Þjóðviljinn - 01.05.1981, Side 3

Þjóðviljinn - 01.05.1981, Side 3
Föstudagur 1. mal 1981 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 3 gert I þessum efnum nema með áhuga og þrýstingi starfsfólksins. Félagar okkar á Norðurlöndum höfðu rekið sig á þetta og bentu okkur á það strax i byrjun. Þótt hægt miðaði á þessum árum, miðaöi þdiog fleiri og fleiri fóru að gefa málinu gaum. Arið 1974 sett- um við járniðnaðarmenn siðan fram hnitmBaðar kröfur i þess- um málum og fengum þeim framgengt. Við vorum þegar þetta gerðist orðnir þreyttir á hve illa Heilbrigðiseftirlitinu og öryggiseftirlitinu gekk að þoka málunum fram. Það var ekki af þvi að fulltníar þessara stofnana hefðu ekki vilja til þessa, heldur hittað stofnanirnar virðist skorta vald tilaðknýjafram breytingar. og fjármagn til starfsins. Okkur þdtti sýnt þegar hér var komið, að verkalýðshreyfingin sjálf yrði aí þoka þessum málum áfram, sem og varð raunin á. Merkilegt samkomulag. — Samkomulagið sem við gerð- um 1974 var merkilegt um margt og má raunar segja að þarna hafi orðið þáttaskil i aðbónaðar- og hollustuháttarmálunum. Meðal þeirra atriða sem ég tel vera merkilegt i samkomulaginu er ákvæði þess efnis að ef fyrirtæki framkvæmi dcki þau samnings- ákvæöi, sem um er getið i samn- ingum varðandi aðbúnað og holl- ustuhætti, þá geta starfsmenn lagt niður vinnu á fullu kaupi I eina viku til að knýja á um um- bætur. Þessu hefur aldrei þurft að beita,en að þetta skuli tekið fram i samningum hefur reynst sii svipa sem dugði til að knýja á um úrbætur og aldrei hefur komið til verkfalls Ut af þessu. Hérhef ég fyrst og fremst verið að tala um járniðnaðinn, enda þekki ég að sjálfsögðu best til þar. Sé aftur á móti litið á verkalýðs- hreyfinguna i heild, þá markaði það timamót þegar MFA var stofnað 1969, vegna þess að mjög fljótlega fór sambandið að halda námskeið fyrir trUnaðarmenn á vinnustöðum, þar sem farið var i aðbúnaðarmálin. Vanalega var tekinn einn dagur á námskeiðun- um til að fara yfir þau mál. M.F. A .hefur gengist fyrir fundum og námskeiöum Utum allt land. Ég veit að námskeiðin hafa haft veruleg áhri^frá þeim hafa um- ræður og athafnir borist inni fyrirtækin sjálf, og eins og ég sagði áðan er það frumskilyröi þess að þokist i rétta átt, að þrýst- ingurinn komi frá starfsfólkinu sjálfu. Maður varðfljótt var við það á námskeiðunum að fólk áleit að heilbrigðis og öryggiseftirlitiö ætti að sjá um þessi mál og var orðið langþreyttá máttleysi þess- ara stofnana. Við notuðum þvi tækifærið og bentum mönnum á hitt, að fólk yrði að berjast fyrir þessu sjálft og aðeins að treysta á sjálft sig og félög sin. Ég held að námskeið MFA hafi þrýst á kröfugerð i þessum efnum og þvi hafi ASÍ náð þvi fram i samning- unum 1977 að samin yrði löggjöf um hollustuhætti, aðbUnað og öryggi á vinnustööum og að stofnað yrði Vinnueftirlit rikisins. En þetta náðist fram og 1. janUar sl. tóku lögin gildi og um leið tók Vinnueftirlit rikisins til starfa, stofnun sem hefur mun meiri völd en heilbrigðis-og öryggiseftirlitin höfðu, auk þess sem lögin gefa verkafólki aukinn rétt og völd I þessum efnum. Furðulegt tómleeti — Þegar litið er til baka vekur það manni furðu hvað fólk hefur sýnt þessum málum mikið tóm- læti, þegar tillit er tekið til þess hve löngum tima ævi sinnar fólk eyðir á vinnustað. Mörgum sem vildu hafa hreint og fint heima hjá sér, var alveg sama hvernig umhorfs var á vinnustað. Einnig er það furðulegt að atvinnurek- endur og ráðamenn þjóðarinnar skyldu diki koma auga á það mun fyrr en raun hefur orðið á, að mikið