Þjóðviljinn - 14.04.1981, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 14.04.1981, Qupperneq 3
Þriðjudagur 14. aprll 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Starfs- og gæslumenn geðdeildanna óánægðir með kjör sín: Málið skoðað ofaní kjölliiii sagði Svavar Gestsson heilbrigðisráðherra Starfsmenn og gæslu- menn Kleppsspítala og Geðdeildar Landspítalans gengu i gærmorgun á fund Svavars Gestssonar heil- brigðisráðherra og kvört- uðu yfir því launa- og kynjamisrétti sem við- gengst á Kleppsspítala og Landspítalanum. Ræddi hópurinn góða stund við Svavar, sem svaraði þvf til að hann myndi láta kanna þetta mál ofan í kjölinn og leiðrétta misréttið ef það væri í hans valdi að gera það. • Það er samt afar hæpið að svo sé, þvi að máiið snýst i raun um það, að fðlkið er i tveimur verka- Þing Sambands íslenskra bankamanna: Starfsmenn og gæslumenn á Kleppi og Geðdeild Landspltalans á fundi I gær meft Svavari Gestssyni heilbrigftisráftherra. (Ljósm. —eik—) lýðsfélögum, BSRB og Sókn, og kjör þess fara eftir þvi i hvoru félaginu það er, svo óréttlátt sem það i rauninni er. Hér er um að ræða karlmenn, sem kallaðir eru gæslumenn og eru i BSRB, og konur, sem kallað- ar eru starfsmenn og eru i Sókn. Þetta fólk vinnur i raun alveg sömu störfin, sem ófaglært fólk á þessum sjtíkrastofnunum. En starfsheitin og þar með skipting á milli stéttarfélaga gerir það að verkum að karlmennirnir hafa mun hærra kaup en konurnar. Það er þetta misrétti sem hópurinn bað Svavar Gestsson heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir að leiörétta, og hann gaf þvi loforð um að málið yrði skoðað ofan i kjölinn, eins og hann orðaði það. Hitt er annað mál, að þaö gæti orðið þrautin þyngri að sam- eina þetta fólk i eitt stéttarfélag. —S.dór Stjórnarfrumvarp: Sjóður til landakaupa SvavaiGestsson félagsmálaráft- herra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um Landa- kaupasjóð og er tilgangur iag- anna aö mynda sjóft, sem hafi þaft hlutverk aft veita kaupstööum og kaupttínum lán til kaupa á landi innan marka hlutaftei gandi sveitarfélags, enda telji sveitar- stjórn nauðsyn á aft eignast iandiö vegna almennra þarfa og félags- málaráftuneytift fallist á þaft sjónarmið. Igreinargerð með frumvarpinu segir m.a.: „Stefna sveitarfélaga er almennt sú að ráð yfir þvi landi sem á þarf að halda vegna þétt- býlisþróunar. Ljóst er, að viða er slikt land i einkaeign og sveitar- félög leita þvi jafnan eftir samningum við viðkomandi land- eigendur eða leita eignarnáms, ef ekki semst um kaupin áöur en landið er tekið til skipulags vegna byggðaþróunar. Landakaup af þessu tagi geta verið viðkomandi sveitarfélagj mjög þungur baggi fjárhagslegá og sjaldnaster vitað með löngum fyrirvara, hvort eða hvenær af kaupum veröur. Veldur þetta m.a. þvi, að erfitt getur verið fyrir sveitarfélagið að áætla framlag á f járhagsáætlun vegna slikra landakaupa. Frumvarp þetta er nefnt „frumvarp til laga um Landa- kaupasjóð vegna kaupstaða og kaupttína”. Rétt þykir að gera ráð fyrir sérstökum sjóði til að annast það hlutverk sem hér um ræðir. Eldri lög gerðu ekki ráð fyrir sjóösstofnun, en i reynd hef- ur myndast sérstakur sjóður. Meginbreytingin með lögum þessum er að auka ráðstöfunarfé sjóðsins. Gildandi lög veita ekki lántökuheimild, heldur skal rikis- sjóður leggja árlega fram kr. 10 millj., sem heimilt er aö lána kaupstöðum og kaupttínum. Rétt þykir að fellt verði niður hið árlega framlag rikissjóðs, en þess i stað komi heimild til lántöku. Sjóöurinn endurláni siðan rað- stöfunarfé til kaupstaða og kaup- túna vegna landakaupa.” Laun hafa rýmað síðustu tvö árln 32. þing Sambands banka- manna var haldift s.I. helgi á Hótel Loftleiðum og sátu þingift 65 manns frá 14 starfsmanna- félögum. Höfuftviftfangsefni þingsins voru kjaramái , en ályktaft var um ýmis önnur mál. t ályktun um kjaramál er mót- mælt harðlega afskiptum rikisins af kjarasamningum sem i raun ivar Jónsson formaður MtR, næstur honum er Lasov viðskiptafulltrúi, þá Kudrov, hagfræðingur, og Trofimov, starfsmaftur sendiráftsins sovéska. (Ljósm — eik — Sovésk sýnlng í MIR-salnum A morgun, miðvikudag, verftur opnuft sýning á sovéskum bókum, plakötum, hljómplötum og frí- merjum i MÍR salnum aö Lindar- götu 48 I Reykjavik. Verftur sýn- ingin opin almenningi frá 16. til 26. apríl frá kl. 14 til 19. daglega. Þaft er MÍR og Sovéska viftskipta- sambandið sem að þessari sýn- ingu standa. Sýndir verða um eða yfir 200 titlar af bókum, sem lang flestar eru á ensku, en einnig er þarna að finna sýnishorn af bókum is- lenskra höfunda á rtíssnesku. Mörg auglýsingaspjöld eru á sýn- ingunni og um 70 hljómplötur. Einnig eru sýnd frimerki, þ.