Þjóðviljinn - 10.04.1981, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 10.04.1981, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 10. april 1981 Föstudagur 10. april 1981 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 9 UMBÆKUR Siglaugur Brynleifsson: íslenskar þjóðsögur Ólafur Daviösson: tslenzkar þjóösögur. Þorsteinn M. Jónsson bjd til prentunar. Bjarni Vilhjálmsson sá um útgáfuna. Þriöja útgáfa. Fjóröa bindi. Reykjavik. Bókaútgáfan Þjóö- saga 1980. Meö þessu fjóröa bindi lýkur út- gáfu þjóösagna Ólafs Daviös- sonar. Hér eru ævintýrin, sem skipt er i nokkra kafla, stjúpu- sögur, álagasögur, sögur um þrjár karlsdætur-, óskasögur oft. Stórlygasögur koma næst og þar getur landsfrægra stórlygara sem minna á sama fyrirbrigöiö erlendis, þar sem kunnastar eru sögurnar af Munchausen, ásamt fjölmörgum öörum sögum. Hér eru margir stórlygararnir nafn- greindir eöa sögur haföar um stórlygara eftir nafnkunnum mönnum. Kimnisögur fylgja siöan og siöan Kreddusögur og Fjarstæöusögur. Mikill hluti sagnanna er úr nágrenni höfundar og auk þess hefur hann margar kimnisögur og f jarstæöu- sögur eftir klerkum svo sem sr. Valdimar Briem ofl..t bókarlok er svo ágæt nafnaskrá yfir menn, drauga og vætti og er sú skrá hiö mesta,, þarfaþing fyrir þá sem vilja kynna sér auk manna ýmsa fræga drauga og afturgöngur, þarna má fletta þeim persónum upp og kynnast hverjum og einum. Einar Sigurösson hefur tekið þessa ágætu skrá saman og er hún unnin af stakri vandvirkni. Hann hefur einnig tekið saman flokka- og atriöaskrá, sem er einnig mikiö þarfaverk. Skrárnar i þessari útgáfu ættu aö vera öðrum þjóösagnaútgefendum til fyrirmyndar. í bókarlok eru siöan leiðréttingar. Það var mikiö nauösynjaverk að gefa Ut þjóðsögur Ólafs Daviös- sonar aftur. Fyrri útgáfurnar voru uppseldar og útgefanda þeirra var mjög annt um aö fá þær aftur gefnar út, og bjó hann þessa Utgáfu til prentunar. Þorsteinn M. Jónsson var mikill sagnasafnari sbr. Grimu, og hann lagöi alúð viö aö vinna verk sitt sem best eins og raunin hefur orðið. Þjóösögur eru tjáningar - eöa játningarrit um hugmyndir þjóö- arinnar fyrr á öldum, um lifiö og tilgang þess, rétt og rangt og um dulheima og þá sem þá byggja. Dularfulla fyrirburði skortir ekki og um verursem voru uppi i land- inu, en sem nú eru útdauöar, svo sem tröll og útilegumenn, þó er ekki nema rúm öld siðan harðar blaðadeilur voru háðar milli prests nokkurs á Hallorms- stað og annarra aöila um tilveru útilegumannabyggða. Trú á tröll var við lýði snemma á 18. öld, eins og sjá má i þjóðsögum og sögnum frá þeim tima og einníg i ritum læröra manna. Þessar þjóölegu mýtur eru ótæmandi hráefni fyrir listamenn og skáld og ættu ekki siður að geta oröiö efniviöur til rannsókna þjóöháttafræðinga og sálfræö- inga, en allt er þetta efni mjög vandmeðfarið og þarfnast mik- illar nákvæmni og mjög næms smekks hvort sem heldur er notað i fræðilegum tilgangi eða sem uppistaöa i listrænan vef. Þjóösagnaútgáfa hefur tekið miklum framförum á siðustu ára- tugum og ber þar hæst útgáfu Þjóðsagna Jóns Amasonar, sem kunnáttumenn hafa farið höndum um og gefnar hafa verið út af smekkvisi og stórhug. Bókaút- gáfan sem gefur nú út Þjóösögur Ólafs Daviðssonar gaf þær einnig út. Það er þakkarvert að þessar prelur fslenskrar