Þjóðviljinn - 27.08.1981, Síða 3
Fimmtudagur 27. ágúst 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Að vinna fyrir verkalýðsfélag
Að undanförnu hefur mikið verið rætt um lýðræði innan verkalýðshreyfingarinnar. Af því tilefni leitaði blaðið
álitstveggja manna sem um áraoil hafa gengttrúnaðarstörfum fyrir verkalýðshreyfinguna.
Helgi Arnlaugsson
Sveinafélagi
skipasmiða:
Erfitt að
fá fólk
til starfa
Heigi Arnlaugsson formaöur
Sveinafélags Skipasmiöa. (Ljós-
mynd — Keth).
Þjóðviljinn leitáöi til Helga
Arnlaugssonar formanns Sveina-
félags Skipasmiða, en hann hefur
verið formaður þess siðustu tutt-
ugu árin. Við spurðum hann fyrst
hvernig gengið hefði að fá fólk til
stjórnarstarfa i Sveinafélagi
Skipasmiða.
— Það hefur verið mjög erfitt
undanfarinár að fá fólk tilstarfa.
Þetta er nú litið félag hjá okkur.
Ég hef til dæmis verið að leita að
manni til að taka við af mér án
þess að það hafi tekist. Það er li'ka
algengt i þessu félagi að menn
fari í önnur fög eins og til dæmis
húsasmi'ði. Ég hef lengi verið að
leita að ungum og ferskum mönn-
um i þetta starf.
— Það eru margar ástæður fyr-
ir þvi að menn fáist ekki til starfa
aðrar en þærsem ég nefndi áðan.
Sjálfsagt hefur það sitt að segja
hve langur vinnutiminn er.Þaðer
svo margt sem fólk hefur að
sækja til á seinni timum,
skemmtanir, sjónvarp og fleira.
Svo lika hitt að með þessari
auknu vinnu sem veriö hefur sið-
ustu tiu til tuttugu árin, þá vinna
menn svo mikla eftirvinnu, að
það er erfitt að fá menn til að
vinna sjálfboðaliðavinnu á sama
tima og félagar þeirra eru
að vinna eftirvinnu fyrir kaupi.
Þetta hefur lika verið dragbitur á
starfið. Það var iðulega fyrr á ár-
um að ég þurfti að hætta vinnu
fyrr á minum vinnustað til að
sinna stjórnarstörfum i verka-
lýðsfélaginu-á meðan vinnufélag-
ar minir komu auðvitað Ut með
hærra kaup en ég. Þetta á sinn
þátt i þvi að menn draga heldur
við sig að ganga i' þessi störf.
— Við höfum reynt ýmislegt til
að virkja fólk og vekja áhuga. Við
höfum reynt að létta yfir félags-
starfi og fundum. Okkur tókst að
blása lifi i' fundina um tima með
kvikmyndasýningum úr faginu,
erindaflutningi og fleiru. En þvi
miður dofnaði yfir þessu með
timanum. —óg
✓
Asmundur
Hilmarsson:
Y firborðs-
kennd
umræða
Ásmundur Hilmarsson sem sat
i stjórn Trésmiðafélags Reykja-
vikur i 2 ár og vinnur nú hjá Sam-
bandi by ggingamanna hafði þetta
að scgja um félagsstörf sin i
verkalýðshreyfingunni.
— Ég get eiginlega sagt eins og
Guðmundur Sæmundsson að ég
hafi verið „pikkaður” upp af göt-
unni vegna áhuga mins á verka-
lýðsmálum. Ég hafði einfaldlega
áhuga og gaf migfram til starfa.
Þvi var vel tekið. Áður var ég bú-
inn að starfa lengi i starfshópum
og nefndum i félaginu.
— Það er kosiö til stjórnar á
hverju einasta ári hjá trésmiðum.
Annars eru öll meiri háttar mál-
efni unnin i starfshópum og ráð-
um hjá okkur. Ef ég mætti nefna
sem dæmi, þá störfuðu margir
starfshópar fyrir siðasta ASI
þing Þessir starfshópar eru opn-
ir og stjórnin sendir út áskorun-
arbréf til allra félaga um aö taka
þátt i starfinu.
