Þjóðviljinn - 01.05.1981, Side 17

Þjóðviljinn - 01.05.1981, Side 17
I. maípistill Árni Bergmann skrifar Fyrsti maí er alþjóðleg- ur baráttudagur. Það þýð- ir, að í ávörpum og ræðum er eitthvað minnst á sam- stöðu með baráttu verka- fólks hvar í heimi sem er. Sjaldan fer mikið fyrir slíkum yfirlýsingum á islenskum fyrsta maí, en eitthvað koma slík mál jafnan við sögu. En stund- um er af samstöðuyf irlýs- ingum slíkur keimur, að engu er líkara en að um einhverskonar vandræða- skyldu sé að ræða, rétt eins og börnum í sunnudaga- skóla væri gert að minnast ,,hungruðu barnanna í Kína". M.Ö.O.: við minn- umst þeirra sem búa við skort og kúgun með ein- hverskonar losaralegu sið- ferðilegu hugarfari. Alþjóðleg samstöðumál eru ekki mikið umhugsun- arefni. Á ekki hver nóg með sig? er kannski spurt. sem svo, a?> borgararnir ætl- uðu að nota atvinnuleysið til að lama baráttu verkafólks og etja þvi saman (m.a. með fjand- skap við Utlenda verkamenn, sem hafa verið i verstu störfunum — fjandskap sem sumir svonefndu vinstrimenn hafa reyndar tekið undir). Þau sögðu að það þyrfti að skipta vinnunni milli fleiri og taka upp samninga um 35 stunda vinnuviku. Og svo beita skatta- pólib'k og opinberum framlögum til að auka hagvöxt, skapa fleiri störf. Spurningar Svo gæti deilan haldið áfram: Kapitalistar segðu: Þið viljið 35 stunda vinnuviku og óbreytta kaupgetu: hvernig getum við það i haröri samkeppni t.d. við Japani? Eða Brasiliumenn? Og aðrir geta komið — eins og trotskistinn Mandel og spurt: haldið þið, að allir geti framleitt sig Ut Ur kreppunni með þvi að framleiða meira og flytja Ut, og flytja minna inn? Eru ekki allir markaðir yfirfullir i efnuðu rikj- unum? Meðan þeir i þriðja heim- inum hafa ekkert til að kaupa fyr- ir— meðal annars vegna þess, aö sterkari iðnriki kaupa ekki af þeim nema hráefni, hleypa þeim ekki inn á matvælamarkað sinn nema i litlum mæli, setja toll- mUra í veg fyrir iðnaöarvörur þeirra? Með öðrum orðum: i þessum orðahnippingum er töluvert kom- ið af samstöðuvandamálum verkafólks — beint og óbeint. Og ekki sist það, aö helst vilja ráða- menn fjölþjóðafyrirtækja og Samstaða verkafólks til hvers? íWiJTu- Dæmi að sunnan Það er kannski ástæða til að minna á það sérstaklega á þess- um degi, að heimurinn er alltaf að minnka, og samstöðumál verka- fólks eru i raun og veru alltaf aö færast nær hverjum og einum. Það voru forsetakosningar I Frakklandi fyrir viku, fyrri um- ferð. Af þeim málum sem fram- bjóðendur töldu sig einkum skylduga tilað bjóða fram sinar lausnir á var atvinnuleysið efst á baugi. Atvinnuleysingjar eru nii i Frakklandi 1.6miljónir. Kannski verða þeir tvær miljónir innan tiö- ar. Giscard forseti viðurkenndi að sér hefði mistekist að berjast við atvinnuleysi. Hann reifaði ýmsar hugmyndir i þessu sambandi: hann ætlar aö senda fólk á eftir- laun fyrr en áður, einnig setja fleiri á hlutavinnu. Þar að auki á að flæma sem flesta erlenda verkamenn Ur landi með ýmsum aðgerðum. Þessu andmæltu vinstriflokkar og verkalýðssamtök. Þau sögðu smærri spámenn i þeirri stétt komaþvisvo fyrir, verkafólk