menningar, þjóösögurnar, séu aö langmestu leyti gefnar út af aöila sem hugsar meira um vandaða vinnu en gróöa i' Utgáfustarfsemi sinni og sem bregst ekki smekkvisin i búningi safnanna. Hvað þýðfr orðið „hálfleiðinlegur” ? Meðal efnis í 2. bindi timarits- ins „islenskt mál og almenn mál- fræði” sem nýlega kom út hjá islenska málfræöifélaginu, er grein eftir Jón Hilmar Jónsson um merkingu forliöarins „hálf” i oröum einsog hálfdanskur og háifleiðinlegur. Ritið er 262 bls. aö lengd og hefur aö geyma greinar um málfræöileg efni eftir innlenda og erlenda fræöimenn. Grein er i ritinu eftir Eirik Rögnvaldsson um lengd islenskra samhljóða, önnur eftir Höskuld Þráinsson um svökölluð tilvis- unarfornöfn, svo og hugleiðingar um samband hljóðfræði og hljóð- kerfisfræði eftir Magnús Péturs- son, ofl. Flestar greinarnar eru á islensku, en nokkrar á ensku. Islensku greinunum fylgja út- drættir á erlendu máli, og erlend- um greinum fylgja útdrættir á islensku. Einnig er að finna i ritinu itar- lega skrá um rit og ritgerðir er varða islenska hljóðfræði og hljóðkerfisfræði. Ritstjóri timaritsins er Hösk- uldur Þráinsson prófessor, en með honum i ritnefnd sitja Baldur Jónsson, Gunnlaugur Ingólfsson, Halldór Halldórsson, Helgi Guð- mundsson, Jón Friðjónsson, Kristján Árnason og Stefán Karlsson. Islenska málfræðifélagið gengst auk útgáfu timaritsins fyrir fræðslufundum um mál- fræðileg efni, og verður næsti fundur haldinn þriöjudaginn 14. spril n.k. kl. 17 I stofu 422 i Arna- garði. Þar mun Halldór Ármann Sigurðsson ræða um tvihljóðun á undan ng og nk i' islensku. Miólkurvorurnar: Birgðir snarminnka Og enn minnkar mjólkin. Fyrstu tvo mánuöi ársins var inn- vegin mjólk hjá mjólkursamlög- unutn um 12,5 millj. Itr. 2,1 millj. Itr. minni en tvo fyrstu mánuöi sl. árs. Er þaö 14,7% samdráttur. En svo að fyllstu nákvæmni sé gætt þá ber þess aö geta, aö I fyrra var hlaupár. Sé salan þessa tvo fyrstu mán- uöi beggja áranna borin saman kemur i ljós, aö nýmjólkursalan hefur minnkað um 5% og undan- rennusalan um 21%. Framleiösla á ostum og smjöri hefur minnkaö mikið, smjörframleiöslan um 37%. 1 fyrra voru birgðir af smjöri 1: mars 1.206 tonn en nú aöeins 533 tonn. Smörsala var litil ijanúaren jókstnokkuöi febrúar. Ctsöiusmjör er trúlega ennþá til i sumum isskápum. Framleiðsla á 45% osti var nú 36% minni en i fyrra og á mörgum ostum 70% minni. En ostasalan eykst. Nú var hún tvo fyrstu mán- uðina 285 tonn en i fyrra 266 tonn. I febrúarlok voru birgðir af ostum 625 tonn en á sama tima i fyrra 964 tonn. _ mhg Það er kominn sunnan vindur, nokkur sól og um sjö stiga hiti. Það er líka kominn 4. apríl. Skaflarnir lækka og lækjarsitrur leita sér leiðar til sjávar. f svona vorlegheitum slæv- ist fljótt minningin um rómaðan illviðrisvetur og vorið virðist vera að koma með farfuglana sína, fyrstu grænu stráin og páskaliljurnar undir suð- urveggnum. Enn er þó hætt við éli, ef til vill éljum, en að lokum verður hægt að gleðjast yf- irsumarkomu sem áþreif- anlegri staðreynd með fuglasöng, blómum og hraustum krökkum með blaðgrænu á sunnudaga- buxunum. Meöan sumarkomunnar er beð- ið er best að koma á framfæri fá- einu af þvi sem Hriseyingar hafa upplifaö, aöhafst og hugsað á liö- andi vetri og raunar siðasta ári lika. Árið 1980 voru