Þjóðviljinn - 28.07.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 28.07.1981, Blaðsíða 16
UOBVIUINN Þri&judagur 28. júli 1981 Gengi krónunnar helst stöðugt hefur aðeins breyst um 4% frá áramótum Frá áramótum hefur gengi is- iensku krónunnar ekki breyst nema um 4% ef mið er tekiö af svonefndu vegnu meöalgengi. Þetta kemur fram i nýútkomnu yfirliti Þjóöhagsstofnunar um framvindu efnahagsmála fyrri hluta árs. Frá 1.1. 1981 til 30.6 hækkaöi verð á Bandarikjadollar um 17% miðað við Isl. krónu, en svo sem kunnugt er þá er gengi dollars mjög sterkt sem stendur. Verð flestra Evrópumynta lækkaði gagnvart islenskri krónu. Þannig lækkaði pundið um rúm 4% danska krónan um rúm 5% og þýska markið um tæp 4% Þessi hækkun á gengi Isl, krónu gagnvart Evrópumyntun stafar af viðmiðun islenskrar krónu við meðalgengi, en hin mikla hækkun dollars hefur halað það upp. Gengi islensku krónunnar hefur ekki verið svo stöðugt um árabil. Á fyrra helmingi ársins var halli á vöruskiptajöfnuöi, miðað við fob verðmæti útflutnings og innflutnings, 8 miljónir króna. En á sama tima i fyrra var nokkur afgangur á vöruskiptajöfnuði. Verðmæti útflutnings á fyrstu 6 mánuðum ársins var 1% minna en I fyrra, reiknað á föstu gengi, en verðmæti innflutnings var rúmlega 4% meira. Á útflutningshliðinni munar mest um samdrátt i útflutningi áls og kisiljárns. Vegna hins háa gengis krón- unnar má einnig merkja nokkra tilhneigingu til þess að neytendur kaupi vöru innflutta frá ,,lág- gengislöndum’’ Evrópu. Um þetta segir Þjóðhagsstofnun: „Samanburður innflutningstalna viö veltutölur i ýmsum iðngrein- um bendir til, að eftirspurn hafi sveigst nokkuð frá innlendri framleiðslu að innflutningi fyrstu mánuði ársins”. —*eng. Aðalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaöamenn og aðra starfsmenn blaösins i þessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt að ná i afgreiöslu blaðsins 1 sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Frosnu hvalkjöti skipaö út til Japan. Jóhann Sigurjónsson hjá Hafrannsóknastofnun: Bann við búrhvala- veiðum í gildi 1983 Á nýafstöðnu þingi alþjóöa hvalveiðráðsins var m.a. sam- þykkt aö banna búrhvalsveiöar og skera nokkuö niöur kvótann á langreyöum. Aðrar banntillögur voru felldar. Þjóðviljinn haföi samband við Jóhann Sigurjónsson liffræðing hjá Hafrannsóknastofnun til að forvitnast um hvalveiðina i sumar og eldri og nýrri reglur um veiöarnar. Jóhann, hve mikiö hefur veiöst i ár? — 1 sumar hafa veiðst liðlega 190 langreyðar, 4—6 sandreyðar og 1 búrhvalur. Þess ber þó að geta að aðal veiðitimi búrhvala og sandreyða er ekki enn kominn. Hvaö má veiöa samkvæmt nú- gildandi reglum af þessum teg- undum? — Um veiðarnar er i gildi svo- kallaður rolling kvóti, þ.e. að það má veiða ákveöinn fjölda á 6 ára timabili. Þannig hefur mátt veiða á 6 árum samtals 1524 langreyðar eða 254 að meöaltali á ári. Um leið er i gildi hámark en það er 304 á langreyðum. Það hefur mátt veiða 84 sandreyöar að meðaltali á ári eftir þessum sex ára kvóta og verður það óbreytt næstu ár. Hvernig brcytast reglurnar að ööru levti? — Þær breytast til dæmis þannig að eftir 1982 má ekki veiða nema 194 langreyðar. Sandreyða- veiðar mega vera óbreyttar eins og áður sagðien búrhvali má ekki veiða samkvæmt samþykktum alþjóða hvalveiðiráðsins eftir árið 1982. En um búrhvalaveiðar eru aðrar reglur i gildi en sex ára kvótinn. Þar er gefinn árskvóti sem er 130 dýr i ár og næsta ár. Það er þvi fyrst 