Þjóðviljinn - 10.04.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.04.1981, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 10. april 1981 HAFNFIRSK MENNINGARVAKA fjórða • tíl • ellefta • apríl • 1981 i ctag__________ Föstudagur 10. apríl: Kl. 21.00. Dansleikur í samkomusal Flensborgarskóla: Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur fyrir dansi. Skemmtiatriði. q morqun Laugardagur 11. apríl: Kl. 14.00. Kvikmyndasýning í Bæjarbíói: Hafnarfjarðarmyndin, Þú hýri Hafnarfjörður. Kl. 17.00. Tónleikar í Hafnarfjarðarkirkju: Orgelleikur: Guðni Þ. Guðmundsson. Flauta: Gunnar Gunnarsson. Kórsöngur: Kór Öldutúnsskóla. Stjórn Egill R. Friðleifsson. A n ■■ ■■ ■■ ■■ □ Mii |i|llll!!lll!« is iii Garðabær — ^ Sumarvinna Áhaldahús Verkamenn vantar i sumarvinnu Uppl. gefnar hjá bæjarverkstjóra i áhaldahúsinu cið Lyngás. Vinnuskóli, leikja- og iþróttanámskeið Óskað er umsókna um starf forstöðu- manns vinnuskóla og 5—6 flokksstjóra, svo og leiðbeinanda við leiqja- og iþrótta- námskeið. Uppl. gefnar hjá bæjarritara. Umsóknir um fyrrgreind störf skulu hafa borist eigi siðar en 24. april nk. Bæjarritari Auglýsinga- og áskriftarsími 81333 DJOÐVHHNN Minning Gedhjúkrunar- frœðingar: Hvítabandið hentar vel Geðdeild Borgar- spítalans Fundur geöhjúkrunarfræöinga Leikstjórinn Lars Ahlin leiöbeinir leikurunum fyrir fruinsýninguna á Tom Sawyer. Fæddur 26.6 1907 — Kristján Eyfjörö fæddist 26. júni 1907 i ólafsvik. Foreldrar hans voru Agústina Matthias- dóttir og Guðmundur Guðmunds- son. Kristján flutti með foreldr- um sinum þegar hann var fjög- urra ára aö Vindási i Grundar- firði og fæddust þar tvö systkini Kristjáns. Lifsbaráttan byrjaöi að fullu hjá honum ungum þvi þegar hann er á ellefta ári deyr Guðmundur faðir hans úr lungna- bólgu og tekur Kristján þá viö framfærslu búsins meö móður sinni. Sjósókn hóf hann strax, og tekið var eftir þvi að hann fékk heilan hlut en ekki hálfan. enda var hann aldrei i lifinu hálf- drættingur. Kristján flytur með móður sinni og systkinum árið 1920 að Kviabryggju. Árið 1929 giftist Kristján Jó- hönnu Steinþórsdóttir frá Stykkishólmi. Jóhanna fæddist 12 ágúst 1907 og foreldrar hennar voru Steinþór Magnússon frá Elliðaey á Breiðafirði og Diljá Magnúsdóttir frá Lykkju á Kjalarnesi. Kristján og Jóhanna hófu búskap i Stykkishólmi en flytja ári seinna út að Kvia- bryggju. A vordögum 1931 flytja þau til Hafnarfjarðar þar sem þau setj- ast að að Smiðjustig 1 (nú Merkurgötu 13) og eiga margir minningar frá þeim hjónum i þessu litla húsi þar sem þó aldrei skorti plássið. Kristján stundaði sjó frá Dáinn 3.4. 1981. Hafnarfirði lengst sem vélstjóri á togurum. Kristján sigldi öll striðsárin en fór i land árið 1954. Hann varð fljótt félagi i Sjó- mannafélagi Hafnarfjarðar og var mörg ár i stjórn þess og for- maður var hann 1944—5. Segja má að félagið hafi staðið og fallið með þeim þeim harða armi sem var i kringum Kristján og heimili Kristjáns var skrifstofafélagsins. Jón Rafnsson lýsir vel i bók sinni Vor i verum lifinu hjá sjómönnum á þessum árum og heimilislifi þeirra og baráttu. Kristján var skeleggur baráttumaður fyrir Bæjarútgerö Hafnarfjarðar allt frá stofnun hennar 1931. Kristján vann auk þess við sjómannadag- inn i Hafnarfirði allt til dauða- dags. Eftir að Kristján hættir til sjós 1954 tekur hann upp venjulega verkamannavinnu og snýr sér einnig að baráttu verkamanna fyrir bættum hag. Jóhanna kona Kristjáns var honum mikil stoð og má segja að hann hefði aldrei getað gert svona margt og mikið ef ekki hefði notið hennar krafta og hagsýni. Þau Jóhanna eignuðust fimm börn en eitt misstu þau i æsku. Jóhanna lést 15. nóvember