Þjóðviljinn - 10.04.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.04.1981, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 10. aprll 1981 Ráðherranefnd Norðurlanda Norræna menningarmálaskrifstofan i Kaupmannahöfn 1 Norrænu menningarmálaskrifstofunni i Kaupmanna- höfn eru lausar til umsóknar staða forstjóra, staða deildarstjóra i fræðslumáladeild, staða þýðanda/túiks (starfssvið einkum þýðingar og túlkun á finnsku úr dönsku, norsku og sænsku), svo og fulltrúastöður.Nánari upplýsingar um stöðurnar má fá í menntamálaráöuneyt- inu, sbr. og auglýsingu i Lögbirtingablaði nr. 35/1981. Umsóknarfrestur er til 29. april n.k., og ber að senda um- sóknir til Nordisk ministerrád, Sekretariatet for nordisk kulturelt samarbejde, Snaregade 10, DK-1205, Köbenhavn, K. Menntamálaráðuneytið 6. april 1981. Vísindastyrkir Atlantshafsbandalagsins 1981. Atlantshafsbandalagið leggur árlega fé af mörkum til að styrkja unga visindamenn til rannsóknastarfa eða fram- haldsnams erlendis. Fjárhæð sú er á þessu ári hefur kom- ið i hlut Islendinga i framangreindu skyni nemur um 140.000,00 kr, og mun henni verða varið til að styrkja menn, er lokið hafa kandidatsprófi i einhverri grein raun- visinda, til framhaldsnáms eða rannsókna við erlendar visindastofnanir, einkum i aðildarrikjum Atlantshafs- bandalagsins. Umsóknum um styrki af fé þessu — „Nato Science Fell- owship” — skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 20. mai n.k.. Fylgja skulu staðfest afrit prófskirteina svo og uppiýsingar um starfsferil. Þá skal og tekið fram hvers konar framhalds- nám eða rannsóknir umsækjandi ætlar að stunda, við hvaða stofnanir hann hyggst dvelja, svo og skal greina ráðgerðan dvalartima. — Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytiö 7. april 1981. ÚTBOÐ Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar ósk- ar eftir tilboðum i lagningu 5. áfanga dreifikerfis á Akranesi. 1 5. áfanga eru 0 20-0 200 mm viðar einangraðar stálpipur i plastkápu. Kerfið er einfalt og er skurðlengd alls um 7.9 km. Útboðsgögn verða afhent á eftirtöldum stöðum gegn 500 kr. skilatryggingu: 1 Reykjavik á Verkfræðistofunni Fjarhit- un h.f. Álftamýri 9 Á Akranesi á Verkfræði- og teiknistofunni s.f. Heiðarbraut 40. I Borgarnesi á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen Berugötu 12. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar Heiðarbraut 40 Akranesi þriðjudaginn 28. april 1981 kl. 13.30. • a i Blikkiðjan ▲ ^ Ásgaröi 7, Garöabæ I M u W onnumst þakrennusmiöi og ® uppsetningu — ennfremur 1 hverskonar blikksmíöi. r A 1 Gerum föst verötilboö U k ■ SÍMI 53468 | Járniðnaðarmeim Vegna stór-aukinna verkefna viljum við ráða plötusmiði, rafsuðumenn eða menn með reynslu i plötusmiði og/eða rafsuðu. Nánari upplýsingar gefnar i sima 20680. LANDSSMIÐJAN Örorkustyrksþegar sem náð hafa 62ja ára aldri: Ororkustyrkur þeirra hækkaður Svavar Gcstsson heilbrigðis- og tryggingamál aráðhcrra hefur lagt fram frumvarp til breytinga á tryggingalögum sem felur I sér tvenns konar breytingar. Fyrri breytingin felur í sér að hafi maður stundað sjómennsku i 25 ár eða lengur, skuli hann eiga rétt til töku ellilifeyris frá og með 60 ara aldri. Starfsár sjómanna skal i þessu sambandi miðast við að sjómaður hafi verið lög- skráður á islenskt skip eigi færri en 180 daga að meðaltali i 25 ár. Fyrir þinginu liggur einnig frum- varp um breytingu á lögum um lifeyrissjóð sjómanna til sam- ræmis við þetta. Síðari breytingin felur i sérað örorkustyrkþegi sem náö hefur 62 ára aldri, skuli njóta svo rfflegs styrks að svari jafnan fullum örorkulifeyri. örorkustyrkþegar eu þeir, sem skortir a.m.k. helm- ing starfsorku, en örorkulifeyris- þegar þeir sem skortir a.m.k. 3/4 starfsorku. Bilið milli þessara tvenns konar bóta er þvi oft stutt þótt bótaf járhæðir séu allt aðrar. Þeir sem hafa stundað sjómennsku f 25 ár eða lengur eiga samkvæmt frum varpinu að öölast rétt til ellilifeyris frá og með 60 ára aidri örorkustyrkþegi sem náð hefur 62ja ára aldri er þó i reynd oft ekkert betur settur en örorkulif- eyrisþegi yngri að árum og þvi erþessi breyting gerð á lögunum. — Þ Alþlngi samþykkir 3 þingsályktanir: Fjáhagsaðstoð vegna a&alískemmda Fyrir nokkru voru eftirfarandi þrjár þingsályktanir samþykktar á Alþingi: 1) „Alþingi ályktar aö skora á rikisstjórnina aö sjá til þess að Rannsóknarstofnun byggingar- iðnaðarins verði gert kleift að framkvæma nauðsynlega könnun á þvi, hvernig bcst veröi staðið að viðgerðum á alkaliskem mdum á stcynstcypu i húsum. Jafnframt skorar Alþingi á rikisstjórnina að skipa nefnd sem hafi það verkefni að kanna með hverjum hætti best verði fyrir komið f járhagsaðstoð við þá hdseigendur, sem leggja þurfa i mikinn viögerðarkostnað vegna alkaliskemmda á stein- steypu á hiisum sinum. Nefndin ljúki störfum sem fyrst og skal álit hennar sent Alþingi. Ef nauðsyn ber til sérstakrar laga- setningar i þessu efni skal rikis- stjórnin undirbúa slika löggjöf og pingsjá leggja fyrir Alþingi sem fyrst”. Flutningsmaður tillögunnar var Birgir tsleifur Gunnarsson. 