Þjóðviljinn - 10.04.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.04.1981, Blaðsíða 5
Föstudagur 10. aprll 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 „Bókin er unnin i óþökk þeirra sem um er fjallaö”. —Frlmúrari á leiö til fundar. Saga áhrifa- mikils leyni- félagsskapar Ot er komið fyrra bindi bókar sem hefur drjúga Morgunkaffi Rauðsokka Kjaramál fóstra Gestur í morgunkaffi RauBsokka á laugardag veröur að þessu sinni Kristin Kvaran formaður Fóstru- félagsins. Það hefur mikið verið um að vera hjá fóstrum undanfarna mánuði. Þær hafa náð nokkrum árangri úti á iandi, en hér i Reykja- vík standa mál þannig að fóstrur hafa sagt upp frá og með 1. maí. Hvað er að ger- ast hjá fóstrum, aö hverju stefna þær, hvers konar upp- eldi viljum við veita börnum á dagvistarstofnunum? Þessi mál verða rædd á laugardag kl. 12 á hádegi i Sokkholti Skólavörðustfg 12 og þar verður kaffi og með- læti á boðstólum. Fundur um máefni þroska- heftra i kvöld kl. 20 verður hald- inn á K jarvalsstöðum á veg- um Junior Chamber kynn- ingarfundur um málefni þi-oskahcftra og verður þar fjallaö um atyínnu- og mcnntunarmál þörskaheftra og uppbyggingu' þjónustu- stofnana. Andrés B. Sigurðsson landsforseti JC setur fundinn, Friðjón Þóröarson dóms- málaráðherra flytur ávarp, Egill Sktlli Ingibergsson borgarstjóri fjallar um at- vinnumálin, Eggert Jó- hannesson læknir um þjón- ustustofnanir og Magnús Magnússon sérkennari um menntunarmálin, en siðan verða pallborðsumræður. Fundarstjóri verður Asgeir Gunnarsson. möguleika á að valda þó nokkru f jaðrafoki með því hún fjallar um „viðkvæmt" efni, eins og það heitir, m.ö.o.: leyni- félagsskapinn Frímúrara- regluna. Bókin heitir Bræðrabönd og er eftir Olfar Þormóðsson, sem áður hefur gefið út fjórar skáldsögur. Höfundur hefur þegar vakið athygli blaða á því, að svo virðist sem nokkur hrollur fari um menn í nálægð slíkrar bókar — að minnsta kosti treystu bókaf orlög sér ekki ti! að taka hana til út- gáfuog gefur Úlfar bókina út sjálfur. I formála segir Olfar m.a.: „Frimúrareglan er heims- hreyfing. Hún er hvorki skáta- félag né hjálpræðisher. Hún er heldur ekki glæpamafia. Hún er félagsskapur allra valdamestu manna hérlendis og erlendis. Innan hennar raða er að finna æðstu menn framkvæmdavalds, löggjafarvalds og dómsvalds. Allir valdaþræðir þjóðllfsins tvinnast saman innan hennar. Með frímúrurum hafa verið tekn- ar stjórnmálalegar ákvaröanir, sem djúpt markar fyrir enn I islensku þjóölifi og reyndar mannkynssögunni allri”. I fyrra bindi bókarinnar er fyrst rakin veraldarsaga Fri- múrarahreyfingarinnar og gefin sýnishorn af heimspeki hennar og helgisiðum. Þá er kafli um sögu islenskrar Frimúrarahreyfingar allt til ársins 1945. Siðan er skrá (myndskreytt) yfir þá sem gerst höföu frimúrarar fyrir 1960 og siöan kafli um mannaskipti i forystusveit og embættismanna- tal reglunnar. í seinna bindi verður saga is- lenskra frlmúrara 1945—80, nafnaskrá yfir þá sem gengið hafa i regluna eftir 1960. 1 sér- stökum kafla „verður sagt frá samskiptum frimúrara viö aðra heima”. Þar verður og grein frá öðrum „karlaklúbbum”, svo sem Oddfellow, Rotary ofl. og dregnar saman ályktanir af verkinu. Von er á seinna bindi eftir 6—8 vikur. „Otgáfan er þó bundin þvi, að ekki verði brugðið fyrir hana fæti með einum eða öðrum hætti,” segir höfundur i formála. Fyrra bindið er 216 bls. Fyllt upp í fjöruna við Faxaskjiol Ibúunum kynnt málið á næstunni Einhvern næstu daga mun ibúum i vesturbænum veröa kynnt hugmynd sem uppi er um stórfellda uppfyllingu I fjörunni á mótum Ægissiöu og Faxaskjóls. Umhverfismálaráð hefur lagt tö aö mold sem hlaðist hefur upp vegna byggingaframkvæmdanna við Eiösgranda verði notuö til að fylla upp i heldur óhrjálega fjör- una meö það fyrir augum að það verði útivistarsvæöi. Umhverfismálaráð ákvaö að láta gera uppdrætti af svæðinu og kynna þá siöan ibúunum i grenndinni Er nú verið að vinna það verk hjá Borgarverkfræðingi og I framhaldi af þvi verða hengdir upp uppdrættir i verslúnum i vesturbænum til að ibúunum gefist kostur á að mynda sér skoöanir á fram- kvæmdunum og koma athuga- semdum sinum og tillögum um það sem betur mætti