siðast liðinn. Kristján hóf snemma stjórn- málaafskipti, fyrst sem jafnaðar- maður, en með stofnun Kommún- istaflokksins gekk hann þangað yfir og siðar i Sameiningarflokk alþýöu, sósialistaflokkinn. Aldrei gekk Kristján i Alþýðubandalagið enda þótti honum það hafa of bleikan lit fyrir sinn smekk. Ætið var hann þó velviljaður þvi. Kristján var harður i baráttunni gegn herstöðvum á Islandi og veru landsins i NATO og þar lét hann aldrei deigan siga. Se^gja má að með Kristjáni sé fallinn i valinn einn af forgöngu- mönnum sósialista og verkalýðs- baráttu. Slikir menn lifa i hugum þeirra sem á eftir koma fyrir dugnað sinn og ósérhlifni. Við vottum aðstandendum Kristjáns samúð okkar. Baráttufélagar úr Hafnarfiröi Kristján Eyfjörð Guðmundsson Sœnskir áhugaleikarar i heimsókn Gera menningar- r dagskrá um Island sem haldinn var 23. mars mót- mælti þeirri ákvörðun borgar- yfirvalda að taka Hvitabandið undir hjúkrunardeild fyrir aldr- aða, án þess að framtið dag- og göngudeildarstarfsemi Geð- deildar Borgarspitalans, sem nú er þar til húsa, sé tryggð. 1 ályktun fundarins segir m.a. að með þessari ákvörðun sé verið að etja saman tveim hópum innan heilbrigðisþjónustunnar, en hvor- ugur hafi mátt sin mikils i kerf- inu. Þá segir aö Hvitabandið henti mjög vel til þeirrar starf- semi sem nú fer þar fram og mikilvægi hennar sé augljóst vegna aukinna möguleika á fjölbreyttri tilboöum i meðferö fólks með geðræn vandamái. Þá segir aö dýrar breytingar þurfi að gera til að hægt sé að nota Hvita- bandið sem hjúkrunardeild. I lok ályktunarinnar segir: ,,Um leið og við fögnum þeim áformum stjórnvalda að bæta úr neyð aldraðra, hörmum við að þær úr- bætur bitni á þjónustu fólks með | geöræn vandamál”. 1 gær kom hingað hópur áhuga- leikara frá Sviþjóð „Södertalje Teateramatörer”, en þeir hafa i tilefni norræna máiaársins hlotið styrk frá Norræna áhugaleik- listarráðinu (Nordiska ama- törteaterrádet) til gestaleiks á Húsavik. i leikflokknum eru 18 manns, og er um helmingur þeirra börn og unglingar, en auk þess eru meðí förinni 2 menn sem inunu skrifa um feröina og taka myndir, aúk þess sem þeir munu gera menningardagskrá um ís- land. A Húsavik verða haldnar tvær sýningar á leíkritinu „Ævintýri Tom Sawyers” eftir sögu Mark Twain, og verða þær laugardag- inn ll.aprilki. 15:00ogkl. 17:00 i iþróttahúsi barnaskólans. Auk sýninganna tveggja á Húsavik verður ein sýning i Reykjavik, i Norræna húsinu mánudaginn 13. april kl. 20:30. Meðan á dvölinni á Húsavik stendur mun leikurunum m.a. gefast tækifæri á að skoða bónda- bæ i nágrenni Húsavikur, og i Reykjavik er ætlunin aö fara i leikhús, skoða Kjarvalsstaði, Leiklistarskóla lslands og heim- sækja Jón Guðmundsson og skoða leikbrúður hans. Hallgrimskirkja: Undir þak á árinu? Gert er ráð fyrir, aö Hallgrims- kirkja öll verði fokheld undir lok þessa árs ef fjáröflun á árinu i gengur cins og vonast er til, en samkvæmt grófri áætlun þarf um | miljón króna til að Ijúka yfir- I byggingu kirkjuskipsins, sem er sá áfangi sem nú verður hafist handa um. Þetta kom fram hjá Hermanni Þorsteinssyni, formanni bygg- ingarnefndar, á vorfundi nefndarinnar, sem haldinn var með öllum þeim sem standa að byggingunni. svo og blaðamönn- um, i fordyri kirkjunnar á mið- vikudag. Hvernig þessi næsti áfangi gengur fer að sjálfsögðu ettir þvi hvernig gengur að afla fjár til verksins. Byggingarsjóður kirkj- unnar er nú svo til tómur og var lögð mikil áhersla á þörf kirkj- unnar fyrir almennan fjárstuðn- ing. Þvi má ætla að fram- kvæmdahraði verksins verði i réttu hlutfalli við „trúarhita” landsmanna! — KK/SR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.