framleidd meiri verömæti i sjávarafuröum en nokkru sinni áöur. Ibúöarhús- næði vantar og er nú unniö aö úr- bótum á þvi máli. Skólinn er orö- inn nokkuð gamall og allt of litill og hefur það mál verið mikið til umræðu i vetur. Þar er skjótra úrbóta þörf, en þó er undirbún- ingur á þvi frumstigi, aö fátt er um að segja ennþá. Allt á kafi í snjó Þegar snjór fer yfir sin venju- legustu mörk veldur það að sjálf- sögðu umræðu og aö lokum er farið aö miða við hvað elstu menn muna. A mynd úr Sólvallagötunni i Hrisey er þó ekki hægt að miða við slikt, þvi sú gata varð ekki til fyrr en 1972. Siðan hafa stærri skaflar komið i Sóleyjargötuna og snjóalög i mars jafnvel verið eins og nú. Þó er þvi ekki að neita, að snjór varð mjög verulegur nú og má nefna sem dæmi, að meiri- hluti girðinga á viðavangi fór á bólakaf i snjó. Nú I byrjun april hefur þessi snjór sigið verulega og efstu húsin þrjú farin aö sjást betur. Þessi hús voru byggð um 1978 samkvæmt þágildandi lögum um leigui'bUöir á vegum sveitarfé- laga. A þessu ári hyggjast Hris- eyingar hinsvegar bæta úr hús- næðisskorti með að byggja verka- mannabUstaði og mun ekki af veita ef sveitarfélagið vill halda reisn sinni á við önnur og halda þvi fólki heima sem það hefur alið frá vöggu til vinnandi manns. t fannferginu á dögunum urðu skreiðarhjallar Fiskvinnslu- stöðvar KEA illa úti. 1 hjöllunum voru um 400 tonn af hráefni og að auki um I20tcnn af þorskhausum. Stór hluti hjallanna fór i kaf og var sniódýptin á þeim viða á ann- an metra. öll tiltæk tæki voru not- uð tii að ryðja snjónum frá hjöll- unum og af handafli var svo mok- að ofan af fiskinum. Stækkun frystihússins Þráttfyrir að unnið væri að þvi hörðum höndum að bjarga skreiðarhjöllunum undan snjón- um fengu menn siðdegis á laugar- dag frifrá störfum til að sitja að- alfund Hriseyjardeildar KEA. Þar útskýrði Gisli Magnússon byggingarfulltrúi KEA fyrirhug- aða stækkun frystihússins á eynni. Er þar um að ræða hús- næöi á tveimur hæöum, samtals 721.4 fermetra brúttó. A neðri hæðinni á að verða fiskmóttaka og hráefniskælir, en á þeirri efri aöstaða fyrir starfsfólk, þ.e. kaffistofa, snyrtingar og fleira. Starfsmannaaðstaðan hefur verið lágreist og léleg allt of lengi, enda sagði Jóhann Þór Halldórson úti- bússtjóri kaupfélagsins þegar hann lýsti gleði sinni yfir að þessi framkvæmd væri jafnvel i sjón- máli, að þetta yrði eins og að komast á fjallahótel, svo mikil yröi framförin. Atriði á árshátiO grunnskólans i Hrisey i lok mars: Forskólanemendur syngja. Gisli Magnússon útskýrir teikningu af stækkun frystihússins. Aflaverðmæti 1980 nam 2.357 milljörðum gamalla króna Sé svo, þá er starfsfólkið vel að sliku komið. Þar tókst að vinna úr þeim fiski sem tekinn var til vinnslu árið 1980 verðmæti sem nema 2.357 miljörðum gamalla króna. Hafði Gunnlaugur Ingvarsson frystihússtjóri eitt sinn á orði, að forsendan fyrir góðri afkomu væri haröduglegt starfsfólk, „sem ég lika hef”, sagöi hann. Þessi kenning er studd þeirri staðreynd, að barlómur um lélega afkomu hef- Skreiöarhjallarnir grafnir upp ur ekki heyrst frá Fiskvinnslustöö KEA f Hrisey á undanförnum ár- um, þótt slikt hafi oft heyrst ann- arsstaðar að. Svo aftur sé vikið að byggingar- framkvæmdunum, þá hefur stjórn KEA samþykkt aö bjóða verkið Ut og vonandi