Þjóðviljinn - 10.04.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.04.1981, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 10. aprll 1981 UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Kitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Áuglýsingastjóri: Þorgeir Ólafsson. Umsjónarmaður sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Afgreiðslustjóri: Valþór Hlööversson Blaðamenn: Álfheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son. íþróttafréttamaður: lngólfur Hannesson. Þingfréttaritári: Þorsteinn Magnússon. útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karisson, Gunnar Eliasson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guörún Guövarðardóttir, Jóhannes Haröarjon. Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir. Símavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Sfðumúla 6, Reykjavik, simi 8 13 33. Prentun: Blaðaprent hf.. Einn þrettándi • f fyrradag var felld í efri deild Alþingis tillaga frá þingmönnum stjórnarandstöðunnar um að heimila ríkis- stjórninni lántöku vegna væntanlegrar f lugstöðvarbygg- ingar á Keflavíkurflugvelli. Tillagan féll á jöfnum at- kvæðum í efri deild. Boðað hefur verið að sams konar tillaga verði flutt í neðri deild þegar lánsfjáráætlun kemur þar til umf jöllunar næstu daga. • Margar opinberar framkvæmdir kalla að í okkar landi, en hér er ekki hægt að gera allt í einu. • Stjórnarandstæðingar hafa að undanförnu gagnrýnt ríkisstjórnina harðlega fyrir of miklar erlendar lántök- ur. Þeim mun undarlegra er að heyra hróp þeirra nú um að þegar verði að bæta nýrri flugstöðvarhöll á Kef lavíkurf lugvelli á f ramkvæmdalistann. Sú flugstöð sem hönnuð hefur verið kostar a.m.k. um 30 miljarða gamalla króna. Ekki verður hjá því komist að bera þessa upphæð saman við það f jármagn, sem ætlað er til fram- kvæmda í f lugmálum hér almennt þetta árið samkvæmt f járlögum. Þar er um að ræða tæplega 2/3 miljarða gam- alla króna samtals í framkvæmdir við alla flugvelli landsins og leiðarþjónustu. • Þettaer aðeins einn þrettándi hluti þess sem höllin á Kef lavfkurf lugvelli á að kosta. • Allir sem nokkuð þekkja til samgangna í okkar landi vita að langf lestir flugvallanna vftt um landið eru mjög vanbúnir og öryggi þeirra margra í lágmarki. Fyrir fáum árum var gerð um það áætlun hvað kosta myndi að fullgera f lugvellina íöllum kjördæmum landsins og bæta líka við varaflugvelli fyrir millilandaflug. Samkvæmt upplýsingum Flugráðser þessi kostnaður færður til nú- virðis samanlagt tæplega 28 miljarðar gamalla króna, eða nokkru lægri talaen f lugstöðvarhöllin á Keflavíkur- flugvel li á að kosta. • Þeir sem heimta að á Keflavíkurflugvelli rfsi 30 miljarða flugstöðvarhöll á allra næstu árum verða að svara ýmsum spurningum. • Á að bæta þessum 30 miljörðum við þær erlendu skuldir sem fyrireru? • Ef ekki, — á þá að skera niður aðrar framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru fyrir lánsféog þá hverjar? • Vilji menn á annað borð verja 30 miljörðum á næstu árum til að bæta flugsamgöngur hér á landi, þá er enn spurningu ósvarað. • Hún er þessi: — Hvers vegna í ósköpunum á þá endi- lega að kasta þeim f jármunum í höli á Keflavíkurflug- velll fremur en nota þá í þau mikilvægu verkefni er varða okkar innanlandsf lug og Flugráð hef ur gert tillög- ur um? Hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins spurt kjósendur sína úti um allt land, fólk sem háð er erf iðum og ótryggum f lugsamgöngurrvum þetta? Ef ekki, þá ættu þeir að gera það strax, áður en málið kemurtilafgreiðsluí neðri deild! • Og komist einhverjirað þeirri niðurstöðu, að það sé óhóf að verja