Þjóðviljinn - 14.04.1981, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 14.04.1981, Qupperneq 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN ÞriOjudagur 14. april 1981 Járniðnaðarmenn Traust h.f. óskar eftir vönum járniðnaðar- mönnum til smiða á fiskvinnsluvélum. Þurfa að geta unnið sjálfstætt og eftir teikningum við smiði úr járni, áli og ryð- friu stáli. Upplýsingar hjá verkstjóra á verkstæði okkar að Smiðjuvegi 28, Kópavogi, simi 78120 og á skrifstofunni, simi 26155. fSf Þjónustuíbúðir aldraðra \y Dalbraut 27 - 104 Reykjavík Óskum eftir að ráða eftirtalið starfsfólk á dagdeild: 1. Hjúkrunarfræðing (deildarstjóra). Geðhjúkrunarfr. eða heilsuverndar- hjúkrunarmenntun æskileg. 2. Aðstoðarfólk á dagdeild, auk þess starfsfólki sumarafleysingar. Upplýsingar um undantalin störf veitir forstöðumaður þjónustuibúða að Dalbraut 27, i sima 85377 milli kl. 13 og 14. ÚTBOÐÍ Tilboð óskast i „Ductile” fittings fyrir Rafmagnsveitu Reykjavikur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3 Reykjavik. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 13. mai n.k. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYK3AVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Sími 25800 Frá Ljósmæðraskóla Islands Vegna væntanlegra breytinga á skól- anum, verða engir nemendur teknir i skól- ann haustið 1981. Fæðingardeild, 13. april 1981. Skólastjórinn. T Frá gnmnskólum —■ Hafnarf jarðar Áríðandi tilkynning til ioreldra og forráðamanna barna og unglinga sem flytjast milli skólahverfa Miðvikudaginn 22. apríl og föstudaginn 24. april n.k. kl. 10—16 báða dagana fer fram á fræðsluskrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 4, skráning þeirra skóla- skyldra barna og unglinga i bænum er flytjast milli skólahverfa (skóla) næsta skólaár. A það skal sérstaklega bent að ef væntanlegur flutningur verður ekki til- kynntur oíangreinda daga ér óvist að viðkomandi börnum og unglingum verð.i tryggð skólavist i þvi hverfi sem þau verða búsett i. Þau börn og unglingar sem flytjast til Hafnarfjarðar og verða i grunnskólum bæjarins næsta skólaár verða skráð sömu daga. Simi fræðslu- skrifstofunnar er 53444 Fræðsluskrifstofa Skákþing íslands: Óvenju vel mannaður Landsliðs- tlokkm Gigtlækninga- stödin brátt opnuö í Ármúla Gigtarfélag Islands hefur fest kaup á þriöju hæð hússins Ar- múla 5, fyrir gigtlækningastöð félagsins, en stórátak þarf nú til fjáröflunar, svo hægt verði að innrétta húsnæðið og stöðin geti tekið til starfa sem allra fyrst: Starfsemi hefst nú þegar i húsnæðinu með afgreiðslu á miðum happdrættis félagsins; siminn er 20780. Opið verður frá kl. 2—6 sið- degis, alla daga, nema föstu- daginn langa og Páskadag. Sölufólk óskast til að selja happ- drættismiða, góð sölulaun. Mjólkurvörusalan sl. ár: Gekk mjög vel Það kom fram í skýrslu þeirri er Óskar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri, flutti á nýafstöðn- um aðaifundi Osta- og smjörsöl- unnar að framleiðsla mjólkurbú- anna dróst verulega saman á sl. ári. Framleidd voru um 1000 tonn af smjöri, sem var 358 tonnum minna en árið áður. Samtals varð ostaframleiðslan 3.849 tonn, minnkaði um 120 tonn frá árinu 1979. Þá varð og verulegur sam- dráttur i framleiðslu á kaseini. nýmjólkur- og undanrennudufti. Sala afurða gekk mjög vel á sl. ári. Einkum hressti smjörútsalan upp á smjörsöluna en hún varð alls 1.673 tonn en árið áður 1500 tonn. Sala á ostum gekk og ágæt- lega, heildarsalan á þeim varð 1.565 tonn, sem var 9,2% aukning frá árinu áður. Og fyrstu tvo mánuði þessa árs var aukningin rúm 12%. öll er aukningin i fitu- rikari ostum en þeir fituminni seljast lakar. Margar nýjar osta- tegundir komu á markaðinn á ár- inu. Út var flutt 1.990 tonn af ost- um, 15 tonn af smjöri og ofurlitið af undanrennudufti og kaseini. Vegna þess að verðhækkun hefur orðið á smjöri i millilanda- viðskiptum að undanförnu kynni að verða hagstæðara að flytja út smjör en osta ef framleiðslan er þá umfram innlenda þörf. Og svo að endingu: Heildar- velta Osta- og smjörsölunnar á sl. ári nam tæpum 19 miljörðum