á.m. frimerki sem gefin voru tít i til- efni Olympiuleikanna i Moskvu sl. sumar. Kvikmyndasýningar verða flesta sýningardagana frá kl. 17.00 og verða þá sýndar stuttar fræðslu- og heimildarkvikmyndir frá Sovétrikjunum. Geta má þess, að á miðviku- daginn mun sovéskur hagfræð- ingur, Valentin Ktírdrov, halda fyrirlestur um þróun hagvaxtar i Sovétrikjunum og hefst hann kl. 18‘ — S.dór Iðgjöld slysatrygginga lækka Tjónakostnaður lœgri en áœtlað var Samkomulag hefur verift gert inilli Tryggingastófnunar ríkis- ins, Vinnuveitendasambandsins og Heilbrigftis- og trygginga- ráðuneytis um aft lækka iðgjöid slysatrygginga næstu tvö ár Astæftan er stí aft tjóna- kostnaður áranna 1979 og ’80 reyndist all miklu minni en áætíaft liaffti verift. Lækka í 0,1% Páll Sigurðsson ráðuneytis- stjtíri i Heilbrigðis- og tryggingaráöuneytinu sagði Þjtíðviljanum i gær, að hér væri i raun aöeins um millifærslu aö ræöa milli ára, það fé sem safn- ast hefði upp yrði notað til að greiða niður iðgjöldin næstu tvö ár. Iðgjöldin hafa hingað til numið 0.352% af heildarlauna- greiðslum i landinu en lækka ntí niður i 0.1%. Er þá átt bæöi við launagreiðslur hins opinbera og einkaaðila en rikið leggur ekki fram fé tii slysatrygginga nema sem launagreiðandi. Páll sagði, að ekkert væri hægt að segja um hvort þessi lækkun væri varanleg, upphæð iðgjaldanna væri ákveðin með hliðsjón af áætluðum tjóna- _ kostnaöi en hann gæti verið ■ mjög breytilegur frá ári til árs. I ____________________________J 1 ■ I ■ I ■ I ■ I i séu ekki annað en stórfelld skerðing á frjálsum samnings- rétti. Skorað er á öll stéttarfélög aö risa upp gegn slikum af- skiptum rikisvaldsins. Þá segir i ályktuninni aö kaupmáttur launa bankamanna hafi rýrnað veru- lega siðustu tvö ár og stefni enn til sömu áttar i þeim efnum. Svo- nefndir félagsmálapakkar hafi einnig jafnan reynst vera gal- tómir þegar á hafi átt að heröa. Þá ályktaöi þingið um fræðslu- mál, um eflingu bankamanna- skólans og jafnan rétt allra til að auka menntun sina á sviði banka- mála. Þá er fjallaö um jafnréttis- mál og þess krafist, að starfs- hæfni verði látin ráöa en ekki kynferði, og skoraö á konur að sækja um ábyrgöarstöður i bankakerfinu. Jafnframter lagst gegn framkomnu frumvarpi á Alþingi um timabundin for- réttindi kvenna viö stöðuveit- ingar. Þá var ályktað um tölvu- mál og lögð áhersla á hlutdeild starfsfólks i öllum ákvörðunum varðandi tæknivæðingu, sem og á öðrum sviðum bankastarf- seminnar. Loks var sérstaklega ályktað um málefni fatlaðra. A þinginu var kjörin stjórn Sambandsins til næstu tveggja ára. Stjórnina skipa: Sveinn Sveinsson, formaður, Hinrik Greipsson, 1. vara- formaður, Jens Sörensen, 2. varaformaöur, og meðstjórn- endur Margrét Brynjólfsdóttir, Kjartan Nielsen, Anna Maria Bragadóttir og Helgi Hólm. Varastjórn skipa Hólmfriður Guömundsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Asdis Gunnars- dóttir og Gisli Jafetsson. Týlkun á lögum um vinnuvernd: Samkomulag hefur tekist í Eyjum Akvæftin um vinnuvernd i sift- ustu kjarasam ningum eru svo óljós og teygjanleg aft nauftsyn- legt hefur reynst aft ná um þau samkomuiagi milli verkaiýðs- féiaga og vinnuveitenda á hverj- um staft fyrir sig. Jón Kjartans- son, formaftur Verkalýftsféiags- ins i Vestmannaeyjum, sagfti, aft þar hefði náftst samkomulag um þessi mái eftir allnokkurt samningaþóf. Er þar um aft ræfta bráðabirgftasamkomulag, sem gildir til 1. nóv. nk„ en þá renna kjarasamningarnir tít. Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.