Þjóðviljinn - 10.04.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 10.04.1981, Blaðsíða 11
Föstudagur 10. april 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 A morgun, laugardag kl. 14.00 veröur væntanlega fyrsti leikur Reykjavikurmótsins I knatt- spyrnu, en þó spila K.R. og Víkingur! Upphaflega átti mótiö aö hefjast siöastliöinn mánudag meö leik Þróttar og Vals, en vegna votviöris aö undanförnu hafa vellir borgarinnar veriö ókeppnishæfir. Góður þurrkur var i gær og ef hann helst md búast viö að knatt- spyrnumenn geti hafið sina alvöru keppnisvertið mjög fljót- lega. Jón Mgnússon aðstoðar- vallarstjóri sagði i gær, að Mela- völlurinn væri orðinn sæmilegur og að öllum likindum keppnishæf- ur nú um helgina. Um ástand Laugardalsvallar er litið hægt að fullyrða nú. Hann er orðinn þurr, en kalskemmdir koma ekki fram fyrr en fer að grænka. — Eya. Borðtennislandsliðið er tilbúið í slaginn Landsliö tslands i borötennis hcldur nú næstu daga áleiöis til Jifgóslavlu, hvar þaö mun taka þátt I Heimsmeistaramótinu. Strakarnir leika gegn Kanada, Pakistan, Jórdaniu, Kýpur, Brasiliu, Möltu og Uruguay. Stelpurnar leika gegn Macao, Nigeriu, Kólombiu, Skotlandi og Sómalíu. Landsliðskrakkarnir hafa æft af kappi upp á slðkastið og á æf- ingu I þessari viku smellti —gel mynd af þeim: Strákar f.v.: Hilmar Konráðsson, Einar Einarsson og Hjálmtýr Haf- steinsson. Stelpur f.v.: Ragn- hildur Sigurðardóttir, Guðbjörg Stefánsdóttir og Ásta Urbancic. Þaö er fyllsta ástæöa til aö hvetja alla áhugamenn um sklöagöngu aö taka þátt I Bláfjallagöngunni. / Viðavangshlaup Islands á Selfossi Mætið á stígvélum Viöavangshlaup tslands fer fram á svonefndu Merkilandstúni á Selfossi næstkomandi sunnudag kl. 14. Keppt veröur I sjö flokkum og hljóta þrir fyrstu I hverjum flokki verðlaun. Þá veröa og veitt verölaun fyrir fljótustu 4 og 10 manna sveitir og elstu 5 manna sveit karla. Einnig veröur elsti keppandi er lýkur hlaupinu verölaunaður. Hér á eftir fer svo timaseðill og vegaleagdihverjum flokki: kl. 14 stelpur (l,5km), 14:15 strákar (l,5km), 14:30 telpur (l,5km), 14:45 piltar (l,5km), 15:00 konur (3,0km), 15:20 sveinar og drengir (3,0km), 15:40 karlar (8,0km). Þvi má svo hér viö bæta, að' áhorfendur-, starfsmenn og blaðamenn eru beðnir um að koma vel búnir til fótanna þvi að votlent er á staðnum. — G Arni Indriöason át tistórgóöan leik meö Vlkingsliöinu I gærkvöldi og skoraöi 4 mörk. Laufléttur sigur Víkrnga 27-19 Víkingur áttickki i ýkjamiklum vandræöum meö að tryggja sér sæti I úrslitum bikarkeppni HSl I gærkvöldi þegar liöiö lagöi Fram aö velli meö 8 marka mun, 27—19. Leikurinn var jafn og spenn- andi i byrjun og virtust Framararnir liklegir til þess að veita hinum harðskeyttu Viking- um harða keppni, 1—1, 3—3, og 0—6. Vikingur komst i 8—6, Fram minnkaði muninn strax, 8—7. Nú hreinlega sprakk Framblaðran, Vi'kingurbreyttistöðunni úr 8—7 i 13—8 á skömmum tima. Leikhlé. Bilið var einum of mikið til þess að Fram tækist að brúa það aö ráði og 4—6 marka munur hélst lengi frameftir hálfleiknum, 16—10, 18—14 og 21—16. Lokatölur urðu siðan 27—19 fyrir Viking. Markhæstir voru: Vikingur: Þorbergur 6, Páll 5, Ólafur 4 og Ami 4. Fram: Atli 4 og Hannes 4. Páll og Arni léku nánast óað- finnanlega i Vikingsliðinu. Þá átti Ólafur góða spretti. Sigurður Þorsteinsson, markvörður bar nokkuð af i Framliðinu: