Þjóðviljinn - 04.04.1981, Side 15

Þjóðviljinn - 04.04.1981, Side 15
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 4.— 5. april 1981. MEXÍKÓ PISTILL - 2 Frá Jónu Siguröardóttur og Sigurði Hjartarsyni Mexikó er öðrum löndum fremur land andstæðnanna. Þær blasa alls staðar við og skera oft mjög i augun. Hér blómstra fagrar listir og er myndlist og byggingarlist Mexikana heimsþekkt. Hér trónar einnig ömurleiki fátækt- ar, fáfræði, sóðaskapar og íullkomins bjarg- leysis. Áhorfandinn fyll- ist hrifningu og lotn- ingu, viðbjóði og hryll- ingi. meyjarinnar frá Guadalupe og siðan að lýsa heimsókn okkar i helgidóm hennar þann 12. desem- ber siöastliðinn. Laugardaginn 9. desember 1531, aðeins 10 árum eftir fall Aztekarikisins, var indiáni nokk- ur að nafni Juan Diego á leið siðla nætur hjá Tepeyac-hæð, sem nú er i norðanveröri Mexikóborg. Hann heyrði fagran fuglasöng og leit upp til hæðarinnar, þar sem hann sá undarlegt ský i miðjum regnboga. Juan Diego var furöu lostinn. Brátt heyrði hann rödd sem ávarpaði hann með nafni og bað hann koma nær. Gekk hann upp hæðina og birtist honum þá kona i skinandi klæðum. Hún talaöi til hansá hans eigin móður- máli, nahuátl: ,Juan litli, minnst- ur sona minna, hvert ætlar þú?” Hann sagðist vera á leið til messu. Konan sagði við hann: ,,Minn kæri sonur, ég er Maria, móðir hins sanna guðs, og það er skikkju hans. Sagði hún honum að bera þær biskupi sem áþreifan- legan vitnisburð um vilja sinn. Þegar Juan kom á fund biskups sagðist hann færa honum um- beðin teikn. Opnaöi hann skikkju sina og rósirnar hrundu á gólfið. Fyrir sjónum biskups og annarra viðstaddara birtist á skikkjunni mynd Mærinnar eins og vér þekkjum hana á vorum dögum. Zumárraga biskup varö furöu lostinn að sjá hið heilaga teikn á skikkjunni. Færði hann klæðið til einkakapellu sinnar. Sagan spurðist og flykktist brátt fjöldi fólks til kapellu biskups til aö lita undrið augum. Flutti biskup þá klæðið i aðalkirkjuna og geymdi þar uns klausturkirkja hafði verið byggð á þeim stað er Mærin haföi birst Juan Diego. Þannig hljómar hin viðtekna saga um upphaf Mærinnar frá Guadalupe. Fleiri kirkjur hafa risið siöan við Tepeyac-hæö, nú MÆRINFRA GUADALUPE , Heil og falslaus blanda En andstæöurnar eru ekki ein- ungis efnislegar, þær birtast ekki siður i menningu og trú hins dag- lega lifs. Hér lifir hliö viö hliö evrópsk og indiánsk menning f öilum blæbrigöum, á einum staö ber ein af annarri, á öðrum staö blandast allt saman í undarlega hræru, sem virðist heilsteypt og samræmd og á sér hvergi sinn lika á byggðu bóli. Þessi undarlega kúltúrblanda, sem vissulega er heil og falslaus hér i Mexikó, virðist engu að siður full þversagna og ósamrýmanleg i augum og skilningi kúltúr- fátækra íslendinga. Og það er ekki sist i trúnni sem þessar þver- sagnir birtast, i senn eölilegar og samstilltar, sundurleitar og jafn- vel fáránlegar, en umfram allt forvitnilegar og heillandi. Fyrir daga Spánverjanna i Mexikó var hér sterkt riki Azteka meö flóknu trúarkerfi og voldugri prestastétt. Spánverjarnir fluttu með sér kaþólska kirkju, sem á . 16. öld hafði ekki sérstakt orð fyr- ir umburöarlyndi. 