Þjóðviljinn - 28.07.1981, Side 3

Þjóðviljinn - 28.07.1981, Side 3
Þriðjudagur 28. júll 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Vöruskiptajöfnuður: Óhagstæö- ur um 228 milj. í jum Vöruskiptajöfnuður í júni i ár varð óhagstæður um kr. 227.962 en var á sama tima i fyrra óhag- stæður um kr. 253.980. Á timabil- inu janúar-júni i ár varð hann óhagstæður um kr. 447.615 en fyrir sama timabil i fyrra óhag- stæður um kr. 324.422. A timabilinu jan.-júni i ár voru fluttar út vörur fyrir kr. 2.804.119 en inn voru vörur fluttar fyrir kr. 3.251.734. Sambærilegar tölur i fyrra voru: Út fyrir kr. 1.864.413 og inn fyrir kr. 2.188.835. Bæði ár- in er ál og álmelmi hæsti útflutn- ingsliðurinn. 1 ár hafa verið flutt inn 3 skip fyrir samtals kr. 42.232. Eru þetta 2 vöruflutningaskip frá Noregi og eitt fiskiskip frá Færeyjum. Meðalgengi erlends gjaldeyris milli ára er talið 46.6% og verður að hafa það i huga við samanburð á þessum tölum. Ath. Allar upp- hæðir gfú i 1000 nýkr. Fimm piltar slasast í bilveltu Fimm piltar slösuðust i bilveltu á Siglufjarðarvegi á föstudags- kvöld. Fór billinn út af veginum i Hraundal og valt. Þrir slösuöust alvarlega og voru fluttir til Reykjavikur en hinir tveir á sjúkrahúsið á Siglufirði. Enginn mun vera i lifshættu. Fjórir pilt- anna eru frá Siglufirði en einn úr Fljótunum. — hs. Slasaðist er hann féU niður stiga Sjöára drengur sem var á þrjú- sýningu i Nýja biói i Keflavik á sunnudag slasaðist illa þegar hann féll niður stiga i hléinu. Var fallið þrir metrar. Drengurinn handleggsbrotnaði og missti framtennur og var fluttur á Borgarspitalann. Er talið lán að hann skyldi ekki slasast meira en raun varð á. — hs Ólafur Guð- mundsson sökk á laugardag Ölafur Guðmundsson NS 83 sökk skammt norðan Loð- mundarfjarðar á laugardags- morgun. Var báturinn á leið til Siglufjaröar og sökk á mjög skömmum tima. Skipverjum sem voru tveir tókst þó að senda neyðarkall sem vaktmenn hjá Nesradiói heyrðu. Litil trilla, sem stödd var i ná- grenninu bjargaði mönnunum en þar sem engin talstöð var i trill- unni varð að sigla æðispöl að næsta bát til að láta vita i land um afdrif manna og báts. Var þá þegar hafin leit að bátnum. — hs Japaninn fékk vegg Japaninn Takeo Yamashita hefur nú þegið veggboð Emils Hjartarsonar, en listmálarinn auglýsti eftir vegg til að mála á fisk hér I blaðinu I fyrri viku. Veggurinn Emils á Siðumúla 30 er þáttur i stærri áætlun Japan- ans um að hylja jörðina fiski frá Havæ til vesturstrandar Ameriku lengri leiðina, einsog sjá má á uppdrættinum, en Takeo rissaði upp frumhug- mynd sina að Reykjavikur- fisknum á myndina af Emil og veggnum. Kvenréttindafélag íslands: Vðl ekki óháð kvenna- framboð „Stórráð kvenna, leynivopnið og samráð kvenna þvert á flokks- bönd”, sögðu konur i sveitar- stjðrnum um þá hugmynd að konur bjóði fram sérlista luá stjórnmálaflokkunum. 