Þjóðviljinn - 04.07.1981, Side 8

Þjóðviljinn - 04.07.1981, Side 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 4.—5. júlí 1981 Við höfum ákveðið að vekja til lifsins siðu Haf- steins Hafliðasonar, garðyrkjumanns, sem ^ir i blaðinu i fyrra og verður hún nú með nokkuð öðru sniði. Með Hafsteini sér um siðuna Sævar Jóhanns- son og munu þeir m.a. svara spurningum frá les- endum. Þá verða þeir með ýmsar minni greinar, mataruppskriftir og fieira skemmtilegt. Lesendur geta sem sagt hringt eða skrifað Sunnudagsblaðinu (Þátturinn ,,Af görðum og gróðri”) og lagt inn spurningar um garðrækt, blómahirðu, eiginleika plantna, sumarblóm, plöntusjúkdóma eða hvað sem þeim dettur i hug sem snertir garða og gróður. Og liétr er fyrsta spurningin „Ég hef svolitinn garðblett við hús mitt sem mig langar að lifga upp á. Hvaða trjátegundir eru fljótvaxnastar? Mig langar að setja röð af trjáplöntum meðfram blettinum, en nenni helst ekki að biða i marga áratugi eftir að þær nái einhverri hæð. M.A. Svar til M.A. Þegar svona er spurt, er oft erfitt með svör. Auðvitað dettur manni i hug alaskaösp sé minnst á hraðvaxta tré. Þær er hægt að fá i mannsstærð frá gróðratöðv- unum. Hafi þær hlotið nostursam- legt uppeldi eru þær með þétt og sterkt rótarkerfi og eru fljótar að ná sér aftur á strik eftir umplönt- unina. Þegar þú gróðursetur aspir, þarftu að nafa holuna þaö stóra og djúpa að pláss sé fyrir einar hjólbörur af taði i botninn og siðan rúmlega 10 sm moldar- lag þar ofan á áður en tréö er sett niður. Aspir þarf að gróðursetja um það bil 20 sm dýpra en þær stóðu i gróðrastöðinni. Nauðsyn- legt er að setja staur með hverju tré, þvi til stuðnings. Staurinn þarf að reka þéttingsfast niöur i holuna áður en tréð er gróöurset, hann þarf að vera það langur að hann nái upp undir krónu trésins. Binda þarf saman tré og staur á tveim stöðum, að ofan og neöan. Brugðið er voðfelldu bandi (t.d. nælonsokk) um stofn trésins, krossbundið milli þess og staurs- til þeirra félaga: ins og fest við hann, þegar tréð er komið i holuna. Siðan skal fyllt velallt i kring um rótarklumpinn með frjórri mold sem þjappaö er allt i kring. Skiljið eftir borð á holunni og þar i skal hellt tveim til þrem fötum af vatni, helst volgu, sem látið er sjatna áður en holan er fyllt með afgangnum af moldinni. Þetta siðasta moldar- lag skal ekki troða eða væta, þvi það á að einangra og halda rakanum á rótunum. Varist að vökva i tima og ótima, slikt tefur fyrir rótarmyndun og er ekki réttlætanlegt nema að þrálátir þurrkar gangi. M.A. segir i spurningunni að bletturinn hennar sé iitill, og þá fara nú að renna á mig tvær grimur hvað varðar asparvalið. öspin verður nefnilega hræðilega stór og varpar af sér enn þá stærri skugga i laufskrúðanum. Þvi held ég að M.A. ætti að hætta að hugsa sér trjáröð, hver ösp þarf u.þ.b. tuttugu til þrjátiu fer- metra fullvaxin til að njóta sin til fulls. Vel gæti ég hugsaö mér að M.A. tæki upp á þvi að gróður- setja havaxna runna i kring um garðinn sinn. Sirenur eru harð- gerðar og fremur hraðvaxta, auk þess blómstra þær glæsilega á hverju ári rauðbleikum ilmandi skúfum. Hér á ég við bogsirenu, gljásirenu og blendingana „Elinóru” og „Isabellu”, þær ná milli tveggja og þriggja metra hæð á riokkrum árum. Eins mætti nefna rauðtopp og blátopp sem SUMAR MATSEÐILL TOURISIMENU VIÐ BJÓÐUM SUMARMATSEÐILINN: REYKJAVI'K Árberg, Ármúla 21. Brauðbær, Þórsgötu 1. Hótel Borg, Pósthússtræti 11. Hótel Esja, Suðurlandsbraut 2. Hótel Hekla, Rauðarárstíg 18. Hótel Loftleiðir, Veitingabúð, Reykjav. Hótel Saga, v/Hagatorg. Hressingarskálinn, Austurtræti 22. Kráin, v/Hlemmtorg. Matstofa Austurbæjar, Laugavegi 116. LANDSBYGGÐIN Hótel Borgarnes, Borgarnesi. Hótel Húsavík, Húsavík. Hótel Höfn, Hornafirði. Hótel Höfn, Siglufirði. Hótel