1 Mexikó fékk kirkjan það sérstæöa hlutverk aö brjóta niöur sterka indiánska trú og á sama tima að leggja grunn a'ð kaþólsku trúarlifi alþýöu. Er næsta ljóst að ekki tókst aö brjóta þá gömlu, hún lifir dável. Otkom- an varð kaþólska sem ekki á sinn lika i rómversk-kaþólskri páfa- kirkju. Saga meyjarinnar Við munum nú reyna aö varpa nokkru ljósi á þetta sérstæöa fyr- irbrigði með þvi að segja sögu ósk min að heilagt vé risi hér mér til dýrðar, þar sem ég get auðsýnt Aztekum og öðrum þeim er mig elska, ást mina og miskunn, vé þar sem ég geti séð tár þeirra, heyrt kveinstafi þeirra og gefiö þeim likn og frið. Far og seg biskupnum að ég sendi þig svo hér megi guðshús risa.” Lét segja sér þrisvar Juan Diego fór á fund biskups og tjáði honum hvaö mærin hefði sagt. Zumárraga biskup hlustaði en virtist eigi trúa. Kvaöst mundu ihuga máliö. Er Juan Diego sneri aftur siðla sama dag til að tjá Meynni hversu slælega erindið heföi gengið, bað hún hann fara aftur á fund biskups. Er Juan kom öðru sinni á fund biskups vildi sá siðarnefndi fá frekari sönnur á atburði þessum. Juan hitti Meyna i þriðja sinn. Hún sagði honum að koma á sinn fund daginn eftir, 11. desember og fá umbeöin teikn. Juan Diego lofaöi þvi, en gat eigi staðið við orð sin, þar sem frændi hans varð hættu- lega veikur. Aö morgni 12. desember ætlaöi Juan á fund prests i bón um siðasta sakra- menti til handa frændanum. Af ótta við að Mærin teföi-hdnn við erindið valdi hann aðra leið. Engu að siöur birtist hún honum, bað hann eigi óttast um frændann, þvi hann væri þegar heill heilsu. ,,Gakk upp hæðina”, sagði hún, ,,og tindu rósirnar er þú finnur þar og set i skikkju þina.” Juan hlýddi, jafnvel þótt hann vissi aö á grýttri hæðinni væri engin blóm að finna. Á hæðinni fann hann fjölda ilmandi rósa. Hann tindi eins margar og hann gat boriö I skikkju sinni og bar þær til Mær- innar, sem raðaði þeim á ný i siðast mikil kirkja 1976, þar sem- klæðiö er nú geymt aö baki háalt- arisins. Myndin af heilagri guðsmóöur frá Guadalupe er riflega 140 sm. á hæð. Mærin er ekki klædd hefö- bundnum indíánskum klæöum, heldur skósiðum kufli likum þeim er konur Mið-Austurlanda hafa löngum borið. er kuflinn rauöleit- ur með gylltu munstri. Utan yfir kuflinn berhún skikkju, blágræna meö 48 gylltum stjörnum. Allt umhverfis Meyna eru sterkir gylitir geislar likt og sólin sé að baki hennar. Mærin stendur á hálfum mána. Auðvelt er aö gera sér grein fyrir kaþólsku táknmáli myndar- innar. Mærin er umvafin geislum sólar, en hylur jafnframt sólina. Hún er þvi mattugri en sólin, sem var mikið goðmagn meðai Azt- eka. Mærin stendur á hálfum mána sem var tákn þess ástsæla guös Quetzalcoatl. Þetta átti að segja innfæddum aö veldi Quetz- alcoatl væri lokið. Stjörnurnar I skikkjunni gætu einnig veriö tákn þeirra mörgu himintungla er Aztekarnir dýrkuðu. Mærin er þó ekki guð. Hún hef- ur spenntar greipar i bæn og höf- uð hennar er beygt i lotningu fyrir almættinu. Klæðiö i skikkju Juan Diegos var gert af kaktus-trefjum magueyplöntunnar og er saumur eftir klæöinu endilöngu, og hefði Mærin ekki hallaö ögn undir flatt hefði saumurinn komið i mitt andlit hennar. Klæðið er óbleikt og vefnaðurinn mjög grófur. Er talið að vefnaöur þessi grotni á 20 árum, en nú eru tæp 450 ár siðan undrið gerðist. Litirnir i klæðinu hafa i engu dofnað, en enginn hef- ur getað skýrt hvers eðlis litirnir eru. Þeir hafa ekki gengið i vef- .Fólkið var á öllum aldri, frá 2—4 ára börnum upp I gamalmenni Tónlistin var afar taktföst og dansarnir oft á tfðum ótrúlega hraðir jafnvel villtir. „Allir voru fremjendur fkiæddir indiánskum klæðum og bar mikiö á fjaðraskrauti.” < : ■ m m a . | ... .