Þjóðviljinn - 14.04.1981, Page 15
Þriöjudagur 14. april 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
ffrá
Hringiði sima 81333 klJ 9-5 alía virka
daga, eða skrifið Þjóðviijanum
lesendum
1 1
*ngur mm smm i P'FAi f |mi • ff |y * v\ \ \W' ¥m k
[fv * ”þF 4 í.—— " ' ' '
Áskorun til borgaryfirvalda
Ég vil hér með koma þeirri
áskorun á framfæri viö
borgarayfirvöld aö reisa nokkur
hiis á Miklatúni viö Hauöarár-
stig og fá frægustu listamenn
þjdöarinnar, svo sem Stefán Is-
landi og Mariu Markan og fleiri
sem vilja nýta þessi hús. Fái
þeir aö biia í hiisunum gegn
vægu gjaldi.
Það fer vel á þvl aö I túnfæti
Kjarvalsstaða risi listamanna-
byggö fyrir okkar bestu menn á
listasviöinu.
Meö bestu kveöjum
Ámi Jón Jóhannsson. 1
Hvenær kemur stað-
greiðslukerfið?
Sjómaöur hringdi:
Mig langar aö beina þeirri
spurningu til Ragnars Arnalds
fjármálaráöherra hvort ætlunin
sé aö koma á staögreiöslukerfi
skatta um næstu áramót, eöa á
aö svíkja þaö loforö einu sinni
enn?
Úr hægra brosi
Fyrrverandi kjósandi Ólafs Jóhannessonar á Norð-
urlandi sendi okkur vísu sem hann orti eftir að hann
hlýddi á viðtal við hann um flugstöðvarmál á Kefla-
víkurf lugvelli:
Einatt bjó viö úfinn sjó,
ýsur dró þó væri rosi.
Ekki hló hann óli Jó,
en hann dó úr hægra brosi.
Bama-
vagnar og
strætis-
vagnar
Af tilefni opins bréfs „nokk-
urra foreldra”, sem nýlega birt-
ist I Þjóöviljanum um erfiöleika
viö flutning á barnavögnum og
kerrum meö vögnum SVR þykir
rétt aö koma á framfæri leiö-
réttingum og skýringum.
Fyrir þremur árum voru lag-
færingar gerðar á vögnum SVR
aö þessu leyti. Færö voru stög
viö súlu i miöju afturdyra, eins
langt aftur og unnt var án þess
aö skeröa aðgengni eöa öryggi
annara farþega, sérstaklega
þeirra, sem hreyfihamlaöireru.
Fremra biliö i dyrunum var þvi
breikkað, sem þessari færslu
nam, og raunar nægjanlega
mikiö til þess aö auövelt sé um
flutning á barnakerrum og
kerruvögnum. Um flutning á
stórum barnavögnum meö
strætisvögnum er ekki aö ræöa
án þess aö aöskilja rúm frá
hjólagrind, likt og gert er, þegar
flutningar af þessu tagi eiga sér
staö meö fólksbilum.
Eins og fram hefur komiö,
veröur hér auöveldara um vik i
nýju vögnunum, m.a. vegna
staösetningar útgöngudyra,
Þessir vagnar eru nú teknir i
notkun hver af öörum — á 45
daga fresti. —Veröa þeir orönir
10 talsins um næstuáramót, eöa
um helmingur þess vagna-
fjölda, sem ákveöiö hefur verið
aö kaupa.
En sjðn er sögu rikari. Að-
standendum umrædds opins
bréfs er þvi boöiö i heimsókn i
bækistöövar SVR á Kirkjusandi
tilþess að kynna sér útfærslu og
búnað hinna ýmsu geröa yfir-
bygginga á gömlum og nýjum
strætisvögnum.
Eirikur Asgeirsson.
