti á Puccini, orðinn gamall maður þegar Kammermúsík á Kjarvalsstöðum Fimmtu tónleikar kammer- miísíkklúbbsins á þessu starfs- ári verða haldnir að Kjarvals- stöðum mánudaginn 6. aprll kl. 20.:i0. Þar koma fram þremenn- ingarnir Guðný Guðmunds- dóttir fiðluleikari, Nina Flyer sellóleikari og Allan Sternfield, sem leikur á pianó. Hin tvö siðarnefndu, Nina Flyer og Allan Sternfield eru hingað komin frá ísrael, að endurgjalda heimsókn Guönýjar þangað fyrr i vetur. Þau léku fyrir Tónlistarfélagið s.l. miðvikudag og gerðu mikla lukku. Sternfield lék Gaspard de la nuit eftir Ravel af mikilli snilld og er alls ekki á hverjum degi hægt að heyra þetta marg- slungna og þrælerfiða verk flutt svona látlaust og fallega. Það hlýtur að vera mikið spunnið i þann sem hefur vald á þvi. Þær stöllur Nina (sem einu sinni var fyrsti sellisti hér i sinfóniunni, nú i Jerúsalem) og Guðný konsertmeistari léku þá hina gullfallegu og bráð- skemmtilegu Dúósónötu eftir Ravel. Þetta er verk sem maður heyrir hérumbil aldrei, og þvi mikill fengur að fá það svona glæsilega upp i hendurnar: dálitið nervust flutt, kannski, en verulega spennandi og þó um leið fágað og fint. Ekki skorti tilfinningahitann i lokaverkið, Dúmký-trióið eftir Dvórak. Það var kammer-músikuppli fun sem sagöi sex og vel það. Maður húgsar þvi sannarlega gott til glóðarinnar að heyra þau i þrem trióum á Kjarvals- Israel — tsland hittast I kammerinúsfk. stöðum: Haydn i G dúr (ung- verska),Ravel i a moll og C dúr trióinu op. 87 eftir Brahms. Að visu hefði maður haft gaman af að heyra eitthvað nýtt frá Isra- el, en þau Nina Flyer og Stern- field eiga nú kannski eftir að koma aftur. Vonandi. hann heyrði fyrstu óperu hans, einþáttunginn Le Villi 1889. Verdi hefur liklega verið um það bil að klára Otello, en hann gaf sér þó tima til að fylgjast með yngri kollegum. Hann mælti með Puccini við útgef- andann Ricordi, sem var og er raunar enn, mörgum kyn- slóðum siðar, einvaldur itölsku óperunnar, ræður mestu um hvað er flutt á hverjum stað þar suðurfrá. Fyrsta óperan eftir Puccini, sem sló einsog sagt er i gegn, var Manon Lescaut, gérð eftir sömu sögu og Massenet hafði gert eftir griðarvinsæla óperu tiu árum áður. Hún var frum- sýnd i Teatro Regio i Torino 1. febrúar 1893, aðeins átta dögum áður en siðasta ópera Verdis, Falstaff var frúmsýnd i Milanó. Manon vakti feikna fögnuð leikhúsgesta og gagn- rýnenda og var sýnd út um allar jarðir á næstu árum. Umsjón Leifur Þórarinsson La Boheme var svo næsta ópera Puccinis. Hún er gerð eftir skáldsögunni La vie de Bo- heme eftir Frakkann Henri Murger og segir þar frá lifi og ástum nokkurra ungra og skinandi fátækra listamanna i Paris upp úr aldamótunum 18 hundruð. Burðarhlutverkin eru skáldið Rodolfo og stúlkan Mimi, falleg og elskuleg og kynnast þau af stakri tilviljun. Takast með þeim heitar ástir og gengur á ýmsu sem von er. En örlögin eru hatröm og grimm: Mimi er helsjúk af tæringu og verður henni ekkert til bjargar. Inn i þetta er vafið lýsingum á gáskafullu lifi hinna ungu Bohema sem eru persónugerðir i Rodolfo, Marcello, Schaunard og Collin, ástum þeirra og af- brýði og býsna harðri lifsbar- áttu. La Boheme var frumsýnd i Teatro Reggio i Torino 1. febrúar 1896, nákvæmlega þrem árum á eftir frumsýningu Manon. Stjórnandi var korn- ungur Itali, sem hafði vakið mikla hrifningu við frumflutn- ing Ragnaraka Wgners á Italiu: Arturo Toscanini, sem flestir tónlistarunnendur kannast prýðilega við enn þann dag i dag. Þeir Toscanini og Puccini urðu miklir vinir upp úr þessari samvinnu enda segja ólygnir að enginn hafi stjórnaö Puccini betur en Toscanini. Háskólabarokk Allóvenjulegir tón- leikar verða haldnir í Félagsþeimili stúdenta í dag, laugardag kl. 17. Þetta eru sjöttu Háskóla- tónleikar á þessum vetri og koma þar fram Cam- illa Söderberg blokk- f la utuleikar i, Helga Ingólfsdóttir semball- leikari og Ólöf Sesselja Oskarsdóttir sem mun leika á bassagígju. Efnisskráin samanstendur af itölskum og frönskum verkum frá barokktimabilinu. Þessar tvær þjóðir, Frakkar og Italir, höfðu þröað með sér býsna ólik- an tónlistarstll, og voru menn langt frá á eitt sáttir um hvor stillinn væri betri. Enn i dag dunda menn jafnvel við að deila um það, en við skulum nú bara láta svo- leiðis lönd og leið og njóta þess betur verka eftir tónskáld sem eru varla hvers manns dagiegt brauðhér á landi: Paolo Bellin- zani, Jacques Hotteterre, Monsiur Ravet (?) Charles Dieupart, Boismortier og Fran- cesco Barsanti. Ekki ætti aö skemma að leikið verður i gam- allistillingu (a-415 i stað nútima 440) eða hálftóni neðar en nú tiðkast. Óvenjuleg hljóðfæraskipan: blokkflauta, semball og basagigja.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.