fæst heimild til að hefja framkvæmdir i fram- haldi af þvi. Burt til að ljúka skyldunámini Hér er uppi megn óánægja með hversu grunnskólalögin slita börnin ung frá heimilum sinum, þar sem þau verða samkvæmt gildandi lögum að leita skóla I önnur héruð til að ljúka þvi námi sem skyldan býður. Tiðast fara þau tilDalvikur, enda mun frek- ast ráð fyrir þvl gert i lögunum. Þessu taka ekki allir foreldrar með sælli ró, enda þykir nokkuð ljóst, að sumir þeirra nemenda sem lent hafa I þessum hreppa- flutningum hafi af þeim beðið þaö tjón sem erfitt er að bæta. Þau eru slitin frá heimilum sinum og skóla á þeim aldri sem er m jög viðkvæmur. Væri mikið fengið þótt ekki væri nema eitt námsár I viðbótsem þau gætu stundað nám sittheima. Enþá þyrfti jafnframt að ganga svo vel frá þeim málum, að það ár, þ.e. 8. bekkur, byði þeim aðeins upp á þaö besta i námi. Kemur í veg fyrir eðlilegan vöxt staða — „Of dýrt, kemur ekki til mála” — er sennilegt svar ef leit- að er til hlutaðeigandi yfirvalda um þetta mál. En er of dýrt að auðvelda þeim 150—160 vinnandi manneskjum i Hrisey, sem unnu að þvi höröum höndum á siðasta ári að skapa þjóöfélaginu talsvert á þriðja miljarð Gkr. i gjaldeyris- tekjur, að koma börnum sinum ósködduðum til manns? Þetta at- riði með skólamálin skiptir jafn- vel sköpum um hvort staður telst byggilegur eða ei. Hér i Hrisey býr nú fólk sem er ákveðið i að flytja burt þegar að þvi kemur að það þurfi að senda börnin sin burt i skyldunám. Auk þess er þetta vfsasta leiðin til aö fá ungt fólk til að yfirgefa bernskustöðvarnar og koma þar með i veg fyrir eölileg- an vöxt staða sem biða lægri hlut fyrir grunnskólalögunum. Mann- réttindamál — það er orö að sönnu. —G.Bj. á dagskrá Nær 20 ár eru liðin síðan Sameinuðu þjóðirnar samþykktu þá stefnu að iðnríkin létu 1 % þjóðartekna sinna renna til þróunaraðstoðar. Enn hafa aðeins þrjú ríki náð þessu marki. Heimur auðs og fátœktur Undanfariöhafafjölmiðlar haft miklar áhyggjur af Reagan Bandarikjaforseta og ástandinu i Póllandi. Aðrar fréttir hafa siðan flotið með svona til uppfyllingar. Svona hefur þetta yfirleitt gengið ár eftir ár. Fréttir úr hinum vest- ræna heimi og spennan milli aust- urs og vesturs hafa tekið lang- stærstan skerfinn af þeim frétt- um, sem við heyrum daglega. Aftur á móti hefur minna verið fjallað um eitt helsta vandamálið sem heimurinn á við að glima I dag og hefur reyndar átt við að glfma i áraraðir. Er hér átt við hina ört vaxandi örbirgð i heimin- um og þá miklu spennu sem myndast hefur milli 70% mann- kynsins, þ.e. þróunarlandanna annars vegar og 30% mannkyns- ins, þ.e. iðnrikjanna, hins vegar. Að vi'su hefur athygli manna beinst meira að þessu máli undanfarinár en áður, en þó eng- an veginn I þeim mæli sem skyldi. tbúar á vesturlöndum vöknuðu upp við vondan draum, þegar oliukreppan skall yfir á siðasta áratug, en það var fyrst og fremst vegna þess hvaða áhrif hún hafði á efnahagslifið i þeirra eigin lönd- um, en ekki vegna þeirra áhrifa sem hún hafði á efnahag alls þorra mannkynsins. Einhverjir gerðu sér grein fyrir þvi að olian var oröin vopn I höndum landa, sem töldust til þróunarlandanna, vopn sem hægt var að beita til þess að knýja á um leiðréttingu á þeim ójöfnuöi sem var orðinn m illi iðnrikjanna og þróunarland- anna. Aftur