fjármagn sparast við fækk- un veikindadaga og sjUkrahUsvist ef manneskjulega er bUið að fólki á vinnustað þess. Vanliðan og sjUkleiki minnkar og atvinnu- sjUkdómum fækkar ef vel er að fólki bUiö. Allir viðurkenna þetta nU, en hvers vegna tók þetta svona langan tima? Það skil ég ekki. — llvað var það scm fyrst breyttist I aðbónaöarmálunum eftir að farið var af stað? Dæmi um fyrirmyndar vinnustaö hvaö aðbúnaö starfsfólks snertir er vélsmiðja Vita- og hafnarmálaskrifstofunnar viö Seljaveg I Reykjavlk. Vart er hægt að hugsa sér glæsilegri matar- og kaffistofu en þessa. — (Ljósm.: gel). ástandið vera einna verst i járn- iðnaði og byggingaiðnaöi, en það kom i ljós við könnunina aö mjög viða er pottur brotinn i þessum efnum og ástandið verra en margur bjóst við. Lögin um vinnuvernd — Verður ekki auðveldara að koma vinnustöðum endanlega I viðunandi horf eftir að iögin um vinnuvernd tóku gildi um siðustu áramót? — Vissulega ætti það að vera, en þessum málum verður ekki kippt I lag á einni nóttu og ástæð- urnar eru margar. En tilkoma laganna er verulegt spor i fram- fara átt og þá ekki siður stofnun Vinnueftirlitsins. Verkalýðs- hreyfingin lagði á það höfuð áherslu að sett væri á stofn cin stofnun sem sæi eingöngu um þessi mál til þess að reyna að fyrirbyggja ástand eins og var meöan að margar stofnanir áhrifalitlar áttu að sjá um lausn málanna. NU er verið að efla mjög Vinnueftirlitið, þangað hafa verið ráðnir 3 nýir eftirlitsmenn, fræðslufulltrUi og væntanlega læknir. Verkalýðshreyfingin bindur miklar vonir viö Vinnu- eftirlitið. —.Hvaða atriði laganna, fyrir utan Vinnueftirlitið,telur þú vera mikilvægast? — Það er ekki auðvelt að taka UtUr heilum lagabálki eitt atriði og segja það mikilsveröara en annað; maður verður að lita á lögin i' heild. Þó tel ég atriðið um öryggist rUnaðarmann og öryggisnefndir á vinnustöðum mikilsvert. Fólkið sjálft kýs öryggistnlnaðarmanninn og það mun auka mjög áhrif þess á vinnustaðnum. Þessum öryggis- trUnaðarmönnum og nefndum er fengið mikið vald I hendur, þeir geta látið stöðva vinnu þegar i stað, telji þeir starfsfólkið i hættu einhverra hluta vegna. Þvi má segja að með lögunum séu þessi mál meir og minna komin i hendur fólksins á vinnustöðunum og þá er bara að vona að það not- færi sér þann rétt sem lögin færa þvi. Siðan er það i verkahring verkalýðshreyfingarinnar að standa við bakiö á fólki og sjá til þess að lögin verði ekki skert. — Telur þú hættu á þvi að lögir vcrði skert? — Ég vona ekki, en samt þykja mér blikur á lofti. Fyrir Alþingi liggur frumvarp þar sem rætt er um sað setja i eitt ýmsar stofn- anir. Vinnueftirlit, heilbrigðis- eftirlit og aðrar eftirlitsstofn- anir. Þvi miður virðist mér al- þingismenn skorta kunnugleika i þessum málum og ég teldi það stórt skref aftur á bak ef sett vrði á stofn ein risastór stofnun sem yfirtæki öll þessi mál. Þar með væri komið bókn, sem ég óttast að myndi ekki leysa þau mál sem að vinnustöðunum snúa á sama hátt og Vinnueftirlitið getur gert. 1 sambandi viö þetta frumvarp hefur komiö fram að á næstu þremur árum verði öll þessi má' endurskoðuð. Ég óttast að ei þetta verður samþykkt, þá mun atvinnurekendur ekki fást til at hróflavið neinu hjá sér.