Þjóðviljinn - 04.04.1981, Page 18
\ ) i
ÞJÓÐVÍLJINN — SIÐA 18 Helgin 4.— 5. april 1981.
Hvað tekur við?
Framhald af 17. siöu.
af ungum konum, sem tilheyrði
róttækum kvennasamtökum,
samankominn i Greenwich
Village og þær voru drepnar er
húsiö, sem þær voru i, sprakk i
loft upp. Yfirvöld gáfu þá skýr-
ingu að þær hefðu verið aö eiga
við heimatilbúnar sprengjur sem
hefðu sprungið i höndunum á
þeim. Kannski er skýringin rétt,
hver veit?
Ég veit hins vegar að þegar lög-
reglan var aö leita aö Patty
Hearst lágu kvennasamtök, sem
nefna sig SLA, undir grun og var
gerð árás á húsið sem þessar kon-
ur héldu til i. Svo mörgum skotum
var skotið að þvi,að ekki var eftir
af þvi tangur né tetur. Þarna var
slikur ótti og hatur á ferðinni að
ekki er hægt að likja þvi við neitt
annað i Bandarikjunum nema ef
vera skyldi óttinn og hatriö við
svertingjahreyfinguna. En
hræðslan við byltingarkonurnar
er öllu sterkari. Jafnvel i
meinlausustu kvennahreyfingum
eru útsendarar frá FBI.
— Þegar ég les bækur þinar fæ
ég þá hræðilegu tilfinningu að
þeir séu með samsæri gegn okk-
ur. Ég verö að viðurkenna að eftir
að hafa lesið „Kvennaklósettið”
oft, stend ég mig stundum að þvl
að lita á menn sem viröast vel
meinandi út á við frá sjónarhorn-
inu ,,þú-ert-einn-af-þeim
Kannski eru samt andstæðurnar
greinilegri í bandarisku sam-
félagi þar sem konum er
afdráttarlausara beint inn i
glanspikulegt eiginkonu-móöur-
hlutverk en hér?
— Já, sérstaklega I efri
miðstétt. En einnig i Skandi-
naviu, þar sem sambandiö milli
kvenna og karla er kannski orðið i
mestu jafnvægi i heiminum, er
það áfram svo að konan ber
ábyrgð á barni og heimili þótt hún
vinni úti Þær halda áfram i þræls-
hlutverkinu. Vinna utan heimilis
gerir konur að visu sjálfstæðari,
en við verðum enn að biða eftir
næsta skrefi þegar karlmenn
verða ábyrgir fyrir börnum sin-
um.
En ég á eftir að svara spurn-
ingu þinni um „þá gegn okkur”.
Það er hverju orði sannara. Frá
þvi aö sögur hófust fyrir 3000 ár-
um hafa konur verið valdbeittar,
hataöar og verið litið niöur á þær.
Þetta er rauði þráðurinn alveg
frá Bibliunni og til þeirra Millers
og Hemingways á 20. öld. Það er
með öðrum orðum alveg yfir-
gnæfandi sterk hefð fyrir fyrir-
litningu, hatri og ótta við konur,
hefð sem speglast jafnt i löggjöf
sem bókmenntum. Þegar karl-
menn græða á gamalgrónum
formum sem stuðla að kúgun
konunnar eru þeir að græða á
sjálfri kúguninni jafnvel þó að
þeir ætli sér það ekki.
Ungir menn eru eins og hvitir
menn sem segja vegna kynþátta-
vandamálsins: „Er ég ábyrgur
fyrir þvi sem gerðist árið 1820?”
En ef við græðum á kúgun
svartra manna erum við ábyrg.
Ef við græðum á undirborguðu
vinnuafli erum við lika ábyrg. En
fæstir eru viljugir til að
samþykkja þetta. Þeir segjast
sjálfir ekki gera neitt soddan lag-
að og þvi ekki hægt að ákæra þá.
En þeir gleyma þvi að þeir hagn-
ast á kerfinu. Jafnvel þó að
ávinningur þeirra sé ekki annar
en sá að þeir eigi móöur eða
eiginkonu, sem gætir þeirra, taka
þeir þátt i „samsærinu mikla”
eins og þú segir.'
— Og það sem heldur lifinu i
þessu samsæri er það að menn
sem láta börn sin og fjölskyldu
ekki ganga fyrir geta einmitt not-
að timann til að komast áfram i
viðskiptalifinu eða alveg eins inn-
an verkalýöshreyfingarinnar.
