Þjóðviljinn - 04.04.1981, Page 13
Helgin 4 — 5. apri! 1981'. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
Sjóvarnargarðurinn t.v., bakkinn þar sem beinin hafa legið ihrönnum, kirkjan og bærinn i Saurbæ.
Þegar hvunndagurinn er orðinn þrúgandi er hverjum
manni lifsnauðsyn á helgidegi. Þessi helgidagur sálarinnar
birtist manninum i ýmsum myndum og hér á eftir gengur
inn i helgi-
daginn
á sinn hátt
Varðar frelsis og kúgunar
Yfirleitter ég seinn til að hall-
mæla veðri, en þó hefur ekki
verið fýsilegt að visa mönnum
fjallvegu sem af er vetrar eða
hvetja til útiveru og hef ég
reyndar kosið að segja fátt en
bölva i hljóöi.
Einn sunnudag fyrir skömmu '
i norövestan 7 og 10 stiga gaddi
var ég orðinn illa haldinn af
skorti á helgidegi i sálinni og
vissi-. að messa myndi engu
breyta og brennivln ekki heldur
og brá mér þvi I stutta göngu-
ferð um fjöruna milli Saurbæjar
á Kjalarnesi og Músarness.
Undir svörtum bökkunum var
dálitið skjól og sólfar mikið.
Fjaran var i klakaböndum,
hvitur töfraheimur forms og
fegurðar. í þessum klettum hér
eru viða holufyllingar stór-
fagrar sem plagsiður er að
höggva burt og færa inni sel-
skapsstofur sem er stórþjófn-
aður i mínum augum.
Brotinn kirkjugarður
Liklega er engin kirkja á
landinu nær sjó heldur en þessi i
Saurbæ, enda hefur hafaldan og
timinn I sameiningu þegar niður
brotiö hálfan kirkjugarðinn. I
háum bakkanum mátti til
skamms tima sjá urmul
mannabeina á dreif, forláta lær-
leggi, siðubein og skjannahvitar
höfuðkúpur hinna fornu Kjal-
nesinga. Sóknarbörnunum og
hreppsnefndinni þótti fyrir
fáum árum óþarflega nærri sér
höggvið af höfuðskepnunum og
sóttu til hins háa alþingis um
fjárveitingu til byggingar sjó-
varnargarös og lagfæringar
þess hluta kirkjugarðsins sem
eftir lifði. Formaður fjárveit-
ingarnefndar var þá Geir
Gunnarsson og þótt hann sé
kannski ekki meðal trúræknustu
manna hefur hann væntanlega
litið i eigin barm, þvi hver vill
vera bein fyrir hunda og manna
fótum, enda fékkst fjárveiting-
in. Nú verður að leita vandlega
til að finna eigulegt bein.
Kirkjan
1 sömu andrá og ský dregur
fyrir sólu og töfrarnir falla af
klakahöllinni, heyri ég að ein-
hver er aö kalla I fjarska. Ég lit
upp og sé að á bakkanum
framan við kirkjuna er stór
hundur að geyja og það er eins
og hann sé að vekja athygli
mina á kirkjunni.
Ég veit reyndar að þessi
kirkja, þótt litil sé, geymir ýms-
an dýrgrip, enda sátu staðinn
höfðingjar á öldum áður.
Anna Sigurðardóttir i Saurbæ
tekur mér vel, þegar ég bið
hana að sýna mér kirkjuna,
drifur sig i lopapeysu og úlpu og
fer með mér út i kuldann.
Anna segir mér að kirkjan sé
reist á fyrstu árum aldarinnar á
grunni annarrar sem fauk i
ofsaveöri 1902. Hún bendir mér
á altaristöfluna sem er máluð af
Sveinunga Sveinungasyni frá
Lóni i Kelduhverfi á fyrri hluta
19. aldar. Sveinungi þessi var
alþýðumálari og munu fáar
altaristöflur til eftir hann og lik-
lega engin nema þessi sunnan
jökla og trauðla á Þjóðminja-
safninu heldur, svo að hér er um
fágætan dýrgrip að ræða.
Anna bendir mér einnig á
forna ljósastjaka sem á altarinu
standa. Aletrun á þeim er frá
1696 og fangamörkin R.S. og
S.B., sem hún segir að standi
fyrir Ragnheiði Sigurðar-
dóttur og Sigurð Björnsson lög-
mann. Anna lyftir upp forláta
altarisklæði svo að i ljós koma
myndskreytingar á altarinu
sjálfu sem okkur kemur saman
um að séu svo fagrar að dúkur-
inn sé vafasöm prýði
Harður dómari
Það rifjast upp fyrir mér að
Sigurður þessi Björnsson sem
hefur sýnt kirkjunni svo mikinn
Isóma meö dýrum gjöfum,
kemur við sögu i frægum brota-
málum.
Hann dæmir Steinunni i
Arbæ og Sigurð Arason fyrir
morðið á manni hennar.