*il 1» Helgin 4.- 5. april 1981. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 ,,A torginu f yrir fram an kirkjurnar i r\ Guadalupe voru fjölmargir hóparL/ afar skrautlegra dansara og hl jóðfæraleikara, sem frömdu heiðna tónlist og dansa af siikri inn- lifun og kúnst að trúarfátækir Lúterssinnar féllu i stafi.” inn, svo sem þegar blautur litur er borinn á ofinn dúk. Hafa siðari tima rannsóknir ekki getað svaraö þvi á hvern hátt myndin festist á vefinn. Er likast þvi sem um ljósmynd sé að ræða, en eigi er oss kunnugt að ljósmyndun hafi mikið verið stunduö hér vest- anhafs á fyrri hluta 16 aldar. Þrír menn í auga Einri þáttur rannsókna á mynd- inni hefur leitt af sér merkilega niðurstöðu. Fyrir riflega 50 árum taldi ljósmyndari nokkur aö myndir sæjust i hægra auga Mær- innar. Siðari rannsóknir hafa siðan sýnt svo ekki verður um villst að i auga Mærinnar birtast þrir menn og hefur einn þeirra verið álitinn Juan Diego. Eigi skal hér lagður neinn dómur á eðli eða gerð myndar- innar, en allt er það með ólik- indum miklum. Geymsla myndarinnar og saga siðustu 450 árin er einnig harla merkileg. Eins og áður segir hafa litir hennar ekki dofnað. Fyrstu 116 árin var myndin óvarin fyrir kossum og annarri snertingu fólks, svo og fyrir reyk af kertum ogreykelsi. Arið 1647 var myndin loks sett undir gler i gull- og silfurramma. Ariö 1791 þurfti að hreinsa rammann. Þeir sem verkið áttu að vinna helltu salt- sýru yfir myndina hægra megin. Hefði mátt ætla aö vefurinn hefði grotnað sundur, en einu sjáanlegu ummerkin eru likt og örlitið vatn hafi komist i vefinn. Arið 1921 reyndi maður nokkur að kveða niöur dýrkun Mærinnar frá Guadalupe með þvi að planta sprengju i nálægð myndarinnar. Sprengjan braut einhverja af boltum þeim er myndinni héldu, eyðilagði oliumálverk að baki hennar, braut flesta glugga kirkj- unnar svo og stór marmarastykki úr altarinu, fleygði til jarðar og kengbeygði vænan róðukross af kopar er á altarinu stóð. Ekki sá á ' myndinni góðu, ekki kom sprunga i gler hennar. Kraftaverkanáttúra Mærin frá Guadalupe hefur haft feikimikil áhrif i Mexi- könsku þjóðlifi og sögu. Alþýða landsins virðist tengja hana mik- illi kraftaverkanáttúru. Þúsundir 'vitnisburða um aðskiljanleg kraftaverk streyma látlaust að, gjafir berast Meynni stööugt og góð þykir hún til áheita. Fátækir indiánar og mestizar telja Meyna sérstakan verndrara sinn, enda segir sagan að Mærin hafi viljað „sjá tár þeirra, heyra kveinstafi þeirra og veita þeim likn og friö.” Má þvi ætla að persónuleg guðs- dýrkun I heiðni hafi færst yfir á Meyna frá Guadalupe. Þegar byltingin hófst 1810 og alþýðan reis upp gegn nýlenduá- þján Spánverja var imynd Mær- innar gunnfáni byltingarmanna. Nafn hennar hefur oft siðan verið notað af uppreisnarmönnum I baráttu þeirra gegn arðrápi og kúgun yfirstéttanna. Þannig hef- ur