Þjóðviljinn - 01.05.1981, Side 12

Þjóðviljinn - 01.05.1981, Side 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. maí 1981 hvao F æðingar- orlofið er mikil réttarbót Oft heyrist sagt að skelfing séu nú þessir félagsmálapakkar, sem verkalýöshreyfingin láti bjóöa sér i kjarasamningum, innihalds- litlir, þó almennt sé viðurkennt að krónutöiuhækkanir einar dugi verkafóiki skammt i verðbólg- unni. Við ætlum hér að leysa utan af einum slíkum pakka, — fæð- ingarorlofinu, sem samið var um i siöustu kjarasamningum haust- ið 1980. Verkalýðshreyfingin var löng- um óánægð með það fyrirkomu- lag sem var á greiðslum i fæðing- arorlofi og um árabil haföi það kerfi verið I endurskoöun. Sam- kvæmt þvi fengu konur gretdda dagpeninga á sömu forsendum og um atvinnuleysisbætur væri aö ræöai þær þurftu að uppfyila sömu skilyrði, m.a. vera fullgildir félagar I verkalýðsfélagi, þó ekki þyrftu þær að mæta til skráningar á hverjum degi. Margar fengu þvl algera synjun. Þá var almenn óánægja með að Atvinnuleysis- tryggingasjóður stæði undir þess- um greiðslum,enda er honum ætl- að annaö hlutverk. Það var svo s.I. haust að rikisstjórnin lofaði úrbótum i þessu efni og þó lögin um fæðingaroriof séu ekki fylli- iega i samræmi við ýtrustu kröfur verkalýöshreyfingarinnar er þó að þeim mikil réttarbót. Lögin voru sett 29. desember 1980 og tóku þau gildi 1. janúar 1981. Samkvæmt þeim skulu al- mannatryggingar greiða þriggja mánaða fæðingarorlof öllum þeim konum sem lögheimili eiga á íslandi og ekki eiga rétt á laun- um i þriggja mánaða fæðingaror- lofi. Það er ekki skilyrði aö kona hafi unnið á almennum vinnu- markaöi en þátttaka á vinnu- markaðinum hefur hins vegar áhrif á upphæð fæðingarorlofsins. Greiðslurnar miðast við tekjumissinn Þorgerður Benediktsdóttir, log- fræðingur hjá Tryggingastofnun rikisins annast umsóknir um fæð- ingarorlof i Reykjavik en um- boösmenn TR á hverjum stað úti á landi. Við litum inn hjá Þor- gerði og spurðum hana fyrst hvaöa regiur giltu um 'þessar greiðslur. Upphæðin I þriggja mánaða fæöingarorlofi miðast við vinnu- framlag á almennum markaði siðastliðna 12 mánuöi og er skipt i þrjá flokka eftir fjölda vinnu- stunda. Ekki er gerð krafa um samfellda vinnu eða á sama stað heldur er það stundafjöldinn einn sem gildir, sagði Þorgerður. Full greiösla miðast við að kona hafi unnið samtals 1032 stundir i dag- vinnu undanfarna 12 mánuði, en þetta jafngildir rúmlega hálfri vinnu. Upphæðin i maimánuði er 5.620 nýkrónur. Annar flokkur miðast viö 516 — 1032 stundir og fá konur sem i honum lenda 2/3 hluta fæðingar- orlofs eða 3.747 nýkrónur á mán- uöi. 1 þriðja flokki er miöað við 515 dagvinnustundir eða minn^en 515 stundir jafngilda um þriggja mánaða starfi. Greiðslur i þess- um flokki eru 1/3 hluti eða 1.873 nýkrónur á mánuði. Þetta er sá lágmarksréttur sem öllum kon- um er tryggður meö lögunum og i þessum flokki eru m.a. húsmæð- ur, námsmenn og aðrir sem hafa stundað litla eða enga vinnu á al- mennum markaði. Upphæðirnar hækka sfðan skv. 8. taxta Verka- mannasambands Islands og næst þann 1. júni. — Hvernig er staöið að kynn- ingu á þessum lögum? Kynningarbæklingur Trygg- ingastofnunar um fæðingarorlofið liggur frammi á öllum sjúkra- stofnunum á landinu, félagsmála- stofnunum og fleiri opinberum stöðum. Þar eru þessar reglur skýrðar, hvernig eigi að sækja um og hversu háar greiðslurn- ar eru. Þá hafa félagsráðgjafar sem starfa á Fæöingadeildinni einnig umsóknareyðublöð,og eins komum við upplýsingum á fram- færi gegnum mæðra- og ung- barnaeftirlitið auk hefðbundinna leiða gegnum útvarp og dagblöð. Ég held að á höfuðborgarsvæð- inu og I kaupstööum úti um land sé þessi kynning almenn og nokk- uð góð, sagði Þorgerður, en hins vegar er erfiðara að ná til hús- mæðra I sveitum eins og gefur að skilja. Afturvirkni að marki Lögin sjálf tóku gildi 1. janúar s. l., en giltu þrjá mánuði aftur i timann eftir vissum reglum. Þannig fengu konur, sem fæddu i október 1980 greiðslur i einn mán- uð, þær sem fæddu i nóvember i tvo mánuði og þær sem fæddu i desember i þrjá mánuöi. Það var erfitt að ná til þessara kvenna og t. d. gat Fæðingadeild Lands- spitalans ekki gefiö okkur nöfn þeirra sem þar höfðu fætt,en Fæð- ingarheimiliö gat það hinsvegar. Hér I Reykjavik hafa a.m.k. hundrað konur sem fæddu á þess- um þremur siðustu mánuðum ársins fengið greitt fæðingarorlof skv. þessari heimild. 