gkr. — mhg Skákþing Islands verður haldið um páskana eins og venja er til. Teflt verður i eftirtöldum fiokk- um: landsliðsflokki, áskorenda- flokki, opnum flokki og drengja- og telpnaflokki. t landsl iðsflokki verða keppendur 12 og meðal þeirra eru Guðmundur Sigurjónsson stór- meistari, alþjóðlegu meistararnir Jón L. Árnason, Helgi Ólafsson og Ingi R. Jóhannsson, sem ekki hef- ur tekið þátt i Skákþingi Islands um árabil, og svo tslandsmeistar- inn Jóhann Hjartarson. Nokkrar likur eru á þvi að Friðrik Ólafsson taki þátt i mótinu, en i ár eru rétt 30 ár liðin frá þvi hann keppti i fyrsta sinn I landsliðsflokki. Mjög verður nú til keppninnar i landsliðsflokki vandað. Teflt verður á Hótel Esju og há verðlaun eru i boði (1. verðl. 10000, 2. verðl. 6000, 3. verðl. 4000, 4. verðl. 2000). Auk þess verða veittfegurðarverðlaun að upphæð kr. lOOfyrirbestu skákina i hverri umferð. Keppnin i landsliðsflokki hefst þriðjudaginn 14. april kl. 19, en alls verða tefldar 11 umferðir. í áskorendaflokki og opnum flokki verður teflt i Félagsheimili Taflfélags Reykjavikur að Grensásvegi 46 og hefst keppnin i þeim flokkum laugardaginn 11. april kl. 14. Tefldar verða 9 um- ferðir Monrad. í áskorendaflokki keppa efstu menn6 svæðamóta, 2 efstu i opnum flokki 1980, ung- lingameistari íslands og skákmenn með a.m.k. 1900 skákstig. Keppni i drengja- og telpna- flokki verður haldin i húsakynn- um Skáksambands Islands að Laugavegi 71 og hefst föstudaginn 17. aprfl kl. 14. Skákstjórar verða Guðbjartur Guðmundsson, ólafur As- grimsson og Þorsteinn Þor- steinsson. 1 tengslum við Skákþingið mun Scáksamband Islands gefa út mótsblað með upplýsingum um keppendur og tilhögun móts- haldsins. MINNING: Þóröur Páll I Iarðarson Fæddur 22. mai 1968 — Dáinn 5. apríl 1981 „Hann Þórður Páll er dáinn”. Þessi orð vöktu blendnar tilfinn- ingar. Sambland af söknuði, hryggð og létti. Söknuði þvi við munum sakna eins úr hópnum, hryggð yfir að hafa misst Þórð Pál frá okkur á unga aldri, en samt létti þvi 'við'vitum hve erf-* ítl ' hann átti undir það siðasta og að dauðinn var lausn frá erfiðum sjúkdómi. Þegar litið er til baka kemur upp i hugann mynd frá ferðalagi siðastliðið vor. Þar var Þórður Páll einn Ur hópi kátra skóla- systkina sem fögnuðu sumri einn dýrlegan vordag, Þæssi dagur var einm itt lýsandi fyrir stöðu Þórðar i hópnum. Hann tók fullan þátt i leikjum og ærslum svo öllum gleymdist að hann gekk ekki heill til skógar. Þennan dag bar ein- mitt upp á afmælisdag Þórðar Páls og um kvöldið tók hann á móti bekkjarsystkinum sinum þó hann væri örþreyttur eftir erfiðan dag. Þannig var Þóröur Páll, neytti krafta sinna til hins ýtrasta og kvartaði aldrei. Með elju sinni og ósérhlifni hefur hann gefið okkur sem umgengumst hann minningu sem alltaf mun lifa. Minningu sem eflaust hefur mikið gildi fyrir hvem þann sem hana eignast. Þessi minning er gjöf Þórðar Páls til okkar. NU i vor leggur Þórður Páll i annað ferðalag, hugur okkar fylgir honum. Þannig mun hann lifa í hugum okkar allra sem kynntumst honum. Foreldrar Þórðar Páls eiga samúð okkar, mikið er á þau lagt. Þau voru alla tið óþreytandi við að hvetja Þórð Pál og styðja. Megi sá styrkur sem þau hafa alltaf sýnt endast þeim enn. Fyrirhönd starfsfólks Snælandsskóla. Birna Sigurjónsdóttir EinarSveinn Arnason • ‘ Þegar við kveðjum einhvern af vinum dckar i hinsta sinn, þá er eins og sól sumarsins hverfi og fölva haustsins slái á lifið og til- veruna í kringum okkur og minn- ingarnar koma fram i huga manns ein af annarri. Við minnumst Þórðar Páls sem góðs bekkjarfélaga. Þórður Páll hefur lengi átt við vanheilsu að striða en þess á milli lét hann það ekki á sig fá og var óþreytandi i leik og skóla. Þórður Páll hafði mikinn áhuga á hestum og minnumst við oft þeirra gleðistunda sem við áttum saman þegar við vorum i reið- skóla Gusts, en það var hann sem vakti áhuga okkar á þvi. Þrátt fyrir það að Þórður Páll er dáinn, þá mun minningin um bekkjarfélaga okkar ætið lifa. Bekkjarfélagar 6. Ó. Snælandsskóla

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.