Mærin ávallt verið verndar- vættur þeirra er minnst mega sin. Er þvi eigi aö undra þótt undir- málsfólk sæki stöðugt til hennar likn I neyð. Svo mikið er vist aö þúsundum saman streymir fólk frá öllum hornum landsins i pilagrimsför til Guadalupe, og ekki einungis Mexikanar, heldur trúaðir frá öðrum löndum Rómönsku Ameriku. Hefur Guadalupe um langt skeiö verið sá staöur i kristnum heimi er flesta pila- grima dregur og er þá Róm ein undanskilin. Dagur mærinnar frá Guadalupe Eins og fram hefur komið er 12. desember dagur Mærinnar og hefjast hátiðahöldin þegar um miðnætti. Er útvarpað og sjónvarpað frá staðnum alla nótt- ina og langt fram á dag. Við kom- um til Guadalupe er allmjög var liðið á morgun og virtist þá enn sem litt væri tekið að sljákka. Dagurinn verður vissulega ógleymanlegur, og kom okkur flest ókunnuglega fyrir sjónir. Fólk á öllum aldri skreið á hnján- um upp tröppur og þvert yfir torgið i átt að nýju kirkjunni, með bænarorð á vörum, signandi sig i sifellu. Allt var hið mikla torg ið- andi af fólki svo illt var að komast áfram. Og fleiri en strangtrúaöir halda hátið. Dagur Mærinnar frá Guadalupe er ennfremur hávertið vasaþjófanna, sem hingað streyma hvaðanæva að, jafnvel úr öðrum löndum, til ríkulegra uppskerustarfa. Ogekki gleymist sölumennskan heldur. Sölumenn og konur skipta hundruðum eða þúsundum allt i kringum Guada- lupe og bjóöa fram varning sinn, eitthvaö i gogginn, stráhatta og teppi, skó og skartgripi, glans- myndir af Meynni sjálfri og kerti til að færa henni. Á torginu fyrir framan kirkj- urnar i Guadalupe voru fjölmarg- irhópar afar skrautlegra dansara og hljóðfæraleikara, sem frömdu heiðna tónlist og dansa af slikri innlifun að trúarfátækir Lúters- sinnar féllu i stafi. Dans- flokkarnir komu alls staðar að og fólkið var á öllum aldri, frá 3—4 ára börnum upp i gamalmenni. Tónlistin var afar taktföst og dansarnir oft á tiðum ótrúlega hraðir, jafnvel villtir. Allir voru fremjendur iklæddir indiánskum klæðum og bar mikið á fjaðra- skrauti. Við gengum á milli flokka og fylgdumst vel með þar sem hver flokkur hafði sina sér- stöku tónlist og dansa. Inn á milli dansflokkanna stóðu bilar hjálparsveita Rauða krossins og fleiri aðila, enda veitti ekki af, þvi fólk var að hniga niður, sumt langt aö komið og örþreytt. Ekki munum við lengur hversu margir heimsóttu Guadalupe þennan dag, en blöðin gátu þessa eftir á að einungis tveir heföu látist á staðnum og nokkur hundruð notið aðstoðar hjálparsveita. Undarlegur samhljómur I bland viö hina indiánsku tónlist úti fyrir barst innan úr kirkjunni kristin orgeltónlist svo og söngur og tölur prestanna og virtist þar ekkert lát á. Varð af þessu undarlegur samhljómur Stundum tóku dansflokkarnir sig til og færðust hægt inn á kirkju- gólfið og héldu þar áfram dönsum sinum og tónlist. Prestarnir létu þessar heimsóknir litt á sig fá og héldu áfram sinum gerningum. Allt virtist þetta eðlilegt og sjálfsagt og amaðist enginn við öðrum. Kirkjan nýja i Guadalupe er mikið og undurfagurt mannvirki, nánast hringlaga og þakið dregið saman i háan turn yfir altarinu. Helmingur hringsins, sá er fram snýr að torginu er allur opinn. Innan frá séð eru miklar svalir á framhelmingi kirkjunnar