á móti hugleiddu fáir, hvaða áhrif oliukreppan hafði á efnahag alls þorra þróunarland- anna, þeirra sem enga oliuna höfðu. HUn hafði ekki einungis þau áhrif að meira þurfti að greiða fyrir oliuna þar eins og annarsstaðar, heldur og að allt efnahagslif þessara landa varð fyrir miklum skakkaföllum. Inn- flutningurinn sem fyrst og fremst er iðnvarningur frá iðnrikjunum hækkaði i veröi og á sama tima lækkuöuUtflutningsvörur þessara rikja i verði, en það eru mest- megnis hráefni. Ærið oft hefur það viljað brenna við, að þegar rætt er um þróunar- löndin séu þau öll sett undir sama hattinn. Að visu er hægt að segja að ákveðin einkenni séu með þeim öllum sameiginleg. Heim- urinn er nU yfir 150 riki með ibúa- fjölda, sem er um 4 miljarðar, en það mark náöist 1976. Þessi lönd og fólkið sem þau byggir er eðli- lega ólikt á margan hátt. Þegar heiminum er skipt i þróunarlönd og iðnriki er aðeins tekið tillit til fárraþáttaaf mörgum sem valda þessum mismun. Þetta segir okk- ur að visu ákveðið hvernig heim- urinn litur Ut i dag, þ.e. að til er heimur, þar sem minnihluti ibú- anna lifir mannsæmandi llfiog til er annar heimur þar sem þessu er þveröfugt farið. Þetta segir þó engan veginn alla söguna. En samt sem áður skulum við aöeins lita á þau atriði sem venjulega eru notuð til að sýna muninn milli iðnrikjanna og þróunarlandanna. Atta eftirtalin atriði eru venju- lega talinskilja þróunarlöndin frá iðnrfkjunum. 1. Vannæring: Of margt fólk færof litinn mat eða þá aö matur- inn sem það fær er ekki nægilega góður. 2. Offjölgun: Fólkinu fjölgar hraðar eða jafn hratt og fram- leiðslunni. Þaö veröur þvi ekki meira og meira sem hver ein- stakur fær i sinn hlut heldur öfugt. 3. Atvinnuleysi: U.þ.b. 650—700 milljónir manna hafa ekki at- vinnu og þess vegna ekki tekjur sem neinu nemur. 4. Ólæsi: Milljónir manna kunna hvorki að lesa né skrifa. Þetta mun snerta um helming Ibúa þróunarlandanna yfir 15 ára aldri eða um 750 milljónir manna. 5. Ranglát tekju-skipting: Fá- menn yfirstétt lifir I vellystingum praktuglega, en megnið af ibúun- um getur vart séð sér og sfnum i fyrir farborða. 6. Vanþróaður landbúnaður: Smá jaröarskikar og frumstæöar ræktunaraðferðir valda lítilli og lélegri framleiðslu. Mörg þessara landa verða að flyt ja inn matvæli. 7. Háö hráefnum: Útflutning- urinn er fýrst og fremst hráefni, sem er óöruggur tekjustofn vegna þess að verðlag er svo óstöðugt. 8. Litill iðnaður: Aðeins litill hluti Ibúanna vinnur við iðnað. Talið erað aöeins um 9% iðnaðar- framleiðslunnar i heiminum komi frá þróunarlöndunum. Það verð- ur þvi að flytja inn megnið af öll- um iðnvarningi. Til viðbótar þessari upptaln- ingu er rétt að benda á, að til þess að menn geti vænst þess að vera heilbrigðir og hraustir er nauð- synlegt að hafa hreint vatn, við- unandi hreinlætisaðstöðu og næg- an mat. Um 2000 milljónir manna I þróunarlöndunum hafa ekki möguleika á að ná I hreint vatn nema ööru hverju. Og um 1000 milljónir verða að vera án al- mennilegrar hreinlætisaðstöðu. Það er m.a. vegna þessa að fólk i þróunarlöndunum deyr úr sjúk- dómum, sem Ibúar vesturlanda deyja ekki Ur við venjulegar að- stæður og er hér átt við sjúkdóma s.s. inflúensu, berkla, lungna- bólgu, mislinga og malariu, svo eitthvað sé nefnt. Þá má minna á, að fjifldi