Þjóðviljinn - 04.07.1981, Page 2

Þjóðviljinn - 04.07.1981, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 4,—5. júlí 1981 skammtur Af vorblóti Það er talinn meginstyrkur íslenskra lista- manna hve samstilltur hópur þetta er, og hef- ur það ósjaldan komið sér vel í viðskiptum við skilningslaus yfirvöld, sem aldrei virðast ætla að komast til botns i frumþörf um skapandi og túlkandi kúnstnera islensku þjóðarinnar. I hita langvarandi umræðna um útivistar- svæðavanda aldinna og ungra bæjarbúa, hef- ur innivistarsvæðavandinn eins og orðið út- undan — gleymst. Lítil börn og listamenn þjóðarinnar hafa löngum verið sett útá guð og gaddinn á morgn- ana með lykil um hálsinn og eiga sér ekkert athvarf nema í pollunum, sem myndast í göt- unum við aukinn umferðarþunga — og kall- aðir hafa verið drullupollar — og svo náttúr- lega þá staðreynd að Olíumöl h/f fær ekki að halda áfram umsvifum sínum ótrufluð. Svona uppeldi í pollagalla, með útidyralykil- inn um hálsinn, setur auðvitað svip sinn á allt atferli þeirra, sem upp við slíkt alast, og bera margir af virtustu listamönnum þjóðarinnar óneitanlega ófá einkenni pollabarnal skemmtilega sjálfsbjargarviðleitni og félags- þroska sem mótast af f Ijótandi umhverf i, þar sem allir verða að lúta hinum vægðarlausu lögmálum pollsins, hvort sem verið er að baka kökur sem draga nafn af athaf nasvæðinu eða skiptast á skoðunum með innihald pollsins að vopni, þegar orðsins brandur hefur ekki nægan slagkraft. Nú gefur það auga leið að listamenn geta ekki haldiðáfram að hittast í pollum, eftir að þeir hafa slitið barnsskónum, en með því að þeir hafa brýna þörf á að deila geði hver með öðrum, gera þeir sér stundum dagamun með því að hittast og gleðjast „á góðra vina f undi", eins og það hefur stundum verið kallað. Þess vegna var það á dögunum að forsvars- menn Bandalags íslenskra listamanna f óru að þreifa fyrir sér með hækkandi sól, um það hvort ekki væri rík ástæða til að stof na til vor- blóts þar sem allir gætu hist til að gleðjast í góðra vina hópi. Upphaflega mun ætlunin hafa verið að halda hátíðina í fyrrverandi húsakynnum veiðafæraverslunar Ellingsens í Hafnar- stræti, þar s^rn nú heitir „Hornið", með íhlaupi í kjallarann eða „Djúpið". Þessari hugmynd var fljótlega hafnað á þeim forsendum að stiginn úr „Horninu" og niður í „ Djúpið" væri það brattur að hann byði hættunni heim, þvt alltaf er talsverð hætta á limlestingum þegar listamenn hittast. Þá kom upp sú hugmynd að halda vorblótið á Korpúlfsstöðum, í gamla f jósinu þar, en það fékkst ekki í gegn, bæði vegna þess að básar, aðrir en tarfabásarnir, eru þar ekki lengur nógu rammgerðir vegna aldurs. Einnig var á það bent að f jósf lórar væru hálir og afar við- sjárverðir á gleðistund. En það sem ráðið mun hafa úrslitum, þegar listamönnum var synjað um aðstöðu til samkomuhalds á Korpúlfsstöð- um, var að „tún, akrar og úthagar eru við- kvæmir fyrir of beit og átroðningi í gróandan- um" (Bún. ritið Freyr, síðasta tölubl. „Bæling túna og ræktaðs lands í upphafi heyanna"). Það varð því úr, að um síðustu helgi var Jónsmessublót Listamanna haldið í Laugar- dalshöllinni, sem hönnuð er og byggð með það fyrir augum að þola jarðskjálfta uppá níu gráður á