Alþýðusambandið, sem er mjög
öflug pólitisk hreyfing i Noregi, er
einokað af karlmönnum, sem
geta skiliö konu og börn eftir
heima neðan þeir sjálfir fara á
námskeið og fundi um helgar.
Þaö eru toppmennirnir sem þurfa
mest á eiginkonu að halda, sem
ávallt er reiöubúin, svo að þeir
geti átt sér friðsælt heimili sem
athvarf þegar þeim hentar.
— Þú veist að það sem hamlar
konur mest er að þær eiga ekki
konu. Vestu mennirnir eru þeir,
sem hafa völdin, þvi að þeir hafa
ekki þá mannúðlegu reynslu sem
felst i þvi aö gæta barna. Getur þú
t.d. hugsað þér mann sem gætir
barns sins hálfa vikuna og vinnur
svo við framleiðslu kjarnorku-
sprengju i hlutastarfi. E.t.v. gæti
hann þaðken ég trúi þvi þó varla.
— Og svo að lokum. Hver er
framtiðarsýnin?
— Við lifum á timum sem er
spennandi að lifa og spennandi að
vera kona. Konur verða ekki bara
að taka eigin framtið i sinar
hendur heldur framtið alls
mannkynsins. Ég held að við sé-
um að lifa endalok þess sem kall-
ast hin hefðbundna vestræna
gyðinglega og kristna menning,
menning sem byggst hefur á
föðurveldi, kirkjuveldi og öliu þvi
sem við þekkjum svo vel. Við
verðum bókstaflega að byggja
upp nýtt samfélag. Heimurinn á
21. öld verður allt öðru visi en sá
sem við nú þekkjum. Fyrst og
fremst verður hann byggður á
nýrri tækni sem gerir lifs-
baráttuna léttari. Viö höfum
meira vald yfir náttúrunni, yfir
eigin lifi en við höfum nokkurn
tima haft áöur sem kynþáttur.
Biblian hefur verið bók okkar i
3000 ár, við þurfum nýja bók.
Grundvallarhugtök hins vestræna
heims eru sum hver ekki brúkleg
fyrir mörg okkar og ef viö höldum
áfram að endurtaka þau er það
vegna einhvers konar örvænt-
ingar eða neyðar. Við höfum
ábyrgðina og það eru mikil for-
réttindi að geta beitt heila okkar,
sál og tilfinningum til að finna
það út hvað skiptir okkur mestu
máli sem fólk. Við getum sent
menn til tunglsins en við skiljum
ekki okkar eigin kynferöi. Við
skiljum ekki tilfinningar okkar og
skiljum ekki hvernig barnið lærir.
Við reynum, en það er erfitt, og
við erum mjög takmörkuð. Ég tel
að við eigum möguleika á að
byggja heim sem er meira i okkar
eigin stil en einhvers imyndaðs
guðs.
— Ný Biblia og nýtt samfélag
er ekki bara ógnvekjandi fyrir
karlmenn. Hér erum viö komnar
að þvi sem við töluðum um áðan,
menningarlegum viðmiðunum.
Mörgum konum hrýs hugur við
feminismanum vegna þess að
missir hinnar hefðbundnu
rómantisku ástar með sin
hefðbundnu markmið skilur eftir
tómarúm sem verður að eins kon-
ar örvæntingu.
— Hversu margar konur hafa
reynt hina rómantisku ást? Þú
hefur bernskureynslu og táninga-
reynslu. Ef þú ert heppin giftir þú
þig manni sem þú ert rómantiskt
ástfangin i, en hversu lengi?
Flestir fá aldrei að reyna
rómantiska ást, a.m.k. ekki sem
Skoðið glæsilega
ARISTON
Með Ariston gæði og Ariston útlit verður valið auðvelt á
Ariston þvottavélinni.
Sparnaður: hún tekur inn heitt og kalt vatn, eða ein-
göngu kalt sem gerir mögulegt að leggja í bleyti við-
kvæmt tau við rétt hitastig. Annað for kerfi fyrir suðu-
þvott, mikil stytting á vinnutíma.
þvottavél
St.verð kr. 6.798.-
Afb.verð kr. 7.147.-
RAFIÐJAN H.F.
Kirkjustræti 8 Sími: 19294
A:
Sérstakur sparnaðar-
rofi (tvær vatnshæöir
fyrir3eða5k[ió).
Vindurá milli skolana.
