Þjóðviljinn - 04.07.1981, Qupperneq 5
MEST,
r
Ovanalegasta
jassbandið
Óvanalegasti jassdúett fyrr og
si&ar eru án efa Hilton systurnar
Daisy og Violet, en sú fyrrnefnda
spilaði á altsaxofón en sú siðar-
nefnda á pianó. Arið 1930 sögðu
þær við fréttamenn: „Við erum
okkar eigin jasshljómsveit”.
Það sem merkilegast var við
þær systur, var að þær voru
siamstviburar, samvaxnar á
mjöðmunum. Þær systur ku ekki
hafa haft gott eyra fyrir tónlist,
en það aftraði þeim ekki frá þvi
að verða vellrikar á uppátækjum
sinum. Þær þóttu mjög merkar
sem siamstviburar, þvi þær
reyndu mikið til að „losna undan
andlegum áhrifum” hvor frá ann-
arri. Þegar önnur átti stefnumót,
reyndi hin að blunda á meðan.
Tuttugu riki neituðu þeim um
giftingarvottorð, en þó giftust þær
báðar að lokum.
önnur giftist dansara, en það
hjónaband fór út um þúfur fljót-
lega. Hin giftist skömmu siðar og
var gift allt þar til þær létust
samtimis úr inflúensu árið 1960,
þá fátækar grænmetissölukonur.
_____Helgin 4,—5. julf 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5
VERST'BEST
Versta óperusýningin
Versta óperusýning sem um
getur, er sýning á Carmen i
Metropolitan óperunni i New
York. Maria Jeritza og Enrico
Caruso fóru með aðalhlutverkin
og voru lifandi hestar notaðir til
að draga vagn þeirra um sviöið i
lokaatriðinu. Einn hesturinn ærð-
ist við ljósi á sviðinu, en afgang-
urinn af þeim gerði stykki sin á
sviðsgólfið, primadonnunni til
mikillar skelfingar. Stuttu siðar
átti Caruso að myrða primadonn-
una, en hversu oft sem hann stakk
hana, dó hún ekki. „Deyðu, —
viltu gera svo vel og detta niður
dauö”, hrópaði Caruso. „Ég dey
ekki fyrr en þú finnur hreinan
blett á sviðinu, þar sem ég get
hnigið niður”, hrópaði Jeritza á
móti.
Versta misritun
í sögu dagblaða
Margar og góðar sögur eru til
um misritanir i dagblöðum. Þær
svæsnustu tilheyra kóngaíólki og
öðrum háttsettum en þessi er tal-
in sú alversta:
Arið 1915 fór Woodrow Wilson
forseti i leikhús með ástkonu sinni
Edith Galt. 1 Wrashington Post
daginn eftir stóö þessi fyrirsögn:
„The president spent most of his
time entering Mrs. Galt”. Þetta
er varla hægt að þýða, en i stað
entering átti auðvitað aö standa
entertaining (skemmta). Annars
finnst okkur ekki siðri fyrirsögnin
i Daily Mirror (sem sumir kalla
Daily Horror) um Elisabetu
drottningu, þegar hún gekk yfir
Waterloo brú „ — as the Queen
pissed over the bridge — ”.....
Besti hægfara
hjólreiðamaðurinn
Hægfara hjólreiðar eða kyrr-
stæð reiðhjólastaða er sjaldgæf
og göfug iþrótt, sem japaninn
Tsugunobo Mitsuishi á heimsmet
i. Hann vann i heimsmeistara-
keppni i greininni árið 1965 og
tókst að halda reiðhjólinu upp-
réttu og hreyfingarlausu i fimm
klukkustundir og tuttugu og fimm
minútur. Geri aðrir betur!
Migrene-
sjúklingar
ættu að
forðast
ákveðnar
fæðutegundi
Migrenesjúklingar og aðri
sem hafa vanda til að fá höfui'
verk, hafa margir tekið eftir þ'
að það er ekki sama hvaða mí
þeir borða. Raunar er þvi haldi
fram af mörgum læknum a
ýmisskonar aukaefni og litarefni
matvælum valdi mörgum ofnæir
og höfuðverk og hafi slæm áhrif
taugakerfi manna. En af þeir
matartegundum sem flesti
borða aö staðaldri, eru nokkra
sem taldar eru sérlega varhugs
verðar fyrir þá sem hafa tilhneig
ingu til að fá migrene eða slæn
höfuðverkjaköst. Þess skal þ
getið að mjög er mismunand
hvaða fæðutegundir eiga vil
hvern, og kemst fólk fljótlega a<
þvi, ef það ihugar nokkrar viku
hvað það borðar, hvaða áhrif þal
hefur á veikindin. Þær fæðuteg
undir sem migrenesjúklingum e:
ráðlagt að forðast eru t.d. svina
kjöt, sykur (einkum hvitur)
súkkulaði, ýmsar ostategundir
bananar, sitróna, og laukur. Yfir
leitt er lambakjöt talið best fyrii
migrenesjúklinga, þvi margii
þeirra þola einnig illa nautakjöt
Migrene er ekki nýr sjúkdóm
ur, vitað er um hann þegar 40(
f.kr., þegar Hippocratus skrifað:
um hann. Ef það skyldi vera ein-
hverjum huggun, þá var lengi vel
talið að vel gefið og næmt fólk
hefði öðru fremur tilhneigingu til
migrene.
Migrene hefur alltaf verið mun
algengara hjá konum en körlum
og koma köstin oft i sambandi vif
tiðahringinn.
A St. Thomas sjúkrahúsinu
London hafa verið gerðar ná
kvæmar rannsóknir á sjúkdómn
um og komið i ljós að ójafnvægi
hormónum virðist mjög oft eigi
sök á sjúkdómnum. Með þvi a(
gefa Duphason hormón með Bi
vitaminum hefur tekist aö lækn;
um 80% af sjúklingunum. Þá hef
ur verið reynt að leita orsaki
höfuðveiki ýmiss konar til tauga
gigtar og er hún i mörgum tilvik
um aðalorsökin. En þrátt fyrir ai
hormónatrulfanir valdi oftas
migrene breytir það ekki þeirr
staðreynd, að mataræði hefui
mikil áhrif á köstin, lengd þeirrs
og tiðni.
Byggöur á sjálfstæöri grind.
Fjaðrir ofan á hásingunum.
50 cm. upp í grind.
Driflokur standard.
Vél 4 cyl, bensínvél 2000 cc.
121 hp sae.
4ra gíra gírkassi —
Tvískiptur millikassi, hátt og lágt drif.
Hjólbarðar 205 X16, últra mynstur.
Tvær palllengdir 180 cm og 218 cm.
HI-LUX4X4
Torfærubifreið
ffyrir íslenska
afdalavegi.
Bfll sem farlö hefur
slgurför um heiminn.
Lipur og sparneytinn.
Vinnutæki sem hentar einstaklega
vel íslenskum aðstæöum.
lU*
ím
1 ;
VERÐKR: 108.000“
Bíll sem kemst hvert sem er
hvenær sem er.
TOYOTA
iTTTífiiiMlin 1
472 b-
wTOYOTA
UMBOÐIÐ
NÝBÝLAVEGI 8
KÓPAVOGI SÍMI 44144
UMBOÐIÐ Á AKUREYRI: BLÁFELL S/F ÓSEYRI 5A — SfMI 96-21090