líti svo á sem hver hópur sé i harðri baráttu fyrir vinnu gegn öðrum i sama landi, eða i öðrum löndum. Fjölþjóðaspil 1 þeim efnum hafa hinar risa- störu einingar sem kallast band- ormsnafninu fjölþjóðafyrirtæki, ýmsa yfirburði yfir verkalýðs- samtök. Risafyrirtækin leika sér að skattalögum þjóðrikjanna eftir vild. Þau láta gróða koma fram þar sem þau njóta skattfriðinda, en tap þar sem launakostnaður er hár. Þau hóta sterkum verkalýðs- hreyfingum þvi að flytja fram- leiðslu til láglaunasvæða, þar sem verkalýösfélög eru bönnuð eða undir rikiseftirliti. Og þau gera meira en að hóta: þau fram- kvæma. Sá iönaður sem i mestum vextier nil, smátölvuiðnaðurinn, byggist ekki sist á samsetningar- vinnu miljóna láglaunakvenna i Singapore, Suður-Kóreu og öðr- um löndum Suðaustur-Asiu. Krókur á móti brögðum Leikurinn er ójafn: hvort sem er í láglaunalandi eða þar sem verkalýðshreyfing er sæmilega sterk er hægt að sveifla sveðju at- vinnuleysis: þvi miður, ef þið makkið ekki rétt, þá erum við farnir annaö. Þar sem fjárfest- ingarnar skila sér hraðar. Við er- um engin illmenni — en svona eru markaðslögmálin! Þvi er það svo, að samstaða með ofsóttum verkalýösfrömuð- um i Guatemala eða Brasiliu er ekki aðeins sjálfsögö siðferöileg skylda. HUn ætti einnig að vera tákn um skilning á þvi, að krókur veröur að koma á móti brögðum fjölþjóðarisanna. Og á þvi, þegar lengra er skoðað, að hagur verka- fólks i iðnrikjum, i efnuðum rikj- um, mun ekki batna meðan að réttarstaöa og kjör i þriðja heim- inum eru eins og þau nU eru. Tölvuhvalurinn Og samstöðumálin hafa marg- ar fleiri hliðar. Við lifum nU tæknibyltingu sem erflestum öðrumólik. Hinar fyrri lögðu niður mörg störf, en þær sköpuðu önnur i staðinn af mikl- um hraða. Til dæmis bilabylting- in meö allri bensinsölunni, viö- gerðarþjónustunni, vegalagning- unni. En nU lifum við tölvubylt- inguna, sem svelgir i sig störf einsog hákarl sardinur. Og þérer ljóst, að það nægir ekki að verka- lýöshreyfing i hverju landi reyni að mæta þessari þróun — t.d. með samningsgerö um ihlutunarrétt um upptöku nýrrar tækni, samn- ingum um styttan vinnutima og þar fram eftir götum. Ef aö ekki reynist unnt að smiöa samstöðu- stefnu i þessum málum sem spanni sem stærstan hluta af hin- um iðnvædda heimi þá endurtek- ur spilið með þróunarlöndin sig i annarri mynd: Já þið viljið þetta. En við erum að keppa við Jap- ani.... Að stjórna þjóðfélögum Og það skrifa allir upp á sam- stöðu með nýju pólsku verkalýðs- samtökunum, með þeim stóra áfanga til félagsfrelsis sem þau eru. Hvers vegna? Jú — vitaskuld vegna þess að það á að hafa sam- takafrelsið i heiöri. En það ber fleira til. Ekki þær ástæður sem ættu aö efla samstöðuáhuga með verkafólki i þriðja heiminum. Heldur er annað i húfi sem ekki siður er afdrifarikt. Pólska verkalýðshreyfingin nýja skaut i kaf opinberan áróður þar eystra um aö þar hefðu risið riki verkalýðsins, sem ræktu ekki aðra hagsmuni en hans. En þróun hennar þýðir fleira. Fyrr eöa sið- ar stendur hún frammi fyrir þeirri spurningu, hvaða áhrif hún ætlar sér i stjórn vinnustaða, stjórn