upphæð sem svarar einni f lugstöðvarhöll á Kef lavíkurf lugvelli til að byggja upp boðlega flugvelli vítt um landið, — skyldu þá ekki vera hér aðrir þættir samgöngumálasem skynsamlegra væri að verja þessum fjármunum til, heldur en kasta þeim í hallarbyggingu? — Eða hvað halda menn að væri hægt að gera f yrir vega- kerfi landsinsfyrir slíka upphæð? Menn skulu muna vel, að þótt talað sé um „flugstöð í tvennum tilgangi", þá verður ekkert byggt f yrir peninga, sem búið er að verja í. annað. • — En er það ekki bandaríski herinn, sem á að borga f lugstöðina? — spyr sjálfsagt einhver. • Meðan islendingar voru fátækari en þeir eru nú, þótti þaðaldrei viðhæfi að bjargálna menn segðu sig til sveitar. Við skulum vona að þeirrar sómatilfinningar gæti enn nokkuð víða. islensk f lugstöð kemur bandarfska hernum ekkert vi& — ekki frekar en Þingvallavegurinn. • En setjum svo að hér væri komin önnur ríkisstjórn, ríkisstjórn, sem gjarnan vildi láta bandarfska herinn borga þau 40% af kostnaði við flugstöðvarhöllina, sem hann hefur boðist ti I að greiða gegn skilyrðum. Skyldi þeim nær 20 miljörðum gamalla króna, sem þá kæmi í okkar hlut að borga til hallarbyggingarinnar ekki líka vera betur varið að sinni í aðra þætti okkar samgöngumála? —k. klipp€~’ * in Urklippur Vopnasalinn Þaö sem viö skrifum eöa les- um nií um stundir er i ríkum mæli tengt viö striö og friö og vopn. Oftast er umræöan bundin viö þaö sem risaveldin gera eöa láta ógert. En þaö er lika heil- mikiö á kreiki af hugmyndum og upplýsingum sem lúta aö Maharishi: minir menn komu á friöi... friöardraumum og stríösótta, sem berast um alllangt frá alfaraleiöum. A þetta er minnt þegar viö tiltektir á skrifboröi koma upp sérkennilegar Ur- klippur — og varöa sumar furöulegan barnaskap (kannski útsmoginn) og aörar dæma- lausa hunsku. Vitundartœkni Bæklingur kemur undan bunka: einhverntlma kom einn af erindrekum indversks hug- leiöingastjóra, Maharishi Mahes Jogi, meö prent þetta, prentaö meö gullnu letri á firna- göfugan pappir. Þetta er orö- sending frá Heimsstjórn Upp- lýsingaraldar, sem jóginn hefur stofnaö I Sviss. Þar er sagt frá „vitundartækni” sem er I þvi fólgin, aö nokkrir tugir snyrti- legra og velgreiddra lærisveina i innhverfri Ihugun sest aö I höfuöborgum landa þar sem ófriölegt er og skapa meö þvi „jákvæö þróunaráhrif sem gagnsýra öll lifsstig umhverfis- ins” meö þelm afleiöingum aö „spenna og neikvæö afstaöa hverfa sjálfkrafa Ur samvitund samfélagsins á viökomandi staö”. Þetta höföu lærisveinar Maharishi veriö að stunda i nóvember 1978 i Miö-Ameriku, Austurlöndum nær (Israel, Libanon), i Iran, i Suöur-Afriku og í Suöaustur-Asiu. Og sjá, segir skýrslan, á öllum þessum svæöum hefur dregiö lir spennu og ofbeldi „heimsfriöi hefur veriö náö og meiriháttar ofbeldi ásamt meö fjöldaþjáningum hafa horfiö af yfirboröi jaröar....” Þaö er óþarfi aö minna blaöa- lesendur á þaö hvernig þessi heimsfriöur hugleiöingameist- aranna reyndist: á þaö sem siöar hefur gerst I E1 Salvador og Guatemala, I Libanon, I íran og Irak og þar fram eftir götum. En ef menn halda, aö þeir sem trUa á „vitundartæknina” hafi þar meö oröiö fyrir von- brigöum, þá misskilja þeir hinir sömu hina undarlegu vegi tníarþarfa. Lærisveinar jðgans munu vafalaust skáka öllum Iglósum meö þvi aö segja sem svo: já — en rf viö heföum bara ■ verið fleiri og hugleitt ^ lengur.... Á hinum enda úrklippusafns- ins er samtal viö ungan Banda- rikjamann sem ku vera mesti vopnasali heims (fyrir utan rikisstjórnir náttúrlega). Hann heitir Sam Cummings og var fyrir skömmu i Sviþjóö aö kaupa um hundraö þúsund skot- vopn af gömlum birgöum sænska hersins. Fyrirtæki hans Interarms.