Þjóðviljinn - 14.05.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.05.1981, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 14. mai 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Vinnuslys í Hamp- iðjunni Á mánudagskvöldið urðu tvö vinnuslys í Hampiðjunni og bæði með sama hætti. Tvær stúlkur lentu með hendurnar i vél sem notuð er til að fietta tógar i net, marðist önnur stúlkan á hendi en hin skarst illa. Verða þær báðar frá vinnu i nokkra daga, en þó er reiknað með annarri til vinnu á mánudag. Að sögn Magnúsar Gústafs- sonar forstjóra Hampiðjunnar er þessum vélum stjórnað af þeim sem við þær vinna og hefðu stúlk- urnar gangsett þær meðan þær voru með hendurnar inni i vél- unum. Viðþaðslekkur sjálfvirkur búnaður á vélunum en i þessum tilfellum ekki nægilega snemma til að koma i veg fyrir meiðsl. Hefði þetta komið fyrir áður en aldrei valdiö meiri háttar slysum. örsökin væri augnabliksóaðgæsla sem erfitt væri að koma i veg fyrir að henti. önnur stúlknanna sem meiddist hefði verið mjög vön vinnu við vélina en hin hefði unnið þar skemur en hefði engu að siður þekkt vel inn á starfið. Magnús sagði að slys hjá fyrir- tækinu væru nokkuð tið en ávallt hefði verið um minniháttar slys að ræða t.d. hefðu slys af þvi tagi sem hér var um að ræða aldrei valdið handarbroti. — j Skipulag Seljahverfis Nú liggur fyrir tillaga 'aö deili- skipulagi fyrir miðsvæði Selja- hverfis. Þar er ráðgert að rlsi ýmsar þjónustustofnanir fyrir þetta hverfi. Meðal annars er ráðgert, að þar verði reist kirkja svo og hjúkrunar- og vistheimili aldraðra. Skipulagsnefnd og borgarráð telja rétt að kynna ibúum hverfis- ins þessa tillögu, og hafa faliö Borgarskipulagi aö annast kynn- inguna. 1 kvöld kl. 20.30 veröur þvi efnt til fundar i ölduselsskóla. Veröur tillagan þar til sýnis, upp- drættir og likan. Tillagan veröur útskýrö og fyrirspurnum svaraö. A þessu stigi er mjög æskilegt, aö fram komi sjónarmið ibúa um hlutverk þessa miösvæöis, hvaö stofnanir og þjónustu snertir, svo og annað þaö, sem varöar skipu- lagsmái hverfisins. Páfi á Filippseyjum fyrr i vetur: hann óttaðist ekki Páfínn, ldrkjan og heimurinn Það þdttu mikil tiðindi þeg- ar pólski kardinálinn Woyjtila var kosinn páfi árið 1978. Lengi hafði sæti biskupsins i Róm ver- ið eins og frátekið fyrir italska höfuðklerka. En kjör kardinála frá Póllandi, þvi landi þar sem kaþólsk kirkja hefur skotið dypri rótum en i f lestum löndum öðrum, var ckki aðeins úrræði sem gripið var til vegna ósam- komulags um italska kardinála sem helst komu til greina. Menn vonuðu um leið, að hinn nýji páfi mundi leiða kirkjuna út úr ýms- um vandkvæðum og skapa henni nýjan sess f vitund þjóða heimsins. Jóhannes Páll páfi hefur á sinum ferli gerst mjög vlðförull, heimsótt fleiri lönd og messað yfir fleira fólki á skömmum tima en nokkur fyrirrennari hans. Oft höfðu menn áhyggjur af öryggi hans, þvi að frægir menn og áhrifamiklir eru orðnir skotspónn undarlegustu hvata og afla — er þess skemmst að minnast, að gerðvar tilraun til að ráða Pál páfa sjötta af dög- um fyrir nokkrum árum. En páfinn pólski kom jafnan