U ndirbúningur samninganna
hófst i febrúar, þá fóru starfs-
hópar af stað. Starf þeirra hefur
legið niöri um hásumariö en er
Ásmundur Hilmarsson:
Opnir starfshópar hjá trésmið-
uin.
farið af stað af krafti á ný. Starfs-
hóparnir eru auðvitað opnir og
félagarnir eru meiren velkomnir.
Ég þekki ekki annað en opið starf
i minu verkalýösfélagi en það er
ekki þar með sagt að allt sé eins
og það ætti aö vera. Starfshættir
og vinnubrögð eru mismunandi
hjá hinum ýmsu verkalýðsfélög-
um.
— Það eru allir á þeirrj skoðun
að það þurfi ýta undir starf sem
flestra félaga. Hins vegar finnst
mér umræðan hafa verið yfir-
borðskennd svoekki sé meira sagt
um lýðræði innan verkalýðs-
hreyfingarinnar upp á sfökastiö.
Það erekkert fullkomið lýðræði
með stórum staf til. Virkt lýðræði
þýðir stöðugar breytingar á stað
og stund. Fyrir mér er ekkert
sjálfsagt — þaðanaf siður heilagt
i þessum málum. Það hefur verið
reyntaðlétta yfir fundunum, með
ýmsum ráðum og sjálfsagt að
freista nýrra leiða i þeim efnum.
— óg
Minnisvarði um Ara fróða
Sl. sunnudag var vigður
minnisvarði um Ara Þorgilsson
fróða á Staðarstað á Snæfells-
nesi. Minnisvarðinn er eftir
Ragnar Kjartansson mynd-
höggvara en forseti Islands Vig-
dis Finnbogadóttir afhjúpaði
varðann. Við sama tækifæri var
opnuð sundlaug með heitu öl-
kelduvatni sem mun búa yfir
miklum heilsumætti.
Séra Rögnvaldur Finnboga-
son á Staðastað sagði i viðtali
viö blaðið, að það hefði verið
fyrir fjórtán árum að, forveri
hans séra Þorgrimur Sigurðs-
son og fleiri sveitungar hefðu
komið fyrst saman i þvi skyni
að heiðra minningu Ara fróða
með einhverjum slikum hætti
sem gert var. Rögnvaldur kom
inn i starfshóp um málið fyrir
um fjórum árum. Og fyrir fáum
árum komst nokkur skriður á
málið, er nokkur fjárveiting
fékkst frá Alþingi. Þá hefur
nefndin sem vann að undirbún-
ingi einnig fengið fé úr sýslu-
sjóði, menningarsjóði Kaupfé-
lags Borgfirðinga og frá
Menntamálaráðuneytinu.
Minnisvarðinn stendur viö
kirkjuna. Talið er að Ari fróði
hafi verið fyrstur klerka á
Staðastað. Til dæmis hefur Árni
Magnússon haldið þvi fram og
fjöldi fræðimanna rökstyður
að svo sé. 1 erindi Björns
Þorsteinssonar kom fram enn
itarlegri rökstuðningur fyrir þvi
að Ari hefði verið á Staðastað.
Athöfnin fór'þannig fram að
fyrst var messað i kirkjunni á
Staöastað. Sóknarpresturinn
séra Rögnvaldur Finnbogason
flutti prédikun, og kirkjukórinn
söng undir stjórn önnu Bjarna-
dóttur. Anna söng einnig ein-
söng. Þórður Gislason flutti
ræöu. Forsetinn Vigdis Finn-
bogadóttir afhjúpaði minnis-
varðann eins og áður sagði.
Viö sama tækifæri var vigð
sundlaug við félagsheimilið.
Sundlaugin sem er 16 x 8 m, fær
vatn frá Lýsuhól, en um laugar
þarna eru til heimildir allt frá
Sturlungu. Þetta er heitt öl-
kelduvatn sem á að búa yfir
lækningamætti. Viö laugina er
litil setlaug með 50 gráðu heitu
vatni.