þeir mun skjóta sér á bak við 3ja árs endurskoöun. FulltrUar atvinnu rekenda voru jákvæðir meðan é samningu vinnuverndarlaganní stó^en nU eru komnir nýir menn þessi mál hjá Vinnuveitendasam- bandinu og virðist uppi hjá þeim annað viðhorf. Ég tel fráleitt að lög um Vinnueftirlitið veröi skert og ég vona að verkalýðshreyfing- in beri gæfu til að standa þar saman sem órofa heild til varnar þvi sem áunnist hefur. Margt ógert — ÞU hafðir orð á þvi að enn væri margt ógert,en hvað er eftir þegar þessi lög hafa fullkomlega komiö til framkvæmda? — NU er til að mynda i gangi rannsókn, sem 10 manna hópur islenskra náms-og menntamanna framkvæmir fyrir 10 verkalýös- félög og sambönd. Þegar hefur veriö sendur Ut ýtarlegur spurn- ingalisti til félaga, þar sem lögð verður áhersla á að upplýsa sam- band milli aldurs, vinnu og heil- brigðis. Maður heyrir til að mynda oft að byggingariönaöar- menn séu „bUnir”, eins og sagt er, um fertugt. Þá vaknar sU spurning hvort það launahvetj- andi kerfi sem þeir vinna eftir verði þtss valdandi að þeir sliti sér Ut á 20 árum, eða með öörum orðum selji vinnuþrek sitt fyrir- fram með þessu launakerfi. Er þetta kannski þannig lika I öörum atvinnugreinum þar sem bónus- vinna tiðkast? Við þessu viljum við la svör. En þegar þu spyrð um hvað sé enn ógert þá má benda á að rekja má atvinnusjUkdóma til þess aö stóllinn sem fólk situr á allan daginn er ekki i réttri hæö miðað við borðiö, bakstilling hans ekki rétt o.sv.frv. Eða þá aö borð sem staðið er við allan daginn er ekki i réttri hæð, eða þá að ein- hver hreyfing I vinnunni er rangt framkvæmd þannig að leiði til at- vinnusjUkdóms eða óeölilegs likamslegs slits. Nei, ég gæti haldið endalaust áfram að telja upp,- ég tel að ennþá séu þýðing- armikil verkefni óleyst, sem verkalýöshreyfingunni beri að vinna að meö krafti á næstu ár- um. — S.dór — Kaf nstoiurnar breyttust fyrst og þrifnaður á þeim sem fyrir voru; eins bötnuðu þrif i vinnusölum þótt þar sé enn viða pottur brotinn og rangt að farið viða. Þvimiður tiðkastþað enn að verið sé sópa óhrein gólf með strákUst meðan fólk er við vinnu og þyrlað þá um leið upp ryki og óþverra. Þeim sem þetta gera dytti aldrei i hug að gera svona lagað heima hjá ser. Þar er notuð ryksuga og þvi þá ekki lika á vinnustaðnum? Svona atriði eru enn að angra fólk, sem áhuga hefur fyrir lausn þessara mála. NU, en við vorum að tala um það sem fyrst breyttist. í kjölfar þess sem ég nefndi áðan kom svo bætt aðstaða til að þrifa sig, geyma vinnuföt, loftræsting og fleira. Ég vil taka hér skýrt fram að enn vantar mikið á viða að þessum málum sé bUið aö kippa i liðinn. Viða er aðbUnaði og hollustu- háttum á óhreinlegum vinnu- stöðum ábótavant og það hefur enginn lokasigur unnist enn og raunar er mikið enn ógert i þess- um efnum. — Þá vaknar sú spurning liverju hefur verið erfiðast að fá breytt? — Sennilega hefur verið erf- iðast að fá fram breytingu á hugarfari manna, eyða þeirri skoðun að engu máli skipti hvernig vinnustaðurinn litur Ut. En ef þU átt við það hverju hafi verið erfiðast að fá fram lagfær- ingar á,þá er það loftmengun og hávaðamengun. Þetta eru vissu- lega dýrustu framkvæmdimar, og einnig virðist mér skilnings- skortur fyrir hendi á nauðsyn þess að lagfæra þessi atriði. Hávaðamengun er oft reynt að leysa meö þvi að láta fólk ganga með heyrnarhlifar sem er gott svo langt sem það nær. En auð- vitaðá að reyna fyrst að draga Ur hávaða og það er vel hægt i flest- um tilfellum. Hægt er að draga mjög verulega Ur hávaða áður en gripið er til heyrnarhlifanna. Má þar tilnefna betri hljóðeinangrun i vinnusölum, setja dempara á vélar o.fl. — 1 hvaða greinum hyggur þú að ástandið I hollustuháttum og aðbúnaði sé lakast? — Samkvæmtkönnun sem gerð var á þessu sviði i fyrra mun Baðklefiog salerni hjá vélsntiðju Vita- og hafnarmálaskrifstofunnar. — (Ljósm.: gel).

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.