fram af miklu öryggi og ótta- Páfi og Lech Walesa: bakhjarl verkalýðssamtökum i Póllandi scm Brasiliu. leysi, og sú framkoma hafði dugað til þessa. Þvi hefur verið nokkuð á lofti haldið að Jóhannes Páll f>áfi hafi valdið vonbrigðum þeim mönnum innan kaþólskrar kirkju, sem vonast eftir breyt- ingum á ýmsum kenningum hennar i siðferðismálum, t.d. þeim sem varða takmörkun barneigna. Einnig þeim sem vildu að kirkjan tæki ákveðnari afstöðu i ýmsum þeim þjóðfé- lagsmálum sem heitast brenna á fátæku fólki, ekki sist i þeirri álfu sem kaþólskust er, Ró- mönsku Ameriku. En páfi hefur á hinn bóginn gerst virkur tals- maður mannréttinda og trú- frelsis og verið, beint og óbeint, mikilsverður bakhjarl þeim sem vildu skipuleggja óháð verkalýðssamtök i kaþólskum ríkjum, hvort sem var i Póllandi eða Brasiliu. Hvatningarorð hans um frið i hrjáðum heimi og rétt allra til mannsæmandi lifs hafa oft hljómað sterkt af mörg- um þeim ræðupalli sem athygli hefurbeinst að, og oft með þeim hætti að valdsmönnum hefur sviðið. Hann hafði einnig margt gott til mála að leggja um þann vitahring ofbeldis sem læsir heil samfélög i heljar greipar. Bánatilræði við Jóhannes Pál páfa er mikiö harmsefni öll- um sæmilegum mönnum og verða þeir seint taldir sem nú eiga samleið i huganum með kaþólskum náungum sinum i von þeirra um að páfi megi lifi og góðri heilsu halda. Ráðstefna sveitarfélaga Nýju barna- lögín og barnavernd Á ráðstefnu Sambands Is- lenskra sveitarféiaga um barna- vernd, sem haidin verður á morg- un að Hótel Esju og hefst kl. 9,30 árdegis mun Ármann Snævarr, hæstaréttadómari, kynna nýsam- þykkt barnalög, Gunnar Eydal, formaður barnaverndarráðs, kynnir lög og reglugerðir um vernd barna og ungmenna og Sveinn Ragnarsson félagsmála- stjóri, dr. Bragi Jósepsson, for- maður barnaverndarnefndar Reykjavikur, og Guörún Kristins- dóttir, yfirmaður fjölskyldudeild- ar Félagsmálastofnunar, kynna meöferð barnaverndarmála hjá Rey kj a v Ikurborg. Prestarnir séra Jakob Hjálmarsson, formaöur félags- málaráös á Isafiröi, og séra Vigfús Þór Arnason, bæjarfulltrúi á Siglufiröi, hafa framsögu um barnavernd I kaupstööum, kaup- túnum og i strjálbýli, Helgi Jónasson, fræöslustjóri, ræöir um hlutverk skóla i barnavernd og sálfræöingarnir Alfheiöur Stein- þórsdóttir og Guöfinna Eydal kynna foreldraráögjöf. I umræöuhópnum veröur m.a. fjallaö um eftirlitshlutverk barnaverndarnefnda, reglur um útivist og aögang unglinga aö samkomum og um framtiöar- skipan barnaverndarmála i sveit- arfélögum. Liölega eitt hundraö manns hafa tilkynnt þátttöku I ráöstefn- unni. Leggjum lið mannréttinda baráttu Norður-íra I kvöld, fimmtudaginn 14. mai, veröur haldinn fundur um leiöir til stuönings mannréttinda- baráttu Noröur-lra. Fundurinn veröur haldinn aö Skólavöröustig l.A. og hefst kl. 20.30. trlandsvinir. Fundur sambandsstjórnar Málm- og skipasmiðasambands Islands: Mótmælir frestun á raósmíöi fiskibáta A sainbandsstjórnarfundi Málm- og skipasmiöasanibands islands var gerð svohljóðandi samþykkt: Undanfarið hefur veriö og er enn veruleg óvissa varðandi ný- smiðaverkefni innlendra