Þjóðviljinn - 04.07.1981, Qupperneq 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 4.-5. júlí 1981
Rœtt við dr. Grethe Jacobsen um uppruna Islendinga,
stöðu íslenskra kvenna á söguöld
og lýsingar á þeim í fornbókmenntum
Landnám. Kona mátti nema þaö land sem hún gat leitt um tvævetra kvigu voriangan daginn, sólsetra á
milli.
„Konur á lslandi gátu fengiö skilnaö bæöi fyrir og eftir kristnitökuna og
voru almennt mikiu sjálfstæöari og áhrifameiri en konur t.d. í Dan-
mörku og Sviþjóö” segir dr. Grethe.
„Af Norðmönnum í föður-
ætt og írum í móðurætt”
,,íslenskar konur höfðu
sérstöðu meðal norræna
kvenna á söguöld. Þær
höfðu mun meiri mögu-
leika á áhrifum og völdum
en kynsystur þeirra, eink-
um i Svíþjóð og Danmörku,
bæði fyrir og eftir kristni-
tökuna", segir Grethe Jac-
obsen doktor í sagnfræði,
en hún var ein framsögu-
manna á ráðstefnu sem
haldin var í Skálholti
21.-26. júní um breytingar
í stöðu kvenna á miðöldum.
Grethe er dönsk að upp-
Viö spyrjum Grethe fyrst hvers
vegna hún hafi fengiö áhuga á aö
kanna hiut kelta i þjóöerni tslend-
inga:
„Eg rakst á grein fyrir alllöngu
þar sem fram kom að blóðflokkar
Islendingaannars vegarog tra og
Skota hins vegar sýna verulegan
skyldleika, mun meiri en t.d. við
aðra Noröur-Evrópubúa, þar á
meðal Norðmenn. Þetta voru niö-
urstöður tlr mannfræöirannsókn-
um Jóns Steffensen, en beina-
rannsóknir frá vikingatimanum
sýna hliöstæðar niðurstöður. Um
þetta leyti var að vakna mikill
áhugi á kvennasögulegum
rannsóknum og þar með var
áhugi minn á vikingakonum vak-
inn. Viö iestur Landnámabókar
staöfestist enn frekar þessi skoð-
un og þaö er nú almennt viöur-
kennt að hinn norski þáttur sé
þar mjög miklaður, og má vel sjá
ástæöur þess. t nú týndu handriti
af Landnámu (sem til er afrit af)
runa, en hefur búið í
Bandaríkjunum um langt
árabil. Hún lauk námi í
bókasaf nsf ræði í Dan-
mörku og fór til Banda-
ríkjanna árið 1968. Þar hóf
hún nám í sagnf ræði og tók
BA próf 1976, og MA- próf
nokkru síðar. MA ritgerð
hennar fjallaði um stöðu
konunnar á Norðurlöndum
á víkingatímanum.
Doktorsr itgerð sína
,,Guilds in medieval Den-
mark: The social andecono-
mic role of merchants and
frá þrettándu öld segir: „En vér
þykjumsk heldr svara kunna
útlendum mönnum, þá er þeir
bregða œs þvi, at vér séim komn-
ir af þrælum eða illmennum, ef
vér vitum vlst várar kynferðir
sannar”.
„Þú telur þá aö þaö sé hlutur
hinna ófrjálsu tra sem mest er
fyrir borö borinn i Landnámu?”
„Já, og þá einkum kvennanna.
Það vantar skráðar mæöur fjöl-
margra barna og ég tel að i flest-
um tilfellum sé það vegna þess aö
þær voru ambáttir. Vikingarnir
komu sem kunnugt er viöa við á
ferðum sinum og tóku þræla og
ambáttir, einkum á Irlandi.
Margir þeirra fóru kvenmanns-
lausir frá Noregi, enda höfðu kon-
ur almennt ekki sömu ástæður til
aö flýja Harald konung og karl-
menn. Margir þessara manna
voru landlausir og ókvæntir, en
konur kvæntra vikinga voru oft
meö ung börn og lögðu þvi ekki
arfisans" varði hún siðan
við háskólann i Wisconsin.
Hún hefur ritað fjölda
greina um konur á Norður-
löndum á miðöldum og
kannað sérstaklega Land-
námabók með tilliti til
keltneskra landnema á (s-
landi. Á ráðstefnunni í
Skálholti flutti Grethe er-
indi sem nefnist:
„Breyttist staða kvenna
við kristnitökuna? Saman-
burður á lögum og frá-
sögnum frá fyrri hluta
miðalda."
upp i vikingaferðir. Þær nutu
lagaverndar i Noregi, þótt þær
yröu eftir. Þær norsku konur sem
fóru I viking með mönnum sinum,
áttu oft erfiða æfi, hörð lifs-
barátta á sjó og landi og tiðar
barneignir tóku sinn toll. Ýmis-
legt bendir til að hinar irsku am-
báttir hafi verið harðgerðari og
Hfsseigari, þótt vissulega hafi
margarhinna norsku kvenna sýnt
mikinn dugnað og úthald.”