9 Þetta kom fram á ráðstefnu sem Kvenréttindafélag Islands hélt með konum i sveitarstjórn- um 25. og 26. okt. 1980. A ráðstefn- unni voru flutt 12 framsöguerindi sem gefin hafa verið út i frétta- bréfi KRFl ásamt niðurstöðum þeirra fimm starfshópa sem störfuðu á ráðstefnunni. Um þverpólitiskan kvennalista segir svo i fréttabréfinu: „Þverpólitiskur kvennalisti er ekki leiðin til breytinga. Sem þrautalending gætu kvennahreyf- ingar i hverjum stjórnmálaflokki fyrir sig sett upp kvennalista og haft um það samráð þvert á flokksbönd. Margar hæfar konur eru i röðum þessara kvennasam- taka og þær verða að brjóta sér braut með einhverjum hætti. Tilraun með þessum hætti hefur verið reynd með góðum ár- angri. I einum stjórnmálflokki i Sviþjóð þótti forystumönnum þar, konum sækjast seint inn i sveitar- stjórnir og hvöttu þær til aö bjóða fram sérlista til hliðar við al- mennan framboðslista flokksins, sem þær og gerðu með þeim ár- angri aö margar konur komust i örugg sæti i þeim kosningum. Margir lýstu ánægju sinni með þessa hugmynd um sérlista kvenna hjá hverjum stjórnmála- flokki — kölluðu hana leyni- vopnið og samráð kvenna þvert á flokksbönd stórráð kvenna. For- ystumenn KRFl buðu fram starfsaðstöðu i húsakynnum félagsins að Hallveigarstöðum ef til þess skyldi draga að þessi framkvæmd sæi dagsins ljós”. Áskrifendaþraut Þjóðviljans: Júlíverðlaun dregin útl Askrifendaþraut Þjóðviljans nýtur mikilla vinsælda og bárust fjölmargar lausnir á þrautinni scm birtist i júnimánuði. Verð- laun eru dregin út mánaðarlega og aðaiverðlaunin siðan drcgin 25. september n.k. Eru þá i boði hljómflutningstæki frá Fálkanum og koma þcir einir til greina við þann drátt sem sent hafa inn réttar lausnir á öllum þrautun- um. Júliverðlaunin hafa verið dregin út og skiptast þau milli 5 heppinna áskrifenda Þjóðviljans. Þeir eru þessir: Hjálmar Sveinsson, Kaðla- staðakoti, Borgarfirði. Halia Halldórsdóttir, Baldurs- götu 9, Reykjavik. Margrét örnólfsdóttir, Lyng- brekka 13, Kópavogi. Guðný Ýr Jónsdóttir, Skóla- vörðustlg 17 b, Rvk. Þessi fengu sumsé forláta norskar skiðapeysur frá Geysi h/f og geta þau vitjað vinninga sinna til Þjóðviljans, Siðumúla 6, Reykjavik. Hin verðlaunin I júli, kristals- vasi frá Kristjáni Siggeirssyni h/f, sem hannaður er af finnska meistaranum Alvar Aalto, hlaut Maria L. Eðvarðsdóttir. Hrisdal Miklaholtshreppi. Getur hún og vitjað vinningsins til Þjóðviljans ellegar beðið um heimsendingu dýrgripsins. Um helgina birtist annar hluti getraunarinnar og eru menn hvattir til að senda inn lausnir fyrir 25. ágúst n.k. Þá eru i verð- laun útvarps- og segulbandstæki frá Gelli h/f og forkunnarfagur borðlampi frá Rafbúðinni Domus Medica. —Auk þess verður viku- lega dregið um smávinninga ýmiss konar. Þeir sem ekki eru áskrifendur að Þjóðviljanum verða það sjálfkrafa um leiö og lausnir eru sendar inn. Þessi glæsilegi kristalsvasi eftir finnska hönnuðinn Alvar Aalto er meðal júllverðlauna I áskrifendaþraut Þjóðviljans sem dregið var i um helgina. Kemur frá Kristjáni Siggeirssyni h/f. önnur júllverðlaunin i áskrifendaþrautinni voru þessar norsku skfða- peysur frá Geysi h/f. Komu i hlut fjögurra heppinna áskrifenda Þjóð- viljans.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.