Þjóðviljinn - 01.05.1981, Page 13

Þjóðviljinn - 01.05.1981, Page 13
Föstudagur 1. mal 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Sunnudaginn 27. april 1941 — eöa fyrir réttum 40 árum — voru þrir blaðamenn Þjööviljans handteknir af breskum hermönn- um og siðan fluttir i hiö fræga Brixton-fangelsi I London, en útgáfa Þjóöviljans bönnuö. Astæöan var sú aö Þjóöviljinn haföi gagnrýnt framferöi breska hersins meö ýmsum hætti allt frá þvi aö hann steig hér fyrst á land 10. april 1940. Hinir handteknu voru ritstjórarnir Einar Olgeirs- son og Sigfús Sigurhjartarson og Siguröur Guömundsson blaöa- maður. Þetta var auövitaö frek- leg ihlutun i Islensk mál, en Einar Olgeirsson var þá alþingismaður lslendinga. Þeir þremenning- arnir voru i haldi fram I lok júli en var þá sleppt, og heim komu þeir 10. ágúst. Banninu á Þjóöviljan- um var aflétt i mai 1942 en i milli- tiöinni gáfu sósialistar út Nýtt dagblaö undir ritstjórn Gunnars Benediktssonar. HINIR BROTTNUM D U í S L E NDINGAR I'JN'AR OLGORSSON, íoroj. SósWisiaÍl-, 4, ínriQm iioykviiíinga, ritsijórs ÞíóðvMians, SIGURDUR GUDMUNDSSON, bU'iðam, Þjóöviijans, SIGFÚS SIGURI!|Ain AlíSON. varaiorm Sósfalisiaíl., nlsijó! i 1‘jóðviliativ. „Nú eru Bretar aö fremja það sem þeir fordœma hjá öörum’ Til aö minnast þessa atburðar er hér birtur stuttur kafli úr bók Einars Olgeirssonar, Island i skugga heimsvaldastefnu, sem Jón Guðnason skráði. Þar er m.a. lýst verunni I Brixton-fangelsinu á eftirfarandi hátt: „Það var sunnudagskvöldið 27. april 1941, að breskir hermenn undir forystu liðsforingja komu inneftir á efri hæðina á Njálsgötu 85 til aðhandtakamig. Við hjónin, Sigríður Þorvarösdóttir kona min og ég, höföum búið þarna frá 1936 i tveim herbergjum; sneri annaö út að húsagarðinum og þar sat ég þá við skrifborð mitt og var að skrifa, vafalaust i Þjóðviljann fyrir morgundaginn. En inni I hinu herberginu, er sneri út að götunni, svaf dóttir okkar Sólveig, eins og hálfs árs gömul, og vorum við tvö ein heima. Konan min hafði farið i heimsókn meö Indiönu Garibaldadóttur, vinkonu okkar og ágætum félaga, vestur I bæ til sængurkonu. Strax og breski liðsforinginn tilkynnti mér handtöku mina og brottflutning, mótmælti ég og kvað þá fremja stjórnarskrár- brot, og ætlaði ég að hringja I Hermann Jónasson forsætisráö- herra, en hermennirnir lögðu hald á simann og bönnuðu þaö. Þá krafðist ég þess aö fá að hringja i 1 ögreg1us t j óra, Agnar Kofoed-Hansen, en það var lika bannaö. Bretar áttu úr vöndu aö ráða, þvi að þeir sáu, aö ekki var ger- legt að skilja litlu stúlkuna eina eftir sofandi og láta konu mina ekkert fá aö vita. Vildi þá svo til, að Sigurður Guömundsson kom i heimsókn, og tóku þeir strax að athuga, hver hann væri, og kom þá upp, að þeir áttu einnig að handtaka hann. Fóru tveir her- menn meö hann niður á Berg- staðastræti 3, þar sem hann og móðir hans bjuggu i einu þakher- bergi undir súð, og siöan var hann fluttur um borö I herskipiö Royal Scotsman. 40 ár liðin frá handtöku blaðamanna Þjóðviljans og banni á útgáfu hans Nokkru siðar kom i heimsókn frú Lára Pálsdóttir, náfrænka konunnarog mikil vinkona okkar. Sagöi ég henni, hvernig komið væri og baö hana að fara vestur i bæ aö sækja Sigrlöi. Hún var reiöubúin til þess, en nú vandaöist málið, þvi að Bretarnir ætluðust til þess, að hún settist upp i her- mannabil og keyrði þannig með breskum dátum gegnum bæinn. Lára mótmælti eðlilega sliku, vildi fá að taka bil sjálf, en harö- neitaði aö láta sjá sig með bresk- um dátum i bfl, auk þess sem hún hellti sér yfir þá fyrir framferði þeirra, handtökuna. En Bretarnir bönnuðu, að hringt væri i bil, hún yröi aö fara með þeim. Og hér var engu um þokaö. Frú Lára lét undan i þessu neyðarástandi og fór meö breskum hermanni i her- bfl að sækja Sigriði. Meðan á þessu öllu gekk, fyrir- skipaði liðsforinginn að rannsaka skyldi öll skjöl min, og var skrif- borðið opnað og allt tekið út, sem 1 þvi var. Þá sagði sá, er þaö gerði. „Það tekur marga daga að fara i gegnum þetta allt saman”. Eg sagöi viö þá, aö ég mótmælti þvi, að þeir tækju þessi skjöl, og ef þeir tækju þau, þá vildi ég fá kvittun fyrir þeim öllum, þvi að ég gæti trúað þeim til þess að setja ýmislegt þarna inn i, sem kæmi frá þeim og væri siöan notað á móti okkur. Þeir urðu feiknmóðgaðir yfir þvi, að ég skyldi bera slikt upp á her hans hátignar og spurðu, hvort ég tryði sliku. Ég