Þjóðviljinn - 10.04.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.04.1981, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 10. april 1981 AAamma! Það sprautast úr vitlausum enda! — Ég segi nú meö lionum Hjörleifi minum: Hvcrnig á aö vcra hægt að stjórna í þessu landi? Hckla farin að gjósa langt á undan túristastraumn- Málshátturinn í dag er frá Tékkóslóvakíu: Óhöppin koma alltaf innum dyr sem skildar hafa verið eftir opnar. Ja, hérna, lesendur góðir. Eftir ágæta byrjun brá svo við að mun færri en venju- lega hringdu inn leik i gær. Við svo búið má ekki standa, allir sem fylgjast meö verða að láta ljóssittskina með þvi að hringja inn leik! Besti leikurinn fékk mesta tilnefningu, nefnilega 4. ...Bf8-c5. Helgi svarar með 5. Rd4-f5 og þá er staðan svona: H 4H ttmt11i± mm, tii wl a abcdefgh Þið eigið leikinn, og ekki hika við að hringja þegar þið hafið ákveðið hvaða leikur er bestur! Siminn er 81333, milli kl. 9 og 18 i dag. — eik — Höfðingi í hástökki fyr- ir 50 árum Þessi mynd var tekin fyrir fimmtfu árum. Og maðurinn sem á myndinni er að reyna að verða Finnlandsmeistari i há- stökki (honum tókst það) hcfur breyst furðulitið á hálfri öld. Hann cr orðin nauðasköllóttur og komin með glcraugu. En það veit enginn að hann verður for- seti Finnlands og listamaður mikill í að umgangast Sovét- menn. Kekkonen hefur verið forseti landsins i um það bil aldarfjórð- ung, og það er engu likara en hann verði i þvi ábyrgðarmikla embætti svo lengi sem hann lif- ir. Ef hann þá deyr nokkuð — eins og Finnar segja. Rætt við Sigrúnu Guðlaugsdóttur formann Kvenfélags Tálknafjarðar Alltaf ærin verkefni Hafa kvenfélög einhverju hlutverki að gegna nú á timum jafnréttis og samvinnu eða eru / þetta einsog hver önnur nátt- tröll sem dagað hefur uppi i breyttu þjóðfélagi? Þeirri spurningu beindum við til Sigrúnar Guðlaugsdóttur, for- manns eins kvenfélagsins, nánar tiltekið Kvenfélags Tálknafjaröar, sem er mjög virkt I starfi sfnu og lætur sitt- hváð til sin taka i þorpslifinu þar vestra. — Já.þaðvilégmeina, svarar Sigrún, og ég tel að þau eigi fullan rétt á sér einsog hver annar félagsskapur. Það er lika ýmislegt sem kvenfélögin mörg hver hafa á stefnuskrá sinni, sem ekki er á verkefnaskrá annarra félaga. Blönduð félög eru oft með einhver alveg ákveöin, afmörkuð mál á sinni könnu, einsog td. slysavarna- félögin og fleiri slik; stjórn- málafélögin eru með ákveðnar flokkslinur, en kvenfélögin eru meira alhliða, starf þeirra sveigjanlegra, og persónulega finnst mér konur meira vakandi en karlar fyrir félagslegu hlið- inni á málunum. — Nú tókuð þið ykkur til, byggðuð sjálfar dagheimili fyrir sveitarfélagið og búið nú við betra ástand i þeim málum en viða annarsstaðar. Hvað kom til? — Okkur flestum þorpsbúum reyndar var fariö að ofbjóða hvernig börnin þvældust útum allt eftirlitslaus og i hættu fyrir bilaumferð og vinnutækjum, ekki sist á athafnasvæðinu við höfnina. Upphaflega var ætlun- in að koma upp gæsluvelli, sem Sigrún Guölaugsdóttir t.v. ásamt fyrrverandi formanni féiagsins, Steinunni Finnbogadóttur. — Ljósm. Ella. starfaði þá fyrst og fremst á sumrin, en þegar málin voru rædduröuallirsammála um,að það nægði ekki, börnin þyrftu ekki siður athvarf og umönnun innanhúss á veturna. Þegar við könnuðum áhuga fólks sumarið 1974 voru undirtektir svo