1 kaffiveislu i félagsheimilinu
hélt Kristin Thorlacius á Staða-
staö ræðu. Björn Þorsteinsson
sagnfræðingur flutti afar fróö-
legt erindi um Ara fróða Þor-
gilsson. Anna Bjarnadóttir söng
einsöng við undirleik Asdisar
Rikharðsdóttur. Þórður Kára-
son flutti erindi um Staðastaða-
klerka. Ragnar Kjartansson
sagði frá þvi hvernig listaverkið
varö til. Þá flutti forsetinn
stutta tölu og afhenti stúlkunni,
sem vigði sundlaugina rós. .
Við þetta tækifæri var vigö sundlaug viö félagsheimilið. i sundlaug-
inni er heitt ölkelduvatn sem mun vera sérdeilis heilsusamlegt.
(Ljósmynd Bæring Cecilsson)
Minnisvarðinn sem Ragnar Kjartansson gerði um Ara fróða á
Staðastað. Steinsmiðjan í Kópavogi vann minnisvarðann. (Ljós-
mynd Bæring Cecilsson)
Vigdis Finnbogadóttir afhenti telpunni sem vigði sundlaugina rós I
heiðursskyni. (Ljósmynd Bæring Cecilsson)
U tanríkisráðherra -
fundur Norðurlanda:
Afvopnun-
tekin fyrir
Afvopnunarmál verða meðal
umræöuefna á fundi utanrikis-
ráöherra Norðurlandanna, sem
haldinn veröur i Kaupmanna-
höfn i næstu viku, 2.—3. septem-
ber.
Þá verða hafréttarmálin tekin
sérstaklega fyrir i kjölfar ráö-
stefnunnar i Genf og „ástand al-
þjóðamála” að venju, öryggis-
mál, friðargæsla Sameinuðu
þjóðanna, gangur mála fyrir
botni Miðjarðarhafsins og i
Afriku sunnanverðri, alþjóöa-
samvinna i efnahagsmálum og
mannréttindamál.
Stöðu-
mælarnir
farnir!
1 gær voru stöðum ælarnir um-
deildu, sem settir höfðu verið
upp við Skólavöröustig (og
sumir reyndar fjarlægðir jafn-
óðum) tcknir i burtu og voru það
starfsmenn umferðardeildar
borgarinnar sem það gerðu. Var
það gert samkvæmt fyrir-
mælum gatnamálastjora, sem
lagði til við borgarráð i gær að
stöðumælarnir yrðu fjarlægöir.
I samtali sem Þjóðviljinn átti
við formann umferðarnefndar,
Sigurð G. Tómasson i gær kom
fram að umferðarnefnd
samþykkti á sinum tima að bif-
reiöastöður yrðu leyfðar á
umræddu svæði við Skólavörðu-
stig. I samþykkt umferðar-
nefndar var ekki að finna orð
um að þarna yrðu settir upp
stöðumælar, sagði Sigurður, en
þegar þessi tillaga umferöar-
nefndar var samþykkt i borgar-
ráði skömmu seinna var hengt
aftan i hana „enda verði settir
upp stöðumælar beggja vegna
götunnar”.
Umferðarnefnd hefur nú
fengið málið til umfjöllunar á
^- Al.
Tillögur á
Fjórðungsþingi:
Hóla-
staður
til vegs
og virð-
ingar
Mikill hugur er I Norð-
lendingum að endurreisa Hóla-
stað sem menningar-og
menntasetur og liggja fyrir
Fjórðungsþingi Norðlendinga,
sem haldið verður f næstu viku,
tvær tillögur þar að lútandi.
Annarsvegar er lagt til, að
komið verði upp á Hólum
kirkjulegri menningarmiöstöð
og aö undirbúningur aö endur-
reisn staðarins sem sliks
verði hafinn á timamótum i
sögu Hóla næsta ár.
Hin tillagan lýtur aö þvi, að
hraðaðverði uppbyggingu Hóla
sem alhliða menntaseturs á
sviöi búvisinda á Norðurlandi i
tilefni af 100 ára afmæli
Búnaðarskólans á Hólum 1982.
Ennfemur að þá verði haldin
ráðstefna um uppbygginguna og
búnaöarfræöslu, svo og stöðu
hinna ýmsu greina land-
búnaðarins i fjórðungnum.