„Þær mæöur sem ekki er getiö
um i Landnámu eru þá fyrst og
fremst írskar ambáttir?”
„Mér sýnist það augljóst. Af
nefndum mönnum i Landnámu
eru aöeins um 15% konur og börn
eru viöa tilgreind án mæðra. Þær
norsku konur sem getið er um i
Landnámu fá almennt meiri og
itarlegri umfjöllun en karlmenn
og þvi er ekki ástæða til að ætla að
þeim sé visvitandi sleppt. Hins
vegar hafa hinar irsku formæður
almennt ekki notið mikillar virð-
ingar, þar sem þær voru ambátt-
ir. Undantekning er þó Melkorka,
en hennar er fyrst og fremst getið
vegna þess að hún er konungs-
dóttir. Það fyrirkomuiag sem
Höskuldurhafði á sinum hjúskap-
armálum er hann var giftur Jór-
unni, en hélt Melkorku sem frillu
var vissulega ekki óalgengt.”
„Hver áhrif höföu þessar Irsku
konur á vikingasamfélagiö?”
„Þær höfðu fyrst og fremst
áhrif gegnum uppeldi barnanna
og þá ekki sist trúarleg áhrif, þvi
þær voru flestar kristnar. Sú
staðreynd, að kristnitakan geng-
ur mun átakaminna fyrir sig á
tslandi en i nágrannalöndunum,
sýnir að kristin áhrif eru veruleg
hér á landi löngu fyrir kristniboð
manna Olafs konungs Tryggva-
sonar. Almennt hefur verið talið
aö þessi kristnu áhrif væru komin
frá irskum munkum fyrir land-
nám, en ég tel að áhrif irskra
kvenna eftir landnám séu þar
ekki minni.”
„Hvernig heldur þú aö sambýli
hinna irsku ambátta og norsku
kvenna hafi veriö háttaö?”
„Miðað við þá möguleika sem
sambýli frjálsra og ófrjálsra hef-
ur, held ég að það hafi verið all-
gott. Þó að Þorgerður reiðist
mjög þegar Egill Skallagrimsson
faðir hennar vill gifta hana ölafi
syni Melkorku og Höskulds, skira
þau þó elsta og elskaðasta son
siim eftir hinum Irska langafa
hans, konunginum Mýrkjartani.
Það þóttiheldur ekKi minnkun að
vera hjákona höfðingja á íslandi
og eftir kristnitökuna hélt slikt
áfram, þótt hvarvetna i Evrópu
þýddi frillulifnaður nánast bann-
færingu hinnar katólsku kirkju.
Þetta er aöeins eitt dæmi um önn-
ur áhrif kristnitöku á Islandi, en i
öörum Norður-Evrópulöndum.”
„ÞU fjallaðir einmitt um áhrif
kritsninnar stööu kvenna I erindi
þfnu í Skálholti. Geturöu sagt
frekar frá því?”
„Ég hef komist að þvi við
rannsóknir minar á konum á vik-
ingatimanum og fram á söguöld,
að konur á tsiandi höfðu mun
meira sjálfstæði en konur á öðr-
um Norðurlöndum. Konur gátu
t.d. fengið skilnað bæði fyrir og
eftir kristni á tslandi, en i Noregi
bannaði kirkjan skilnað. Aður
höfðu það nánast eingöngu verið
karlmennsem gátu fengið skilnað
i Noregi og þvi má segja að kirkj-
an hafi þarna bætt stöðu kvenna,
þar sem hún leyfði ekki að karl-
menn yfirgæfu fyrirvaralaust
konu og börn. Þetta náði ekki til
tslands, enda höfðu konur hér,
einkum ef þær voru af góðum ætt-
um, jafnan átt fremur auðvelt
með aö fá skilnað við menn
sina. Fjöldamörg dæmi eru
úr tslendingasögunum þar sem
konur skilja við menn sina eöa
láta óbeint drepa þá ef þeir hafa
slegið þær, sbr. þær Guðrúnu
ósvifursdóttur, sem skilur við
Þorvarð og Hallgerði langbrók,
ei allir eiginmenn hennar láta
lifiö beint eða óbeint vegna þess
að þeir gefa henni kinnhest. Kyn-
hlutverk voru vissulega mjög af-
mörkuö á þessum tima og brot á