Þjóðviljinn - 10.04.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.04.1981, Blaðsíða 7
Föstudagur 10. aprll 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 NIu af ellefu stofnfélögum Félags ísl. leirlistamanna, f.v.: Haukur Dór, Jónlna, Borghildur, Sigrún, Edda, Steinunn, Jóna, Gestur og EHsabet. — Ljósm.:— Ella. Leirlistamenn stofna félag Viljabrúa Dýrafjörd Stjórn Kaupfélags Dýrfiröinga hefur skoraö á þingmenn Vest- fjaröa, Vegagerö rikisins, og alla Vestur-lsfiröinga, að vinna ötul- lega að þvi að hafinn veröi undir- búningur aö vegagerö og brú yfir Dýrafjörð úr Lambadalsodda aö Kjaranstööum. Stjórnin bendir á i ályktun að hér sé mikið hags- munamál fyrir alla ibúa Dýra- fjarðar sem og nálægra byggöa og leggur áherslu á aö hér sé um aö ræða möguleikann á að halda opnum akfærum vegi allt áriö, sem og allmikla styttingu á vega- lengd. Samgöngumál eru sá þáttur er hvaö mesta þýöingu hefur fyrir æskilega þróun i at- vinnumálum, heilbrigðismálum sem og félagslegum samn- skiptum þessara byggöarlaga, segir i ályktuninni. Mest aðkallandi að auka miðlunar- getu Stjórn Sambands sveitarfélaga I Austurlandskjördæmi leggur I ályktun frá stjórnarfundi 31. mars sl. áherslu á aö bygging raf- orkuvera og flutningskerfis sé í samræmi viö þarfir vaxandi og fjölþætts atvinnulifs og stefnumó- tandi ákvaröanir veröi aö taka til langs tima með heildar hagsmuni þjóöarinnar að leiöarljósi. Vakin er athygli á aö nú séu þrlr virkj anakostir, hver i sinum lands- hluta, komnir á ámóta rannsókn- arstig. Hagkvæmnis samanburð- ur sýni aö Fljótdals- og Blöndu virkjun standi nær jafnfætis, en Sultartangavirkjun sé talsvert ó- hagkvæmari. AÖ fenginni reynslu siöastliöinna mánaða sé mest aökallandi að auka miölunargetu raforkukerf- isins, og gæta þess i framtiðinni að landsmenn verði ekki ofur- seldir virkjanakeðju sem nýtir einu og sömu miðlunina. Er i þvi sambandi minnt á hugsanlegar afleiðingar náttúruhamfara. „Höfuðkostir Fljótdalsvirkjun- ar eru stærð miðlunarlóna og hin mikla fallhæð, sem gerir það að verkum að hver litri vatns nýtist um 5-faIlt betur til orkufram- leiðslu en best gerist viö aðrar stórvirkjanir hérlendis,” segir siðan og bent er á aðra kosti hennar: „Virkjunin liggur utan eld- virkra svæða og jarðskjálfta- svæða. Engin deiiumál eru við rétthafa og hagsmunaaðila. Virkjunin tryggir rekstur byggðalinu og dregur úr flutn- ingstöpum. Orkuvinnslueiginleik- ar virkjunarinnar falla mjög vel aö markaösaöstæðum og auka orkuvinnslugetu þeirra virkjanna sem fyrir eru. Matthías á norsku í Noregi er nýkomið ut úrval af ljöðum Matthiasar Johannessen, i þýðingu ívars Orgland. Bókin ncfnist „Ask veit eg standa”, er 247 bls. að stærð og hefur þýðandinn skrifað formála. Ivar Örgland var sem kunnugt er sendikennari i norsku viö Háskóla tslands árum saman og lauk doktorsprófi þa&an 1969. Hann hefur verið ötull aö þýða islensk ljóð á norsku, og samtals hafa ljóðaþýðingar hans úr islensku komið út i 13 bindum. Ljóö eftir Matthias Johannes- sen hafa áöur birst á norsku i timaritum og i tveim safnritum, i þýðingu Orglands og Knut öde- gard. Fonna Forlag gefur út bók- ina Ask veit eg standa, en hún er prentuð og bundin i Prent- smiðjunni Odda h.f. i Reykjavik. Stofnað hefur verið nýtt félag, er ber heitið „Félag islenskra leirlistamanna”. Leirlist er ný- yrði, og er þvi ætlað að merkja það sem hingað til hefur verið nefnt leirkerasmiði eða keramik, cn bæði þessi orð eru ófull- nægjandi, að dómi stofnenda félagsins, sem eru 11 talsins. Félagsmenn boðuðu til blaða- mannafundar fyrir skemmstu og skýrðu frá markmiöum sinum, sem eru einkum fólgin i þvi aö efla leirlist á Islandi og kynna hana á innlendum og erlendum vettvangi. Hyggjast félagsmenn gangast