KEA, Súlnaberg, Akureyri. Hótel Mælifell, Sauðárkróki. Hótel Ólafsfjörður, Ólafsfirði. Hótel Reykjahlíð, v/Mývatn. Hótel Reynihlíð, v/Mývatn. Hótel Stykkishólmur, Stykkishólmi. Hótel Varðborg, Akureyri. Hótel Varmahlíö, Skagafirði. Hver-inn, Hveragerði. Hvoll, Hvolsvelli. Staðarskáli, Hrútafirði. Valaskjálf, Egilsstöðum. Sævar Jóhannsson Umsjón: Hafsteinn Hafliðason og LfíuS moLD verða ekki alveg eins hávaxta. Enn lægri eru svo ýmsir kvistir t.d. birkikvistur, bjarkeyjar- kvistur og loðkvistur. Þessum og ýmsum öðrum runnategundum má blanda saman til að fá léttari og liflegri umgjörð um garðinn. * VRTNfÍ V>"3op>puÐ rrkouo cft.|osm mOLDftR.LP|& Aðrar hraðvaxta tegundir eru svo auðvitað alaskaviðir og viðja, en þau eru bæði úfin og fyrir- ferðarmikil. Ég get ekki mælt með þeim i litla garða. Þau henta aftur á móti þeim mun betur i skjólbelti og hraðvaxta limgerði þar sem rými er nægilegt á allar hliðar, en limgerði er nú saga útaf fyrir sig. Grasagarð- urinn í Laugardal Júlibyrjun. Allir þrastar- ungar orðnir fleygir, starr- arnir orpnir aftur og nætur- fjólan varpar höfgum ilmi yfir allan bæinn. Grasagarð- urinn i Laugardal er núna tekinn til við að skarta gull- unum. Hvernig væri nú að taka sér eina kvöldstund til að rjátla þar um stiga og lita á sumarsýningu plöntufylk- ingarinnar. Fullkomin eru formin og fagrir litirnir: 1 tslands- deildinni opnast sem óðast hver blómkrónan af annarri — ekki er að sjá gengisfall á þeim, má með sanni segja. Það er lika lyngbúi sem sindrar bláum blómunum innan um blóðrauö blöðin, önnur blöð á íslandi eru ekki rauðari þessa dagana. Af erlendum plöntum má benda á alpasúruna — Polygonum alpina, skart- andi hvitum skúfum sem eru eins og gerðir af perlu- böndum. Lyklarnir (primúl- urnar) eru lika farnir að leika sér með litrófið, og sist fá goðalyklarnir slæma dóma fyrir slaka hönnun, eiginlega ættu þeir að heita tólfguðablóm eftir visinda- heitinu sinu Dodekatheon sem er komið úr grisku. Og enda þótt einföldu bóndarósirnar séu nú að draga sig i hlé úr þjóðdansa- keppninni þá hefur annar dansflokkur tekið við og stig- ur léttari takt — vatnsber- arnir. Hver er eins lipur og Aquilegia formosa? I' MeÖ Baldn yfír BreiÓafjörÓ Þú sparar bensínið og styttir leiðina vestur á ffirði verulega, ef þú flytur bílinn með m.s. Baldri ffrá Stykkishólmi til Brjánslækjar. Sigling yffir Breiðafjörðinn með viðkomu í Flatey, getur orðið ein ógleymanlegasta minning sumarsins. Sumaráætlun m.s. Baldurs er þessi: Mánudaga: 1. júní til 28. september. Frá Stykkishólmi kl. 9.00 árdegis. Frá Brjánslæk kl. 14.00 síðdegis. Áætlaöur komutími til Stykkishólms ki. 18.00. Þriöjudaga: 2. júní til 29. september. Frá Stykkishólmi kl. 14.00 síödegis, eftir komu póstbifreiöarinnar frá Reykjavfk. Frá Brjánslæk kl. 18.00 sfödegis. Áætlaöur komutími til Stykkishólms kl. 21.30. Fimmtudaga: 2. júlí til 24. september. m Frá Stykkishólmi kl. 9.00 árdegis. Frá Brjánslæk kl. 14.00 sfödegis. Áætlaöur komutími til Stykkishólms kl. 18.00. m.s. Baldur Afgreiðsla í Stykkishólmi: Sími (93)8120. Brjánslæk: sími um Patreksfjörð. Föstudaga: 5. júní til 25. se^ember. Frá Stykkishólmi kl. 14.00 síödegis, eftir komu póstbifreiöarinnar frá Reykjavík. Frá Brjánslæk kl. 18.00 síödegis. Áætlaöur komutími til Stykkishólms kl. 21.30. Laugardaga: 4. júlí til 29. ágúst. Frá Stykkishólmi kl. 9.00 árdegis. Sigling um Suöureyjar. Frá Brjánslæk kl. 14.00 síödegis. Áætlaöur komutími til Stykkishólms kl. 19.00. M.s. Baldur fer 2 eöa fleiri feröir f mánuöi milli Reykjavíkur og Breiðafjaröarhafna, sem eru nánar auglýstar hverju sinni. Einnig fæst m.s. Baldur leigöur á sunnu- dögum til siglinga um fjöröinn. Farþegar athugiö, aö bílflutninga er nauö- synlegt aö panta meö fyrirvara.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.