góðar, að við ákváðum að hefjast strax handa og ég vil taka fram, að við stóðum ekki i þessu einar, en nutum aðstoðar fjölmarga utan félagsins. Gunnar Jónasson arkitekt var fenginn til að teikna og grunnur- inn steyptur strax þarna um haustið. Allir peningar sem félagiðaflaði sér runnu til þessa verkefnis i nokkur ár. Fyrst fengum við fjárframlög frá ein- staklingum og fyrirtækjum og söfnuðumsvomeðaðhalda böll, basara, kaffisölu og sitthvað fleira i þeim dúr og fengum rikisframlag samkv. lögum. Ahugi fólks var ótrúlegur, td. gaf Guðmundur heitinn Ingi- mundarson á Hrauni, sem aldrei átti nein börn sjálfur stórgjöf, og Sigurfljóð Ölafs- dóttir frá Vindheimum gaf heila miljón, stórpeninga þá, sem verulega munaði um. En það munaöi lika um alla þá sjálf- boðavinnu sem þarna var lögð fram. Viðkeyptum efni og vinnu við að gera húsið fokhelt, en allt annað var unnið i sjálfboða- vinnu af kvenfélagskonum og fleira fólki á staðnum og tæki voru lánuð. Það má segja, að þetta hafi veriö sameiginlegt átak i þorpinu. I febrúar 1978 var allt tilbúið til notkunar og þá gaf kven- félagið hreppnum heimilið, og hann hefur siðan rekið það, en við lagt fram vinnu árlega við viðhald, leikfangakaup og þh. Heimilið er nú rekið sem leik- skóli og þar eru 20 börn i einu, fyrri hópurinn kl. 8—12 á morgnana og hinn kl. 1—5 sið- degis. Tvær lærðar fóstrur starfa við leikskólann og hafa verið með nema á veturna. — Og hvað er nú framundan hjá ykkur? — Verkefnin eru alltaf ærin og af ýmsu tagi, en það stærsta nú er nýja iþróttahúsið, sem jafn- framt veröur félagsmiðstöð og á að risa við sundlaugina. Það er mikil þörf fyrir þetta hús, bæði fyrir störf félaganna hér og iþróttaiðkanir. Dunhagi, gamla húsið sem kvenfélagið gerði upp á sinum tima og rekur, er orðiö alltof litið og of dýrt i viðhaldi. Hér er gifurlegur áhugi á iþrótt- um, sundi, frjálsum og. skiöa- iðkun, — við erum enda nýbúin að vinna skiðabikar til eignar eftir þrjú ár. Skiðasvæðið er uppi á Hálfdáni,' ágætur staður, en engin lyfta, svo það verður að þramma þetta allt, lika i keppni, og þætti vist ýmsum nóg um. Mjög margir stunda samt skiðin, en annað félagslif hefur verið með hefðbundnu móti i vetur, þorrablót, hjónaball, spilavistir, bingó og bridge, en nú er vorið framundan og þá lifnar allt við. — vh Gítartónleikar og hótanir — Þaö er ekki fyrr en maður kemur svona upp i loftið sem maður sér hvað er eiginlega mikið pláss eftir fyrir bilastæði. Laugardaginn 21. marz s.l. spiluðu gitarleikararnir Simon II. Ivarsson og Siegfried Kobiiza á vordansleik hjá Sameinuðu þjóöunum i Vinarborg og var þeim mjög vel tekið. Einnig komu þar fram margir þekktir skemmtikraftar frá hin- um ýmsum löndum og þáðu þeir litla sem enga greiðslu fyrir vinnu sina, þar sem allur ágóði skemmtunarinnar rann til fatl- aðra barna. Skömmu eftir opnun dansleiksins voru gestir, milli 2000—3000 talsins, beðnir um að yfirgefa sali hússins, þvi ónafngreindur maður hafði hringt og tilkynnt að falin væri sprengja i byggingunni. Um 90 þjálfaðir öryggisverðir leituðu sprengjunnar, en þar sem engin sprengja fannst var dansleiknum skömmu siðar haldið áfram. Simon H. lvarsson og Siegfried Kobilza. < Q C Ph ó Filip, væri ekki dásamlegt ef viö rugluðum saman reitum okkar? a ? FAVITI! ■ / / V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.