fyrir samsýningum, þeirri fyrstu á listahátið 1982. Þá mun félagiö vinna að hagsmuna- málum leirlistamanna og stuðla að aukinni samvinnu þeirra á milli. Mjög hefur skort á þessa samvinnu hjá leirlistamönnum hingað til, og má segja að hver hafi verið i sinu horni, með sinn rándýra brennsluofn, og þurft aö standa sjálfur i innflutningi á hráefni. A fundinum kom fram, að rætt hefur verið um aö taka upp einhverskonar samvinnu, en henni hefur ekki verið fundið neitt fast form ennþá. I júli n.k. verður haldið mót að Hvanneyri, þar sem félagsmenn munu vinna saman að brennslu meö sérstakri aðferð sem nefnd er rakú.Þetta er gömul japönsk aðferö, sem felst i þvi að leirinn er tekinn gló- andi Ut úr ofninum og honum fleygt i hálm, gras eða sag eða eitthvað álfka, sem kviknar I. Við þetta myndast aska, sem blandast leirnum og einnig springur leirinn þannig að sér- kennilegar æðar myndast i hon- um. Eitt af mörgum verkefnum sem félagið hyggst sinna er að safna heimildum um sögu leirlistar á Islandi. Sú saga er enn óskráð. Leirbrennsla hófst ekki hér á landi fyrren um siðustu aldamót, en þá var komið á fót i Breiða- fjarðareyjum fyrstu leirbrennslu sem vitað er um hér á landi. Fyrsti leirlistamaðurinn sem eitthvað kveður að hér á landi er Guðmundur Einarsson frá Miðdal, sem byrjaði á þriðja áratugnum. Gestur Þorgrimsson og Sigrún Guðjónsdóttir, sem bæði eru meðal stofnfélaga hins nýja félags, hófu leirbrennslu 1948, og notuðu oingöngu islenskan leir. Hér á landi eru mörg efni sem nota má við leirbrennslu, svosem gjall og vikur, sem notað er i glerjung. Leirlistamönnunum á fundinum bar saman um að hér væri að miklu leyti um óplægðan akur að ræða, og hyggðu þeir gott til glóðarinnar að koma á sam- starfi sin á milli við ýmiskonar tilraunir með islenska leirinn. Stofnfélagar nýja félagsins eru þessir: Borghildur óskarsdóttir, Edda óskarsdóttir, Elisabet Haraldsdóttir, Gestur Þorgrims- son, Guöný Magnúsdóttir, Haukur Dór Sturluson, Jóna Guð- varðardóttir, Jónina Guðnadóttir, Kolbrún Björgúlfsdóttir, Sigrún Guðjónsdóttir og Steinunn Mart- einsdóttir. I stjórn félagsins eru Edda óskarsdóttir, Jónina Guðnadóttir og Steinunn Mart- einsdóttir. Einsog sjá má af þessari nafna- runu eru konur i yfirgnæfandi meirihluta i félaginu, og voru leirlistamenn spurðir hvort það væri dæmigert fyrir stéttina. Svo reyndist vera, og var hlutf allið 9 á möti 2 jafnvel talið of hátt, miðað við stéttina i heild. Það fer ekkert á milli mála að leirlist er „kvennalist” hér á landi, þótt svo sé ekki i öörum löndum. Reyndar er það nokkuö undarlegt, vegna þess að leirbrennsla er mesta puð, sannkölluð erfiðisvinna. Engu að siður voru til skamms tima eingöngu stúlkur i keramik- deild Myndlista- og handiðaskól- ans. Einna helst héldu menn að þetta stafaði af þvi að leirlist er öðrum þræði nytjalist, svipað og vefnaður. Karlmenn læra leirlist sem iðngrein, en konur læra hana sem listgrein. Að lokum skal þess getið hér að félagið þiggur með þökkum allar upplýsingar varðandi sögu leir- listar hérlendis á fyrri hluta aldarinnar. Þeim sem búa yfir slikum fróðleik er bent á að hringja i Steinunni Marteinsdótt- ur i sima 66194. — ih Páska- ferðir Ferða- félagsins Fsrðafélag tslands stendur að venju fyrir fjölbreyttum fcrðum innanlands um páskana, bæði lengri ferðum allt páskafriið og styttri dagsferðum. Fjórar ferfsr hef jast á skirdag og lýkur annan i páskum: 1) Hlöðuvellir— skiðaferð. Gist i skála Ferðafélagsins á Hlöðu- völlum, farið i ferðir á skiðum út frá sæluhúsinu. 2) Landmannalaugar — skiða- ganga. Farið á skiðum frá Sig- öldu, erfið ferð og einungis fyrir vant skiöagöngufólk. Gist i sælu- húsi F.I. i Landmannalaugum og farið i ferðir þaðan eftir þvi sem veður og aðrar aöstæður leyfa. 