framleiösiunnar. Og þar m eð er komið aö einni lykilspurn- ingu sósialisma og verkalýðs- hreyfingar: er ekki einfaldast aö við tökum þetta að okkur sjálfir, það erum við sem verkin vinnum, við sem eigum mest i húfi? Flokksræðið hefur þar eystra rekið þessa spurningu út i horn með þvi að gera þau verkalýðs- félög sem til voru ómyndug. Kapitalistar telja þetta eins og hverjaaðra vitleysu, og þvi miö- ur er enginn hörgull á verka- mönnum sem eru sama sinnis. En ef að pólskum verkamönnum tekst að.stjórna sinu samfélagi — þá mega fleiri en valdhafar i Kreml fara að vara sig. A.B. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 Rauðsokkahreyfingin V erjum réttinn til vinnunnar „A alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsstéttarinnar i ár. skipar Rauösokkahreyfingin sér i sveit með verkalýðsstéttinni og bar- áttuöflum hcnnar. A þeim 11 árum sem liðin cru siðan konur I rauðum sokkum gengu niður Laugaveginn með Venusarstyttu i herðunum hefur Rauðsokka- hreyfingin sett fram kröfur sem beinast gegn kúgun kvenna og sérstaklega þeirri tvöföldu kúgun sem verkakonur eru beittar. Þær axla byrðar heimilishalds og barnauppeldis, en eru jafnframt einn arðrændasti hluti verkalýðs- stéttarinnar. Nú þegar samdráttareinkenni i atvinnulifiog félagslegri þjónustu verða æ berri, atvinnurekendur heimta kjaraskerðingu og aftur- haldsöfl kyrja sönginn um að konur snúi aftur inn á heimilin, þá hvetjum við verkafólk og konur sérstaklega til aö standa saman um grundvallarrétt mannsins — réttinn til atvinnu.” Þannig hefst ávarp Rauðsokka- hreyfingarinnar sem sent er út i tilefni 1. mai. Siðan eru taldar upp helstu kröfur sem rauðsokkar setja fram á baráttudegi verka- lýðsins, en meginkrafan er: Verjum réttinn til vinnunnar. Þvi næst er vikið að stytöngu vinnu dagsins — óskertum launum, og siðan koma kröfurnar: sömu laun fyrir sömu vinnu, upprætum lág- launahópa — jafnlaunastefnu, góðar og ódýrar leiguibúöir, sam- felldan skóladag — ókeypis mötu- neyti, góða og ókeypis dagvistun fyrir öll börn, styðjum kröfur fóstra, 6 mánaöa fæðingarorlof fyrir báða foreldra, launað leyfi foreldra i veikindum barna, frjálsar fóstureyðingar og kyn- ferðisfræðslu i skólum. Að lokum er hvatt til baráttu gegn vig- búnaðarkapphlaupinu, gegn kjarnorkunni og fyrir friði. Flest eru þetta gömul baráttumál, en að venju eru kvennakröfurnar tengdar almennum félagslegum kröfum, enda verður kvennabar- áttan ekki slitin úr úr tengslum við stéttabaráttuna. Það er nýtt að vikið sé að friðarmálum, en i ávarpinu segir: ,,Það jafnréttis- samfélag sem við berjumst fyrir er harla fjarlægt meðan byssu- kjaftar og kjarorkuvopn ógna til- veru mannkyns.” —ká Auðvitað voru allir innilega sammála um hvað gera ætti i stöðunni: 14. - - Dxf5, og Helgi svarar með 15. h2-h3og þannig er þá staöan: 8 M E ■ ■ 7 ttm ttt 6 m ± ^ M A lí 5 Wm. 'íSi A ÍM, es f§H 4 3 ■ ■ ■ m± 2 &M&M &SXM 1 m : # nm abcdefgh Þiö hringið svo á mánudag, milli kl. 9 og 18, i sima 81333 Brekkúgötu 1 — Simi 98-1534 A flugvelli 98-1464

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.