fara á fram- færi. Skrifstofa Borgarverk- fræðings veitir öllum athuga- semdum viðtöku. Þarna gefst Ibúunum sem sagt kostur á að kynna sér skipulags- hugmyndir varðandi næsia um- hverfi þeirra á frumstigi og ætti að vera óþarft að hvet ja þá til að nota sér það. Framleiðsla steypustáls Getur skilað arði „Ef stjórnvöld eru reiðubúin að vernda framleiðsluna timabundið fyrir verðfellingu (dumping) erlendra framleiðenda þannig að verksmiðjan búi við svipað af- urðaverð og erlendir fram- leiðendur i sinum heimalöndum cr rekstrargrundvöllur verk- smiðjunnar tryggöur. Að öðrum kosti gæti orðið um timabundna erfiðleika að ræða”. Svo segir I skýrslu, sem verk- efnastjórn iiðnaöarráðuneytisins um stálbræðslu hefur nýlega sent frá sér. í verkefnisstjórninni áttu sæti: Haukur Sævaldsson frá Stálfélaginu hf., Jafet Ólafsson frá iðnaðarráðuneytinu, Sveinn Erling Sigurðsson frá Seðlabank- anum og Friðrik Danielsson frá Iöntæknistofnun Islands. I skýrslunni er gerö grein fyrir áætlun um islenska steypu- styrktarstálframleiðslu. Innan- landsmarkaður fyrir steypu- styrktarstál er talinn vera nú um 13þús. tonn á ári. Reiknað er með 2,1% árlegri aukningu hérlendis á notkun stálsins næsta áratug, en hún var 5% á árunum 1970—1980 og aö markaöshlutdeild verk- smiðjunnar innanlands veröi um 90%. Ef framleiösla hæfist 1983 yrði framleiöslumagnið fyrsta árið 12700 tonn. Ekki er reiknað með útflutningi. Fyrstu árin, á meðan innlend brotajárnsframleiðsla er aö komast á skrið, er reiknað með að verksmiðjan kaupi 40% af brota- járninu erlendis frá. Þaö hlutfall á siöan að lækka jafnt og þétt og á milli áranna 1988 og 2000 er áætlað að til falli hérlendis að meðaltali 15 þús. tonn af nýtilegu brotajámi árlega. Meöan á byggingu verksmiðj- unnar stendur er hugsanlegt að keyptar yrðu birgðir af innlendu brotajárni sem myndu gera inn- flutning óþarfan t.d. fyrstu3árin. Stofnfjárþörf verksmiðjunnar er áætluö 67,7 milj. S.kr. Gerðar eru kröfur til að fjárfestingin skili sér á 15 árum, (endingartimi verksmiðjunnar veröi 15 ár) og að meðaisöluverð stálsins verði 2187 S.kr. /tonnið, frá verksmiðju. Afkastavextir fjárfestingarinnar á 15 ára rekstrartimabili eru áætlaöir um 10,6% á föstu verð- lagi. Haldist meðalverð siðustu 2 ára allt rekstrartimabilið verða afkastavextir 8% en ráö er fyrir þvi gert, að stálmarkaðurinn, sem nú býr við offramleiðslu og lágt verð, nái jafnvægi um miðjan áratug. Muni verð þvi hækka_ á alþjóðam arkaði og þá um léið afkastavextir verksmiðjunnar. Verkefnisstjórnin segir kosti verksmiðjunnar, þá, sem ekki hafi verið metnir til fjár i áætlun- inni vera m.a. þessa: 1. Umhvefisbætandi áhrif, þ.e. nýtir brotajárn, sem annars safnast fyrir. 2. Aukin atvinna i landinu. 3. Eykur öryggi hvað varðar aðdrætti grundvallar-byggingar- efnis. 4. Gjaldeyrissparandi áhrif. 5. Eykur fjölbreytni atvinnu- lifsins og inn flyst þekking um grundvallar iönaðarstarfsemi. Ókosti innlendrar framleiösiu telur verkefnisstjórnin fyrst og fremst geta^orðið þá, aö þegar erlendur sta'liðnaður á I erfið- leikum, gæti um skeið orðiö hærra verðlag á innanlands- markaöi miðað viö það sem yrði ef um væri að ræða verðfellingu erlendra framleiðenda. Ef stjórn- völd gripu til verndunaraðgeröa myndi verð þannig hækka eða haldast hátt en þó trúlega aðeins um takmarkaðan tima. Niðurstöður verkefnisstjórnar- innar eru þær að verksmiðja þvi- lik sem hér um ræðir, geti skilað v i ð u n a n d i arði og reynst býsna stöðugt fyrirtæki. —mhg VlÐ S' tv.kkuMör\J- Nýr og stærri Matvörumarkaður á 50% stærri gólffleti en áður. Stóraukið kælirými fyrir ferskar kjötvörur og meira vöruúrval á flestum sviðum. Tvöfalt fleiri afgreiðsluborð þýðir skjótari og betri afgreiðslu. í tilefni stækunarinnar bjóðum við sérstakt PÁSKATILBOÐ Páskaegg með 20% aislætti T.d. páskaegg, sem venjulega kosta kr. 105.00, kosta nú hjá okkur aðeins kr. 84.00. BJÓÐUM ALLAR VÖRUR MARKAÐSVERÐI FÖSTUDAGSKYNNING: í dag kl. 2—8 kynnum við Sanitasdrykkina og a nerisku DELUXE kökurnar. Opið til kl. 10 i kvöld og til hádegis á morgun. MAT V ORUM ARK AÐUR Hringbraut 121 s. 10600/28602

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.