Atli barð- ist vel og Theodór kom nokkuð á óvart. — IngH Bláfjallagangan Næstkomandi laugardag kl. 2 e.h. er ætlunin aö hafa skiða- göngu fyrir almenning. Gengnir veröa 16 km frá Bláfjöllum til Hveradala um Þrengsli. Þarna er um létta leið að ræða og fólk eindregið hvatt til að mæta. Þátttökugjald er 70 kr og greiðist á innritunarstað, þ.e.a.s. á skrifstofu Skiðafélags Reykja- vikur að Amtmannsstig 2, föstu- daginn 10. april kl. 18—21, eða i allra siðasta lagi kl. 12 á laugar- dag við Bláfjallaskála. —G Danirnir sigruðu Danska liöið Virum sigraöi Hauka i vináttuleik I handbolta I Hafnarfiröi meö 24 mörkum gegn 22. Danskurinn haföi yfir I hálf- leik 13-8. — IngH Reykjavíkurmótið hefst á morgun jÞróttarsigur Hinir ungu leikmenn HK úr Kópavogi veittu Þrótturum harða keppni, þegar liöin mættust I undanúrslitum bikarkeppni HSÍ i gærkvöldi. Þrótti tókst samt aö merja sigur, 15-11, og tryggja sér þar meö þátttökurétt i Evrópu- keppni bikarhafa aö ári, þvl hitt liðið I úrslitunum, Vlking- ur mun keppa i Evrópukeppni meistaraliða. Þróttur komst i 4-0 i byrjun leiksins i gærkvöldi, en af harðfylgi tókst HK að jafna 5- 5. Staðan i hálfleik var slðan 7- 6, Þrótti i vil. Barningurinn hélst fram- undir miðjan seinni hálfleik, 10-8, en þá skoraði Þróttur 3 mörk i röö, 13-8, og nánast tryggði sér sigurinn, 15-11. Siguröur Sveinsson (nei, ekki sá) skoraði 5 mörk fyrir HK og hann ásamt Einari, markverði, voru bestir i HK- liðinu. Páll skoraði 8 af mörk- um Þróttar. — G. Unglmgarnir á NM-mót Unglingalandsiiöiö i handknatt- leik (18 ára og yngri) heldur i lok aprilmánaðar til Sviþjóöar og tekur þar þátt i Noröurlandamót- inu. Liðið er þannig skipaö: Markverðir: Hallur Magnússon, Vikingi Gisli F. Bjarnason, KR Haraldur Ragnarsson, FH Aðrir leikmenn: Óskar Þorsteinsson, Vikingi Einar Magnússon, Vikingi Hermann Björnsson, Fram Hinrik Ólafsson, Fram Björgvin Guðmundsson, FH Óttar Matthiesen, FH Guðmundur Albertsson, KR Aðalsteinn Jónsson, UBK Asgeir Asgeirsson, Val Geir Sveinsson, Val Jakob Sigurðsson, Val Þorsteinn Jóhannesson er aðal- þjálfari liðsins og honum til að- stoðar er Gústaf Björnsson. Stór hópur á Kalott Ar hvert velur Frjálsiþrótta- sambands tslands landslið til þátttöku m.a. I Kalott-kcppninni og Norðurlandameistaramóti unglinga. Þar sem timabil frjáls- iþróttamanna er nú u.þ.b. aö hefj- ast hafði Þjóöviljinn samband viö Magnús Jakobsson stjórnarmann FRl, og spurðist fyrir um þessi mót. Magnús sagði að Kalott-keppni komandi sumars yrði haldin i Finnlandi helgina 25.-26. júli. Þar sem Norðurlandameistara- mótunglinga yrði næstu helgi,þar á eftir væri meiningin að sameina þessar annars tvær ferðir i eina. Með þvi móti ætti að draga tölu- vert Ur kostnaði þessu samfara. Aðspurður um fyrirkomulag mótanna sagði Magnús, aö engin breyting yrði á Kalott-keppninni. Hinsvegar yrði væntanlega breyting á þátttöku Islendinga i Norðurlandameistaramóti ungl- inga. Undanfarin ár hafa Islend- ingar og Danir teflt fram sam- eiginlegu liði og svo verður áfram. Hinsvegar er nU ætlunin að velja sterkasta, sameiginlega lið þessara tveggja þjóða. Það er þvi ekki lengur sjálfsagt að hvor þjóðin eigi einn keppanda i grein. Þessi breyting kynni þvi að verða á kostnað tslendinga, ef miðað er við árangur undanfarinna ára. — G S íþróttir|2 í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.