1983 sem bann við veiðum á búrhveli fer að segja til sin. Þess má að lokum geta að kvótinn fyrir hrefnuveiðar er óbreyttur eða 200 dýr á ári. Minna má á það, að þeim rikj- um hefur fjölgað innan hvalveiði- ráðsins sem vilja friða hvali al- gjörlega og hafa riki gagngert gerst aðilar að ráðinu aö undan- Förnu til að stuðla aö þvi. — óg. Rekstur rikissjóðs i jafnvægi „1 júnilok nam rekstrarhallinn frá áramótum 62 m. kr. eða 2.4% af tekjum rikissjóðs á fyrri helm- ingi ársins”, segir Þjóðhagsstofn- un um rikisfjármálin, og bætir við; „Samanburður rekstraraf- komunnar i ár og undanfarin ár sýnir, að i hlutfalli við tekjur er rekstrarhallinn svipaður og i fyrra en miklum mun minni en árin 1976—1979, er hallinn til júni- loka pam 8—13% af tekjum”. t skýrslu Þjóðhagsstofnunar um framvindu efnahagsmála kemur einnig fram að allnokkur munur er á þvi hvaða þættir rikis- útgjalda hafa einkum aukist, en slikt ætti að vera nokkur visbend- ing um hvert stjórnvöld beina fé. Þannig hefur orðið 81% aukning á útgjöldum til tryggingamála frá i fyrra. Einnig hefur orðið mikil aukning á fé til vega- og sam- göngumála og til iðnaðar- og orkumála. — ene Aðalforstjóri FAO hér í heimsókn Aðalforstjóri Matvæla- og land- búnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, Hr. Edovard Saouma, kom til tslands i gær og mun i dag sitja fund með em- bættismönnum frá öllum Noröur- löndunum. A miövikudag hefst siöan opinber heimsókn aðalfor- stjórans til Islands i boði Pálma Jónssonar iandbúnaðarráðherra. Auk fundar með landbúnaðarráð- herra mun hann hitta að máli dr. Gunnar Thoroddsen, forsætisráð- herra, Ólaf Jóhannesson, utan- rikisráðherra og Steingrim Her- mannsson, sjávarútvegsráð- herra. Hr. Saouma mun heimsækja ýmsar stofnanir landbúnaðar og sjávarútvegs. Heimsókninni lýkur að morgni föstudags 31. júli. Sigurfari 1L SH 105 viö Faxagarö I Reykjavikurhöfn. Skipiö er þaö stærsta sem skipasmiöastöö Þor- geirs og Ellerts h/f á Akranesi hafa smiöaö til þessa. A innfelldu myndinni sjást feögarnir og útgeröar- menn Sigurfara II. þcir Hjálmar Gunnarsson t.d. og Gunnar Iljálmarsson. Mynd-gel. Þorgeir og Ellert h/f á Akranesi afhenda nærri 500 lesta skuttogara Glæsllegt togskip tll Grundarfjarðar Á laugardaginn afhenti skipa- smiöastöö Þorgeirs og EUerts á Akranesi, eigendum stærsta skip sem smiðað hefur verið f skipasmiöastööinni á Akranesi. Skuttogarinn Sigurfari II sem er eign feöganna Hjálmars Gunnarssonar og Gunnars Hjálmarssonar 1 Grundarfirði, er tæp 500 tonn af stærð, búið öllum fullkomnustu tækjum til siglinga og veiða. Skipið var af- hent formlega að viðstöddum gestum, á Engeyjargrunni, en það var Jósep H. Þorgeirsson alþm. sem afhenti skipið fyrir hönd smlðastöðvarinnar. Þetta er þriðja skipið sem Þorgeir og Ellert hafa smiðað fyrir Hjálmar Gunnarsson i Grundarfiröi á nokkrum árum. Skipið ber sama heiti og fyrsta skipið sem Þorgeir smiðaöi, en | það var i ársbyrjun 1941 fyrir • réttum 40 árum. Sá Sigurfari I var mikið happaskip, og auðn- aðist fáum skipum að bjarga jafnmörgum mannslifum og i þvi. Frágangur og útbúnaður er ■ allur með besta móti, og ber iðnaöarmönnum á Akranesi góðan orðróm. Benedikt Guðmundsson ■ skipaverkfræöingur hjá Þor- geiri og Ellert er aðalhönnuður skipsins. Sigurfari II kom til heima- ■ hafnar á sunnudag, en skipiö fer strax á togveiöar. Skipstjóri- á Sigurfara II er Gunnar , Hjálmarsson. — lg- |

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.