manna i þróunarlöndunum hefur ekki einu sinni efni á ódýrasta húsnæði. Mikið af húsnæðinu er líka yfirfullt af fólki. t borgum og bæjum býr stór hluti ibúanna i ömurlegum fátækrahverfum. Þessi upptalning hér að framan segir okkur svo ekki verður um villst aö á flestum sviöum er djúp gjá milli þróunarlandanna og iðn- rikjanna. t mörg ár hafa umræö- ur um þessa misskiptingu eða ójöfnuö farið fram bæði á vett- vangi Sameinuöu þjóðanna og ótal ráöstefnum viða um heim. Samt sem áður hefur engin breyt- ing orðið til batnaöar. Þaö er tal- andi tákn um þetta ömurlega ástand, að nú i haust hafa Sam- einuðu þjóðimar boðað til mikill- ar ráðstefnu i Paris. A þessari ráðstefnu er ætlunin að ræöa leið- ir til að koma fátækustu þróunar- löndunum til hjálpar á einhvern hátt, sem breytt gæti þvi ömur- lega ástandi sem ibúar þessara landa hafa oröiö að búa við alla tið. Löndin semhér um ræöir eru 31 talsins og em 20 þeirra i Afriku, 9 i Asfu, 1 i Karabiska hafinu og 1 á Kyrrahafssvæðinu. I þessum rikjum búa um 250 milljónir manna eða um 13% af ibúum jarðar,þá er Kina ekki talið með. Alla tið hafa þessi riki verið með lægstar þjóðartekjur á mann i heiminum og hefur meðaltaliö nú veriö talið undir 200 dollurum og erþaö litil hækkun frá þvi fyrir 10 árum,en þá voru þjóöartekjurnar rétt yfir 100 dollurum. Láta mun nærri að borið saman við þró- unarlöndin i heild hafi hlutfallið hjá þessum rikjum lækkað úr 1/3 af meðaltalinu fyrir öll þróunar- löndin árið 1960 niður i 1/4 árið .1978. A siðustu 10 árum hefur þjóð- arframleiðslan i þessum rikjum aðeins aukist um 0,9% á ári á meðan aukning þjóðarframleiðsl- unnar fyrir þróunarlöndin i heild hefur veriö 3% á ári. Þaö sem þessum rikjum er sameiginlegt lika er, að yfir 80% ibúanna lifir á landbúnaði og náttúruauölindir eru þar litlar sem engar. Hvort þessi ráðstefna i Paris á eftirað finna lausn á vanda þess- ara rikja, skal ósagt látiö, en ef marka má fyrri tilraunir og allan þann aragrúa ráðstefna sem haldinn hefur verið um þessi mál er ekki tilefni til bjartsýni. Þaö eitt, aö nær 20 ár eru liöin siöan Sameinuðu þjóðirnar samþykktu aö stefnt skyldi að þvi að riku þjóðirnar, iönrikin, létu 1% þjóð- artekna sinna renna til þróunar- aðstoöar, er gottdæmium doðann og áhugaleysið á þessu sviði, þvi enn eru það aðeins 3 riki innan Sameinuðu þjóðanna sem náð hafa þessu marki. tslendingar hafa jafnt á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna sem með löggjöf samþykkt að stefna að þvi að 1% þjóðarteknanna renni til þróunaraðstoðar. Samt sem áður hefur nú ekki verið komist lengra en svo að á milli 0,05 og 0,06% renna til þessarar aðstoöar. Ahugaleysi um þetta mál er aðalsmerki islenskra stjórnvalda og hefur reyndar ver- ið svo lengi. Og ekki er nú að sjá að um stórvægilegar breytingar verði að ræða i náinni framtíö. Varla getur það talist áhugi að setja löggjöf um þróunaraðstoð og láta liöa 10 ár án þess að þau hafi fengiö nokkurt annað gildi en að vera til. Nú er i vændum breyt- ing á þessari löggjöf, en hvort sú breyting er undanfari þess að nú eigi að taka myndarlega á i þró- unaraðstoð veit ég ekkert um, en vonandi liða dcki önnur 10 ár áður en þau verða annaö og meira en orð á blaði. Björn Þorsteinssor,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.