og geta góðborgararnirsetiö þarog fylgst með. Þaðan er einnig unnt aö ganga fram á svalir þær er út visa að torginu. Haföi fréttaritari Þjóðviljans mikinn hug á aö kom- ast þangaö upp og taka myndir yfir torgið og upp til altarisins þar sem frummynd Meyjarinnar frá Guadalupe trónar fyrir miðju. Ekki ryndist auðvelt að komast á svalirnar. Smðkingklæddur Kér lifir hlið við hlið evrópsk og indiánsk menning i öllum blæbrigöum, á einum stað ber ein af annarri, ™ á öðrum stað blandast allt saman i undarlega hræru, sem virðist heilsteypt og samræmd og á sér hvergi sinn lika á byggðu bóli. ■ sjentilmaöur er uppgangsins gætti spurði um uppgönguleyfi. Var oss tjáö að sækja þyrfti um slikt leyfi með góöum fyrirvara. Verður þvi uppgangan að biða betri tima. Undir kirkjunni eru kjallarar og hvelfingar þar sem söfn eru geymd, auk snyrtinga og minja- gripasölu og siðast en ekki sist einn merkilegur undirgangur. Er þar opið upp og blasir þar mynd Mærinnar við að baki altarisins. Renna þar færibönd fram og aftur i gólfinu, svo unnt sé að anna þeim þúsundum er staðinn sækja dag hvern. Kemst almúginn þar næst Meynni, rennandi framhjá á færibandi, tuldrandi bænir sinar og signandi sig af ákafa. Príslisti hvíluskápa 1 kjallara kirkjunnar er einnig mikil grafhvelfing, þar sem virðingarmenn þjóðarinnar og aðrir auðmenn geta keypt sér og fjölskyldum sinum hviluskáp aö loknum hérvistardögum. Fylgir hér prislistinn: 4 pláss: Fyrsta útborgun 650 pesos. — Mánaöarl. afborgun I 35 mán. 720 pesos. Samtals: 25.850 pesos. 6pláss: fyrsta útborgun 1150.50 pesós. — Mánaðarl. afborgun i 35 mán. 1145.70 pesós. Samtals: 41.250 pesos. Allt greitt á tveimur árum veit- ir 10% afslátt og staðgreiðsla 20%. Ljóst er að tryggustu fylgjendur Mærinnar frá Guada- lupe munu ekki margir hvila I návist hennar að loknum þrautagöngum þessa lifs. Líkn og von lífsbaráttu Er nú mál að linni og verður þó að draga nokkrar niðurstöður. A þvi leikur varla vafi aö Mærin frá Guadalupe er ekki einungis sunnudaga-og tyllidaga fyrirbæri meðal þjóöarinnar heldur lifandi tákn i þjóðlifinu. Til hennar sækja þeir minnimáttar likn og von i erfiðri lifsbaráttu. Þeir betur settu stija á svölum, votta Meynni virðingu sina og láta siöan grafa sig undir skikkjufaldi hennar. Mexikönsk kirkja er aö þvi leyti frábrugðin evrópskri kaþólsku að hér blandast saman indiánsk trú og kaþólsk i merkilega, lifandi heild. Og allt er þetta harla at- hyglisvert i landi þar sem gerningar kirkjunnar hafa ekkert lagagildi. Kirkjuleg framkvæmd á skirn, fermingu, giftingu eöa greftrun er óþörf að mati rikisins. Einungis borgaraleg gifting er lögleg (trúaðir gifta sig siöan aft- ur i kirkju) og fólk er einnig grafiö borgaralega. Allt ber þvi að sama brunni, kirkjan er bara einn hluti af þverstæðum mannlifsins hér i landi. Kannski er hún lika hluti af þeim tviskinnungi sem mjög svo gætir i skiptum rikis og þegna, þar sem Byltingin skrifast með stórum staf, en gætir litt i raun, þar sem kirkjan er nánast ekki til að mati rikisins, en á sama tima notuð sem plástur á sár alþýðu, svo hún sætti sig við hlutskipti sitt. Bestu kveðjur. Mexikó, 27. febrúar 1981. Jóna og Sigurður.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.