skipa- smiðastöðva. Ástæða þessa óvissuástands er, hvernig staðið hefur verið aö f jár- mögnun innlendra skipasmiða og sú tilhneiging stjórnenda Fisk- veiðasjóðs að lána til kaupa á fiskiskipum erlendis frá. Þau skip eru i mörgum tilfellum notuð eða ætluð til annarra veiða en stund- aðar eru hér við land og þurfa þvi oft breytinga og endurbóta við. Nú hefur Fiskveiðasjóður til- kynnt, að ekki verði frekari lán- veitingar til innlendra skipa- smiða á þessu ári og að frestað verði raðsmiði fiskibáta til næsta árs, á sama tima er verkefna- aðstaða innlendra skipasmiða- stöðva þannig: Ein skipasmiðastöð, á Seyðis- firði, hefur ekkert nýsmiða- verkefni. Tvær stöðvar, Stálvik h.f. i Garðabæ, og Þorgeir og Ellert, Akranesi, hafa mjög takmörkuð og ótrygg nýsmiðaverkefni. Þetta ástandgeturleitt til atvinnuleysis hjá starfsmönnum þessara fyrir- tækja siðari hluta ársins. Komi til atvinnuleysis hjá starlsmönnum skipasmiðastöðva, er það innílutt atvinnuleysi. Með innfluttum skipum er keypt vinna, sem islenskir skipa- smiðir eru hæfir og reiðubúnir að framkvæma, fái þeir tækifæri til. Sambandsstjórn Málm og skipasmiðasambands íslands átelur, hvernig staðið hefur verið aö fjármögnun innlendra skipa- smiða, allt frá upphafi stálskipa- smiða hérlendis og mótmælir harðlega, að svo virðist sem lán- veitingar til skipakaupa erlendis hafi forgang fram yfir innlenda skipasmiði. Jafnframt mótmælir sam- bandsstjórn Málm og skipa- smiöasambands Islands sérstak- lega ákvörðun stjórnenda Fisk- veiðasjóðs, um að fresta raðsmiði fiskibáta innanlands. Sambandsstjórn Málm og skipasmiðasambands islands beinir þvi til iðnaðarráðherra og sjávarútvegsráðherra, að is- lenskum skipasmiðastöðvum verði falin smiði íiskiskipa, i samræmi við endurnýjunarþörf fiskiskipaflotans, samkvæmt sér- stakri áætlun þar um. Úrva/s dekk - Einstakt verð Gerið verðsamanburð Vörubiladekk 1100x20 14 pl. Roadstone kr. 3.280.- 1100x14 pl.General framd. kr. 3.750,- 1000x20 14 pl. Roadstone kr. 3.140.- 825x20 12pI.Roadstone kr. 2.240.- Jeppadekk Fr. 78x15 Lada Sport Hr. 78x15 Bronco, Scout, kr. 606.- Willis kr. 660.- Lr. 78x15 Bronco, Scout, Willis kr. 675.- J 78x15 (700) Bronco Scout, Willys kr. 730.- 87x16.5 Van kr. 930.- 87x16.5 Van kr. 980,- 750x16 kr. 1520.- m StV hr' Samyane sumardekk 600x12 kr. 350.- 615x13 kr. 350. 560x13 kr. 375.- 645x13 kr. 435. 590x13 kr. 395.- 560x15 kr. 460. 640x13 kr. 420,- Sumardekk 600x12 Daihatsu, Corolla kr. 390.- 600x13 Cortina, Lada kr. 440,- 615x13 Mazda, Lada kr. 395.- BR78xl3Mazda, BMW kr. 610.- E78X14 (700-735) kr. 580.- F7 xl4 (750) kr. 580.- G78xl4 Sears kr. 580.- H78xl4 Seara kr. 590.- 195/75Rxl4 kr. 545.- 205/75RX14 kr. 550.- 245/60RX14 kr. 650.- HR78X14 kr. 675.- 600x15 Saab, Volvo kr. 490.- F78xl5 kr. 570.- G78xl5 kr. 585,- P195/75Rxl5 Volvo, Saab kr. 540.- 235-245/60RX15 kr. 495.- 255/60RX15 kr. 505,- Hr. 78x15 kr. 640.- 750x16 lOpl kr. 1.520.- Sólaðir vörubíla- og fólksbílahjólbarðar í flestum stærðum Sendum gegn póstkröfu um land allt. GÚMMlVINNUSTOFAN Skipholti :>ii Simi i’.ioóö

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.