B:
C:
Verzlið við fagmenn
Viðgerðar- og varahluta-
þjónusta Smiðjuvegi 10
Kópavogi Sími: 76611
Er með þrem sápu-
hólfum (þvottaefni
má setja í öll hólfin í
upphafi þvottar ásamt
mýkingarefni).
Stöðva má vélina
þótt hún sé í miðju
þvottakerfi með þvl
að ýta á valrofann,
hægt er að láta hana
byrja aftur á sama
stað án þess að rugla
kerfið.
E: Sérstakt kerfi fyrir
— ullarfatnað.
G: Þvottakerfi eru 15 og
vinduhraði 600 snún-
ingar á mínútu.
H: Barnalæsing er á
hurð og valrofi er líka
meó öryggisbúnaöi
gagnvart börnum.
F:
Ljósmerki kemur
meðan vélin er í gangi
og annað Ijós þegar
hún hitar vatniö.
eitthvað varanlegt. Rómantisk
ást kemur og fer. Ef þú vilt
umfram allt rómantik, skalt þú
ekki gifta þig, þá ert þú a.m.k.
opin fyrir þeim möguleikum sem
hin rómantiska ást krefst.
— Já, er ekki rómantikin skelf-
ir hjónabandsins?
— Kannski við ættum að finna
okkur nýja rómantiska hugmynd.
Allt er á fleygiferð og það sem
gerðist á 7. áratugnum var skref I
rétta átt. Ungt fólk fer saman i
hópum og er ekki nauðsynlega
parað, eldra tekur það Ibúð á
leigu og býr saman. Þarna
myndast form fyrir allar tegundir
vinskapar án þess að hjónabandið
sé með i spilinu. Hjónaband þýðir
að vera út af fyrir sig. Við þörfn-
umst vináttu, sérstaklega meðal
kvenna.
— Hafa konur ekki oft flúið i
hjónaband af þvi að heimurinn
gagnvart einstaklingnum er svo
grimmur? Einsömul kona er
óvernduð.
— Það er varla svo slæmt hér i
Skandinavinen i Bandarikjunum,
svo sem á Spáni, Frakklandi og
ttaliu svo að dæmi séu tekia er
einsömul kona hlutur sem allir
hafa rétt til að vera á veiðum
eftir. Karlmenn horfa á þig á
götunni eins og þú sért sýningar-
gripur. Þetta er fremur afleiðing
hefðar og menningar heldur en
kynferöis. Þetta er aðferð til að
niðurlægja konu og er hræðilegt
vandamál fyrir konur, vandamál
sem ég get ekki sé fljótfundna
lausn á.
— t Noregi og einnig vist i
Bandarikjunum eru að byrja svo
kallaðir karlahópar. En þeir
verða að fara sér hægt og gæti-
lega þvi að orðstir þeirra er i veði
og miklir erfiöleikar...
— Ég held að karlmenn verði
fyrst og fremst að vera yngri
þegar þeir mynda slika hópa.
Flestir, sem nú eru i þeim, eru
einhvers staðar i kringum 35 ára
gamlir og það er of seint. Frá
unga aldri læra strákar ekki að
tjá tilfinningar sinar heldur bæla
þær. Þú grætur ekki, sýgur ekki
þumalinn, situr ekki i fangi eftir
vissan aldur og þú mátt ekki
klaga, bara að taka öllu sem karl-
maður. Karlmaður verður að
gera þaö sem karlmaður á að
gera. Um tvítugsaldur eiga þeir
þegar erfitt með að opna sig og
30 ára eru þeir frosnir.
— Eina tilfinningin sem þeir
mega liklega tjá er ofbeldis-
hneigöin?
— Já, það er leyft. Og hjarta-
áfall, að sjálfsögöu.
(GFr þýddi)
v^rmir,
jAfgreiðum
teinangrunar
nlast a Stór
'Reykjavikur<
Isvœðið frá
Imánudegi
föstudags.
Afhendum
vöruna á
byggingarst
viðskipta
jmönnum að'
'kostnaðar
lausu.
jHagkvœmt
og greiðsluskil
»málar við flestra
hœfi.
einangrunai
^^■plastið
fmmlciðslirvörur I
pipueinangrun
iog skrufbútar I
orgarplast | h f
Borgarneii I nmi93 nro
kvöld og helganimi 93 7355
Pípulagnir
Nýlagnir, breyting-
ar, hitaveituteng-
ingar.
Sími 36929 (milli kl.
12 og l ogeftir kl. 7 á
. kvöldin).