Dómurinn þætti harður á okkar
tið, þvi að henni var drekkt i
Kópavogslæk, en hann höggvinn
og höfuðið sett á stöng við dys-
ina skammt frá þingstaönum i
Kópavogi, yfirvöldunum til lofs
og dýrðar, en alþýðunni til við-
vörunar.
Sigurður sýslumaöur Björns-
son kemur einnig mikiö viö sögu
Jóns Hreggviössonar og þegar
hann gefur Saurbæjarkirkju
ljósastikurnar eru tólf ár frá
liðin að hann synjaði Jóni
tylftareiðs, en fékk hann með
hæpnum rökum dæmdan til
dauöa.
Jón Hreggviðsson strauk hins
vegar eins og flestir vita og
komst I hollenska duggu og lenti
á ýmsu ralli uns hann kom heim
að tveimur árum liðnum með
verndarbréf konungs upp á vas-
ann og vildi fá sitt mál upp tekiö
að nýju. ömurleg var aðkoman
hjá Jóni, heimilið allslaust og
holdsveikt fólkið og engin von til
þess að hann fengi rekiö mál
sin, enda voru þau svæfð i
nefnd, eins og það heitir á nú-
tima máli. Sýslumaðurinn á
Hvitárvöllum Sigurður Björns-
son hefur að likindum verið
hlynntur þvi aö málið færi lágt
og vafalaust ekki lagst gegn þvi
að Jón fengi til afnota kirkju-
jörðina Rein við Akranes.
Sigurður var hinsvegar ekki
laus við Jón Hreggviðsson
frekar en sekur maður sam-
viskuna. A miðju sumri 1708
voru þeir konungserindrekar
Arni Magnússon og Páll Vidalin
mættir viö öxará þar sem Al-
þingi var að drukkna i brenni-
vini. Missætti og hnippingar
höfðingja á milli voru þá orðin
slik, ásamt háværum kvört-
unum um ranga dóma, að
konunglegum yfirvöldum þótti
nóg um og sendu þá Arna og Pál
til að skakka leikinn. Sigurður
varð á þessu þingi fyrir barðinu
á þeim félögum og var dæmdur
frá æru og embættum og i stórar
sektir fyrir meðferðina á Jóni
og hæpna dóma á galdramálum.
Á þessum árum grasseraði
bólusóttin og átti eftir að leggja
þriðjung þjóðarinnar að velli.
Mikil lausung var i þjóðlifinu og
valdastreita milli höföingja,
sem hinsvegar óttuöust mjög að
konungsfulltrúunum tækist að
skerða völd þeirra og gerðu þvi
sitt til að torvelda starf þeirra
Páls og Arna. Þetta sama haust
siglir Arni utan með Bakkaskipi
og með sama skipi fer Sigurður
sonur Sigurðar Björnssonar
sýslumanns þeirra erinda að fá
leiðréttingu mála föður sins. A
þinginu 1710 er sýslumanni
dæmdur eiður og mál Jóns
Hreggviðssonar einnig komin á
skrið, þvi að hann er dæmdur til
lifstiðar þrælkunar á Brimar-
hólmi. Mál Jóns hafa nú flækst I
valdabaráttu höfðingjanna og
hann bæöi geldur þess og nýtur,
þvi að nú tekur Árni Magnússon
hann upp á sina arma og málið
fer fyrir Hæstarétt i Kaup-
mannahöfn sem fellir endan-
legan sýknudóm yfir Jóni árið
1716.
Stórir varðar
Anna sýnir mér fleiri gripi
sem Hafnarfjarðarkaupmenn
og fleiri hafa gefiö fyrir sálum
sinum, bikara og patinur og á
kirkjuhurðinni er koparhringur
frá þessum myrku timum þegar
landið enn er á valdi lénshöfð-
ingja og einokunarkaupmanna
sem hnoöa lögin á milli sin. A
þennan koparhring er letrað á
latinu orð sem að sögn önnu
munu vera tilvitnun i ritning-
una: Berst þú fyrir sannleikann
allt til dauöa og Guð mun berj-
ast fyrir þig, lauslega snarað.
Ég er orðinn einn eftir I kirki-
unni, og veiti athygli stórum
legsteini sem reistur hefur veriö
upp við þil.að hálfu falinn bak
við stigann upp á loftið svo
áletrunin verður ekki lesin i
samhengi. Hér er kominn leg-
steinn lögmannsins sem þjóð-
minjavörður hefur dregið upp
úr kirkjugarðinum. Flestir
þekkja hins vegar minnisvarða
Jóns Hreggviðssonar sem Hall-
dór Laxness reisti og letrið á
þeim varða geta allir lesið.
Og þannig má i litilli kirkju
við sjóinn finna blæ liðinnar
tiöar og skynja hvernig bar-
áttan hefur geisað, eins og hún
raunar gerir enn i dag, milli
ólikra afla i þjóðlifinu og
hvernig töpin og sigrarnir skipt-
ast eftir þvi hvernig aldan
veltur upp á sandinn.
-ie. |