á sér 12000 fermetra vopnageymslu i Bretlandi og þar fæst allt sem hugurinn girnist. Viöskiptin ganga vel eins og ráöa má af þvi, aö um áramót átti Cummings um milj- ón skotvopn á lager, en nú á hann aðeins 20 þúsund eftir. Um vopnamarkaö heimsins segirhann „I raun og veru getur hver sem er keypt hvaöa vopn sem er f hvaöa tilgangi sem er, en þaö eru fáir sem geta afhent vopnin fyrirvaralitið”. Og þar koma einkaframtaksmenn eins og Cummings inn i myndina, með góö sambönd i allar lög- legar og ólöglegar áttir, tilbúnir meö vopn i borgarastriö i Libanon eða Angóla eöa E1 Salvador, vopn handa vinstri- sinnum og hægrimönnum, glæpamönnum og dýrlingum, vélbyssur hefur hann og skammbyssur, handsprengjur og jafnvel gamaldags flugvélar. Cummings býr I lúxusvillu I Monte Carlo eins og hákarli af hans tegund sæmir og heim- speki hans er á þessa leiö: „Mér finnst ekki ég beri meiri ábyrgö á þvi sem fólk gerir viö vopnin, en bilasalar bera á af samviskuástæöum (og eins þótt þeirséu reiöubúnir til þegn- skylduvinnu). Þeir menn sem þannig er ásatt um veröa nefni- lega aö koma fyrir sérstaka nefnd og færa sönnur á aö sam- viskuástæöurnar séu þeim alvörumál. Og I nefndunum sitja menn, sem eru yfirleitt herskáir mjög og eftir þvi afar ófúsir aö viöurkenna, aö umsækjendur um samvisku- undanþágu meini þaö sem þeir segi. Auglýsing frá Cummings; hægt er aö kaupa hvaö sem er. Þungur róður Furöulegt dæmi um þetta var einmitt rakiö I vikublaöinu Eflst þér um að við skiljum samviskuvanda yöar, ungi maöur? bilum sinum, sem einnig veröa fólki aö bana — ekki satt?”. Sem minnir okkur á, aö það hefur aldrei veriö meiriháttar samviskuvandamál aö fylgja visku markaöslögmálanna. Ég er ekki með Og svo eru þeir einstaklingar sem upp koma hér og þar um heiminn og reyna hvorki aö selja friöareflandi hugleiöslu né vélbyssur, en segja fyrir sina parta: ég ætla ekki að vera meö. Viö þekkjum einn þeirra mæta- vel: Gervasoni, þann sem ekki vildi I franska herinn. 1 Spiegel var fyrir skemmstu minnt á það, aö Gervasoni er ekki einn á báti: um 25 manns i Vestur - Þýskalandi hafa á undanförnum 4 árum neitaö bæöi herþjónustu og svo borgaralegri þegn- skylduvinnu (t.d. á elli- heimilum) sem þeir hafa átt nokkurn kost á, sem ekki vilja gegna herþjónustu af samvisku- ástæöum. Eiga þessir menn yfir höföi sér langa fangelsisvist, jafnvel i tvigang, og sumir sitja þegar inni. En þaö sem er undarlegast viö þetta allt er i raun og veru hve erfittþaö er aö fá þaö viöur- kenntaö menn vilji ekki i herinn Spiegel á dögunum. Þar segir frá ungum manni frá Bremen, sem kom fyrir dómnefnd. Þaö kom á daginn aö hann haföi öku- réttindi og keyröi bil. Þá spuröi nefndin hvort hann geröi sér ekki grein fyrir þvi, aö með þvi aö aka út á þjóöveg gæti hann stefnt mannslifum I hættu— rétt eins og ef hann tæki sér vopn i hönd! Jú, hann kvaö svo vera. Hann sagöi líka, aö þaö yröi sér mjög mikiö áfall ef hann yröi manni að bana i umferðinni. Fór nú nefndin aö þvæla honum út I samanburö á þessu tvennu (samanber þaö sem vopnasal- inn hundinglegi sem áöur var vitnaö til, sagöi um vopn og bila). Sam viskunefndin sagöi sem svo: ef þér er alvara meö aö neita aö bera vopn á meðbræöur þfna, þá ættir þú alveg eins aö hætta við aö keyra bil! Ungi maðurinn vildi ekki fallst á aö þetta væri alveg það sama. Af þeim sökum var sá úrskuröur felldur, aö honum væri ekki alvara með umsókn sinni, hann heföi ekki hugsaö máliö nógu vel, fiann geröi sér ekki grein fyrir samviskumálum her- mennsku! Þaö er ekki laust sem fjand- inn heldur. —áb. •9 skorio

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.