Richterskvarða. Þar er og umhverfi allt asfalterað og húsgögn flest jarðföst. Þá var þess vandlega gætt að hafa drykkjarhorn óbrjótandi og kássur og gúllös á plastdiskum, svo ástkærustu listamenn þjóðarinnar færu sér ekki að voða í glerbrotum þegar þeir rynnu eftir gólfinu á hálum sósuleifum. Skemmti- kraftar klæddust allir hlffðarfötum — utan einn. Undirritaður var á þessari hátíð, en verður þó að styðjast við slitróttar skýrslur annarra, þar sem óminnishegrinn hafði náð undirtök- unum áður en hann gekk til gleðinnar. Helst er að skilja, að túlkandi listamenn hafi framið skemmtiatriðin hver meðsínu nefi f hita leiks- ins og að þar hafi farið mjög saman orð og æði. Einn nýlistamaður náði þó verðskuldaðri athygli, en hann f lutti japanska uppákomu án þess þó að hafa traf um tippið og hafnaði í miðju „happeninginu" ofaní trommusetti pönkaranna, sem léku fyrir dansinum. Þaðan var honum varpað allsnöktum framaf sviðinu og lenti maðurinn — svona einsog til að undir- strika skilningsleysi fjárveitingavaldsins á frumþörfum listamanna — ofaní gúllasi f jár- málaráðherra, sem sat steinsnar frá sviðinu. Þessi nektardans var í raun og veru há- punktur þessa vorblóts, eða ketkveðjuhátíðar, en eftir þetta skemmtiatriði tók hátíðin á sig hefðbundið snið með ærumeiðingum, hnútu- kasti og limlestingum. Þegar allt var síðan um garð gengið sá brunaliðið, löggæslan, sjúkra- bílar og flugbjörgunarsveitin um að koma veislugestum undir læknishendur. Hér á ef til vill ekki illa við að rif ja upp tvær vísur úr Hávamálum: Byrði betri ber-at maður brautu að en sé manvit mikið vegnest verra vegur-a hann velli at en sé ofdrykkja öls Era svo gott sem gott kveða öl alda sonum því færra veit er fleira drekkur síns til geðs gumi. mér erspurn „Mér er spurn" heitir þessi dálkur sem nú ríður á vað- ið hér i Sunnudagsblaðinu, og er ætlunin að hér verði beint spurningu til ákveðinnar manneskju, sem siðar svarar og varpar nýrri spurningu fram til nýrrar mann- eskju. Spurningarnar geta verið almennar eða faglegar og þeir sem svara jafnt fagfólk f málinu sem áhugafólk. Fyrst spyr Helga Sigurjónsdóttir, blaðamaður. Hvers vegna svarar enginn Ciesielski? Fyrir jólin kom út bók eftir ungan mann, Stefán Unnsteinsson, um Sævar Cieselski og hin svoköll- uðu Geirfinns- og Guð- mundarmál en það eru umfangsmestu sakamál sem upp hafa komið í landinu á síðari árum. Tvennt var það sem mér fannst athyglisverð- ast í bókinni. Annað jjað hvernig allt „kerfið" leggst á eitt að búa til smá-eða stórkrimma úr krökkum sem hafa á bak við sig „veikar" fjölskyldur og formæl- Helga Sigurjónsdóttir Helga ólafsdóttir Helga Sigurjónsd. spyr Helgu Ólafsdóttur endur fáa og hitt hvaða réttarf arslegt öryggi virðist valt. Mun mörgum fleiri en mér hafa runnið kalt vatn á milli skinns og hörunds við að lesa um réttarhöldin yfir hinum ákærðu í þessum málum. Það vekur einnig athygli hvers vegna þeim ásök- unum sem verðir laga og réttar eru bornir i bókinni er ekki svarað. Þess vegna spyr ég: Hvers vegna gera þeir það ekki? Spurningunni beini ég til Helgu ólafsdóttur, bóka- varðar Hljóöbókasafns- ins, en hún gaf mér bók- ina í jólagjöf. Sævar Ciesielski L

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.