500 greiðslur í Reykjavík — Hversu margar hafa þegar notið þessa? Þaö er erfitt að segja til um það, þvi uppgjör utan af landi berast ekki fyrr en i árslok. Hins vegar er auðvelt að fylgjast með þessu hér i Reykjavik og Trygg- ingastofnunin hér hefur afgreitt tæplega 500 mál frá áramótum. — Hversu stór hluti er það af fjölda fæðinga á sama tima? Sú tala er ekki fyrirliggjandi, enda segir hún litið, þar sem stór- ir hópar eru utan við þetta kerfi, þ.e. BSRB, BHM og bankamenn, en þessir hópar höfðu áöur samiö um þriggja mánaða greiðslur i fæðingarorlofi fyrir sina félags- menn. — Er þá öllum konum tryggður þessi lágmarksréttur? Þaö er engin sem fellur alveg út, en hins vegar er beðið eftir reglu- gerð sem á að setja með lögunum og mun væntanlega kveða nánar á um ýmsa hópa svo sem þær sem stunda sjálfstæðan atvinnurekst- ur eða vinna fyrir tekjum inni á heimilinu eins og dagmömmur t.d. Sjálfstæðir atvinnurekendur fá nú 1/3 og það hefur valdiö óánægju. — En er ekki llka óánægja hjá öðrum sem lenda i þriðja flokki og fá 1/3? Jú, þessar greiðslur miöast við vinnu utan heimilis og hugsunin er sú aö bæta þann tekjumissi sem konan verður fyrir i þriggja mánaða fæðingarorlofi. Eðlilega eru húsmæður óánægðar með þetta, svo og námsmenn og þær sem stunda stopula og litla vinnu. Takmarkaður réttur feðra — Nú er feðrum gefinn kostur á að nýta hluta af fæöingarorlofi móður. Hvernig hefur þvi verið tekið? Það hefur litið verið notaö enn- þá, en þó hafa nokkrir sótt um það hér I Reykjavik. Mönnum finnst að þetta borgi sig ekki og það er ekki mikil ánægja meö að vinnu- framlag konunnar skuli gilda en ekki vinnuframlag karlsins þegar greiöslurnar eru reiknaðar út. Þá er nokkur óánægja með aö feður hafi ekki sjálfstæðan rétt til or- lofsins, heldur aðeins rétt á launalausu leyfi, en reglurnar um þetta eru þær að faðir á rétt á greiðslu fæðingarorlofs siöasta mánuð fæöingarorlofsins i stað móður, ef móöir óskar þess. Hann þarf aö tilkynna atvinnurekanaa sinum þetta með þriggja vikna fyrirvara og hann fær sömu greiðslu i orlofinu og réttur móðurinnar segir til um. — En hvert snúa konur sér til að fá þessar greiðslur? Umsóknareyðublöð og upplýs- ingar fást hér i Tryggingastofnun rikisins, hjá umboðsmönnum TR úti um land og á fæðingastofnun- um. Umsókninni þarf að fylgja fæðingarvottorð ef barnið er fætt, en vottorð ljósmóöur eða læknis um áætlaðan fæðingartima ef sótt er um áður en barn fæðist. 1 lög- unum er ákvæði um að fyrsta greiösla geti farið fram mánuði fyrir áætlaðan fæðingartima og margar hafa notfært sér það ákvæði. Þá þarf vinnuveitandi að votta þann stundafjölda sem um- sækjandi hefur unnið hjá honum i dagvinnu s.l. 12 mánuði. Það er hans að halda stundunum saman og gefa upp laun fyrir þær, en konan þarf að safna vottorðunum saman sjálf ef hún hefur unniö hjá fleirum ein einum atvinnu- rekanda. — Hvað tekur langan tima að afgreiða þessar umsóknir? Þaö tekur aðeins nokkra daga, viku oftast næi; en hámarkið er 10 dagar hér i Reykjavik. Fleirburar og fósturbörn — Hverjar fá greiöslu I fjóra mánuði? Fæðingarorlof greiðist alltaf i þrjá mánuði nema I sérstökum undantekningartilfellum i fjóra, aldrei lengur. Þessi undantekn- ingartilvik eru fleirburafæðingar, þá er alltaf greitt i f jóra mánuði, og ef móðir er veik fyrir barns- burð eða barnið veikt þannig að það þarfnast sérstakrar umönn- unar, en þá þarf læknisvottorð að fylgja. Tryggingayfirlæknir úr- skurðar i tveimur siðarnefndu til- vikunum. — Hvað með fósturforeldra? Þeir sem ættleiða börn eða taka til fósturs eða uppeldis eiga rétt á tveggja mánaða fæðingarorlofs- greiðslu ef barnið er undir fimm ára aldri og fólk getur sótt um strax og fósturráðstöfun er gerð og verða þá að fylgja vottorð um hana. Þessar greiðslur miöast við fyrsta flokk. — Lita konur á þetta sem ölm- usp.eins og gert var hér fyrr á árum meö greiðslur frá bæ eða riki? Nei, ég verð ekki vör við það. Þvert á móti finnast mér konur vera mjög áhugasamar um að nýta sér þennan nýfengna rétt og ef eitthvaö er finnst þeim hann mætti vera rýmri og ná til feðr- anna lika. En miðað við gamla kerfiö er aö þessu mikil réttarbót sem ailir ættu að vera ánægðir með, sagði Þorgerður Benedikts- dóttir að lokum. Rætt við ÞORGERÐI BENEDIKTSDOTTUR hjá Tryggingastofnun ríkisins

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.