3) Þórsmörk. Gist i sæluhúsinu i Þórsmörk og farið i gönguferðir um nágrennið. Hentar öllum og þarf ekki nauðsynlega að hafa skfði með. 5 daga ferð. 4) Þórs- mörk (3 dagar).Sama tilhögun og i fimm daga ferðinni. 5) Snæfellsnes (5 dagar).Gist i Laugagerðisskóla, þar sem er sundlaug og aðstaða til eldunar, en fólk verður að hafa meö sér litla potta, hnifapör og diska. Gengið á Snæfellsjökul farið i fjöru og gengið á f jöll i nágrenn- inu. 1 þessari ferð verða tveir fararstjórar, til þess að auka á fjölbreytni gönguferða. Auk þessara lengri ferða hefur Ferðafélagið dagsferðir alla páskavikuna, sem hefjast kl. 13. Það eru léttar gönguferðir i ná- grenni Reykjavikur. Samtök heilbrigðisstétta: B-álman brýnust Vandamálin þó ekki leyst með stofnunum Samtök heilbrigðisstétta hafa sent frá sér eftirfarandi ályktun: Stjórn Samtaka heilbrigöis- stétta beinir þeim eindregnu til- mælum til borgaryfirvalda, að lögð verði áhersla á að koma upp sérhönnuðu húsnæði fyrir aldraða og aðra þá, sem vegna slyss eða sjúkdóma hafá skerta hreyfi- og starfsorku, þar sem m.a. eru upp- fylltar nútima kröfur fyrir endur- hæfingu, iðju og aðra starfs- aöstöðu i samræmi við þarfir, þekkingu og getu vistmanna. Eins og heilbrigöisþjónustu ör- yrkja og aldraðra er nú komið hér á höfuðborgarsvæðinu, er brýnast að B-álmu Borgarspítalans verði komið upp svo fljótt sem verða má. Hafi sú framkvæmd algjöran forgang hvaö varðar fjárfestingu spftalans, þannig að fjárskortur verði ekki látinn hamla þeim framkvæmdum. Samtökin telja rangt gagnvart öryrkjum og öldr- uðum, svo og fjárhagslega óhag- kvæmt aö verja fé til breytinga á óhentugu húsnæði fyrir slika starfsemi, sem getur leitt til þess að aðeins verði komið upp geymslurými fyrir þessa einstaklinga, sem litið á skylt við núti'ma vistheimili eða heil- brigðisstofnanir. Ahersla skal lögð á þau sjálfsögðu mannrétt- indi þessara hópa, að sérmenntað fólk sinni þessari þjónustu. Samtökin benda á, að vanda- mál aldraðra og öryrkja veröa ekki eingöngu leyst með stofn- unum. Hér þurfa að koma tií við- tækar félagslegar aðgerðir, þar með talin alhliða aukin aðstoð við þásem, eins og sakir standa, dvelja lftt sjálfbjarga i heima- húsum, hvort heldur er á eigin vegum eöa hjá ættingjum. 1 þessu sambandi ber að leggja megin áherslu á heimilishjálp og heimahjúkrun, dagvistun aldr- aöra, göngudeildarþjónustu og almennt aukna heilsugæslu”. 12. þing Æskulýðssambands Islands: Ræddl fjölmörg mál Nýlega var haldið i Reykjavik 12. þing Æskulýðssambands ís- lands. Skýrsla stjórnarinnar, löng og ýtarleg, bar þaö með sér, að Æskulýössambandiö hefur verið athafnasamt að undanförnu, eins og raunar ætið áður. Fjölmörg mál voru rædd á þinginu og um þau gerðar álykt- anir. Meðal þeirra má nefna: ályktun um langtimastefnu I at- vinnumálum, um útrýmingu vimuefna, um jafnrétti til náms án tillits til fjárhags eða búsetu, um Evrópuráð æskunnar, um baráttumál fatlaðra, um sam- starf Æskulýðssambandsins við aðra aðila, um framkvæmd al- þjóðlegs árs æskunnar 1985, um stofnun opinberrar nefndar, sem hefur það hlutverk að gera úttekt á stöðu isleiiskra æskulýðsmála, um hlutverk og starfshætti Æsku- lýðssambandsins, um norrænt samstarf um húsnæðismál og var þeirri ályktun visað til sam- bandsstjórnar til frekari umfjöll- unar, og um aðild Æskulýðssam- bandsins að sendinefnd Islands á Frá þingi Æskulýðssambandsins.Mynd:-gel allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- eiga sæti fulltrúar frá öllum að- anna. ildarfélögum en hún kýs svo Þá fór og fram kjör sambands- framkvæmdanefnd. Hinn nýi for- stjórnar og formanns til næstu maður er Guðmundur Bjarnason. tveggja ára. 1 Sambandsstjórn —- mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.