kvað þá lika hafa gefið loforö um aö skipta sér ekki af innanlandsmálum Islendinga, og nú væru þeir að brjóta það. Þetta voru miklar bréfaskriftir, sem þeir tóku. Ég fékk meginiö af þessu siðar en sumt fór forgörð- um. Nú kom Lára til baka með Sigriöi og var þá búin að segja henni, hvernig komið væri. Ég man það enn, hve glaður ég varð i hjarta minu, er ég sá, hvernig kona min tók þessum tiðindum. Hún var svo róleg og staðföst, auösjáanlega ákveöin I þvi að láta Bretana ekki sjá, aö islenskri konu brygði við ofbeldi þeirra. Ég var stoltur af framkomu hennar. Ég man, þegar við trúlofuö- umst einn dag i ágúst norður á Akureyri. Viö höfðum gengið upp fyrir Glerá, og ég sagði viö hana, eftir að viö höfðum bundist fast- mælum, að hún mætti búast viö þvi, að ég yröi máske stundum að sitja I fangelsi sakir skoðana minna. Hún sagöi i sinum bliöa málróm: „Ég veit þaö, Einar, en við skulum ekki tala um það á þessu kvöldi”. Hún hafði 1932 heimsótt mig I fangelsinu á Skólavörðustig, en nú var um miklu alvarlegri að- stöðu að ræða og óvlst, aö við sæj- umst aftur. Þegar við kvöddumst, lét hún heldur engan bilbug á sér finna. Svo mun hafa verið með ýmsar sjómannskonurnar is- lensku þá, er þær kvöddu menn sina, er sigldu þá til Englands á litlu togurunum okkar, og nasist- arnir voru öðru hverju að skjóta niður. Sigriöur var i móðurætt af sjó- mönnum kominn. Afi hennar, Jón Arason i Skálholtskoti, var for- maður á bát, og amma hennar, Ingibjörg, lét sér ekki heldur allt fyrir brjósti brenna. Hún hafði átt barn með manni, er hún bjó með i Reykjavik, en féll ekki sambúðin — tók sveinbarnið vetrardag einn, er Skerjafjörður var isi lagöui; i svuntu sina og gekk með sveininn yfir fjörðinn heim til sin aö Hliði á Alftanesi. Gamlir is- lenskir eöliskostir komu konu minni aö haldi þetta kvöld og mánuðina, sem á eftir fóru. Róleg og hugsunarsöm hafði hún útbúið mig með það litla, sem ég fékk að taka með. Sjálfur fékk ég að velja tvær bækur, tók Stephan G. I-III. I einu bandi og Marxævisögu Mehrings. Sólveigu litlu hafði ég kvatt án þess að vekja hana. — Mikið var ég konu minni þakklátur fyrir æöruleysiö og ég býst við, aö bresku her- mennirnir hafi undrast það. En hún sagði mér siöar, aö hún heföi haft þá staöföstu trú, aö við sæj- umst aftur og lét Sólveigu litlu bjóöa mynd af mér góða nótt á hverju kvöldi, svo að hún gleymdi mér ekki. Er út á Njálsgötuna kom, hafði nokkur hópur manna, þar á meöal félaga, safnast saman við breska bflinn og spuröu mig nú, hvað væri aö gerast. Ég sagði þeim það og bætti við: „Nú eru Bretarnir að fremja það, sem þeir fordæma hjá öðrum”. Ég náði aö kveöja nokkra félaga meö handabandi, og minnist ég sér- staklega Helga Þorkelssonar, formanns klæðskerasveina, þess ágæta félaga og forystumanns i verkaiýösstétt. Og siðan var haldiö I breska bflnum niður Laugaveginn. Ég sat frammi hjá bilstjóranum. Veöriö var gott, Reykvikingar margir á göngu, enda blitt sunnu- dagskvöld, en engir þeirra, er ég nú sá, vissu, hvað var að gerast. Niður viö Sprengisand lá Royal Scotsman, og er farið var meö mig um borð, voru þeir Sigfús og Sigurður þar fyrir. Viö töluöum eðlilega saman, um hvað skeö hafði, en hlustuðum um leiö á hvað skipsmenn voru að ræða um, þvi að það var eitthvaö, sem virtist hafa fariö úrskeiðis. Héld- um við helst, að þeir væru að biða eftir, hvort tekist hefði aö hand- taka einhvern fjóröa mann. Cr þvl varö ekki, og vissum viö aldrei, um hvern þar var að ræöa”. Hvað er að gerast i Póllandi? Fundur á mánudagskvöldið 4. mai, kl. 20.30 á Hótel Heklu, með Jacub Swie- cicki fulltrúa KOR.sambandsmanns Ein- ingar. Kaffiveitingar. Kommúnistasamtökin, Verkalýðsblaðið. Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir að ráða aðstoðarmann við gæslu i Stjórnstöð Byggðalinu að Rangár- völlum á Akureyri. Reynsla við rekstur rafveitukerfa æski- leg. Upplýsingar um starfið veita Ásgeir Jónsson Akureyri sima: 96-25641 og rekstrarstjóri Rafmagnsveitna rikisins Reykjavik. Umsóknin ásamt upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf sendist starfsmannastjóra. Rafmagnsveitur rikisins Laugavegi 118, Rvik. Gervi- augnasmiður Þýski gerviaugnasmiðurinn MQller-Uri verður við stofnunina dagana 25.-29. mai n.k. Tekið er á móti pöntunum i sima 26222 frá kl. 9—12 f.h. Elli- og hjúkrunarheimiiið Grund

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.