2) „Alþingi ályktar að fela rikisstjórninni að beita sér fyrir, i samstarfi við Samband islenskra sveitarfélaga, aðfram fari athug- un á þvi eftir hvaða leiðum sé unnt að auka verulcga frá þvi sem nú er innkaup ríkis, sveitar- félaga og stofnana og fyrirtækja þeirra, er leiði til eflingar íslenskum iðnaði, og útboð verði notuð á markvissan hátt til að stuðla að iðn- og vöruþróun i landinu”. Flutnjngsmaður tillög- unnar var Eggert Haukdal. 3) „Alþingi ályktar að skora á rikisstjórnina að láta hið fyrsta kanna, hvort timabært sé að sett se'u hér á iandi almenn stjórn- sýslulög. I þvi skyni sé skipuð nefnd til að fjalla um þetta mál og semja um það frumvarp, ef ástæða þykir til. Skýrsla og tillög- ur nefndarinnar verði lagðar fyr- ir Alþingi eigi siöar en tveim árum eftir samþykki ályktunar þessarar”. Flutningsmaöur var Ragnhildur Helgadóttir. Alþmgi ályktar um skipulag varna gegn snjóflóðum og skriðum: Ríkisstjórn falið að semja frumvarp Nýlega samþykkti Alþingi þingsályktun um varnir vegna hættu af sjóflóðum og skriðu- föllum. Fyrsti flutningsmaður var Helgi Seljan, en aörir flutn- ingsmenn voru Árni Gunnarsson, Stefán Valgcirsson, Sverrir Her- mannsson og Stefán Jónsson. Til- lagan hljóöar svo: „Alþingi ályktar aö fela rikisstjórninni að undirbúa og leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um skipulag varna gegn tjóni af völdum snjóflóða og skriðufalla. Viö samningu lög- gjafarinnar verði m.a. höföi huga eftirfarandi atriði: a) „Staðið veröi skipulega að gagnasöfnun um snjóflóð og skriður sem fallið hafa og rann- sóknum á staðháttum og veður- farsþáttum á þeim stööum þar sem búast má viö hættu af völdum snjóflóða eða skriðufalla. A grundvelli slikra athugana verði landinu skipt i svæði meö tilliti til þessara þátta og settar verði reglur um nýtingu ein- stakra svæða. b) Við skipulag byggðar gildi sú meginregla aö byggja ekki hús til ibúöar eða atvinnurekstrar á svæðum, sem talið er af sér- fróðum aðilum aö snjóflóð eða skriðuföll geti náð til. Ekki verði hafin vinna viö skipulag vegna byggðar á nýjum svæðum fyrr en fyrir liggur úttekt og afstaða réttra aöila meö tilliti til ofan- greindra þátta. Sé talið óhjá- kvæmilegt að byggja á slikum svæðum liggi fyrir mðtaðar til- lögur um kröfur til bygginga, um varnarvirki, tilkostnað og fjár- mögnun við gerð þeirra, áður en afstaða er tekin til skipulagstil- lagna af yfirvöldum. c) Gerðar verði tillögur um varanleg varnarmannvirki fyrir byggð á hættusvæöum svo og fyrir mikilvægar samgönguleiðir, orkulfnur, hitaveitur og önnur mikilvæg mannvirki. d) Rannsóknum á þessu sviöi og fyrirbyggjandi varnaraö- geröum verði markaður ákveðinn sess f stjórnkerfi landsins og lagöur fjárhagslegur grundvöllur aö sliku starfi og mótaöar reglur um kostnaðarhlutdeild opinberra aðila i þvi sambandi. e) Tryggt verði að ekki sé haldið áfram mannvirkjagerð á liklegum hættusvæöum nema aö vandlega athuguðu máli eða uns viðunandi varnaraðgerðum hefur verið komið i framkvæmd. f) Á stöðum, þar sem byggð er risin og hætta er talin á snjó- flóðum, verði komiö upp eftirlits- og viðvörunarkerfi er tengist áætiun um rýmingu svæðanna þegar hætta er talin yfirvofandi. A þeim stöðum á landinu, þar sem snjóflóðahætta er mest, verði stefnt aö þvi að koma á fót svæðisstöðvum þar sem fylgst verði með veðurfari og öðrum þáttum, sem áhrif hafa á snjó- flóöa- og skriöuhættu, og safnað og miðlað upplýsingum til réttra aöila. g) Lögð verði áhersla á fræðslu og upplýsingar til almennings um þessi mál, bæði aö þvi er varðar byggð ból og feröalög og útivist utan byggöar, um hættu vegna snjóflóða og skriðufalla. Björg- unaraðilum i landinu verði kynnt undirstöðuatriði varðandi björg- un úr snjóflóöum og almenningi hversu bregðast skuli viö i slikum tilvikum og forðast hættur”.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.