Þjóðviljinn - 04.07.1981, Page 3

Þjóðviljinn - 04.07.1981, Page 3
Helgin 4.-5. júli 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Ur fórum Jóns Sigurðssonar Á að leyfa kaþólskum að messa á Islandi? Jón Sigurðsson forseti skrifaði lengi vel frétta- bréf i blað eitt i Osló, sem þá hét Kristíanía, blaðið var nefnt Christiania Intelligenssedler. Jón kemur þar víða við, ræðir um atvinnumál, fólks- fjölgun, bókaútgáfu, er- lenda ferðamenn og margt fleira. Hér grípum við þar niður í fréttapistil frá 27. apríl 1864, að Jón er að segja frá trúarlífi og þá þeirri uppákomu að komnir eru kaþólskir prestar upp á landið, og vita lúterskir ekki hvaðan á þá stendur veðrið. Það er langt siðan nokkuð hefur verið fréttnæmt af trúarlifi voru og fátt tiðinda af trúarbragða- deilum, trúarlegum vakningum og öðru þviumliku. Kennimaður af skóla Grundtvigs, sem hér var á ferö fyrir alllöngu, gaf oss þá einkunn, að vér hefðum aldrei verið guðhræddir, værum trú- lausir. Henderson hafði hér á aðra skoðun, og er fróðlegt að sjá, að englendingar, sem enginn frýr trúarlegs innrætis eða til- finningadýptar, skuli verða sliks betur varir hjá oss en þeir danir sem við þetta fást Vér teljum á- stæðuna þá, að danir sinna meir talæði en tilfinningum, en enskir aftur séu heldur tilfinninganna en málgleðinnar, sem vel hæfir um vorn hugsunarhátt. Danskur at- hugandi sem dregur ályktanir af reynslu sinni verður þviaðdraga frá það sem sagt hefur verið vilji hann komast nærri þeim sanna tilfinningahita sem englendingur- inn leggur til. Fyrir nokkru urðu hér svolitlar hræringar vegna mormónatrúar, en linnti fljótt, og sjást þeirra nú engin merki. Hinsvegar sendi ka- þólska kirkjan hingað tvo presta , um leið og hún stofnaði garð- yrkjuskóla i Alten, og hafa þeir dvalið hér til skiftis i ýmsum plássum, án þess þó að hafa að marki haft i frammi nokkurt trú- boð eða snúningstilraunir. Þeir reyndu einusinni að stofna til kapellu hér i Reykjavik, en yfir- völd urðu samstundis frá af hræðslu og komu i veg fyrir allar framkvæmdir. En kaþólisminn er þolinnt fyrir nokkru tilkynnti annar frönsku prestanna opinber- lega að hann hygðist halda pré- dikun og guðsþjónustu að heimili sinu. Safnaðist þar saman stór áheyrendahópur og hlýddi á prest prédika á islensku um ágæti hinn- ar kaþólsku kirkju. Efni þetta vakti mikla eftirtekt, og ræðan sjálf, ekki sist hjá stift- amtmanni, biskupi og dómkirkju- presti, sem til þess voru kallaðir að gæta hjarðarinnar og enga hugmynd höfðu um þessa djarf- legu árás Ulfsins kaþólska. Þeir munu hafa gripið til þess hefð- bundna lausnarráðs að spyrjast fyrir i Kaupmannahöfn um það hvað gera skuli, hvort lög leyfi að kaþólikkarnir rógberi á þennan hatt trúarsetningar landsins og haldi opinberlega á lofti annarri kenningu, sem vér höfum hingaðtil vanist að höfð sé að jöfnu við trúarbrögð hund- tyrkjans. Vér biöum nú hinnar náðugu ákvöröunar með skipinu Jón Sigurösson frá Höfn, en á meðan er um að gera að gæta stöðu sinnar og sperra eyrun. Það rikir mikil spenna um Urslit málsins þvi að almenningur er fús að hlýða á ka- þólska prestinn og kenningar hans, og ekki siður sinn eigin prest mótmada þeim kaþólska; ég hygg hinsvegar aúðfyrirséna mikla óánægju ef rikisstjórnin léti hafa sig til að stöðva hina frjálsu boðun, og einbyði lUters- dóm. Það yrði nokkurskonar gjaldþrotsyfirlýsing af hálfu hinna geistlegu landsfeðra, og ég vona að til sliks komi ekki. Það væri stórfurðulegt ef vér værum svo langt sokknir frá menningar- stigi 16. aldar, að prestar vorir reyndust þess nú vanmegna að sjá viö þeirri kenningu, sem þeir þá gerðu burtræka. MA þýddi Löngu áöur en kaþólska kirkjan var reist i Reykjavik, voru sendir hingaö tveir prestar „sem dvöldu til skiftis i ýmsum plássum, án þess þó aö hafa haft að marki i frammi nokkurt trúboö eöa snúningstil- raunir”, eins og Jón Sigurösson segir i fréttabréfi sinu. Sérverslun með listræna húsmuni Borgartún29 Sími 20640 Húsgögn Alvars Aalto Hinn heimsfrægi finnski arkitekt Alvar Aalto hannaði flest húsgögn sín upp úr 1930. Síðan hafa þau öðlast sívaxandi vinsældir um allan heim; eftirsótt af hinum vandlátu vegna forms og frágangs. Hin sérstaka samlíming finnska birkisins sem einkennir húsgögn Alvars Aalto gerir þau afar sterk. Bogadregnar og mjúkar línur þeirra skapa rólegt og notalegt yfirbragð og gerir þau auðveld í allri umgengni. Þessi húsgögn verðá fallegri eftir því sem þau eru notuð lengur. Gjörðu svo vel að kynna þér verð og gæði Pípulagnir Nýlagnir, breyting- ar, hitaveituteng- ingar. Simi 36929 (milli kl. , 12 og 1 og eftir kl. 7 á kvöldin). i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.