Skraut-
legu
páska-
eggin
Nú eru páskarnir á
næstu grösum og ekki úr
vegi að fara að huga að
páskaeggjunum. Sums-
staðar eru venjuleg egg
tekin og skreytt fagur-
lega, einsog þið sjáið á
þessari mynd. Það er
ekki víst að þið getið gert
þetta vegna þess að það
er skortur á eggjum í
Reykjavík. En þið getið
þá bara litaðeggin í blað-
inu í staðinn! En munið
eftir að finna fyrst fimm
atriði sem vantar á neðri
myndina.
Farfuglarnir
Fuglarnir sem flýöu i haust,
fara að koma bráöum.
Syngja þeir með sætri raust,
sveifla vængjum báöum.
Viö skulum hlæja og heilsa
þeim,
hjartansglöð og fegin,
þegar þeir koma þreyttir
heim
þúsund milna veginn.
Jóhannes úr Kötlum
Barnahornid
Sögur úr sirkus
Tékknesku teiknimyndirnar
sem hafa verið á dagskrá
sjónvarpsins undanfarna
þriöjudaga eru vel þegnar af
yngstu áhorfendum fyrir
svefninn og reyndar ekki ann-
aðaöfinna en að þeim eldrifinn
ist þetta ágæt tilbreyiing lika
frá hinu, enda mátulega stutt.
Sjónvarp
kl. 20.35
Flokkurinn sem er i gangi
núna er „Sögur úr sirkus.”
TT
Umdeild framkvæmd: Flugstöövarbyggingin — llkan.
Keflavíkurflugvöllur
í brennidepli
Flugstöðvarmálið og fleira
varðandi Keflavikurflugvöll
hefur verið i brennidepli á al-
þingi og i fjölmiðlum að
undanförnu og verður væntan-
lega tekist á um þau mál i um-
ræðuþætti um utanrikismál
sem Ingvi Hrafn Jónsson
stjórnar i kvöld. Málsvarar
þingflokkanna eru Ölafur
Sjónvarp
kl. 21.45
Jóhannesson utanrikisráí
herra og Svavar Gestsso
félagsmálaráðherra, Gei
Hallgrimsson og Kjartan Jc
hannsson.
Frímúrarabókin á
vettvangi
Meðal efnis I þættinum Á
vettvangi i kvöld kl. 19.35 er
viðtal við úlfar Þormóösson
blaöamann og rithöfund um
nýja bók hans um frimúrara:
„Bræörabönd.” Bókin kom út
fyrirhelgi og er fyrsta bindi af
tveimur um þennan leyndar-
dómsfulla kallaklúbb sem
teygirsig um heim allan. Bók-
in hefur runniö út og veröur
i kvöld J
áreiöanlega forvitnilegt aö
heyra Úlfar svara spyrlum
um innihald hennar og tilurð.
•Útvarp
kl. 19.35:
Ný útvarpssaga barnanna:
Reykjavíkurböm eftir
Gunnar M. Magnúss
1 dag kl. 17.20 byrjar Edda
Jónsdóttir lestur sögunnar
„Reykjavíkúrbörn” eftir
Gunnar M. Magnúss rithöf-
und. Edda sagði I gær aö bókin
sem gefin var út 1951, fjallaði
um nemendur Gunnars I Aust-
urbæjarskólanum, en þar var
hann kennari á árunum
1930—1947.
Þetta eru sannar frásagnir,
sagöi Edda, og þó nöfnunum
hafi veriö breytt, getur
áreiöanlega hver þekkt sig i
lýsingu Gunnars. Bókin fjallar
um daglegt lif kennarans og
nemendanna, en Gunnar náði
sérstökum tökum á börnum i
sinni kennaratlö. Edda sagöi
aö auk þess sem bókin væri
skemmtileg og fróöleg fyrir
börn væri hún ekki siöur til
þess fallin aö vera e.k. hand-
bök fyrir kennaranema og þá
sem vinna meö börnum i skóla
og leik. Lestrarnir verða átta
talsins.
Gunnar M. Magnúss rithöf-
undur
• Útvarp
kl. 17.20: